Morgunblaðið - 30.12.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 30.12.1981, Síða 21
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 21 Minmng: Bjarni Jónasson Eyjólfsstöðum Jafnan er það svo, þegar fréttist lát góðs vinar, hvort sem hann á mörg eða fá ár að baki, að líkt er og strengur taki að syngja í brjósti manns og leiði hugann til liðinna samverustunda með hin- um látna. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti Íát vinar míns, Bjarna Jónassonar, sem ekki þurfti þó að koma mér á óvart því að Bjarni var farinn að heilsu. Bjarni á Eyjólfsstöðum var fæddur í Sauðanesi á Asum 8. mars 1896. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir og Jónas Jóhannsson. Þau voru fá- tæk, áttu ekki jarðnæði en átta börn og voru á faraldsfæti. Það var hlutskipti flestra fátækra Is- lendinga á þessum tíma. Bjarni missti móður sína ungur. Tíu ára var hann ráðinn að Flögu í Vatnsdal og varð síðan að standa á eigin fótum. Hann var á Flögu þegar hann fermdist og strax að lokinni fermingarathöfn fór hann til að sitja ærnar. Þetta er aðeins dæmi um hörku lífsbaráttunnar og hvernig allir þurftu að strita fyrir brauði sínu. Þetta sagði Bjarni mér sjálfur. Hann bætti því við að snemma hefði hann haft yndi af lestri góðra bóka en slík tækifæri hefðu fá gefist. Ég efast ekki um að Bjarni hefur drukkið í sig hvatningarorð aldamótaskáld- anna og annarra framfarasinn- aðra manna um að hefjast handa um framfarir sem veita myndu þjóðinni betri lífskjör og bættan hag. Bjarni giftist 23. júlí 1922 Jennýu Jónsdóttur, góðri konu og trygglyndri sem staðið hefur þétt við hlið manns síns jafnt í blíðu sem stríðu. Fyrsta árið bjuggu þau á Snæringsstöðum í Vatnsdal, síð- an næstu árin á Breiðabólsstað í sömu sveit. Þaðan fluttu þau í skólahúsið sem var við Sveinsstaði í Þingi. Þar bjuggu þau í sjö ár. Þau höfðu nokkrar skepnur en að- allega vann Bjarni utan heimilis í vegavinnu á sumrin, sláturhúsi á haustin og við ýmiss önnur störf sem til féllu. Það var einmitt í vegavinnu sem ég kynntist Bjarna fyrst. Hann var þá verkstjóri við vegarlagningu í Vatnsdal. Þá voru tækin hesturinn og kerran, hakinn og skóflan. Betra var að standa ekki og styðja sig fram á skófluna, það þoldi áhugi og kapp verkstjór- ans ekki. Ég gleymi aldrei þessum fyrstu kynnum mínum af Bjarna. Ég var þá unglingur en hann full- tíða maður. Mér fannst hann virðulegur og fyrirmannlegur. Hann var í meðallagi hár, þétt- vaxinn og beinn í baki. Hann minnti mig helst á goða eins og þeim er lýst í íslendingasögum. Úr skólahúsinu fóru Bjarni og Jenný að Marðarnúpi í Vatnsdal og síðan að Hvammi í sömu sveit, þar sem þau bjuggu í nokkur ár eða þar til þau fluttu að Eyjólfs- stöðum árið 1938. Jörðina keyptu þau nokkru síðar ásamt Bakka sem þá var eyðijörð undir Eyj- ólfsstöðum. Ég er viss um að með þessum jarðakaupum hefur alda- mótadraumur unga mannsins, Bjarna, ræst. Eyjólfsstaðir eru ein fallegasta jörðin í dalnum og kostamikil. Bjarni þótti þarna hafa í mikið ráðist ekki síst vegna þess að mæðiveikin geisaði á þess- um tíma. En Bjarni og þau hjón bæði trúðu á landið og mátt mold- arinnar, komu sér upp kúabúi og búnaðist vel. „Er ekki er hægt að búa á Eyjólfsstöðum," sagði Bjarni, „þá á landið ekki mikla framtíð fyrir sér.