Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 9 Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokksins: Erlend eyðslulán með öllu öréttlætanleg i. Það er réttlætanlegt að taka er- lend lán til atvinnuuppbyggingar, sem sjálf kemur til með að standa beint eða óbeint undir greiðslum afborgana og vaxta af viðkomandi lánum. Á það t.d. við um lán til meiriháttar orkuframkvæmda. Það er hinsvegar með öllu óréttlætanlegt að taka erlend eyðslulán eins og nú er gert í stór- um stíl og áætlað er að gera á næsta ári í enn ríkari mæli. Við tökum erlend lán til að standa undir taprekstri fyrir- tækja, m.a. opinberra þjónustu- fyrirtækja og til að greiða með hærra fiskverð en markaðurinn stendur undir. Þar við bætist, að nú erum við farin að taka erlend lán til að kaupa notuð skip milli hafna hér heima. Við tökum m.ö.o. erlend lán til að greiða lægra verð fyrir þjón- ustu sem við notum en hún kostar í reynd og við tökum erlend lán til að fá hærra greitt fyrir vinnu okkar (útflutningsvörur) en mark- aðurinn stendur undir. Til skamms tíma stal sú kynslóð sem nú er upp á sitt besta svo til öllu sparifé gamla fólksins með neikvæðum innlánsvöxtum og nú stelum við af næstu kynslóð með því að taka erlend lán í stórum stíl til að lifa hærra en við höfum efni á og ætlum börnum okkar og barnabörnum að borga mismun- Ástæður eru margar. Ein er sú, að í slagnum við verð- bólguna — sem oft virðist þó fremur slagur við framfærsluvísi- töluna sem slíka — er reynt að halda gengi íslenskrar krónu hærra en það í reynd er. Önnur er sú, að tilkostnaður við fiskveiðar er mun hærri en hann þyrfti að vera. Við verjum miklu fjármagni (erlend lán) í að kaupa skip til landsins þótt fiskveiðiflot- inn, sem fyrir er, sé talsvert stærri en hann þyrfti að vera. Hvert skip, sem flutt er til landsins, minnkar það aflamagn, sem þau skip, sem fyrir eru, mættu annars veiða. Fjölgun skipa eykur mjög allan tilkostnað við veiðarnar, án þess að auka aflamagn og heildartekjur þar á móti. 3. Að gefnum ýmsum forsendum er Blönduvirkjun hagkvæmust, sem næsta stórvirkjun. Það á að freista þess að ná sam- komulagi við bændur. Ef það tekst ekki með skaplegum hætti og inn- an ekki allt of langs tíma, þá á hiklaust að beita eignarnámi. Raunverulegir eða ímyndaðir hagsmunir fárra mega ekki standa í vegi fyrir hagmunum þjóðarheildarinnar. Strax verður að gera áætlun um raforkunýtingu í stórum stíl. Ef það verður ekki gert er tómt mál að tala um stórvirkjanir næstu áratugina. 4. Það á að draga verulega úr einkarétti Ríkisútvarpsins og tel ég þá leið skynsamlega, sem bent er á í lagafrumvarpi Benedikts Gröndal og Árna Gunnarssonar um héraðsútvörp. Þar er m.a. gert ráð fyrir vissri samvinnu þessara stöðva við Ríkisútvarpið og að við- komandi sveitarstjórnir ráði mestu um fyrirkomulag þessara mála. Ég tel að tekjur af auglýsingum hljóti að fjármagna þessar stöðvar að mestu eða öllu leyti. I öllu tali um frjálst útvarp má ekki gleyma því, aö það er tækni- lega auðvelt að ná til þéttbýlisins á Stór-Reykjavíkursvæðinu en bæði erfitt og dýrt að ná til lands- ins alls. Ég fæ ekki séð, að það geti verið annarra en Ríkisútvarpsins að valda því hlutverki. Svipað má um ýmsar aðrar kvaðir Ríkisút- varpsins segja. Nei. 5. 6. Ég tel að starfsemi svokallaðrar friðarhreyfingar hafi nú þegar veikt varnir Vesturlanda nokkuð og gæti auðveldlega gert það í stórhættulegum mæli. Þó að flestir sem að hreyfing- unni standa séu einlægir friðar- sinnar og vilji stefna að gagn- kvæmri afvopnun austurs og vest- urs þá er eigi að síður staðreynd, sem útilokað er að horfa framhjá, að hreyfingin getur ekki, við nú- verandi aðstæður, haft hin minnstu áhrif austan járntjalds. Ef hún gæti haft sömu áhrif beggja megin tjaldsins þá ætti hún fyllilega rétt á sér. Krafa um einhliða afvopnun Vesturlanda á alls engan rétt á sér. Ef undan slíkri kröfu væri lát- ið að marki er það vísasti vegur- inn til ófarnaðar, sem vel gæti leitt til heimsstyrjaldar. Saga 4. áratugs aldarinnar er skólabókardæmi í þessum efnum. Þá voru friðarhreyfingar mjög öflugar í öllum helstu lýðræðis- ríkjum heims, austan hafs jafnt sem vestan, og höfðu mikil áhrif, enda eru lýðræðisríki í eðli sínu mjög friðsöm og frábitin öllu hernaðarbrölti og því veik fyrir öllum áróðri um frið og afvopnun. Á sama tíma og einræðisríki vígbjuggust af kappi og mynduðu með sér hernaðarbandalög þá létu lýðræðisríkin undir höfuð leggjast að halda vörnum sínum