Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Með forvitnishug Bókmenntir Erlendur Jónsson SAGA. Tímarit Sogufélags. 349 bls. Siigufélag, Rvík, 1981. Það er nítjándi árgangur Sögu sem var að sjá dagsins Ijós nú á dögunum, fjölbreyttur að vanda. Og þó kannski ekki eins fjöl- breyttur og stundum áður, því meira er nú um langar ritgerðir en minna um stutta þætti. Ritið hefst á hundrað síðna ritgerð eftir Al- bert Jónsson: Tíunda þorskastríðið 1975—1976. Albert fjallar um það í víðu heimspólitísku samhengi og segir að það »virðist hafa verið talið mjög hættulegt mál og við- ræður og.afskipti af því fóru fram á æðstu embættisstigum*. Atl- antshafsbandalagið kom að sjálf- sögðu inn í myndina. »En Bretar töpuðu þorskastríðinu ekki ein- ungis á vettvangi NATO eða létu undan síga einfaldlega af ótta við áframhaldandi átök og líklegar af- leiðingar þeirrar stefnu. Heima fyrir varð þorskastríðið sífellt óvinsælla, einkum í fjölmiðlum, svo og stefna stjórnarinnar í fisk- veiði- og hafréttarmálum yfirleitt, þó sérstaklega aðgerðarleysi hennar gagnvart EBE.« Og meira um fiskveiðimál: Har- ald Gustafsson skrifar greinina Fiskveiðiákvæðin 1762, fróðlega og Lírus Jóhannesson Blöndalsættin Bókaútgáfan Skuggsjá íslendingar hafa löngum haft það orð á sér að þeir væru bæði ættfróðir og ættræknir. Geta ástæður þess verið margar, meðal annars hvað fámenni var hér mik- ið og þess vegna nokkuð viðráðan- um hópi fólks. Á fyrstu öldum ís- landsbyggðar var ættarsamfélagið mjög sterkt í landinu. Máttarstoð- ir þjóðfélagsins voru veikar og framkvæmdavald vantaði lengi vel. Einstaklingurinn varð að treysta á vernd ættarinnar, og vald ættarinnar mátti sín mikils í þjóðfélaginu. íslendingasögur bera það með sér að þegar þær eru skrifaðar hefur verið lifandi áhugi á ætt- fræði í landinu. Á tímum kaþólsku kirkjunnar var það nauðsyn að vita glögg skil á nánustu forfeðr- um sínum svo menn yrðu ekki brotlegir við sifjarétt kirkjunnar. Nauðsyn var á að vita um skyld- menni í fimmta lið. Þetta hefur vafalaust stuðlað að því að þekk- ing í ættfræði hlaut að vera al- menn. Ein af jólabókunum í ár er mik- ið ættfræðirit, Blöndalsættin, eft- ir Lárus Jóhannesson hæstarétt- ardómara. Er þetta niðjatal Guð- rúnar Þórðardóttur og Björns Auðunssonar Blöndals sýslu- manns í Hvammi í Vatnsdal. Út- gefandi er bókaútgáfan Skuggsjá. Jón Gíslason fræðimaður og for- að mörgu leyti athyglisverða sam- antekt. Samtök gegn verzlunareinokun 1795 heitir ritgerð eftir Sigfús Hauk Andrésson. Sigfús Haukur er einn þeirra sem kunna að dusta rykið af gömlum skjölum og gera svo skýra grein fyrir innihaldi þeirra að allir mega glöggt skilja. Hann mun hafa unnið árum ef ekki áratugum saman að rann- sóknum á tímum einokunar á Is- landi, enda er hann eins og heima- maður í aldarfari þeirra tíma. Margt kemur fróðlegt fram í rit- gerð hans sem að sjálfsögðu verð- ur ekki rakið hér. Þó má til gam- ans geta þess, að Sigfús Haukur upplýsir að »danski flotinn var.að- alkaupandi sauðakjöts« frá Is- landi. Var að furða þó Jóni sterka þætti ekki annað manna matur — nema að vísu hákarl! Þá greinir Sigfús Haukur frá því að »borgar- stjórn Kaupmannahafnar var löngum aðalkaupandi hákarls- og sellýsis frá Islandi«. — Ekki er þetta þó kjarni málsins