Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 Útgefandi tlrlfifrift hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. JT Aratugi aftur í tímann Nú eru rúm tíu ár liðin síðan framsóknarmenn mynduðu fyrstu vinstri stjórnina eftir viðreisnartímabilið. Á þessum tíu árum hafa þrjár vinstri stjórnir setið við völd í landinu, 1971—1974 og síðan 1. september 1978. Undirtökin í stjórnarherbúðum vinstri manna hafa þeir haft, sem töldu efnahagsstefnu viðreisnarstjórn- arinnar af hinu illa. „Sönnum" vinstri mönnum hefur verið það sérstakt kappsmál að skerða athafnafrelsið, frjálsa meðferð gjald- eyris og innflutningsfrelsið, sem viðreisnarstjórnin setti í öndvegi við mótun efnahagsstefnu sinnar. Á því ári, sem nú er að líða, hafa vinstri menn fengið vel að njóta sín við landstjórnina auk þess sem afli hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr og aðstæður á útflutn- ingsmörkuðum sjávarafurða eins hagstæðar og bjartsýnustu menn þorðu að vona. En hvað blasir við nú um áramótin? Fiskiskipaflot- inn liggur bundinn í höfn. Sjómenn neita að róa nema kjör þeirra séu bætt um að minnsta kosti 18%. Utgerðarmenn telja 23% hækk- un fiskverðs nauðsynlega til að „standa á núlli". Forvígismenn frystiiðnaðarins benda á, að innlendur kostnaður hafi hækkað um 45—50% á árinu en tekjur hins vegar aðeins um 20—30%. Hvorki sjósókn né vinnsla í frystihúsum hefst eftir áramótin nema þessi vandi verði leystur. Það var eitt helsta einkenni ofstjórnaráranna fyrir viðreisnar- tímabilið, að með reglulegu millibili og þá oftast í vertíðarbyrjun um áramót, var fiskiskipaflotanum lagt og sagt sem svo: Vertíðin hefst ekki fyrr en stjórnvöld hafa gert hitt eða þetta. Á þessum árum þóttust framsóknarmenn hafa allra manna best vit á efna- hagsmálum eins og jafnan, þegar vitleysan verður mest, og knúðu sitt fram með einum eða öðrum hætti. I þeirri ríkisstjórn, sem nú situr, keppa framsóknarmenn og kommúnistar um höfundarréttinn á efnahagsstefnunni og forsætisráðherrann sjálfur sýnist ekki gegna öðru hlutverki en vera einskonar lóð á vogarskálinni og málsvari, þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Nú þarf að hverfa meira en tvo áratúgi aftur í tímann til að fá samanburð við stöðuna í útvegsmálum um áramótin. Svo virðist sem í þeirri ríkisstjórn, er nú situr, ætli kommúnistum og framsóknarmönnum að takast að fullkomna það ætlunarverk sitt að eyðileggja allt hið þarfa og góða, sem viðreisnarstjórnin fékk til leiðar komið. Sjúkdómseinkennin í efnahagslífinu eru hin sömu nú og á vel- mektardögum framsóknar áður fyrr: SÍS-valdið blómstrar, hrossa- kaup eru tíðkuð við ríkisstjórnarborðið, millifærslur þykja betri en gengisbreytingar, uppbætur eru taldar heppilegri en sannvirði, erlendum skuldum er safnað til að fjármagna eyðslu. Kommúnistar eru manna lagnastir við að hamra framsóknarjárnið á meðan það er deigt: eftir að allir sjóðir hafa verið tæmdir, sauma þeir að viðskiptaráðherra og heimta „gróða bankakerfisins" og ekki láta þeir þar staðar numið heldur beina síðan spjótum að „sóun í innflutningi". Kommúnistar setja þessar kröfur ekki fram út í bláinn, þeir vita, að framsókn er veik fyrir innflutningshöftum, þau auka skiptimyntina í hrossakaupunum. Tvö atriði eru þar að auki því til skýrrar staðfestingar, að framsókn lætur undan vilja komm- únista í þessari ríkisstjórn: Viðskiptaráðherra þorir ekki að