Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Hvað segja þeir um áramót? Davíð Scheving Thorsteinsson formaður Félags ísl. iðnrekenda Kitthvad er að, þegar betur borg- ar sig að reka diskótek en frysti- hús. Kitthvað cr að, þegar betur borg- ar sig að reka smábúð með inn- fluttum tískuvarningi, en stóra fataverksmiðju. Kitthvað er að, þegar betur borg- ar sig að vera umboðsmaður fyrir áfengi og tóbak, en að gera út tog- ara. Kitthvað er að, þegar nú starfa hlutfallslega færri menn við iðnað en fyrir 20 árum, en opinberir starfsmenn eru hinsvegar þrisvar sinnum fleiri en þá. Kitthvað er að, þegar ferðagjald- eyrir þeirra, sem fara utan til að reyna að selja íslenskar vörur, er dýrari, en ferðagjaldeyrir inn- flytjenda erlendra vara. Kitthvað er að, þegar erlendar skuldir okkar jukust um 1000 millj. gkr. á hverjum einasta degi allt þetta ár (jól, páskar og 17. júní meðtalinn). Kitthvað er að, þegar „bjarga" þarf undirstöðuatvinnuveginum frá stöðvun reglubundið á þriggja mánaða fresti, ár eftir ár. Kitthvað er að, þegar svo til allar íslenskar útflutningsvörur hafa verið seldar með tapi, allt þetta ár. Kitthvað er að, þegar útlendum iðnrekendum, sem selja vörur sín- ar hérlendis, er búin önnur og betri aðstaða í verðlagsmálum, en íslenskum iðnrekendum. Eitthvað er að, þegar ríkið treystir sér ekki sjálft til að stofna, eða reka, nein fyrirtæki við þau skilyrði, sem íslenskum at- vinnurekstri eru búin. Kitthvað er að, þegar ríkisstjórn- in sker fjárveitingu til Iðnlána- sjóðs niður við trog, á sama tíma og hún leggur fram opinbera iðnað- arstefnu. Kitthvað er að, þegar í fúlustu alvöru er rætt um hrikalegar millifærslur til sumra greina at- vinnulífsins, á sama tíma og skýrsla Starfsskilyrðanefndar hrópar á jöfnun starfsskilyrða. Þessi dæmi minna mig á gömlu söguna hans Esóps um hjónin, sem áttu gæsina góðu, sem verpti einu gulleggi á hverjum degi. Það var auðvitað mjög þægilegt að eiga svona gæs, en mikill vill meira og þeim hjónum kom saman um að eitt gullegg á dag væri ekki nóg, það væri alltof seinvirk að- ferð til að auðgast. Inni í gæsinni hlyti að vera ríkulegur eggjaforði, og því væri best að slátra henni og taka allt gullið í einu lagi, meðan þau gætu notið þess. En það voru bara engin gullegg inni í gæsinni. Þótt ég rifji þessa gömlu sögu upp hér er ég ekki þar með að segja að þeir, sem stjórna landinu okkar, séu búnir að slátra gull- gæsunum okkar, samkeppnisat- vinnuvegunum. Ekki enn, en þeir eru hinsvegar að murka úr þeim líftóruna, hægt og bítandi, með langvarandi svelti og frá þeirri helstefnu verður að hverfa, áður en verra hlýst af, en orðið er. Það verður að hætta útsölu á þeim gjaldeyri, sem þjóðin aflar. Stjórnmálamennirnir verða að snúa sér að öðru meginhlutverki sínu, sem er að skapa hér og við- halda því umhverfi, sem frjálst at- vinnulíf getur dafnað í, já, líka diskótek, og athafnaþrá og hugvit hvers einstaklings þarf að fá að njóta sín, án sífelldra afskipta stjórnvalda. Hitt meginhlutverk stjórnmála- manna er að láta atvinnuvegina vera í friði. Sinni stjórnmálamennirnir þessum frumskyldum sínum mun birta á ný í íslensku efnahagslífi. Lífskjör munu batna, atvinnuör- yggi aukast, landið mun geta boðið hverri vinnandi hönd starf við sitt hæfi og þannig mun atgervisflótt- inn stöðvast. Hjalti Geir Kristjánsson formaður Verzlunarráðs íslands Árið 1981 er senn á enda. Mörg- um atvinnurekendum er það viss léttir, þvi árið hefur reynzt erfitt þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði víðast hvar. I þessu.m orðum felast viss öfugmæli, hallæri í góðæri en svo er þessu samt farið. Fimmta hver króna í skuldir Næg atvinna er í landinu og kaupgeta mikil en atvinnuvegir landsmanna eru reknir með tapi. Um síðustu-áramót var innleidd ný mynt, sem var auglýst verð- meiri en sú, sem hvarf. Þessi nýja mynt tapar þó verðgildi sínu með sama hraða og sú gamla. I ár verður verðbólgan um 42%, sem er lægra en í fyrra, en nú tökum við erlend og innlend lán til að halda niðri verði á vörum og þjónustu. Fiskimiðin umhverfis landið eru auðug og lúta stjórn okkar