í ritgerð Sigfúsar Hauks heldur viðleitni Islendinga til að ná fram einhverj- um úrbótum á versluninni sem gekk þó heldur seint. Þá koma nokkur bréf sem Páll Melsted skrifaði Þórhalli Bjarna- syni frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. Páll var þá sögu- kennari við Lærða skólann, kom- inn um sjötugt því þetta var um 1880 og átti því von á dauða sínum maður ættfræðifélagsins bjó ritið til prentunar. I formála segir Jón: „Á vordög- um 1980 var ég beðinn að taka að mér að búa Blöndalsættina undir prentun. Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari hafði unnið að henni í nokkur ár og var langt kominn með hana er hann féll frá. Við upphaf gerði ég mér ekki grein fyrir hvað ég var að ráðast í. Verkið reyndist þegar umfangs- mikið og vandasamt. Ég varð að vinna það i tómstundum. Handrit Lárusar Jóhannessonar Lárus Jóhannesson er mjög vel og vandvirknislega úr garði gert. Það er ritað á laus blöð og raðað í blaðabindi, jafnhliða minnismiðum, sem hann var ekki búinn að fella inn í aðalefnið." Guðjón Lárusson læknir, sonur höfundar, ritar langa grein þar sem hann gerir grein fyrir upphafi Blöndalsættarinnar og segir jafn- framt frá því er faðir hans hóf að vinna að ættfræðirannsóknum. í grein sinni segir Guðjón lækn- ir. „Ákveðið var að láta Blöndals- ættina ná til ársins 1977, þegar faðir minn lést, en samkomulag varð um að bæta við fram að prentun hverjum þeim fróðleik, er við fengjum vitneskju um. Á stöku einhvers staðar á næsta leyti en það fór á annan veg sem kunnugt er, því hann varð hátt í hundrað ára. Þórhallur Tryggvason hefur búið bréf þessi til prentunar. Þau eru ákaflega skemmtileg, gamli maðurinn hefur verið hreinskil- inn, spaugsamur, hittinn á lík- ingar, ekki stórorður en þó óragur við að segja sína meining, og ör- ugglega skyggn á mannlífið — mannþekkjari og lífslistamaður, sjálfsgagnrýninn og glöggur á kosti annarra. Mannkynssagan var líf hans og yndi. »Stór er Mið- garðsormur en stærri er verald- arsagan.« Alþýðlegur fróðleikur var þá iðkaður hér af sama kappi og endranær. En vísindalega sagnfræði þekktu íslendingar þá varla og þótti Páli það ekki vansa- laust: »Ég kalla ekki sögu, eða söguþekkingu, það sem hér hefir verið kallað saga og sagnafróð- leikur.« Haft er eftir Páli að meðai síðustu orða hans hafi verið þessi: »Ég vil deyja með forvitnishug.* Mætti það vera grafskrift hins sí; vökula fræðimanns allra tíma. í einu bréfinu spáir Páll því að Þórhallur eigi eftir að verða bisk- up. Það rættist. Páll var Eyfirð- ingur að uppruna og unni mjög átthögunum — »þar er ég upp- runninn, þar var ég saklaus, þar vildi ég mega skila af mér umbúð- unum aftur. En hér á ég líklega beinin að bera skammt frá fjós- haugnum hans Lambertsens*. Á sama hátt og tuttugasta öldin stað nær ritið því allt fram á árið 1981, þótt skipulegri söfnun ljúki 1977 ... Skuggsjá hefur tekið að sér að gefa út niðjatal þetta. Ætl- unin er, að í framhaldi af þessu bindi komi út Niðjatal Þórarins á Grund, sem væntanlega verður í nokkrum bindum. Vinna að undir- búningi þess undir prentun er þeg- ar hafin og er líklegt að út komi eitt bindi á ári. Þessi tvö niðjatöl — Þórarins á Grund og Blöndals- ættin — eru hvort um sig sjálf- stæð verk og hvert bindi ekki beinlínis háð öðrum, þannig að niðjar geta auðveldlega eignast „sitt“ niðjatal án þess að þurfa að kaupa öll bindin. Hins vegar koma ættir þessar víða saman eins og algengt er.