fylgja fram skoðun sinni um aðild Islands að Alþjóðaorkumálastofnun- inni. Utanríkisráðherra verður að gjalti andspænis neitunarvaldi kommúnista um flugstöð á Keflavíkurflugvelli — er ákvæðið um neitunarvaldið hið eina í stjórnarsáttmálanum frá 8. febrúar 1980, sem ekki er fokið út í veður og vind. Svokallaður „árangur" ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum á þessu ári hefur allur náðst á kostnað undirstöðuatvinnuveganna, sjómenn segjast hafa dregist aftur úr í launum, útgerðin horfir fram á botnlaust tap, frystihúsin segja upp kauptryggingu. Hátta- lag stjórnarherranna minnir á þá búskaparhætti að skera mjólk- urkúna og éta útsæðið. Ræðuraunir Skömmu fyrir jól sagði forsætisráðherra í útvarpsviðtali, að auðvitað gæti hann ekki sagt fréttamanni, hvað hann ætlaði að segja í áramótaræðu sinni. Var auðheyrt á ráðherranum, að honum þótti fréttamaðurinn ganga of langt í fávísi með spurning- unni um efni ræðunnar. Aðstoðarmanni forsætisráðherra, Jóni Ormi Halldórssyni, formanni efnahagsmálanefndar ríkisstjórnar- innar, finnst hins vegar sjálfsagt að skýra lesendum Morgunblaðs- ins frá efni áramótaræðu forsætisráðherra. Aðstoðarmaðurinn sagði hér í blaðinu í gær, þegar hann var spurður, hvort efnahags- aðgerðir yrðu í áramótaboðskap ráðherrans: „Nei, ekki á borð við það sem var í síðustu áramótaræðu hans, enda ástand þjóðarbúsins nú mun betra en þá var.“ Sjómenn um verkíallió: Verkfallið gæti staðið í mánuð - segir Fridgeir Jóhannesson, háseti „VID ERUM harðir á verkfalli," sagði Eriðgeir Jnhannesson háseti á Ottó N. Þorlákssyni: „Við náum aldrei fram rétti okkar með öðru en verkfalli. Það er reynslan frá því í fyrra. ()g ég hef trú á því að verkfallið geti staðið í allt að mán- uð. Mér heyrist það á mönnum. Það var gengið svo illa á okkur síðast og nú vilja menn ákveðið fá sitt fram eins og aðrir launþcgar. Bara harkan sex. Jú, fiskverðsákvörðunin hefur vitaskuld mikil áhrif á ganga samningaviðræðnanna og hvern- ig að henni er staðið. Það er til lítils að stórhækka fiskverð á tegundum sem enginn maður fiskar. Mikil hækkun á kola skiptir okkur svotil engu, við veiðum ekki nema 20 tonn af kola á ári. Það þarf að hækka karfann, ýsuna, þorskinn, ufs- ann, grálúðuna o.s.frv. Þetta fer að vísu nokkuð eftir landshlut- um, en það er bara ekki rétt þeg- ar menn eru til dæmis að tala um 13—14% fiskverðshækkun. Það nær því venjulegast ekki í raun. Margir okkar veiða svo lít- ið til dæmis af kola og steinbít. Eg er nokkuð ánægður með frammistöðu forsvarsmanna sjómanna, nokkuð ánægður en ekki alveg. Ég var í samninga- nefndinni í fyrra og var nú ekki ánægður með allt þá. Það þarf hörku: Sjómenn geta verið svo sterkir, ef þeir vilja það. Jú, það er aldeilis munur að vera heima yfir jólin og það er beinlínis nauðsynlegt fyrir sjó- menn að vera í faðmi fjölskyld- unnar yfir þessa hátíð. Það er dýrt að stoppa allan flotann, en afhverju ekki að friða yfir jólin? Staðreyndin er sú, að það er aldrei stoppað nema í þágu út- gerðar. Hljóðið er semsé þetta í sjó- mönnum, að standa saman og láta sverfa til stáls. Ég hef talað við marga og fylgst með í tal- stöðinni og menn eru þeirrar skoðunar, að það þyrfti að sýna í eitt skipti fyrir öll, að það eru sjómenn sem bera þetta land uppi- Það hreinlega gengur ekki, ef viö eigum að vera eftirbátar Friðgeir Jóhannesson annarra fjórða árið í röð. Ætli landfólk