“ Bjarni keypti jörðina af Þor- steini Konráðssyni og konu hans, Margréti Jónasdóttur, sem höfðu flutt til Reykjavíkur til barna sinna sem þar stunduðu atvinnu- rekstur eða voru í skóla. Kona mín, Kristín, dóttir Þorsteins og Margrétar, og Ingibjörg, dóttir Bjarna og Jennýar, voru á svipuð- um aldri. Þær voru saman í barna- skóla og með þeim tókst traust vinátta sem haldist hefur síðan. Kona mín dvaldist oft á Eyjólfs- stöðum með dætur okkar ungar. Þá fyrst kynntist ég náið Eyjólfs- staðahjónunum og hinu myndar- lega heimili þeirra, björtu og hlýju, þar sem allt var í röð og reglu. En slíkt verður ekki nema húsmóðirin sé starfi sínu vaxin og það var Jenný sannarlega. Bjarni Jónasson var ekki aðeins duglegur og framfarasinnaður bóndi sem byggði og ræktaði jörð sína og gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína og hér- að. Hann var einnig mikill fróð- leiksunnandi. Ég hygg að ættfræði hafi verið hans mesta áhugamál fyrir utan búskapinn. Bjarni vann mikið fyrir þjóðháttastofnunina með ritun lýsinga á gömlum bú- skaparháttum og áhöldum. Hann ritaði viðauka við bókina Reyni- staðarbræður og rakti þar ættir Reynistaðarbræðra í nokkra liði. Mörg'fleiri voru ritstörf Bjarna. Bjarna var áfram um að fortíð- in gleymdist mönnum ekki. Hann vildi að unga fólkið þekkti lífsbar- áttu forfeðra sinna og þann jarð- veg sem það var vaxið úr. „Fólkið má aldrei slíta rætur sínar, þá týnir það sjálfu sér,“ sagði Bjarni eitt sinn við mig. Bjarni var haf- sjór af ljóðum og lausavísum og var sjálfur vel hagmæltur. Hann skrifaði líka sögur og einhverjar þeirra birtust í Húnvetningi. Fleiri hafa þó verið lagðar til hlið- ar að því er ég hygg. Oft fékk ég að heyra hjá honum vel samdar sög- ur. Fyrir allmörgum árum bilaðist Bjarni í fótum þannig að þeir báru hann ekki lengur til vinnu. Það hefur orðið honum þung raun jafn kappsfullum og vinnufúsum manni. En síðan sat hann jafnan við skrifborðið við vesturgluggann í stofunni sinni, las þar og skrif- aði, horfði yfir tún og engi og fylgdist með verkum. Mér eru margar stundir ógleymanlegar með Bjarna á Eyj- ólfsstöðum. Það var gaman að skiptast á skoðunum við hann. Hann var félagshyggjumaður og fylgdi fast samvinnustefnunni. Þá gleymi ég ekki öllum spilakvöld- unum en jafnan var spilaður lomber. Ein stund er mér sérstak- lega minnisstæð úr stofunni á Eyjólfsstöðum. Þá var Sigurður Nordal kominn í heimsókn og við sátum yfir borðum. Hvílík feiknin öll af gömlum sögnum bæði í bundnu og óbundnu máli léku á vörum þeirra. Mér fannst eins og veggir og loft stofunnar hyrfu og endalaust víðsýnið blasti við í all- ar áttir. Bjarni missti heilsuna fyrir u.þ.b. þremur árum, en hann kaus að dvelja heima og njóta umönn- unar konu sinnar og barna. Þar leið honum best. Börn þeirra Eyjólfsstaðahjóna eru: Ingibjörg, gift Ingvari Steingrímssyni frá Hvammi og búa þau á Eyjólfsstöðum, Jón, giftur Kristínu Lárusdóttur frá Grímstungu og búa þau á Bakka, Jóhanna, ógift heima, sem hefur verið vakin og sofin yfir föður sín- um í veikindum hans. Öll eru börnin mannkostafólk sem sest hefur að á heimaslóðum og tekið þar þátt í dagsins önn af mynd- arskap og dugnaði. Ég kom að Eyjólfsstöðum í sumar. Bjarni lá í drifhvítu rúmi sínu og var í hálfgerðu móki. Jenný sat á rúmstokknum. Þau héldust í hendur. Bjarni vaknaði strax af mókinu og þekkti mig. Við heilsuðumst að gömlum sveitasið. Hann dró hönd sína úr höndum konu sinnar og klappaði mér á kinn og fagnaði mér. Við spjölluð- um saman smástund en hann þreyttist fljótt og mókið færðist aftur yfir hann. Hann rétti báðar hendur sínar til konu sinnar sem tók þær og þrýsti. Lyfti síðan höfði sínu aðeins frá koddanum^ blik færðist í augu hans, og hann sagði veikum rómi: „Hún hefur alltaf verið styrkasta stoðin mín.