Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 Heims um böl helg eru jól Jólasöngvar 1. Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi. Móðir þeirra sópar gólf og flengir þá með vendi. Uppi á stól stendur mín kanna. Níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna. 2. Jólasveinar einn og átta ofan koma af fjöllunum. í fyrrakvöld þá fór ég að hátta, þeir fundu hann Jón á Völlunum. Isleif hittu þeir utan gátta og ætluðu að færa hann tröllunum, en hann beiddist af þeimm sátta, óvægnustu körlunum, — og þá var hringt öllum jólabjöllunum. Isl. þjóðvísa. Ps. Vísa þessi er til í ólíkum útgáfum og oftast er hún sungin öðru vísi en hér kemur fram. Sagari um Stúf eftir Helgu Dröfn Þórarinsdóttur, 6 ára, Vest- urbergi, Reykjavík. Einu sinni var lítill jólasveinn. Hann hét Stúfur. Hann var alltaf að gera eitthvað af sér. Einu sinni átti hann að fara í sendiferð fyrir mömmu sína. Þá stal hann skíðunum hans Bjúgnakrækis. Hann datt á hausinn og fæturnir stóðu beint upp í loftið. Þá komu allir bræður hans og hlupu heim úr hræðslu. Jólasveinar á fullri ferð Auður Huld Kristjáns- dóttir, 9 ára, Hofsvalla- götu, Reykjavík. Börn yrðu snillingar ef þau fengju að þroskast eins og þeim er ætlað frá fæðingu. Johan Wolfgang Goethe (1749—1832) Leikurinn er leið barna til að samlagast hciminum — en þau eru kölluð til að breyta honum. Maksim Gorkij (1868—1936) í leikjum sínum læra börnin að þekkja heiminn. Jean Piaget (1896—1980). Villi landnáms- maður S.B.H. Lilli, vaknaðu. Skipin eru að fara! Já, frú Jóndal Sím- sen. En hvert fara skipin? Þau fara til nýja landsins í norðri, sem heitir Island. Manstu ekki, að Siggi Loð- brók lét þig fá eitt skip, sem þú keyptir af honum? Lilli hljóp eins og fætur toguðu til nýja skipsins, sem hann lét heita Dugg. Dugg- ur var gott skip og lét vel í sjó. Lt'(-L í LiHPMens AS % Landnám við stefni! var hrópað. Lilli og skipaflotinn hafði verið tvo mánuði á leiðinni. Nú ætluðu Lilli og skipið hans, Duggur, að yf- irgefa flotann og eigna sér land á nýja staðnum. Loks kom Duggur að grösugu landi. Þá sagði Lilli: Hér vil ég búa. Svo fór hann á land með húsfreyjunni Jóndal og syni sínum Herjar, en kona hans hafði dáið árið áður. Pabbi, hvað á bærinn að vera stór? Risastór, því að hér er nóg af viði, steinum og torfi. Pabbi, hvernig væri að láta víkina okkar heita Hervík eftir mér? Já, og bæ- inn Lillakot? Og viku síðar áttu þau tvær kýr, eitt naut, tíu kindur og þrjá hesta. En við skulum heyra meira seinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.