sjálfra. Þekking okkar á afrakstursgetu þeirra vex jafnt og þétt. Við nýt- ingu fiskimiðanna beitum við þó of stórum flota, svo að útgerðin verður ekki eins arðbær og ella gæti verið. Þrátt fyrir að aflinn sé mikill og verðlag hagstætt á mörgum út- flutningsafurðum, safnast upp erlendar skuldir í áður óþekktum mæli. Á næsta ári mun nær 5. hver króna af útflutningstekjum okkar, eða um 20%, renna til að greiða vexti og afberganir af er- lendum lánum. Þetta er langt um- fram það, sem eðlilegt má teljast miðað við þá uppbyggingu sem á sér stað í landinu. í landinu er einnig vinnusamt, heilbrigt og vel menntað fólk, sem þó er ekki örvað til að veita atorku sinni og hugkvæmni útrás í sjálfstæðum atvinnurekstri. Frek- ar látum við það flytjast úr landi. Á nýliðnum áratug fluttust nær 4800 íslenzkir ríkisborgarar af landi brott umfram þá sem komu. 530 íbúðir í sjóinn I landinu er óvirkjuð vatnsorka, sem fjárhagslega hagkvæmt er að virkja, er samsvarar 17 Búrfells- virkjunum. Engin svör fást þó um hvar og hvenær ráðizt verður í næstu stórvirkjun. Því síður fást svör við þeirri mikilvægu spurn- ingu: Hver á að kaupa orkuna? Ekki erlendir aðilar. Það virðist afráðið. Þessi afstaða er ríkjandi þrátt fyrir þá staðreynd að orkusölu- samningar okkar við ÍSAL færa okkur Búrfellsvirkjun og ýmis tengd mannvirki algjörlega til eignar á 19 árum. Ef ISAL hætti orkukaupum í dag þyrfti raforka til almennra nota að hækka um 38% til að jafna tekjutapið. Vegna þröngsýnna hugmynda eru orkusölumál okkar jafnvel komin í þau óefni að við höfum nú í fyrsta sinn ekki gert sölusamn- inga vegna þeirrar nýju orku sem til fellur nú og á næstu árum. Á næstu fjórum árum mun því virkj- uð vatnsorka renna til sjávar í gegn um virkjunarkerfi okkar, sem nemur jafnvirði 530 4ra her- bergja ibúða í Reykjavík. Ef að- eins hefði verið hugsað fyrir því að selja þá orku, sem við getum framleitt á næstu fjórum árum, mætti fyrir þetta fé leysa vanda húsnæðislausra í Reykjavík. Þessi samanburður sýnir fyrirhyggju- leysið. Óarðbær fjárfesting — lakari lífskjör En hvers vegna stendur at- vinnureksturinn höllum fæti þeg- ar skilyrði ættu að vera til ann- ars? Rætur efnahagsvandans liggja í: sívaxandi skattheimtu, óhóflegum ríkisútgjöldum, er- lendri skuldasöfnun og óæski- legum afskiptum opinberra aðila af atvinnulifinu. Við íslendingar höfum ekki sniðið ríkisvaldinu þann stakk sem skyldi. Skattheimtan nemur nú um 45% af þjóðartekjum. Rikisvaldið hefur í höndum sér allar lykilákvarðanir um afkomu atvinnuveganna svo sem verð- ákvarðanir, ákvörðun vaxta, geng- is, um skattlagningu og hver fær lánsfé? Ríkisvaldið ræður með öðrum orðum hver lifir eða deyr í íslenzkum atvinnurekstri. Þegar þess er gætt að atvinnulíf okkar býr við 50% árvissa verð- bólgu þarf að grípa til skjótra og fljótvirkra aðgerða, ef ekki á illa að fara á næstu árum. Atvinnu- fyrirtækin hafa ekki þann styrk, sem nauðsynlegur er, til að verjast áföllum eða til að innleiða tækni- nýjungar og fjárfesta í nýjum at- vinnurekstri. Ríkisvaldið ræðst hins vegar í atvinnurekstur með skattfé al- mennings og lánsfé að bakhjarli. Þær fjárfestingar byggjast því miður á pólitískum forsendum en ekki á arðsemi. Slíkar óarðbærar fjárfestingar rýra lífskjörin þegar til lengdar lætur mun meira en sýnilegar skerðingar' á verðbótum launa. Óþörf ríkisafskipti og verðbólga kynda undir virðingarleysi fyrir lögum og eðlilegum viðskiptahátt- um og valda um síðir upplausn bæði í þjóðlífi og stjórnmálum. Nauðsyn varanlegra aðgerða er því augljós. Ný atvinnustefna Hjá Verzlunarráði íslands er tilbúin áætlun um endurreisn í at- vinnumálum og aðgerðir gegn verðbólgunni, sem hefur það markmið að ná skjótum og varan- legum árangri í baráttunni við verðbólguna og byggja upp heil- brigt efnahagslíf í landinu. Það hefur fyrir löngu runnið upp fyrir flestum, að hægar og sígandi aðgerðir gegn verðbólgu eru dæmdar til að mistakast. Við íslendingar verðum að leggja á okkur timabundnar fórnir til að sigrast á verðbólgunni, en til þess að menn sjái sér hag í slíku verður að tryggja skjótan árangur, enda er