Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 7 HTTGVEK.TA eftirsr. ÓlafSkúlason dómprófast Drottinn hjálpar — hjálpræði Drottins Síðasti dagur ársins. Og senn er hann líka liðinn. Allt árið að baki. Allt frá upp- hafsmínútu fyrsta dags janúar til síðustu stundar þessa dags. Allt að baki. Og fer þá sjálf- sagt eftir viðmiðunaratriðum hvers og eins, hvort heldur honum finnst, að árið hafi ver- ið langt eða stutt. Þar ræður ekki dagafjöldi og stunda, heldur viðfangsefni, bjartar stundir eða dimmar, vinátta auðsýnd eða hælnart, sem særði, drengskapur eða fláttskapur, eða eitthvað af þessu í þland, hið sæta sem hið súra, mannkostir eða and- hverfa þeirra. Allt að baki, og við finnum, hversu vel stefið í áramótasálminum á við: Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka. Allt er farið, hver dagur þess, vin- argleði sem vonbrigði, ljósir fletir sólbaðaðir jafnt hinum dimmu sólvana skuggum. Og aldrei það kemur til baka. En hvað kemur til baka? Orðið, sem ég mælti í fljót- færni? Verkið, sem ég vann án yfirvegunar? Uppörvunin, sem full þörf var fyrir, en ég van- rækti? Framtakið, sem ég ætl- aði að sýna, en skorti til dug? Hvað kemur til baka? Ekki ár- ið 1981. Ekki orðin að heldur, og ennþá síður verkin. Ekki einu sinni alltaf möguleikarn- ir, sem voru ekki nýttir, ekki heldur þeir. „Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur ... til baka." Hugsunin sker úr um það, hvort maður er á ferð, var okkur kennt og er sjálfsagt enn. Og sá er þá maður, sem gerir sér grein fyrir mismun, áttar sig á breytingum og kann að aðlaga sig. Dýr hættir að sækja til þeirra staða, sem hvorki veita lengur vatn né fæðu. Þar greinum við ekki að- eins eðlisskynjun dýrsins, þetta er rökrétt afleiðing lífs- baráttu þess: Hvorki fæða né vatn, þá er ekkert þangað leng- ur að sækja. En það grefur ekki brunn og það sáir ekki út- sæði, er lagt geti grunninn að uppskeru næsta árs. Það hverfur frá. Munur á manni eða dýri, aldeilis! Eða er mun- urinn kannski ekki alveg eins mikill og við viljum vera láta? Munum við ætíð eftir því að sá til næstu uppskeru? Drepum við aldrei, án þess hugsun beinist að næstu veiðiferð eða róðri? Hætti ég aldrei við leit að árangri, ef ég næ honum ekki fyrirhafnarlaust? Sækja aldrei efasemdir að? Ekki einu sinni við áramót? Að ígrunda við áramót er að skerpa hugsun. Og sá, sem efl- ir hugsunina, ætti þá að auka manndóm sinn, sé skilgreining heimspekings rétt. Og þó geri ég dýrum ekki alls kostar rétt til: Blinda þurfti hesta í myrkviðum námuganganna og binda fyrir augu asnans við kvarnarbjálkann. Því skyldum við setja okkur á svo háan hest? Var ekki einu sinni spurt: Hvað er maðurinn þess, að þú minnist hans, og manns- ins barn, að þú vitjir þess? Og fólst ekki í spurningunni hvatning til þess að gera sér grein fyrir mismuni á hinum skapaða og skaparanum sjálf- um? Nú árið er liðið ... og með því hefur horfið hluti okkar sjálfra. Nú árið er liðið og sumir sitja eins og séra Matthías „stúrinn" „í búri við sólarlag". Og líka þeir, sem sjaldan hugsa til gærdagsins nema sem upprifjan einhvers, hljóta að setja hið liðna inn í þá mynd, sem þeir finna sig hluta af. Þannig gera allir sér grein fyrir lífi, tilveru og þar með tilgangi ... í það minnsta við áramót. Hvert leiðir sú hugsun okkur, sú leit? Spámaður skoðaði farinn veg og kvað upp þennan dóm: Hingað til hefur Drottinn hjálpað oss. Hann leit til baka og þekkti styrjaldir með sigr- um jafnt sem ósigrum. Honum var ekki ókunnugt um úlfúðina og hann var kunnugur bræðra- lagi. En af hikleysi trú- mannsins segir hann: Hingað til hefur' Drottinn hjálpað oss. Og hann setti upp stein, sem hann kallaði hjálparstein. Hestinn þurfti að blinda í myrkum námugöngum og binda fyrir augu asnans til að forða þeim frá sturlun. En maðurinn sér myrkrið, og hann veit það, að myrkrið er ekki gott, að ljósið er betra, og hann veit það líka, eigi hann til trú, að ofar myrkrinu, handan stritsins er birta og þar má greina tilgang. Maður- inn gerir sér grein fyrir Guði. Á stundum getur það verið erf- itt að segja með spámannin- um: Hingað til hefur Guð hjálpað oss, og þó, ef hver og einn skoðar huga sinn og notar til skýringar liðna atburði, hefur þá ekki líka, þegar okkur fannst myrkrið grúfa hvað svartast yfir, sést móta fyrir birtunni, þeirri birtu, sem stafar frá nálægð Guðs og nær til okkar, ef við aðeins hleyp- um henni að. Og Guð var ekki fjarri, aðgerðalaus, hann stóð við hlið þér, þegar þú fannst hvað sárast til einmanaleikans og rétti fram hendi sína, þess vegna gaf hann okkur son sinn. Já, sannarlega hefur Drottinn hjálpað fram að þessu, hingað til og heitir