myndi sætta sig við það, að fá launahækkanir l'/z mánuði á eftir okkur? Ég vonast til þess að sjómenn standi saman í komandi kjara- samningum og að ríkisstjórnin geri það sem gera þarf. Og það vita allir landsmenn hvað þarf að gera: Að fella niður olíu- sjóðsgjaldið og stofnfjársjóðs- gjaldið, svo við hættum að byggja fyrir þá skipin. Og ætli launafólk í landi myndi sætta sig við það, að borga ljós og hita á skrifstofunum þar sem það vinnur? Ég er hræddur um ekki," sagði Friðgeir Jóhannes- son háseti og var þungt í honum. Við munum ekki láta okkur - segir Bárður Sigurðsson, bátsmaður „ÞAÐ ER ckkert á að lítast, þetta gengur ekkert," sagði Bárður Sig- urðsson bátsmaður á Karlsefni í stuttu spjalli við Mbl. „Við bíðum í og með eftir fiskverðinu. Við höfum dregist langt afturúr í kjörum og sérkröfur okkar eru mótaðar af því og þess vegna eru þær mjög þýðingarmiklar nú. Af sérkröfum okkar er krafan um starfsaldurshækkun mikilvægust. Ég vil ekki nefna neinar tölur í Bárður Sigurðsson sambandi við fiskverðið, við sjó- menn viljum það bara sem allra hæst. En það fer algerlega eftir viðsemjendum okkar, hversu langt þetta verkfall verður. Það ræðst af því hversu samstarfs- fúsir þeir verða. Við sjómenn stöndum saman sem einn mað- ur í þessu verkfalli og er raunar kominn tími til og við munum ekki láta okkur. Ég er fyllilega ánægður með okkar forsvarsmenn í sjó- mannasamtökunum. Það er alls ekki þeim að kenna hvað við höfum dregist langt aftur úr,“ segir Bárður Sigurðsson á Karlsefni. Sjómenn verða að vera einhuga - segir Einar Vigfússon, bátsmaður „SJÓMENN eiga rétt á kjarabót- um eins og aðrir,“ sagði Einar Vigfússon bátsmaður á Asþóri RE 10. „Við erum ekki eina stéttin sem á að taka á sig erfiðleikana. Það verður að koma á alla, ekki engöngu sjómenn. Þeir hafa ekki sýnt það þessir háu herrar á Al- þingi, að þeir ætli sér að dragast afturúr í kaupi. Að minnsta kosti hafa þcir séð um sjálfa sig. En það eru nú ekki allir sem eiga kost á því. Fiskverðið er forsenda samn- ingaviðræðna og það verður að ákveða fiskverðið til að saminga- viðræður geti hafist af einhverju viti. Eins og málin standa núna, þá vantar okkur sjómenn víst 34% hækkun eftir 1. desember til að vega á móti því sem við höfum dregist aftur úr. Þá er annað einnig sjálfsagt að athuga við fiskverðsákvörðunina, að hún verður jafnan að koma um leið og vísitöluuppbætur hjá landfólki. Það gefur auga leið að sjómenn geta ekki sætt sig við það einir stétta, að vera ævin- lega einum mánuði á eftir. í þessu verkfalli verða sjómenn að standa allir saman og vera ein- huga, því öðruvísi þýðir ekkert að vera í þessu brölti. Allir eða engir. Þessi verkfallsómynd sem var í fyrra, þar sem hver höndin var upp á móti annarri, var ekk- ert nema vitleysa. Forustan? Ja, eru menn nokk- urn tíma ánægðir? Forustumenn okkar sjómanna eru í mjög erf- iðri aðstöðu og það er ekki víst að öðrum tækist betur í þeirra sporum. Þeir hafa á brattann að sækja. Jú, það er dásamlegt að fá að vera heima hjá fjölskyldunni um jólin og áramótin, en ef það Einar Vigfússon ríktu einhver mannréttindi í þessum efnum, þá ætti ekki að þurfa verkfall til að svo sé. Það ætti að vera hægur vandi að koma því svo fyrir, með öllum þessum friðunaraðgerðum, að lofa sjómönnum að vera heima um jólahátíðina og lifa eins og rnenn," sagði Einar Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.