það grundvöllur áframhaldandi aðgerða. Þær skjótvirku aðgerðir, sem grípa þarf til, þurfa að miða að því að draga úr þenslu, örva samkeppni og efla atvinnulífið. í stuttu máli felast þær í eftirfar- andi: • Vaxta- og lánamál: Vextir verði gefnir frjálsir, en þeir muna fara lækkandi samfara lækk- andi verðbólgu. Fjárfestingarlánasjóðum verði veitt heimild til frjáls aðgangs að lánsfé innan ramma láns- fjáráætlunar hverju sinni, en framlög atvinnulífsins til þeirra verði afnumin. • Verðlags- og viðskiptamál: Verð- lag verði þegar í stað gefið frjálst, en löggjöf um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti tekin til endurskoðunar, þannig að unnt verði að framfylgja aðhaldi með samkeppnishömlum og örva samkeppni. Gjaldfrestur á aðflutnings- gjöldum komi til framkvæmda. Nýr vísitölugrunnur verði tek- inn upp sem byggir á neyzlu- venjum eins og þær eru nú. • Skatta- og rfkisfjármál: Óbeinir skattar á vöru og þjónustu, svo sem söluskattur og aðflutn- ingsgjöld, verði lækkaðir í fyrirfram yfirlýstum áföngum. Launaskattur og aðstöðugjald verði afnumin, en sveitarfélög- um verði bætt tekjutapið með aukinni hlutdeild í tekjum ríkisins. Álagsheimildir á útsvör verði afnumdar, sem þýðir, að útsvör lækki í 10%. Lögum um tekju- og eignar- skatt verði breytt til að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og rétta hlut hlutafjár til jafns við annað sparifé. Útgjöld ríkisins verði skorin niður samkvæmt sérstakri áætlun til að vega upp á móti skattalækkunum. Við undirbúning að fjárlaga- frumvarpi hverju sinni verði allir liðir rikisútgjalda endur- skoðaðir frá grunni. Verðbólga niður í 15—20% Útreikningar Verzlunarráðsins sýna, að með slíkum aðgerðum megi tvímælalaust lækka verð- bólguna úr 40%—50% á ári niður í 15%—20% innan árs. Áfram- haldandi aðgerðir munu síðan skapa grundvöll frekari verð- hjöðnunar, enda ætti skjótur ár- angur að hafa jákvæð áhrif á viðhorf fólks til árangursríkra f ramhaldsaðgerða. Þegar sigrazt hefur verið á verðbólgunni, verður að varðveita árangurinn með markvissri beit- ingu Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins og sjá til þess, að laun, pen- ingamagn í umferð og skatt- heimta og útgjöld hins opinbera aukist ekki meira en svo, að við- halda megi stöðugu verðlagi, fullri atvinnu og örum hagvexti, sem er forsenda batnandi lífskjara. Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar og farsældar á kom- andi ári. Ingi Tryggvason formaður Stéttasambands bænda Við áramót er fátt eitt vitað um raunverulega afkomu íslensks landbúnaðar á því ári, sem er að ljúka. Enn liggja ekki einu sinni fyrir neinar opinberar skýrslur um afkomu landbúnaðarins á ár- inu 1980. Hins vegar er vitað um margt það, sem úrslitum veldur um gengi landbúnaðarins 1981. En hafa verða menn það í huga, að ísland er þess háttar land, að heildarmynd á engan veginn við allt landið, öll héruð þess, hvað þá alla einstaklinga, þótt þeir stundi sömu atvinnugrein. Aðstæður all- ar til landbúnaðar eru svo mis- munandi eftir landshlutum, sveit- um, jörðum og einstaklingum, að fáum sýnist að heildarmyndin eigi vel við það sem þeir þekkja best. Þegar á heildina er litið er það veðurfarið, verðlagningin, verð að- fanga og sölumöguleikarnir, sem mestu ráða um afkomu bænda- stéttarinnar frá ári til árs. Ótal atriði fleiri hafa þó áhrif, ekki síst á afkomu hvers einstaklings. Sú mikla verðbólga, sem við höfum búið við um langt skeið, á hvað mestan þátt í að skapa afkomu- mun rnilli einstaklinga. Verðlag og markaðsmöguleikar veita þeim takmarkað svigrúm, sem bundið hafa sér þunga verðtryggða skuldabagga á síðustu árum. Hér á eftir verður drepið á þau atriði, sem mestu valda um af- komu bænda á þessu ári, en þó aðeins stiklað á stóru og margt látið ósagt. Veðurfar Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofu íslands er þetta ár meðal þeirra köldustu á öldinni. Fyrstu mánuðir ársins voru umhleyp- ingasamir. Fárviðri í febrúar olli gífurlegu tjóni, einkum þó um vestanvert Íandið. Snjóþungt var síðari hluta vetrar um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.