Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1981, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. DESEMBER 1981 „ Afi, ca man ekki lenaur hvovln Asícr. . . /2-2 f ... aö opna fyrst jólagjafir hans. Tll Rag U.S. Pat OH.—iH rtghts rtsarved * 1981 Los Angetes Tinws Syndicate III l>essar leiðbeininfrar ættu að hjálpa þér til að ná betri árangri í frístundunum. HÖGNI HREKKVISI />*£> svo emrr „r /fcrinssts/n / 53^ SIG6A V/öGA £ VLVZMU „Minn frið gef ég yður“: Þessi orð eru einnig töl- uð til okkar sem nú lifum Þórarinn E. Jónsson skrifar: „Himnarnir opnuðust. Ljós Guðs lýsti bjart og máttugt, himn- eskur sendiboði var kominn. — Sjá ég flyt yður mikinn fögnuð, yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér mun- uð finna sveinbarn reifað og lagt í jötu. — Með englinum voru himn- eskir herskarar sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum sem hann hefur velþókn- un á. Þannig hljóðar helgisagan um fæðingu Jesú Krists. Þessi saga er lesin í kirkjum landsins og víða um heim á aðfangadagskvöld jóla, þar sem kristnihald er við haft. Þá kemur spurningin mikla: Trúum við þessari sögu? Eða trúum við henni ekki? Svar mitt er þetta: Ég trúi sögunni bókstaf- lega. Tvenns konar undur gerast. Sveinbarn fæðist austur í gyð- ingalandi, það vex upp og markar spor í sögu mannkynsins, spor sem ekki verða afmáð. Tímatal mannkynssögunnar breytist. Mið- að er við fæðingu Jesú Krists, sveinbarnsins, sem reifað var og lagt í jötu í gripahúsi, og atburðir sögunnar sagðir hafa gerst fyrir eða eftir fæðingu hans. Slíkt segir til sín sem heimsviðburður á jarðneskan mælikvarða. En þetta er aðeins önnur hlið þessa máls, sem við rengjum ekki. Hin hliðin er torskildari og verður tæpast sönnuð á jarðneska vísu. Við vitum um sólkerfi okkar, sólina og fylgihnetti hennar. Stjarnvísindin segja okkur að til séu mörg sólkerfi í geimnum. Nefnd eru hnattkerfi, vetrar- brautir, í órafjarlægð og sólir sem taldar eru vera í milljóna ljósára fjarlægð frá plánetu okkar Jörð, miðað við ljóshraðann (300 þús. km/sek.). Hver verður svo viðmið- un vor jarðarbúa með plánetu vora, samanborið við þessar óra- víddir sem stjarnvísindin tala um og fundist hafa? Og spyrja má: Hvað vita menn um alheiminn sem heild þótt þeir viti nokkuð um einstök brotabrot hans? Við þess- ari spurningu ríkir þögn frá mannlegu sjónarmiði. Hitt virðist einsætt að plánetan Jörð, sem við byggjum, er aðeins sandkorn á sjávarströndu miðað við þann fjölda sólna, sem þegar er vitað um og víðerni þeirra. En hvað um hið óræða, sem oss er hulið? Himnarnir opnuðust. Óþekktar víddir sögðu til sín. Himneskar verur birtust. Undur gerðust, sem ekki eru sönnuð enn á jarðneskan mælikvarða. Frelsari var fæddur, sveinbarn reifað og lagt í jötu. Þetta varð á jólanótt endur fyrir löngu. Á þeirri hátíð sem nú fer í hönd verða þessi orð lesin: „Yður er í dag frelsari fæddur ...“ Frels- ari, þetta er dulúðugt orð. En hvað merkir það í rauninni? Er ekki einmitt kominn tími til að íhuga það fyrir okkur jarðarbúa, þar sem ófriðarlogarnir eru í þann mund að tortíma mannkyni á óheillabraut, eins og blasir við hvers manns augum? Hvert skal leita ráða, þegar stungið er við fótum? „Yður er í dag frelsari fæddur," sagði engillinn, hinn himneski boðberi. Sá boðskapur er enn í fullu gildi og varir að eilífu. Hug- arfarsbreytingar er þörf hér á jörðu, og það fyrr en seinna. „Minn frið skil ég eftir hjá yður. Minn frið gef ég yður.