Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ: Oryggisleysi verkafólks í fiskiðnaðinum hrikalegt „ÞAÐ ER HRIKALEGT öryggisleysi, sem verkafólk í fiskidnaðinum býr við, en í fiskvinnslu vinna um 9 þúsund manns og reikna má með að um áramót verði búið að segja upp um 6 þúsund. Því þarf aðeins að segja upp með 7 daga fyrirvara, sé um hráefnisskort að ræða og við það verður ekki unað. I haust var ein af kröfum ASÍ að lengja skyldi uppsagnar frestinn og tímamarka hann nánar. Sú krafa náðist ekki l'ram, en verður tekin upp af fullri hörku í vor er samningar renna út að nýju," sagði Guðmundur J. (iuðmundsson, formaður VMSÍ er hann var inntur álits á uppsögnum verkafólks í fiskvinnslu. „Ef ekki fæst lausn á þessum málum, þaö er að fiskverð verði ákveðið og samið verði við sjó- menn alveg á næstunni, verða fjöl- margir atvinnulausir um allt land og algjört atvinnuleysi í sumum byggðarlögum," sagði Guðmund- Hvað veldur helzt þessum seina- gangi á fiskverðsákvörðun? „Það er erfitt um það að segja, hlutverk Þjóðhagsstofnunar er ákaflega erfitt, hún þarf að segja nákvæmlega til um afkomu út- gerðarinnar og hverrar vinnslu- greinar fiskvinnslunnar fyrir sig. Þetta er snúið hlutverk og gæti valdið því hve seinlega gengur að vinna þessi gögn. Þá getur skort gögn frá útgerðinni og þeim er einnig oft nokkuð ábótavant og þarfnast því endurvinnslu. Þá er það óvíst að fiskverð Iægi fyrir þó að þessi gögn væru fram komin. Eg veit heldur ekki hvað ríkis- stjórnin getur gert í málinu og er ekki sammála því að ríkisstjórnin gangi að kröfu frystingarinnar og dembi á hrikalegri gengisfellingu til að rétta hlut hennar, enda er mér ókunnugt um slíkar aðgerðir og að ósamlyndi innan stjórnar- innar dragi þetta á langinn," sagði Guðmundur. Jón Helgason, formaður Einingar: Notar stjórnin „gagnaleys- ið" til að fela ósamlyndið? „ÞETTA er vitaskuld stóralvarlegt mál og snertir alla þjóðina ef öll fisk- vinnsla í landinu og sjávarútvegur stoppar, það verður ekki mikið til að lifa af eftir það. Stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir því allan desembermánuð að þetta gæti skeð. Því undrar mig að ekki einu sinni skuli vera komin fram gógn til að vinna úr, þegar komið er fram að áramótum. Það er alveg fáránlegt að vita til þess, að sú stofnun, sem á að sjá um það skuli enn ekki hafa gert svo, þegar komið er að því að ákvörðun verður að taka," sagði Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri í samtali við Morgunblaðið. Finnst þér þetta geta bent til svona langan tíma að marka sína ósamlyndis innan ríkisstjórnar- innar? „Eg skal ekkert segja um hvort hægt er að blanda þessu saman, kannski að svo sé og gögnin séu fyrir hendi og „gagnaleysið" notað sem skálkaskjól til að fela ósam- lyndið. Það er auðvitað mjög slæmt að það skuli taka stjórnvöld stefnu, svo aðrir geta ekki gert neitt á meðan. Þetta er forkastan- legur seinagangur, sjómenn eru með lausa samninga og í þeim ger- ist ekkert fyrr en fiskverð hefur verið ákveðið, fyrr geta þeir ekki samið. Þessar uppsagnir eru hlut- ur, sem maður átti von á. Þetta er gert í öryggisskyni, eins konar nauðvörn fiskvinnslunnar, ef deil- an leysist ekki fljótlega, þar sem hún hefur ekki úr miklu að spila. Auðvitað verða menn að taka ákvörðun í máli, sem varðar alla þjóðina og ég held að þar verði ríkisstjórnin að ríða á vaðið. Það verður að gera einhverjar þær ráðstafanir, sem gera það kleift að ná endum saman, en svo er það auðvitað spurningin hvort hún hittir á réttu lausnina. Maður lifir auðvitað í voninni um að þessi vandi leysist, því ef það ekki tekst og öll útgerð og fiskvinnsla í land- inu stoppast dregur það stóran dilk á eftir sér og kemur niður á allri þjóðinni," sagði Jón. ð Nær 60 þús. hafa séð Utlagann Sýningum í Reykja- vík að ljúka NÁLÆGT 60 þúsund manns hafa séð Útlagann, þar af eru sýningargestir í Reykjavík einni orðnir talsvert yfir 40 þúsund. Sýningum í Reykjavík lýkur skömmu eftir iramót, en þá taka við sýningar víðsvegar um land. Að sögn Ágústs Guðmunds- sonar kvikmyndastjóra verður myndin á næstunni sýnd á Vestfjörðum — fyrst í Bolung- arvík, en síðan á slóðum Gísla Súrssonar — og einnig á suð- vesturhorni landsins. Samtím- is sýningunum í Austurbæj- arbíói hefur Útlaginn verið sýndur á Norðurlandi, s.s. á Akureyri, Húsavík, Siglufirði og víðar. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Ekki heyrt þessa hugmynd „ÉG HEF ekki heyrt þessa hugmynd, að rjúfa þing í janú- ar og kjósa í marz, fyrr en ég las þetta í síðdegisblaðinu í dag," sagði Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra í viðtali við Mbl. í gær. Tilefni þessara orða hans er frétt í Dagblaðinu & Vísi í gær um að þingrof og kosningar séu e.t.v. á næsta leiti. ¦sar; jn«»röunl>l«t>ií> •" 1981 Forsíðan Landið er ekki síður fagurt og frítt í skammdeginu, þegar bjart er yfir og snjóföl dregur fram útlínur fjall- anna. Á þessari mynd sem Ijósmynd- ari Mbl., Ragnar Axelsson, tók úr lofti sést efst á myndinni norður yfir fannhvíta tinda Langjökuls og litlu sunnar gnæfir Hlöðufell á sínum stað. í forgrunni myndarinnar rísa svo Klukkutindar upp úr snjóbreið- unni. Hvað segja þau um uppsagnir fiskvinnslufólks?. „Verður að minnsta kosti viku stopp" - sagði Ásgeir Kristinsson starfsmaður í BÚR „ÞETTA er ekki falleg nýárs- gjöf, sem fólkið fær, en við þessu er ekkert að gera, vegna aðgerða sjómanna og útvegsmanna," sagði Ásgeir Kristinsson, starfs- maður í BÚR, og trúnaðarmaður þar. „Það er útséð um það, þótt allt verði fallið í ljúfa löð milli þessara aðila á nýársdag, þá verður að minnsta kosti einnar viku stopp hjá okkur vegna hrá- efnisskorts. Auðvitað koma þessar uppsagnir sér illa, en hve iila er ekki útséð um ennþá, því það fer eftir því hve uppsagnirn- ar standa lengi yfir," sagði Ás- geir. „Þessi tími til uppsagna er erf iður" - segir Astrid Hammers- land fískverkunarkona „UPPSAGNIRNAR koma sér mjög illa, sérstaklega vegna þess að ég bý ein með tveimur born- um mínum og hef því ekki aðra fyrirvinnu," sagði Astrid Hammersland, fiskverkunar- kona og trúnaðarmaður starfs- fólks í Isbirninum. „Þessi tími til uppsagna er líka afar erfiður, því jólin eru nýafstaðin og fólk hefur eytt meiru um jólin en venjulega og á því lítið eða ekk- ert eftir af launum sínum. Ég hef fjárfest í íbúð, sem ég þarf að borga fasta afborgun af nú í janúar og ég sé ekki framá að geta staðið í skilum, en ég vona bara að þetta verði ekki langt verkfall hjá sjómönnum, svo að úr rætist," sagði Astrid. „Maðurinn minn verður bara að vinna meiri yfirvinnu" - sagði Sjöfn Helgadóttir fískvinnslukona „UPPSAGNIRNAR koma sér illa með svona litlum fyrirvara," sagði Sjöfn Helgadóttir, fisk- vinnslukona í ísbirninum. „Mað- ur hefur treyst á þessar tekjur, en þetta þýðir bara að maðurinn minn verður að vinna meiri yfir- vinnu, svo endar nái saman. En ég vona, að við komumst fljótt til vinnu aftur," sagði Sjöfn Helgadóttir. „Mikil kjaraskerðing" - segir Málhildur Sigur björnsd. fiskverkunarkona „ÞESSAR uppsagnir leggjast illa í fólk svona að nýafstöðnum jólum," sagði Málhildur Sigurbjörnsdóttir, fiskverkunarkona og trúnaðar- maður starfsfólks í BÚR. „Hér er um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir fólk, það gerir bónusinn. Við getum sótt um atvinnuleysisbætur eftir 5 daga atvinnuleysi og skilst mér, að þær séu um 253,52 krónur á dag, ef starfsmaður er búinn að vinna 1700 tíma á árinu og með hverju barni eru greiddar 10,14 krónur til viðbótar. Þessar upp- sagnir bitna illa á öllu fiskverkun- arfólki, þó einkum stórum fjöl- skyldum, en auðvitað er þetta besti tíminn fyrir sjómenn að fara í verkfall, því aðalvertíð þeirra flestra er að fara í hönd. En við vonum að þetta ástand vari ekki lengi." „Mátti búast við þessu" - sagði Dagbjartur Grímsson starfsmaður íísbirninum „ÞETTA voru ekki góðar fréttir fyrir okkur fiskvinnslufólk, en þær koma ekki mjög illa við mig, því konan mín vinnur úti og börnin eru uppkomin," sagði Dagbjartur Grímsson, starfs- maður í ísbirninum. „Það mátti búast við þessu, en samt er harla lítið að fá einnar viku uppsagn- arfrest," sagði Dagbjartur Grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.