hinu sama áfram. En ekki aðeins einhver drottinn. Ekki sama hver er. Það er sá Drottinn, sem veitir jólum helgi en ekki aðeins matarauðlegð. Sá Drottinn, sem opnar augu fyrir kalli tímans, en lokar þeim ekki fyrir samtíð sinni eða leiðir fullorðna til bernskuleiks í þykjustpnni, eins og sumir telja sig sjá í barnslegum viðbrögðum á jólum. Við kveðjum ekki liðið ár í nafni einhvers herra, heldur í nafni hans, sem eitt sinn iét stjörnu leiða á fund barns og getur enn kveikt það blik í auga að minni á stjörnu. Hingað til hefur Drottinn hjálpað. Á stundum þrátt fyrir okkur, en sem betur fer einnig með tilstuðlan okkar sjálfra. En kall áramóta er um það að taka borðann frá auganu, að vera ekki eins og dýrið við kvarnarbjálkann, sem fer stöðugt í hring. Að hafa augu opin fyrir hjálpinni og hjálp- ræðinu. Dagur rennur til kvölds. Sá dagur, sem ólíkastur er flest- um bræðrum sínum, og sam- einast senn þeirri nótt, er flestar geymir hugsanir og bezt varðveitir myndir. Árið kemur ekki til baka, ekki held- ur dagurinn, orðin eða verkið. Þeir eru því margir, sem spyrja með Tómasi: „En hvert er þá vort hlutverk hér á jörð — þann stundar spöl, sem oss er gert að ganga, — unz sláumst við í fylgd með fortíð þeirri, — sem hljóð og fálát gekk hjá garði í dag?“ Og vefj- ist svarið fyrir okkur er hætt við því, að næstu áramót eigi sér engu síðri vangaveltur um orð og verk en þessi nú. En ef við lítum til hans, sem er herra tímans, um leið og við syngjum um árið, sem aldrei kemur til baka, þá getum við horft til framtíðar með fullvissu þess, að Guð gefur í trúnni tilgang með lífsgöngunni. Við þökkum árið og stundir þess allar, af því að hingað til hefur Drott- inn hjálpað oss. Séra Ólafur Skúlason Hressingarleikfimi kvenna og karla Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 7. janúar 1982 í leikfimisal Laugar- nesskóla. Get bætt viö örfáum nemendum. Fjölbreyttar æfinqar Músík Slökun. Upplýsingar í SÍma 33290. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, iþróttakennari. Hjartans þakkir til ættingja og vina sem minntust mín á 70 ára afmæli mínu 2. des- ember. Gleðilegt nýár. Þakka liðið ár. Lifið heil. Guðrún Sigurðardóttir, Holtagötu 6, Akureyri. Einlægar þakkir sendi ég vinum og vanda- mönnum fyrir góðar gjafir, blóm, skeyti og veislu á áttræðisafmæli mínu 15. desember sl. en ekki hvað síst vil ég þakka Vestmanna- eyingum vinarþel og hlýhug og stórgjafir sem bæjarstjórn Vestmannaeyja, kollegar mínir og samstarfsfólk um árabil hefur heiðrað mig með. Farsælt komandi nýtt ár, þakka liðin ár. Einar Guttormsson, læknir. Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1982. Samkvæmt skipulagsskrá sjóösins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóösins „aö veita styrki til stofnana og annarra aöila, er hafa þaö verkefni aö vinna aö varöveislu og vernd þeirra verömæta lands og menningar, sem núverandi kynslóö hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruvernd- arráös. b) Fjóröungur af árlegu ráöstöfunarfé sjóösins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn- ingarverömæta á vegum Þjóðminjasafns. Aö ööru leyti úthlutar stjórn sjóösins ráöstöfunarfé hverju sinni í samræmi vi megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viöbótarstyrkir til þarfa, sem getiö er í liðum a) og b). Viö þaö skal miðað, aö styrkir úr sjóönum veröi viðbótarfram- lag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en veröi ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eöa draga úr stuöningi annarra við þau." Stefnt er aö úthlutun styrkja á fyrri hluta komandi árs. Um- sóknarfrestur er til og meö 19. febrúar 1982. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöö liggja frammi í afgreiöslu Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík. Nánari upp- lýsingar gefur ritari sjóösstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91)20500. Þjóöhátíðarsjóöur. iiiiiMÞ FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Mjög fjársterkir kaupenduraf eftirtöldum eignum Vandaðri íbúö eöa sérhæö, 2—3 stofur og 2—3 svefnherb. Æskileg staösetning Espigeröi eöa fremur miösvæöis í Reykja- vík. Mjög há samningsgreiösla í boði. Góðri 4—5 herb. íbúö í Kópa- vogi. Bílskúrsréttur æskilegur. 2—3 herb. íbúð í steinhúsi miðsvæöis í Reykjavík. Skipti möguleg á litilli sérhæö í Þing- holtunum Við óskum viðskipta- vinum og landsmönn- um öllum, gleðilegs árs og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Fasteignir sf. Tjarnargötu 10B, 2. h. Friðrik Sigurbjörnsson, lögm. Friöbert Njalsson, solumaður. Kvöldsimi 53627. ef það er frétt- 5\ | 8) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.