við, hvað þá að efla þær, og raunhæf varn- arbandalög lýðræðisríkjanna mátti varla minnast á fyrr en allt var orðið um seinan. Þetta leiddi á skömmum tíma til þess, að einræðisríkin töldu sig hafa öll ráð lýðræðisríkjanna í hendi sér og hófu ægilegustu styrjöld mannkynssögunnar, sem kostaði ótrúlegustu hörmungar og yfir 50 milljónir mannslífa áður en yfir lauk. Sagt er, að þeir sem ekki læri af reynslu annarra, verði að upplifa hana sjálfir. Mannkynið hefur ekki efni á að reyna þetta einu sinni enn. Öruggasta vörnin gegn styrjöld er varnarstyrkur og samheldni lýðræðisríkjanna. Eðli þeirra og reynsla segir okkur, að þaðan er ekki árása að vænta. Gagnkvæm afvopnun austurs og vesturs er allt annað mál. Að henni ber að stuðla af alefli svo fremi að traustu eftirliti verði komið á með því, að samningar séu haldnir. 7. Annarsvegar eiga þær að veita öfluga efnahagslega aðstoð m.a. með sendingu matvæla, lyfja og annarra nauðsynja svo fremi að tryggt sé, að sú hjálp komi þeim til góða, sem til er ætlast. Hinsvegar eiga þær að beita öll- um tiltækum þrýstingi, öðrum en hernaðarlegum, við pólsku ríkis- stjórnina og ekki síður þá rússn- esku, til að fá herlögum aflétt og fá þær til að leyfa friðsamlega þróun í átt til frjálslyndari stjórn- unarhátta í Póllandi, enda er það mjög greinilegur vilji yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. ekki aðeins til stóriðju, heldur al- mennt til hvers konar hagkvæmra nota og arðbærs orkufreks iðnað- ar. Þótt sjálfsagt sé að kanna stór- iðju í því sambandi, verður að var- ast að einblína á hana. Slíkur rekstur getur einnig orðið þjóðar- búinu erfiður, t.d. eru bæði Járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga og Álbræðslan reknar með miklum halla í ár, og svo virðist munu verða næsta ár. Ég tel vafasamt að leyfa frjáls- an útvarpsrekstur. A.m.k. vil ég áður sjá reglur, sem kæmu í veg fyrir að fjársterkir aðilar noti sér slíkt til einhliða áróðurs og áhrifa á skoðanamyndun. Mér sýnist eðlilegra að bæta Ríkisútvarpið, t.d. með annarri dagskrá. 5. Það er tvímælalaust orðið brýnt að byggja nýja flugstöð á Kefla- víkurflugvelli. Eins og nú horfir, yrði hún hins vegar ekki reist nema með mikilli erlendri lán- töku. Stórt erlent lán í þessu skyni tel ég vafasamt, eins og nú er ástatt með erlendar skuldir þjóð- arinnar, samanber fyrstu spurn- ingu. Eðlilegast væri, að Banda- ríkjamenn greiddu að öllu leyti kostnað við byggingu flugstöðv- arinnar, enda er það nauðsynlegur þáttur í aðskilnaði hers og þjóðar, sem ákveðinn var og líta má á, sem skilyrði við endurnýjun her- stöðvarsamningsins 1974. 6. Ég lít ekki svo á, að friðarhreyf- ingar hafi veikt varnir Vestur- landa. Það er eðlilegt, að almenn- ingur uni því ekki lengur að lifa í skugga óttans. Kjarnorkuvopn eiga að geymast innan landamæra kjarnorkuveldanna sjálfra. Þetta á, að sjálfsögðu, við bæði vestan og austan járntjalds. Við íslend- ingar, t.d. höfnum því að kjarn- orkuvopn verði geymd á íslenskri grund. Einhliða afvopnun á Vestur- löndum á, að sjálfsögðu, ekki rétt á sér, enda hefur mér ekki virst sú krafa almenn, a.m.k. frá einlægum friðarsinnum. Því miður kann að reynast erfitt að aðstoða Pólverja, svo um muni. Líklega eigum við ekki aðra betri leið, en að láta í ljósi andúð okkar á því, sem þar er að gerast og senda nauðsynjar, enda verði tryggt, að þær komist til þeirra aðila, sem helst þurfa á að halda. *5*5*S*S*5*3*5<5*5<$«5«St5*5íSt5t5 ^ts t£«$«£«£4£t5«£«St£<s*$«$«£*£«S*S«£«S«S | Oskum viðskiptavinum okkar og § | landsmönnum öllum, gleðilegs nýjárs * % oq þökkum viðskiptin á árinu sem er § I að liða. % imdrkadurinn ! Hafnarstræti 20, simi 26933 (Nýja húsinu við Lækjartorg) Jón Magnusson hdl.. Siguröur Sigurjónsson hdl. (. AfiíiAfifiAíiAAAí iAAAAAiShSiAAAAAAAiSiAA i>i\<;iioit Fasteignasala — Bankastræti Símar 29455 — 29680 — 3 línur ViÖ óskum viðskiptavinum okkar gleði- legs árs og þökkum viðskiptin á liðnu am. Jóhann Osviosson, »ölu.l|óri. F ridrik Stsfénsaon við.k ipt.tr . Fáksfélagar Fögnum nýju ári í félagsheimilinu laugardaginn 2. janúar 1982. Hljómsveit Þorsteins Guömundssonar leikur. Húsiö opnar kl. 21.00. Aögöngumiöar í félags- heimilinu sama dag kl. 5—7. Skemmtinefndin. Kopavogsbuar! ***£!*** H.S.S.K. * m T0Y0TA, NYBYLAVEGI 8 KAUPGARÐUR. v/ENGIHJALLA VERSLUNIN HAMRAB0RG 9 SKÁTAHEIMIUÐ, B0RGARH0LTSBR. 7 0PIÐ FRÁ KL. 10 — 22 Gleðilegt nýtt ár! ÓÐAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.