Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 13 Halldór Blöndal Utan við hringinn Venjulega er þjóðmálaumræða ekki bundin persónum um of. Það felst gagnkvæm skuldbinding í því að taka sæti á lista stjórnmála- flokks og þiggja stuðning hans. Stjórnmálaflokkurinn ber ábyrgð á þeim mönnum, sem hann býður fram, líka þótt þeir svíki lit. Þótt þeir séu reknir úr flokknum ber hann samt ábyrgð á þeim. Ekki sízt ef þeir hafa náð kjöri og myndað ríkisstjórn í trássi við samherjana en leitt höfuðand- stæðingana í valdastóla. Mér hefur stundum fundizt sem Gunnar Thoroddsen gleymi skuldbindingum sínum og flokks- ins eða reyni að gera lítið úr þeim. Hvorki Geir Hallgrímsson né nokkur annar maður, sem verið hefur formaður Sjálfstæðisflokks- ins, axlar byrðina með Gunnari núna nema þá, að Sjálfstæðis- flokkurinn bauð hann fram til þings og fékk hann kjörinn. Und- an þeirri ábyrgð getur Sjálfstæð- isflokkurinn ekki skotið sér. fiskverðið skuli verða mismun- andi, t.d. eftir því hvort fiskiskip heitir í sjómannaalmanaki bátur eða togari! Ég hef setið fund eftir fund í stjórn Framkvæmdastofnunar til að fjalla um hallærislán til sjáv- arútvegsins. Þessi fyrirtæki hafa verið að ganga á eigur sínar og þjóðin að lifa um efni fram. Ætli Sigurður á Öxnhóli mundi ekki orða það svo: 0 já, karlinn; þú hef- ur fengið þér í nokkrar félags- málapakkasúpur af útgerðinni síðustu misserin! Eflaust færi jafnfáum sögum af svari forsætisráðherra nú við því- líkri snupru eins og lítið var um svör hjá Olafi á Skjaldastöðum forðum. Minn skuggi féll um stund á gluggans gU*r, í forsætisráðuneytinu, getur Gunnar vel sagt. Og í þeim und- arlega, pólitíska fílabeinsturni, þar sem hann hefur hreiðrað um sig, er vissulega menningarlegt og vistlegt á sinn hátt. Maðurinn get- ur verið prúður. Frændi hans Jón Thoroddsen segir í Flugum um Gabríel erkiengil: Honum mæltist vel að vanda. Gunnari er líkt farið og kann vel að mæla síðasta erind- ið úr kvæði Steins vel fram: fce e< "l! í hrine í kringum allt, s< m er. <>g utan þessa hrings er veröld mín. Höfuðverkur kjósenda Aðalsmerki þeirra, sem leita eftir trausti kjósenda er að greina frá fyrir kosningarnar hvaða málefnum viðkomandi hyggst beita sér fyrir og jafnframt með hvaða aðferðum. Og siðferðileg skylda þeirra, sem ná kjöri er að láta fyrirheitin standast á við athafnir sínar að loknum kosn- ingum. í því efni hafa sjálfstæðis- menn oftar en ekki verið sjálfum sér samkvæmir. Sennilega er vandalítið að trekkja upp svokallaða kvennastemmningu vegna kvennaframboðs og ef til vill fá fulltrúa kjörinn, sérstaklega nú eftir fjölgun borgarfulltrúa í 21. Færri atkvæði þarf þá tiltölulega á bak við hvern fulltrúa. En eitt er að fá mann kjörinn og annað að tryggja starfsskilyrði eftir á í borg- arstjórn. Höfuðverkur kjósenda er að hugsa þá hugsun til enda, áður en þeir ganga til verka í kjörklefa. Kjósendur verða að: — fylgjast með því hvaða stefnumál er boðið upp á og hvernig fyrir- hugað er að framfylgja þeim eftir á; hvaða lausnum á að beita — miðstýringu eða dreifingu, jafn- vel hvort tveggja til skiptis eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. — átta sig á því fyrirfram, hvort fulltrúar kjörnir af lista sérfram- boðs eru líklegir til að verða handbendi eins flokks öðrum fremur og þá hvaða; þverpólitísk- ur listi er augljós rökleysa þegar ákvörðun verður að lúta meiri- hluta í borgarstjórn, sem aðhyll- ist ákveðna pólitíska hugmynda- fræði. — horfast í augu við það fyrirfram, að ef enginn fulltrúi af lista sér- framboðs nær kjöri þá falla öll atkvæði greidd slíkum lista ónýt; tilhugsun sem er lítt bærileg Is- lendingum, er virða það til lág- marksmannréttinda að eiga þátt í vali fulltrúa á Alþingi og til sveitarstjórna. Eftir því sem fleiri aðilar þurfa að samræma sjónarmið sín í borgar- málum, áður en ákvörðun er tekin, verður stjórn borgarinnar lausari í reipum. Ef það er markmiðið að kollvarpa í flokkakerfi, sem stjórn rikisins og sveitarstjórnir hafa byggst á, þá eru utanflokkaframboð góð byrjun — en hvað tekur síðan við. Ef ekkert annað kerfi er borð- leggjandi blasiri upplausn við og< hagsmunahópar munu bítast um völdin. Ekki alveg til einskis Konur hafa lýst vilja sínum, enn frekar en nú er, til að takast á við mótun samfélagsins. En þær eru ekki hagsmunahópur út af fyrir sig, heldur hluti af heild og verða að brjótast til áhrifa í samræmi við ríkjandi kerfi eða koma með tillögu að nýju kerfi og vinna henni fylgi. Það er óneitanlega dálítið loður- mannlegt að stytta sér leið út á kyn- ferðið eitt sér eða setja sig út í jaðar samfélagsins með því að skilgreina sig sem sérhóp með sérþarfir, fyrir þær sakir einar að vera af öðru kyn- inu en ekki hinu. Aukin menntun kvenna og víðtæk starfsreynsla þeirra á síðari árum hefur myndað verðmætan forða, sem leitar framrásar. í þessum forða er nú ef til vill fólgnir mestu möguleikar til styrktar innviðum þjóðfélagsins og endurnýjunar. Þekki stjórnmálaflokkarnir vitjun- artíma sinn munu þeir opna konum leið innan sinna vébanda (ella gæti verið hætta á að valdið skríði til og frá þeim, en hvert!). Ef hugmyndin að sérframboði kvenna fær því áorkað, að konum opnist stjórn- málaflokkarnir innan frá er ekki til einskis af stað farið — ávinningur- inn af því kæmi öllum til góða. , i Björg Kinarsdóttir SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁOKKUR AÐEINS kr. HCl Hreinsuð svið Z1V” 29.50"rke wr•m 1* 1 • Kiuklinpal æn AÐEINS og bringur QC .00 Leyft verð kr. 104.70 Pr* kg- Kjúklingar /TC.OO 5 stk. í poka Ojp'kg- SÚRMATUR: 12-16 manna Súr hvalur Lundabaggi Bringur Hrútspungar EMMESS Veisluterta Blandaóur súrmatur .00 í fötu með mysu. / ^ rétt verð Ný sviðasulta Ný svínasulta f ^ kr. 90.00 Hákarl Reyktur lax Marineruó síld Graflax Síldarrúllur Graflaxsósa Kryddsíld Rækjur 4 tegundir dönsk síld Hörpuskelfiskur Síldarþrenna Humar Gleðilegt ár og þökk fyrir viðskiptin á liðnu ári. AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.