“ Blöndalsættin hefur það fram yfir flestar ættartölur, sem út hafa verið gefnar að þar er fjöldi tilvitnana í önnur ættfræðirit. Þetta gefur bókinni mikið aukið gildi. Þá eru umsagnir frá hendi höfundar um marga. Tel að það sé mikill fengur að þessum umsögn- um. Þarna hefur höfundur tínt saman ýmsan fróðleik sem hann hefur eftir heimildum sem hann vitnar til eða hann byggir á eigin mati. Þetta hlýtur að gefa bókinni aukið gildi og ég spái því að eftir því sem árin líða verði gildi þess- ara umsagna enn meira. Til útgáfu þessa rits hefur verið vandað eins og kostur er og í bók- inni eru á áttunda hundrað ljós- myndir. Enn er áhugi á ættfræði lifandi með þjóðinni. Sagt er að hvergi í heiminum hafi verið gefið út eins mikið af ritum um ættfræði og hér á landi. Má vera að fámenni þjóð- arinnar valdi hér einhverju um. Fram að þessu hefur verið mögu- legt að rekja ættir flestra og tengja við ættir, sem rekja má í gegnum aldirnar. Meðan ættfræðiáhugi er jafn lifandi með þjóðinni og raun ber vitni er von á að gefin verði út slík rit og Blöndalsættin. Ég færi öllum, sem lagt hafa hönd að því að gera Blöndalsætt- ina jafn glæsilega úr garði og raun ber vitni, bestu þakkir, og ég veit að ég mæli þar fyrir munn margra Jón Guðmundsson Jón Guðnason er fjölmiðlaöld, þannig var sú ní- tjánda bréfaöld. Menn lögðu metnað sinn í að rita skemmtileg- an bréfastíl. Af bréfunum megum við komast að raun um, hvernig þessir karlar töluðu hver við ann- an og hver um annan. Þar var skráð það sem hvíslað var manna á meðal, þar komu menn til dyr- anna eins og þeir voru klæddir. Margt fleira fróðlegt er í þess- um árgangi, t.d. ritgerð Péturs Péturssonar, Trúarlegar hreyfingar í Reykjavík tvo fyrstu áratugi 20. aldar, Bréf til Sögu eftir Árna Böðvarsson,_ritfregnir og fleira. Árni Böðvarsson nefnir í bréfi sínu dæmi um munnlega geymd í bændasamfélaginu gamla. Ég held, að ungir fræðimenn trúi vart slíku þó þeim sé sagt það. Þá var samhengi í lífinu, kynslóðirnar höfðu ekki aðeins tíma til að segja hver annarri frá reynslu sinni, heldur líka til að leiðrétta hver aðra. Þess skyldu þeir minnast sem vilja meina að allur okkar sagnafróðleikur sé flökkusögur austan frá Indlandi eða þá sunnan frá Miðjarðarhafi. Hef ég svo ekki fleiri orð þar um. Saga er eins konar Lækjar- torg íslenskra sagnfræðinga, þar hittast þeir á málþingi, blanda geði, skiptast á skoðunum og draga fram fróðleik þann sem þeir hafa verið að viða að sér, hver í sínu horni. Ritstjórar Sögu eru þeir Jón Guðnason og Sigurður Ragnars- son. ÖLDIN SEXTÁNDA. Minnisverð tíðindi 1551 —1600. Jón Helgason tók saman. Forlagið Iðunn. Valdimar Jóhanns- son. 1981. Öldin sextánda hefst á því að segja frá tíðindum sem fáir ís- lendingar hörmuðu: Norðlenskir vermenn drepa Kristján skrifara í gististað á Miðnesi. Aðeins einn maður eftir lífs af öllum Dönum sem vetursetu höfðu á Nesjum suður. Þetta var gert til hefnda eftir Jón biskup Arason og syni hans. Norðlendingar gengu vasklega fram, drápu fjórtán menn í einni lotu. Af tveimur líkanna hjuggu þeir höfuð, „settu þau við þjóin og létu nef horfa