Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 HVAD SEGJA FORYSTUMENN ALÞÝÐUFLOKK& ALÞÝÐUBANDALAGS OG FRAMSÓKNARFLOKKS UMARAMOT? Morjíunblaðið hefur að venju lagt nokkrar spurningar fyrir forystumenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í tilefni áramóta. Fara svör þeirra hér á eftir, en spurningarnar, sem bláðið lagði fyrir þá voru þessar: Er réttuetanlegt að hækka erlenda skuldasófnun um 176,7 milljónir króna á næsta ári og stefna skuldabyrði þjóðarinnar í tæp 40% af þjóðarfram- leiðslu, sérstaklega þegar haft er í huga, að orku- framkvæmdir minnka um 40—50% að magni 1982? 2. Hvað veldur því, að útgerð er rekin með um 10% halla á þessu ári, þegar af- li er meiri en nokkru sinni fyrr og verðlag á útflutn- ingsmörkuðum hefur hækkað á árinu? Á að halda ifram tilraun- um til að fá samþykki bænda við virkjun Blöndu? Kr ekki brýnt að taka tafarlaust ákvarðanir um nýtingu raforku til stóriðju? 4. Á að afnema einkarétt ríkisins á útvarpsrekstri og veita einstaklingum eða samtókum þeirra loyfi til slíkrar starfsemi? Ef svo er hvernig á að fjár magna einkaútvarp? 5. Telur þú að enn eigi að fresta ákvörðun um að hefja framkvæmdir við smíði nýrrar flugstöðvar á Keflavfkurflugvelli? I.íiur þú svo á að starfsemi svonefndra friðarhreyf- inga hafi veikt varnir Vest- urlanda? Á krafa um ein- hliða afvopnun á Vestur löndum rétt á sér? 7. Hvernig eiga vestrænar þjóðir að bregðast við til hjálpar Pólverjum í hörm- ungum þeirra. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Fjárfesting minnkar mið- að við þjóðarframleiðslu i. Samkvæmt drögum að fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun var gert ráð fyrir því að fyrirtæki ríkis, sveitarfélaga og fyrirtæki með eignaraðild ríkisins tækju að láni á árinu 1982 1.350 millj. kr., sem er 32% hækkun í krónutölu frá fyrra ári. Af þessari upphæð eru 1.130 millj. kr. til ýmis konar orku- framkvæmda eða um 84%. Það sem eftir er — um 220 millj. kr. — er ætlað til fyrirtækja eins og Áburðarverksmiðjunnar, Skipaút- gerðarinnar og Landsímans. Við meðferð lánsfjárlagafrumvarpsins í efri deild var gert ráð fyrir því að auka lántökurnar um 175 millj. kr. og er þar um að ræða lánsfjárút- vegun vegna hlutafjár í iðnfyrir- tækjum sem áformað er að reisa hér á landi á næstu árum, auk þess nokkra upphæð vegna sam- dráttar í sölu spariskírteina inn- anlands. Samkvæmt forsendum fjárfestingar- og lánsfjáráætlunar var gert ráð fyrir því að lánsbyrð- in á næsta ári yrði um 37% af þjóðarframleiðslunni, en til sam- anburðar skal þess getið, að hlut- fallið er um 36% á þessu ári. Fyrir örfáum árum fór þetta hlutfa.ll langt yfir 40% í Noregi, svo dæmi sé nefnt til samanburðar og at- hugunar, en á þessum tíma stofn- uðu Norðmenn til skulda vegna fjárfestingar í olíumannvirkjun- um. Ljóst er að íslendingar hafa framur en aðrar þjóðir þörf fyrir að fara að með mikilli gát varð- andi erlendar lántökur. Eg tel að nauðsynlegt sé að gera nú á næst- unni áætlun um lán, afborganir og framkvæmdir á næstu áratugum með tilliti til erlendra lána, inn- lendrar fjármögnunar og fleiri þátta sem nauðsynlegt er að meta vegna þeirra framkvæmda sem senn hefjast við virkjanir hér í landinu. í þeirri áætlun þarf að taka tillit til þeirra möguleika sem mega teljast raunhæfir til aukningar á þjóðarframleiðslu okkar á næstu árum og áratugum. Verulegt innlent fjármagn er til í landinu, en menn hafa ekki gert ráðstafanir til þess að fella það í heildarfarveg þeirrar fjárfest- ingar sem hér er nauðsynleg. Við skulum hafa það í huga, að fjár- festing sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu hefur farið minnkandi á síðustu árum og hún verður minni að ári en á næsta ári. Til þess að tryggja aukna innlenda lánsfjármögnun ber að beina at- hyglinni að þessu: í fyrsta lagi þarf að kanna hvort ekki er unnt að hvetja til sparnað- ar í þörfum innlendum fyrirtækj- um fremur en innflutningi neyslu- vara. Á síðustu 4 mánuðum þessa árs jókst aimennur vöruinnfíutn- ingur umfram spá Þjóðhagsstofn- unar um 500 millj. kr. í öðru lagi