Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Afmæli á morgun: Anna Þorláksdóttir í Króki - Það þykja ekki nú orðið nein stórtíðindi þótt menn nái 100 ára aldri. Um síðustu áramót munu 7 íslendingar hafa verið 100 ára og eldri og álíka margir munu þeir vera um þessi áramót. Nú á morg- un bætist einn í hópinn — Anna Þorláksdóttir, sem dvelur í sjúkrahúsinu á Selfossi. Anna er Vestur-Skaftfellingur í báðar ætt- 100 ára ir og þar eystra dvaldi hún allan sinn langa starfsaldur. Hún fædd- ist í Þykkvabæ í Landbroti 31. desember 1881. Foreldrar hennar voru hjónin Þorlákur Sveinsson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Anna var yngst sjö alsystkina sem öll eru nú látin en náðu háum aldri, þau voru: Sveinn símstjóri í Vík í Mýrdal, d. 1963 — 91 árs, Agnes eldri í Dalbæ, d. 1964 — 87 ára, Agnes yngri í Arnardrangi, d. 1964 — 87 ára, Stefán bóndi í Arn- ardrangi, d. 1967 — 90 ára, Þor- björg í Winnipeg Canada, d. 1974 — 98 ára, Þórður bóndi í Hryggj- um, d. 1968 — 88 ára. Já, þau entust vei þessi systkini þótt ekki væri mulið undir þau í uppvexti — (eða kannski einmitt vegna þess?). Anna Þorláksdóttir missti föður sinn í frumbernsku og ólst upp með móður sinni við kröpp kjör. Síðan var hún í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Landbroti og víð- ar. Á árunum 1904—08 eignaðist hún þrjár dætur með Ágústi Jónssyni, þær eru: Steinunn, sem dvelst á Grund í Reykjavík, Ág- ústa, húsfreyja í Svínadal í Skaft- ártungu og Þórdís húsfreyja í Ytra-Hrauni í Landbroti. Aðalstarf sitt vann Anna Þor- láksdóttir sem bústýra í Króki í Meðallandi hjá Hávarði Jónssyni og sonum hans, þar var hún í rúm 40 ár. Meðan sveitin var fjölmenn og margra leiðir lágu um Meðal- land var oft gestkvæmt í Króki. Var komumönnum vel fagnað og veittur hinn besti beini, sem sýndi að bústýran var vel verki farin og hugsaði vel um heimilið. Þeir Króksbræður hafa reynst henni sem bestu synir. Þegar árin færðust yfir og heils- an tók að bila fluttist Anna til dóttur sinnar og Eiríks Björnsson- ar að Svínadal, þar sem hún dvaldi i mörg ár við mjög góða aðhlynn- ingu og aðbúnað þeirra beggja, sem hún þakkar mjög. Þar sem ekki var aðstaða til að búa eins vel að Önnu á afskekktum sveitabæ eins og þörf var fyrir, er árunum tók að fjölga, fékkst vist fyrir hana á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir 8 árum. Þrátt fyrir sinn háa aldur er Anna hraust, verður sjaldan mis- dægurt og heldur sæmilega sínum líkamskröftum, hún sér nokkuð vel en því miður hefur heyrnin verið að hverfa með árunum og er nú ekki mikil. Anna klæðist flesta daga og situr i stól við rúmið sitt og borðar án aðstoðar. Anna segir okkur, sem heim- sækjum hana, að hún hafi verið heppin að ienda á þessu góða heimili hjá þessu ágæta fólki og er hún mjög þakklát því fyrir allt sem það gerir fyrir hana og biður því öllu Guðsblessunar fyrir alla þá miklu umönnun og þjónustu, sem það veitir henni. Er hér tækifæri fyrir okkur ættingja Önnu að þakka sérstak- lega læknum, sjúkraliðum og starfsfólki öllu •frábæra hjúkrun og umönnun Önnu veitta í þessu gamla og kannski óhentuga húsi. Nú hefur hún ásamt öllum öðrum sjúklingum verið flutt á nýja sjúkrahúsið á Selfossi, óskum við þeim til hamingju með það. Fjölmennur hópur frænda og vina svo og Vestur-Skaftfellingar allir senda þessum háaldraða sýslunga sínum bestu árnaðarósk- ir á þessum tímamótum og biðja henni heilla og blessunar Guðs. Olafur J. Sveinsson Róleg jól á Húsavík llúsavík, 28. desemlxT. JOLIN hafa liðið hér með hefð- bundnum hætti. Kftir erilsaman undirbúning ríkti hér kyrrð og frið- ur, bæði meðal manna og veður guða. Menn fjölmenntu til aftan- söngs á aðfangadagskvöld og jóla- dag og vonandi hafa einhverjir fund- ið til fagnaðar við það að ganga í guðshús og láta nú kirkjubekkina á nýþyrjuðu kirkjuári ekki auða standa, þá til tíða er kallað við önn- ur tækifæri en stórhátíðir. Á aðfangadag færðu börn og tengdabörn Benedikts heitins Björnssonar skólastjóra Húsavík- urkirkju að gjöf altariskross úr silfri, gefinn til minningar um móðir þeirra Margréti Ásmunds- dóttur, sem fædd var 15. marz 1881, merk og mikilhæf kona. Fréttaritari. Leiðrétting í frétt Mbl. um Fulbright- styrkþega misritaðist nafn eins þeirra. Hann heitir Guðleifur M. Kristmundsson en ekki Guð- laugur. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.