Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 51 Skrýtl- urfrá 6.-B Mýrarhúsaskóla, Sdtjamamesi Frúin: Guð hjálpi mér Karolína, stóri blóma- potturinn datt út um gluggann hjá mér. Flýttu þér nú út og náðu í hann áður en hann dettur á höfuðið á ein- hverjum. A: Hefurðu heyrt hvað kom fyrir hann Kalla? Hann datt út um glugga á tíu hæða húsi. B: Braut hann ekki í sér hvert bein? A: Nei, nei hann datt bara út um kjallara- gluggann. Dómarinn: Þú ert ákærð- ur fyrir að hafa hent fé- laga þínum niður af smíðapallinum. Ákærði: Fyrirgefið herra dómari, þetta gerðist þannig að við Jón urðum ósáttir og ég tók hann og lét hann hanga utan við pallinn. Þá sagði hann: „Ef þú sleppir mér ekki kalla ég á lögregluna." Nú, ég sleppti honum, því ég kærði mig ekki um að komast í kast við lögregluna. Vinna fyrir „svifandi menn“ Eiffelturninn í París, sem allur er byggður úr járni og var tækniundur síns tíma, var vígður 31. mars 1889. Turninn er nákvæmlega 300,65 metr- ar á hæð nema í frosti, því að kuldinn lætur málminn „hlaupa". Sólin getur hins vegar látið málminn þenjast út, og munurinn á hæð turnsins getur verið allt að 18 cm. Sjöunda hvert ár er turninn málaður og þá eykst þyngd hans um 45 tonn. Það er þyngd máln- ingarinnar, 33.753 lítra, sem 30 „svífandi menn“ eru átta mánuði að bera á turninn. HVERNIG? Drengurinn og hundurinn hafa ákveðið með sér, að beinið á ekki að liggja á milli þeirra lengur. En — þeir hafa líka ákveðið, að hvorugur þeirra má snerta það, sparka því eða koma við það á annan hátt. Hvernig eiga þeir að fara að því að breyta því að beinið liggi á milli þeirra? ;?(] qia J8Q;m (!) Qiuiaq ja ‘uinuiq ? BUiQim qia }s35te| ‘3;s Jiaæ; 3o ddn jnpuajs Ejjiat) jsuuy :usnsq Eftirminnileg skíðaferð Frímann Hreinsson, Mýrarhúsaskóla. Ég vaknaði klukkan hálf tíu og klæddi mig í skyndi. Ég fékk mér morgunmat, fór út og hitti þar vin minn. Hann sagði, að ég mætti kpma með honum á skíði upp í Bláfjöll. Ég hlakkaði mikið til því að þetta var í fyrsta skipti, sem ég fer á skíði í Bláfjöll. Fyrst fór ég í diskalyft- una og gekk vel, en eftir kaffi fór ég í stólalyftuna. Þar gekk mér ekki eins vel. Ég datt tvisvar sinnum, en komst loks niður aftur. í annarri ferðinni gekk mér betur. Það var greinilegt, að ég var að komast upp á lag með þetta. En í síðustu ferðinni, þegar ég var kominn neðarlega í brekkuna vissi ég ekki af mér fyrr en ég var í lausu lofti og hentist niður brekk- una og skíðin fuku af mér. Ég valt dálít- ið lengra, en staðnæmdist svo. Til allrar hamingju meiddist ég ekkert, en annað skíðið hafði brotnað. Þegar ég skoðaði skíðið nánar sá ég, að annar járnkantur- inn hafði losnað fremst og stungist í snjóinn. En nú var kominn tími til að halda heim. Þetta hafði verið skemmtilegur dagur þrátt fyrir óhöppin. Böm morgundagsins Með þátíð að baki stígum við eitt skref inn í óljósa framtíð, sem bíður barna morgundagsins. í spegli nútímans eygjum við framtíð, sem blasir við börnum morgundagsins. Framtíðin, frelsi eða fjötrar? Framtíðin, öryggi eða ótti? Kjarnorka eða kærleikur? Framtíðin, vélmenni og vísindi, tölvur, tækni og trylling eða kærleikur? Hvers mega börn morg- undagsins vænta af börnum nútímans? Þ. //fo. o Barnavagns-bíll Enskt fyrirtæki framleiddi undar- legt farartæki áriö 1922. Þaö var barnavagn meö palli, sem barn- fóstran átti aö standa á og stjórna ferðinni. Lítil vél knúöi vagninn. Ríkisstjórnin ákvaö, aö farartækið mætti aka eftir gangstéttunum. OPIB Skemmtilegur leikur: KISA SEFUR Úti í horni er ferhyrndur reitur afmarkaður með krít eða á annan hátt. Þar er rúmið hennar kisu. Sá, er leikur hana, leggst þar og læst sofa (kannski malar hann bara!). Smáhlut- um, skeljum, steinum eða öðru er dreift víðs vegar. Þeir tákna ostbita. Börn (og fullorðnir) leika mýs og látast vera að narta í bitana. Allt i einu vaknar kisa og stekkur á mýsnar. Þær reyna að forða sér inn í holur sínar, en þær eru litlir krítarhringir í röð meðfram þeirri hlið svæðisins, sem fjærst er kisu. Þau, sem kisa nær í, hefur hún heim með sér í bæli sitt, svo hefst leikurinn að nýju. Þennan leik er hægt að leika hvar sem er, hvort sem menn eru á ferðalagi eða heima hjá sér. Svæðið má afmarka á ýmsa vegu — að við tölum nú ekki um, þegar fullorðnir eru með. Þá eru allir vegir færir ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.