“ Bjarni kvaddi þennan heim á jafndægri mót birtu og hækkandi sól. Ég og fjölskylda mín þökkum Bjarna samfylgdina og allar þær góðu stundir sem við áttum á heimili hans sem stundum var í raun okkar annað heimili. Guðlaugur Guðmundsson Útför Bjarna fer fram í dag, miðvikudag, frá Undirfellskirkju klukkan 2. | ■ — smáauglýsingar — íbúöarhúsnæöi óskast til leigu helzt á miöbæjarsvæóinu ca. 100 Im. Má þarfnast stööuverör- ar lagfæringar. Upplýsingar i símum 22660 og 13570. St.St. 598201066 — H.V. Þátttaka tilk. laugard 2. jan. '82 kl. 16—18 og sunnud. 3. jan. '82 kl. 10—12. ÚTIVISTARFERÐIR Nýársferð í Þórsmörk 1.—3. jan. Byrjum nýja áriö í nýja útivistarskálanum i Basum. Ðrottför kl. 13 á nýársdag. Brenna, flugeldar, kvöldvaka og álfadans. (Mætiö meö skraut- búninga sem eigiö). Gönguferöir viö allra hæfi. Uppl. og farseölar á skrifst. Lækjargötu 6a. simi 14606. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundurinn 7. janúar fellur niöur. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Samkoma i kvöld, miövikudag kl. 8. Sunnudagur 3. jan. kl. 13.00 Ástjall — Hvaleyri. Hressandi ganga fyrir alla fjölskylduna. Verð 40 kr. Fritt f. börn m. full- orðnum. Farið frá B.S.Í., vestanveröu. Utivist. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu er 625 hö Callesen vél, smíðaár 1976, keyrð ca. 3500 tíma. Ennfremur er til sölu ýmiss annar útbúnaður úr bát svo sem vindur, rafmagnsútbúnaður, radarar og fleira. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast leggi inn nöfn sín hjá auglýsingad. Mbl. merkt: „Til SÖIu — 6428“. ti/boö — útboö ||| Tilboð Tilboð óskast í vöruflutningabifreið í tjóns- ástandi. Bifreiðin er Hino 1979 og verður til sýnis í Staðarskála Hrútarfirði, laugardaginn 2. janúar. Tilboðum sé skilað til aöalskrifstofu Lauga- vegi 103, fyrir 7. janúar nk. Brunabótafélag íslands. kennsla Frá fjölbrautaskólanum við Ármúla Stundakennara vantar í eftirtaldar greinar: Viðskiptagreinar 14 tímar. Þýska 12 tímar. Nánari uppl. í skólanum, miðvikudag og fimmtudag kl. 10—12 sími 84115. Skólastjóri. Innritun nýnema í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð fer fram laugardaginn 9. jan. 1982 kl. 9—12 f.h. Rektor húsnæöi i boöi | Timburhús í gamla bænum í Hafnarfirði Járnvarið timburhús á tveimur hæðum, Urð- arstígur 2, er til sölu. Húsið verður til sýnis milli 10—15 í dag 30. desember. Tilboð óskast. Skilafrestur til 5. janúar. Uppl. í síma 54484 á ofanskráðum tíma. Húsiö er laust frá 1. janúar 1982. húsnæöi óskast Lagerhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu 180—220 fm lagerhúsnæði. Uppl. í síma 26430 milli kl. 9—12. %Félogsstarf Sjálfstœðisflokksins | Selfoss Prófkjör til bæjarstjórnarkosninga. Sjálfstæöisfélagiö Óöinn Selfossi auglysir eftir framboöum á lista flokksins viö bæjarstjórnarkosningarnar 1982. Rétt til framboös eiga allir kosningabærir flokksbundnir sjálfstæöismenn á Selfossi. Fram- boöi skal skila skriflegu ásamt nöfnum 10 meömælenda til stjórnar Óöins fyrir kl. 24.00, 6. janúar 1982. Stjórnin. Utanríkismálanefnd S.U.S. efnir til fundar meö bandariska stjórnfræöiprófessornum Herbert J. Spiro, fyrrum sendiherra, miövikudaginn 30. desember kl. 15.30 i Valhöll. Umræöuefni: Samskipti Bandarikjanna og Evrópu (U.S — European Relations: From Diplomacy 1o Politics). Allt áhugafólk um utanríkismál velkomiö. Utanrikismálanefnd S.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.