ber að athuga betur aukinn hlut bankanna. í þriðja lagi ber að athuga vel hiutverk lífeyrissjóðanna í þessu efni. Sá sem ekki þorir að gera ráð- stafanir á þessum sviðum er að taka ákvörðun um erlendar lánt- ökur. Svo einfalt er samhengið. Það er ekki nýlunda að útgerð hér á landi sé að hluta til rekin með nokkrum halla. Hér mun vera átt við meðaltal veiðanna í spurn- ingu Morgunblaðsins sem þýðir það að fjöldi báta er með lakari útkomu og fjöldi togara og báta er með betri útkomu er hér er nefnd. Verulegur hluti af þeim vanda sem hér um ræðir á rætur að rekja til fjármagnskostnaðar nýrri hluta fiskiskipaflotans og það er útilokað að ætlast til að fisk- verðshækkanir verði nokkurn tím- ann slíkar að þær beri uppi fjár- magnskostnað þeirra skipa sem verst eru á sig komin. En ástæð- urnar fyrir hallanum, sem nefnd- ur er í spurningunni eru fleiri. Ein er sú að olían hefur hækkað mjög verulega frá 1979. Það hlýtur að koma við. Þá má benda á að þrátt fyrir þennan halla er geysileg ásókn í fiskiskip fyrst og fremst vegna þess að enn er tekið af óskiptu til þess að greiða niður skipin. Við þær að- stæður, sem nú er um að ræða í fiskistofnunum, þegar loðnustofn- inn er hætt kominn og þegar loðnuskipunum verður að ein- hverju leyti beint í aðra fiski- stofna er ekki við því að búast að afkoma útgerðarinnar í landinu sé sérlega góð. En það er hins vegar ekkert nýtt að afkoma útgerðar hér á landi sé misjöfn, í sumum tilvikum slök, í öðrum mjög góð, en að jafnaði undir „núllínu". Frá 1969 til 1979, að báðum árum meðtöldum, hefur afkoma veiðanna verið sem hér segir samkvæmt blaði frá Þjóð- hagsstofnun dags. 12. 1. 1981: 1969 - 3,7% 1970 + 1,0% 1971 - 2,9% 1972 - 7,4% 1973 -10,6% 1974 -13,4% 1975 -14,2% 1976 -12,3% 1977 - 6,6% 1978 - 6,2% 1979 - 3,4% Það skal tekið fram að hér er aðeins um að ræða botnfiskveiðar, meðaltalstölur fyrir allt árið, þannig að vafalaust hefur afkom- an verið lakari en þetta dagana áður en fiskverð var ákveðið hverju sinni. Á þessum áratug er Ijóst að afkoma útgerðarinnar er aldrei verri en á fyrsta valdaári ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson- ar — eða 14,2% undir „núllinu" margnefnda. Morgunblaðið þyrfti að kynna lesendum sínum hvernig sú ríkisstjórn og viðreisnarstjórn fór með sjómenn og hlut þeirra og rekstrargrundvöll útgerðarinnar. 3. Nauðsynlegt er að tryggja sem fyrst niðurstöðu í virkjunarmál- unum þannig að fyrir geti legið hvenær og hvar verður ráðist í næstu virkjun. Það er brýn nauð- syn að fá fram niðurstöðu fljót- lega og er margt sem kaJlar á niðurstöðuna. Hér er ekki fyrst og fremst um að ræða deilu milli landshluta eins og ætla mætti af blaðaskrifum að undanförnu. í rauninni er sú deila hreint auka- atriði, aðalriðið er að tekin verði ákvörðun og það fyrr en seinna sem verður landi og lýð til heilla. Ég tel að gera beri ráðstafanir til þess að tryggja fjárhag Ríkis- útvarpsins og það sé ekki viðun- andi að Ríkisútvarpið verði frem- ur fyrir barðinu á verðlagsaðhaldi en aðrir aðilar. Ég tel ennfremur ljóst að nauðsy.nlegt sé að stuðla að skipulagsbreytingum á útvarpi, innri starfsemi þess og uppbygg- ingu þannig að fjármunir og hug- vit nýtist betur en nú er. Réttar- stöðu Ríkisútvarpsins þarf sífellt að hafa til athugunar og endur- skoðunar og sérstaklega ber að leggja á það áherslu að forráða- menn fyrirtækisins bregðist skjótt við þegar tækninýjungar eiga sér stað. Það er augljóst að ekki verð- ur spornað gegn því að fólk nýti sér myndbandatæknina. En Ríkis- útvarpið á að halda stöðu sinni sem lifandi fjölmiðill þjóðarinnar allrar. Til þess þarf víðtækari skilning. Verði útvarpið ekki bætt verulega frá því sem nú er, þá er fullljóst að þeir sem vilja híeypa einkabraskinu í útvarpsreksturinn munu fá verulegan stuðning við sín sjónarmið. 5. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 1982 var gerð grein fyrir meðferð flugstöðvar- málsins af hennar hálfu. í sam- ræmi við ákvæðin í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er nú að störfum sérstök nefnd stjórnarað- ilanna. Ekkert er unnt að segja um það hvenær taka ber ákvörðun um byggingu nýrrar flugstöðvar fyrr en sú nefnd hefur lokið störf- um. í þessu sambandi má hins vegar benda á það, að verulegum fjármunum er varið til þess á fjár- lögum ársins 1982 að endurbæta aðstöðu í gömlu flugstöðinni. 6. Að sjálfsögðu hefur starf frið- arhreyfinganna styrkt varnir Vesturlanda sem og annarra ríkja andspænis kjarnorkuvopnakapp- hlaupi stórveldanna. Starfsemi friðarhreyfinganna og stuðningur við þær er sú varnarvon sem al- menningur á Vesturlöndum og annars staðar á besta andspænis þeim ógnunum sem kjarnorku- kapphlaup stórveldanna og glannalegt ábyrgðarleysi Bandaríkjaforseta í utanríkismál- um gætu haft í för með sér. Krafan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er hvarvetna á dagskrá á Norðurlöndum og undir hana hefur verið tekið af íslend- ingum í öllum flokkum og utan flokka. Sú krafa hlýtur að hafa áhrif miklu víðar en á Norður- löndunum, enda er krafan sett fram í samræmi við vilja Samein- uðu þjóðanna. Friðarhreyfingarn- ar hafa sett fram kröfur um af- vopnun og samdrátt í vígbúnaði risaveldanna beggja, enda rís eng- in friðarhreyfing undir nafni nema hún krefjist afvopnunar hvarvetna. En það er ljóst að smá- ríkin mega ekki bíða eftir því að stórveldin aðhafist eitthvað; smá- ríkin eiga einnig að hafa frum- kvæði. Krafan um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd er til marks um frumkvæði, sem gæti breytst í ákvarðanir áður en langur tími liði og haft áhrif á alþjóðastjórn- mál. íslendingar eiga nú að setja sér það markmið að landhelgi Is- lendinga verði kjarnorkuvopna- laus eins og flokksráðsfundur Al- þýðubandalagsins gerði ályktanir um. íslendingar eiga að leggja áherslu á virka þátttöku í því hjálparstarfi sem skipulagt hefur verið hér á landi í því skyni að styðja pólska alþýðu. Sérlega ber að gæta þess að hjálpin berist til réttra aðila; þeirra sem sjá tryggi- lega svo um að aðstoðin berist þeim sem helst eru hennar þurfi. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflkksins: Brýnt að mörkuð verði stefna í orkunýtingu hreppsfélögum, sem í hlut eiga. Svörin urðu því mér mikil von- brigði. Nú er orðið mjög nauðsyn- legt að ákveða næstu virkjun. Því væri mér næst skapi, að önnur virkjun yrði ákveðin án tafar, en Blanda látin bíða, enda er virkjun Blöndu með minni miðlun einnig góður kostur eftir að mikil miðlun er fengin fyrir landskerfið annars staðar, t.d. með Fljótsdalsvirkjun. Ég get þó fallist á, að rætt verði við þær þrjár hreppsnefndir, sem senda óljósar samþykktir, en óska eftir frekari viðræðum. Aftur á móti er ég mótfallinn áframhald- andi samningum, sem gætu orðið til þess, að ákvörðun um næstu virkjun yrði ekki tekin á því al- þingi, sem nú situr. Að sjálfsögðu er brýnt að marka hið fyrsta stefnu í orkunýtingu, Hér á eftir fara svör við sjö spurn- ingum Morgunblaðsins. Um efni sumra spurninganna mætti skrifa langt mál og þyrfti jafnvel til þess að skýra málin til hlílar. 'l'il þess mun þó ekki ætlast. 1. Erlend skuldasöfnun er orðin í hærra lagi. Því er nauðsynlegt að íhuga vel til hvers viðbótar erlend lán eru nú tekin. Ekkert þarf að vera athugavert við það að taka erlend lán til framkvæmda, sem auka þjóðarframleiðsluna og skapa gjaldeyri eða spara og standa sjálfar undir þeirri lán- töku, sem um er að ræða. 2. Það er ekki undarlegt þótt út- gerðin sé rekin með miklum halla nú, áður en fiskverð er ákveðið, en eftir hækkanir, eins og hækkun launa, samtals um 13,5 af hundr- aði, og hækkanir á flestum rekstr- arliðum, m.a. eftir síðustu gengis- lækkun. Slíkt verður útgerðin að fá bætt. Það er yfirleitt gert með fiskverðshækkun, fyrst og fremst. 3. Ég tel virkjun Blöndu eftir virkjunarleið I (þ.e. með meiri miðlun) besta virkjunarkostinn eftir Hrauneyjafossi. Eftir margra mánaða samningaviðræð- ur við heimamenn, og eftir að þeir höfðu óskað eftir afstöðu ríkis- stjórnarinnar og hún lá fyrir, gerði ég mér vonir um að skýr og ótvíræð svör bærust frá þeim 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.