Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Óritskoðuð skila- boð firá Póllandi - eftir dr. Odd Guðjónsson í því gjörningaveðri, sem nú hrjáir pólsku þjóðina og af þeim fréttum sem síast gegnum gaddavírsritskoðun pólsku her- stjórnarinnar, rifjast upp fyrir mér atburður, sem ég á sínum tíma hripaði mér til minnis og tengdur er pólsku þjóðinni. Minning þessa atburðar er mér einkar kær — auk þess sem hún vekur að jafnaði athygli mína á einum þeirra þátta, sem verið hefir hinni hrjáðu þjóð traust og hald á langri píslargöngu — á ég hér við áhrif kaþólsku kirkjunn- ar á frelsisþrá fólksins í landinu. í stuttu máli eru tildrög þessa sem hér segir: A fyrstu tveimur áratugum eftir heimsófriðinn síðari átti ég nokkrum sinnum sæti í samninganefndum við Pólverja, stundum sem formað- ur. Var á þessum tíma lagður grundvöllur að gagnkvæmum viðskiptum þessara þjóða. Hafa viðskipti þessi reynst báðum þjóðum hagstæð. í einni af fyrri ferðum mínum til Varsjár var okkur af hálfu utanríkisviðskiptaráðuneytisins boðinn bíll ásamt bílstjóra til af- nota. Var það auðvitað þegið með þökkum. Mikill hluti borgarinnar var þá enn í rústum og eyðilegg- ing gífurleg. Man ég eftir tveim- ur ferðum þar sem við nutum þessara fríðinda. Bílstjóri okkar var í bæði þessi skipti hinn sami og hét Kasimír, ungur maður, kvæntur og átti börn, sem hann sýndi okkur myndir af. Hann var mjög áhugasamur leiðsögumað- ur, sýndi okkur margt og fræddi um ástand og hagi fólksins. Hann spurði og margs frá Islandi m.a. hvort hér væri kaþólskur söfnuður, en sjálfur sagðist hann vera kaþólskur og mjög kirkju- rækinn. Ég sagði honum, að mikill meirihluti íslensku þjóð- arinnar væri mótmælendur, en þó væri þar kaþólskur söfnuður og nú eftir margra alda hlé, hefði páfi skipað íslenskan mann biskup á íslandi. Aðspurður sagðist ég vera málkunnugur þessum manni. Á ferðum okkar með Kasimír um Varsjá heimsóttum við nokkrum sinnum ameríska og breska sendiráðið, en þar var m.a. hægt að lesa vestræn dag- blöð og kaupa sitthvað, sem ekki fékkst í verslunum í Varsjá á þeim tíma. Naut Kasimír og fjöl- skylda hans, svo sem maklegt var, góðs af þessum ferðum okkar. Ég rek hér ekki frekar ferðir okkar um Varsjá og ná- grenni, en geta má þess, að okkur Oddur Guðjónsson kom mjög á óvart hin mikla að- sókn, sem allsstaðar var að kirkj- um og guðsþjónustum — voru þó margar kirkjur illa farnar eftir eyðileggingu stríðsins. Sagt var þó, að endurbygging kirkna hefði forgang í mörgum tilfellum. Síðustu kveðjur okkar Kasi- mírs eru mér minnisstæðar. Þeg- ar hann hafði ekið okkur út á flugvöll, spurði ég hann hvað ég gæti gert fyrir hann og hafði í höndum eitthvað af „zlotium" og öðrum gjaldeyri. Svar hans var þetta: „Nei, nei, ekki þetta, en ég myndi meta mikils, ef þér vilduð biðja kaþólska biskupinn á íslandi að biðja fyrir mér og fjölskyidu minni.