Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Tyrkland Varla standa hveitibrauðsdagarnir endalaust Frá stjórnlagaþinginu. Tyrkland er mjög í sviðsljósi þessar vikurnar og ekki nema að vonum. Þar kemur til að herfor- ingjastjórn situr við stjórn í NATO-ríki, og það sem meira er, herforingjastjórn sem er vinsæl af þorra Tyrkja. Aftur á móti vekja ýmsar ráðstafanir hennar gremju og úlfúð hjá lýðræðisunnendum: EBE hefur til að mynda dregið úr efnahagsaðstoð við Tyrki vegna stjórnarfarsins, Evrópuráðið íhugar í fullri alvöru að setja Tyrki út í kuldann, m.a. vegna neitunar herforingjastjórnarinnar um að leyfa sérlegum fulltrúum ráðsins að koma til landsins í könnunarferð. Ástandið milli Grikkja og Tyrkja hefur versnað að mun eftir að Papandreu komst til valda í Grikklandi, t.d. náðist ekki samkomulág á varnarmála- ráðherrafundi NATO um yfirlýs- ingu á dögunum, eins og getið var í fréttum, vegna þess að Pap- andreu krafðist þess að inn í hana yrði sett nokkur vel valin orð um að Grikkjum stafaði meiri ógn af Tyrkjum en öðrum og þetta vildi tyrkneski varnarmálaráðherrann ekki sætta sig við. Það sem kannski hefur mælzt hvað verst fyrir af ákvörðunum stjórnarinn- ar er þó fangelsun Bulent Ecevit, fyrrv. forsætisráðherra. Ecevit er afar vinsæll meðal landa sinna, auk þess að vera stjórnmálamaður — að vísu í meðallagi dugmikill stjórnandi — er hann skáld og bó- hem og slíkt er alltaf til þess fallið að vinna hugi landa. Fangelsun- inni hefur verið mótmælt víða um lönd en Tyrkir láta öll afskipti af sínum málum sem vind um eyru þjóta. Þeir eru einkar ánægðir með ummæli Weinbergers, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sem kom við í Ankara á leið á NATO-fundinn og lýsti þá yfir að Bandaríkin myndu auka vopna- og hergagnaaðstoð við Tyrki. Sú yfir- lýsing skal skoðuð með ýmislegt í huga: í fyrsta lagi er Tyrkland Atlantshafsbandalaginu meira en mikilvægt vegna landfræðilegrar legu þess og nálægðar við Sovét- ríkin. Tyrkir ráða yfir Bosporus- sundi, sem er eina siglingaleið Sovétmanna út á Miðjarðarhafið. Sé þetta haft í huga þarf ekki að efa að Bandaríkjamenn álíta það bandalaginu fyrir mestu að styðja verulega við bakið á Tyrkjum. I öðru lagi hefur það vakið ugg, að Papandreu, forsætisráðherra Grikklands, hefur talað digur- barkalega um að Grikkir vildu losna við amrískar herstöðvar af grísku landi, og í kosningabarátt- unni sagðist hann myndu fara með Grikki úr bandalaginu sem alkunnugt er. Nú hefur Papandreu að vísu mildað málflutning sinn, en Bandaríkjamenn meta það svo verði þeir að hverfa frá Grikk- landi sé alveg bráðnauðsynlegt að efla stöðu Tyrkja í þessum heims- hluta. Það flækir náttúrlega málið enn frekar að Kýpurdeilan er óleyst og sætir vissulega furðu hverjum þeim sem hefur kynnst hvernig þar hefur verið að málum. staðið. I öðru lagi eru Tyrkir og Grikkir fornir fjendur, sem geta fátt jákvætt séð við hverja aðra. Þetta er náttúrlega því afbakaðra sem það er haft í huga að Tyrkir og Grikkir eru sennilega meira blandaðir innbyrðis — af eðli- legum ástæðum — en flestar aðr- ar þjóðir, svo að fáar þjóðir eru jafn skyldar. En að frændur séu frændum verstir á líklega við ein- hver rök að styðjast. Þegar mál- efni Grikkja og Tyrkja eru íhuguð er óhjákvæmilegt að taka tilfinn- ingalegu hliðina með í reikning- inn, það einfaldlega dugar ekki að leiða hana hjá sér og ætla að ræða málin á málefnalegum og fræði- legum grunni einvörðungu. Hveitibrauðsdagar herforingjastjórnarinnar standa enn Herforingjarnir tóku völdin í septembermánuði 1980 og af Kenan Evren mörgu má sem sagt marka að þeir njóta enn vinsælda og trausts. Að vísu hefur það skyggt á hversu gagnrýni utan frá hefur aukizt, en engu að síður segja blaðamenn sem hafa ferðazt um Tyrkland, að það sé ekkert áhorfsmál að stjórn- in njóti stuðnings þorra manna. Herforingjastjórnin stóð við það loforð sitt að koma á laggirnar stjórnlagaþingi núna í haust til að vinna að nýrri stjórnarskrá fyrir Tyrkland. Sá hængur er þó á skip- an þessa þings, að þar hafa her- foringjarnir skipað alla fulltrúana og þeir neita eindregið að nefna nokkurn tíma, sem mætti miða að til að leyfa að nýju starfsemi stjórnmálaflokka og í kjölfar þess lýðræðislegar kosningar! En sakir þess að herinn hefur tvívegis áður á tiltölulega skömmum tíma, þ.e. 1960 og 1971 — tekið völdin og síðan horfið til búða sinna eftir nokkurn tíma, virðist vera út- Hvarvetna mé sjé stórar veggmyndir af Kemal AtatUrk. breidd trú meðal almennings, að svo verði einnig nú. Umbætur í efnahagsmálum Síðan herforingjastjórnin tók völdin hafa orðið nokkrar umbæt- ur í ruglingslegu efnahagslífi landsins. Stjórn Kenan Evrens hefur tekizt að vinna bug á elds- neytisskorti, verðbólgan hefur lækkað niður í 40 prósent úr 100 prósentum og sérfræðingar þakka Turgut Özal, efnahagssérfræðingi ríkisstjórnarinnar ekki sízt þenn- an árangur. Framleiðslan hefur aukizt og tekizt hefur að draga nokkuð úr atvinnuleysi. Þetta er hreint ekki svo lítið. j viðtali blaðamanna við tyrkn- eska karla og konur, í ýmsum at- vinnugreinum og á ýmsum aldri, hefur þó jafnan komið fram, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.