til Saurbæjar". Bessastaðaböðul sem Kristján skrifari lét höggva Hólafeðga í Skálholti „drápu þeir með hroða- legum hætti, glenntu sundur hvoft hans og helltu upp í hann bráðnu blýi“. Um land allt voru menn sam- mála um að Norðlendingar hefðu rekið af sér slyðruorðið. En hver sendi norðlensku ver- mennina suður á Nes? Talið er að það hafi verið Þór- unn á Grund, dóttir Jóns biskups. Þessi kona er atkvæðamikil í öld- inni sextándu. Hún á í ilideilum við konungsmenn og karpi við Grýlurnar hafa gefið út sína fyrstu hljómplötu og þeim tekst skrambi vel upp stelpunum í þess- ari fyrstu rokkhljómsveit landsins sem er eingöngu skipuð konum. Það er Spor sem gefur út Grýlurn- ar en Steinar hf. sjí um dreifingu. Grýlurnar stigu sín fyrstu spor síð- astliðið vor svo það má segja að þær láti hendur stenda fram úr ermum og þær hafa þróað tónlist sína og samspil fast og ákveðið og spádómar um knappt gengi þeirra eru foknir fyrir björg, en þær standa keikar. Ragnhildur Gísladóttir, Linda Björk Hreiðarsdóttir, Inga Rún Pálmadóttir og Herdís Hall- varðsdóttir hafa náð ótrúlega vel saman á þessum stutta tíma og þótt hljóðfæraleikur þeirra hafi verið svolítið losaralegur og Grýlulegur í upphafi þá hafa þær heldur betur tekið á honum stóra sínum og bætt um betur, því hljóðfæraleikur þeirra er góður og öruggur og ekki er það til skaða að framkoma þeirra á tónleikum er lífleg þótt ýmsir vildu eflaust leikstýra þessum ungu konum á annan hátt. Ragnhildur Gísladóttir, skip- stjóri Grýlanna, hljómborðsleik- ari, er mjög góður söngvari og Linda Björk slíkur trymbill að hjartsláttur hvers eldfjalls mætti vera stoltur af. Þær Inga Rún sem leikur á gítar og Herdís sem leikur á bassa standa ekki síður fyrir sínu og hefur farið mikið fram á fáum mánuðum og Grýlurnar hafa sannað það sem ríkisstjórnin boðaði, en hefur ekki getað staðið við, að vilji er allt sem þarf. Þær vildu það og gerðu það. Jón Helgason höfðingja. Á sjötugsaldri er hún orðin ekkja í þriðja sinn og vill giftast í fjórða skipti ungum manni. Staðarhóls-Páll er með fyrir- ferðarmeiri mönnum sextándu aldar. Hann stendur í ýmsum ver- aldlegum stórræðum, en er verst haldinn eftir deilur við konu sína, Helgu Aradóttur. Um hana mun hann hafa ort vísuna um hið litla mannvit kvenna. Staðarhóls-Páll var eitt mesta skáld sextándu ald- ar. Nokkur kvæða hans eru birt í Öldinni sextándu, m.a. Eg leit í einum garði yfrið fagurt blóm, sem hann orti til Helgu, konu sinnar, meðan ástin var hvað heit- ust, en að því kom að hann fékk ekki að koma í rekkju til hennar og likaði illa. Margra manna er getið í Öld- inni sextándu. Meðal þeirra sem kveður að eru Guðbrandur biskup Þorláksson og Arngrímur Jónsson lærði. Það er einnig rúm fyrir ódáðamanninn Björn Pétursson í Öxl og skraddarann Pétur sem reyndi að rota æðsta mann lands- ins á jólanótt á Bessastöðum. Jón Helgason hefur tekið Öldina sextándu saman og er hún með siðustu verkum hans. Samantekt- in er að vonum hin fróðlegasta, en nokkuð reyfaraleg á köflum. Eins og í fyrra bindinu er lögð áhersla á æsilegt efni. öldin er höfundin- um hagstæð að því leyti að ekki þarf að leita lengi að slíku. Blöndalsættin Bessastaðaböðli gefíd blý að drekka Bókmenntír

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.