“ Þessi voru orð Jesú Krists til lærisveina sinna. Þessi orð eru einnig töluð til okkar sem nú lifum. Jólin nálgast, fæðingarhátíð frelsarans. Frelsari er okkur fæddur. Leitum til hans er sagði: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Leitum til Jesú Krists með öll okkar vandamál. Friðurinn sem hann talaði um er okkur gef- inn, en ekki seldur. Hvers er mönnunum fremur vant nú en þess friðar, sem frelsarinn talaði um? Friðar er okkur vant á frið- vana jörð. Gleðileg jól.“ Gef oss vort land Þorkell Hjaltason skrifar: „í upphafi nýju aldar, eða nokkru eftir árið 1500, var Pólland öflugasta ríkið í austanverðri álf- unni. En verslun og viðskiptum hrakaði þar og borgarastéttin glataði ríkidæmi sínu, er siglingar hófust til Ameríku og Indlands. Og bændurnir sem voru ánauðugir aðlinum bjuggu við örbirgð. Svo að sorgarsaga Póllands nú er ekki alveg ný af nálinni. Landið er áreiðanlega eitt af stríðshrjáðustu löndum Austur-Evrópu. í 246 ár urðu Pólverjar að þola kúgun og alls konar harðrétti voldugra þjóða er höfðu skipt landi þeirra á milli sín í þrjá hluta. Þessi skipting varð að sam- komulagi milli Rússa, Austurrík- ismanna og Prússa. Fyrsta skipt- ingin fór fram árið 1772 og önnur skipting 1793 og sú síðasta 1795. Stóð sú skipan mála eins og áður segir í 246 ár eða allt til 1918, að friðarsamningar voru gerðir eftir fyrri heimsstyrjöldina 1914—1918. Pólland varð þá aftur sjálfstætt ríki og hefur svo verið síðan eða í 63 ár. En nú er frelsi Pólverja ógnað á nýjan leik og svartnætti heims- kommúnismans skollið yfir land þeirra, níðþungt og ógnvekjandi Þorkell Hjaltason meira en nokkru sinni fyrr, og miskunnarlausum herlögum beitt gegn varnarlausu verkafólki. Eng- in vægð er sýnd í manndrápum og fangelsunum og alls konar ofbeldi M5KJA9/ UMyN‘0 ÚT l&FI XIL YPRMA- G&, $&CA VI66A, 0G Wf?<MTr' \ \i(J6 AQ LíKLZáA \<4*H miTÖT Ó, U\QA, HÁf? WNSTN £6 im vúinpq vm \ VfSSOtf S0VIU TuM5 LWfotf \ \4lLL)6lJM! MftöT.wmiQWt c=>rT7 II u beitt til að ná settu marki, það er að útrýma öllu frelsi úr mannlegu samfélagi þar. Hið djöfulóða skrímsli kommúnismans þolir aldrei frelsisgust mannlegra kennda í nokkurri mynd. Frum- skógarlögmálið eitt gildir þar í sveit. í blaðafrétt frá 18. desember sl. stóð þessi klausa: „Sjö verkamenn skotnir. Hundruð manna hafa særst í átökum við herinn í Pól- landi og mörg þúsund manna verið fangelsuð." Já, svona standa málin í dag. En vonandi tekst Lech Wal- esa að losna úr fangelsi kvalara sinna og vonandi gæta allar góðar vættir þess, að honum takist að frelsa þjóð sína sem fyrst undan ánauðaroki kúgaranna. Nokkurt undrunarefni var það er út barst um heimsbyggðina á öldum ljósvakans, að Afganir hefðu sæmt Leonid Brezhnev, for- seta Sovétríkjanna, æðsta heið- ursmerki lands síns, „Sól frelsis- ins“, í tilefni af 75 ára afmæli for- setans. Já, margt er skrýtið í kýrhausnum. En allur heimurinn vonar og biður þess, að nótt hinna löngu hnífa í Póllandi ljúki sem fyrst og sól frelsisins fái að skína þar óhindruð af stjórnvöldum um alla pólsku sléttuna um ókomin ár. Víst væri það verðugt verkefni fyrir Brezhnev forseta, meðal sól- arorða Afgana dinglar enn á brjósti hans, að veita pólsku þjóð- inni full mannréttindi og frelsi eins og lýðræðisþjóðir hins vest- ræna heims búa nú við. Mér finnst eiga vel við í lok þessa spjalls að rifja upp fyrsta stefið í hinni eldheitu frelsisbæn Pólverja: <>ud, þú sem vorri ættjörd skýldir áður. Alvaldur Guð, Hem vilt að hún HÍg reisi. Lít þú í náð til lýðNÍnn nem er hrjáður. lafður í fjötra jafnt í borg Nem hreysi. (iuð, heyr vor óp er (;rættir þig vér biðjum. Gef ohs vort land og frel.sa það úr viðjum. (Stfr. Thornt. þýddi.) Með jólakveðju."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.