Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 19 oft langt, við dauðann, sem sigrar þó alltaf að lokum. Og þótt fagn- aðarhátíð jólanna hafi nú breytt verulega um svip í hugum okkar, ættingja og vina Bjarna, þá boðar þó einmitt fæðing Krists hina miklu og huggunarríku von upp- risu og nýs og bjartara lífs. Bjarni Albertsson var fæddur hinn 28. marz 1922 og hefði því orðið sextíu ára á næsta afmæl- isdegi sínum. Hann var fæddur í Keflavík, þar ólst hann upp, og þar starfaði hann öll sín ár, að undanskyldum námsárum í Verzl- unarskóla Islands og námsdvöl í Bandaríkjunum. Hann var kom- inn af harðgerðum sjósóknurum af Suðurnesjum í báðar ættir, og fyrstu starfsár hans voru helguð sjávarútveginum, en þá starfaði hann við útgerð og frystihús föður síns. En hann var enn mjög ungur maður, er hann réðist til starfa hjá Keflavíkurbæ, og um árabil, og allt til hinstu stundar var hann aðalbókari bæjarins. Þau vanda- sömu störf vann Bjarni af hinni mestu samvizkusemi, lipurð og vandvirkni. Bjarni var mjög félagslyndur maður og tók ávallt virkan þátt í starfi þeirra félaga, sem hann var í. Auk margs annars nefni ég hér aðeins, að hann var einn af frum- kvöðlum að stofnun Lionsklúbbs hér í Keflavík fyrir 25 árum og aftur, en miklu seinna, var hann einn af hvatamönnum þess að Oddfellowstúka var stofnuð hér í bænum. A þessum vettvangi þekkti ég mæta vel til félagslegs áhuga Bjarna, hversu annt honum var um vöxt og viðgang beggja þessara félaga, og hversu vel hinar mannúðarlegu og menningarlegu hugsjónir þeirra féllu að skapgerð hans. Hér var hann þátttakandi, heill og óskiptur, og ávallt reiðu- búinn til allra þeirra starfa, sem hann var kallaður til á þeirra veg- um. Bjarni lét einnig þjóðmál veru- lega til sín taka, og var ávallt mik- ill og dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins, og á yngri árum sínum mikilvirkur í starfi á vegum flokksfélaga hér, einkum í starfi við kosningar, en þar naut hann sín einkar vel, eins lipur og þægilegur og hann var í viðmóti við alla. Hann var um skeið í hreppsnefnd fyrir flokk sinn, og var m.a. fulltrúi hans í fyrstu bæj- arstjórn, eftir að Keflavík öðlaðist kaupstaðarréttindi. A síðari árum dró hann sig heldur til baka á þessum vettvangi, taldi það enda ekki rétt að taka virkan þátt í pólitík, eftir að hann gerðist aðal- bókari bæjarins. Bjarni var maður fróðleiksfús og hafði sérstaklega mikið dálæti á þjóðlegum fróðleik og ættfræði, og varð því eins og slíkum mönnum er tamt mjög fróður um menn og margvísleg málefni, og öll umræða á þessu sviði var hon- um einkar hugleikin. Bjarni var einstaklega hugljúf- ur maður og háttvís, og án þess maður gerði sér nánar grein fyrir því, leið manni alltaf einkar nota- lega í návist hans. Það var eins og honum sárliði illa, ef illdeilur voru uppi, og hann virtist hliðra sér hjá að standa í útistöðum við menn. Hann vildi einungis eiga gott eitt við menn, bæði í orði og verki. Bjarni var kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur, hinni mestu ágætis- konu, og höfðu þau búið sér hið glæsilegasta heimili hér í bæ. Þau eiga einn son uppkominn, Þor- stein, sem var og er enn mikill íþróttagarpur, og dró það vita- skuld ekki úr þeim mikla áhuga, sem Bjarni hafði ávallt á íþrótt- um, enda sjálfur liðtækur vel á slíkum vettvangi sem ungur mað- ur. Eg og fjölskylda mín vottum þeim Ingu og Þorsteini innilegustu samúð okkar á stund sorgarinnar. Megi birta og ylur hækkandi sólar færa þeim blessun með nýju ári, og huggun hins almáttka í harmi. T.T.' Vinningsnúmerin í símnúmerahappdrættinu Á Þorláksmessu var dregið hjá borgarfógeta í símnúmera- happdrætti Styrktarfélags lam- adra og fatlaðra. Eftirtalin núm- cr hlutu vinning. 91-28287 Toyota-bifreið, 91- 81461 Toyota-bifreið, 96-25961 Toyota-bifreið,. 91-73126 Toy- ota-bifreið. Á eftirtalin númer komu reiðhjól að eigin vali: 91-13579, 99-1730, 91-41586, 91- 50045, 91-10717, 91-28504, 91- 13435, 92-8494, 99-8160, 91- Bin án ábyrgðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.