“ Mér hálf féllust hendur við þetta svar og spurði hálf utangátta til að segja eitthvað: „Hvar búið þið í Varsjá?" Þegar heim kom til íslands gafst brátt tækifæri til að koma boðum Kasimírs til skila. í síð- degisboði hjá ameríska sendi- herranum hitti ég Jóhannes bisk- up. Lék hann á als oddi og var léttur í skapi. Ég segi við hann: „Ég er nýkominn frá Varsjá og er með skilaboð til þín frá kaþólskum manni, sem biður þig að biðja fyrir sér og fjölskyldu sinni." Við þetta breyttist biskup skyndilega og alvörusvipur færð- ist yfir hann. Ég bætti við: „Mað- urinn heitir Kasimír og ég hefi hér heimilisfang hans,“ og gerði mig líklegan til að leita að því í veski mínu. Jóhannes biskup sagði þá: „Oddur, þess þarf ekki, því sá sem ég tala við þekkir allar adressur." Mér eru þessar minningar einkar kærar, eins og áður segir. Kæmi mér ekki á óvart þó í bæn- um margra Pólverja sé nú minnst þess sem segir í frelsis- bæn þeirra, „Guð, gef oss vort land og frelsa það úr viðjum." EINBYLISHUS í SELÁSI Vorum aö fá til sölu fokhelt 235 fm ein- býlishús viö Heiöarás m. 30 fm bilskur Husiö er til afh. nú þegar. Teikn. og upplýs. á skrifstofunni. VID HÓLMGARÐ 3ja herb 75 fm nyleg vönduö ibúö á 1. hæö. Utb. 460 þús. VIÐ HRAUNBÆ 35 fm snotur samþykkt einstaklings- ibuö á jaröhæö lltb. 240 þús. SKRIFSTOFUHÆÐ VIÐ LAUGAVEG 150 fm skrifstofuhæö. Nánari upplýs. á skrifstofunni. SKRIFSTOFUHÆÐ 110 fm skrifstofuhæö i miöborginni. Utb. 450 þús. 4ra herb íbúð óskast í háhýsi í Austurborginni í Reykjavík. íbúðin þyrfti helst að afh. sem fyrst. Góð útb. í boöi. 4ra herb. íbúð óskast á hæð í Háaleiti, Hlíöum eða Fossvogi. Góð útb. í boði. 3ja—4ra herb. íbúð óskast við Espigerði eða nágrenni. Góð útb. í boði. Óskum viðskipta- vinum okkar nær og fjær, gleöilegs árs með þökk fyrir viðskiptin á liönu ári. EicnAmiÐLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SÍMI 27711 Sölustjóri Sverrir Kristinsson Unnsteinn Beck hrl. Sími 12320 AlíiLVSlNGA- SIMINN KR: 22480 KOPAVOGUR 3ja herb. kjallaraibúö i þríbýli. Sér inngangur. Sér hiti + ein- staklingsibúó i hálfum bílskúr. VESTURBÆR — REYKJAVÍK 3ja herb. risíbuð í virðulegu steinhúsi. Verð 550 þús. SELJAHVERFI — RAÐHÚS Raöhús á 3 hæðum. Verð 1250 þús. RAÐHÚS— SELJAHVERFI Fokhelt raöhús ca. 200 fm með bílskúr. EINBÝLISHÚS — KEFLAVÍK Viðlagasjóðshús 5 herb. 110 fm meö bílskýli. Búiö aö leggja hitaveitu og videó. Verð ca. 600—650 þús. EINBÝLISHÚS — KEFLAVÍK Rúmlega tilbúið undir tréverk. 5 herb. 130 fm. Verð 600—650 þús. Bílskúr 40 fm. Teikningar á skrifstofunni. LÓÐ í MOSFELLSSVEIT Búið að greiða öll gjöld. Verð 250 þús. GRUNNUR ÁLFTANESI ca. 800 fm lóð. Flatarmál íbúðar 167 fm. Sökklar undir bílskúr 40 fm. Teikningar á skrifstof- unni. STÓRAGERÐI — REYKJAVÍK Góö 2ja herb. einstaklingsíbuð. Verð 350 þús. VESTURBÆR — REYKJAVÍK 3ja herb. ibúö ásamt aukaherb. í risi og aukaherb. í kjallara. Við Birkimel. Verð 700 þús. HAFNARFJÓRÐUR Stór 4ra herb. ibúð við Breiö- vang, fæst í skiptum fyrir lítið einbýlishús í Hafnarfirði eða Kópavogi. Ca. 90—100 fm + bilskúr. SÉR HÆÐ - KÓPAVOGI Kaupandi að sér hæð í Kópa- vogi. Greiösla allt aö 900 þús. Óskum eftir öllum stæröum fasteigna á söluskrá. Pétur Gunnlaugsson lögfr. Laugavegi 24, efstu hæð. Símar 28370 og 28040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.