Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 11 sunnan og vestanvert. Aprílmán- uður var mildur og kom þá sums staðar nokkur gróður. Maímánuð- ur var mjög kaldur, einkum um norðanvert landið, en þar var þurrviðrasamt og fénaður gekk vel fram. Júní var kaldur og heyskap- ur hófst seint. Heyskapartíð var víða góð í júlí og sums staðar einn- ig í ágúst, en þá var úrkomusamt sunnan- og vestanlands. Septem- bermánuður var kaldur og úr- komusamur um norðanvert land- ið, en þó tók fyrst steininn úr um mánaðamót september og október. Þá snjóaði víða um norðanvert landið og fé kom sums staðar á gjöf í fyrstu viku október. Dæmi eru þess, að fé hafi nú staðið inni í hartnær þrjá mánuði. Norðlæg átt hefur verið mjög tíð síðasta þriðj- ung ársins, úrkoma mikil nyrðra en lítil syðra, en alls staðar mjög kalt. Þó var kaldara á Akureyri árið 1917 og 1973 í mánuðunum október-desember, en í Reykjavík munu þessir mánuðir vera þeir köldustu á öldinni. Kal í túnum, vorkuldar og mis- jöfn heyskapartíð valda því, að heyskapur varð yíða rýr. Annars staðar var heyskapur vel í meðal- lagi, en þótt nýting væri víða all- góð, eru hey þó létt samkvæmt fóðurrannsóknum. Þegar á heild- ina er litið er heyskapur betri um austanvert landið, en einstaka sveitir norðvestan-, vestan- og sunnanlands náðu mjög rýrum heyfeng. Verðlagning landbúnaðarafurða Eins og mönnum er kunnugt eru landbúnaðarafurðir verðlagðar eftir sérstökum lögum og ágrein- ingur um verðlagið, sem rísa kann milli fulltrúa framleiðenda og neytenda, er úrskurðaður af þar til kjörinni yfirnefnd, en þeim dómi verður ekki áfrýjað. Árs- fjórðungslegar breytingar á bú- vöruverði eru því afleiðingar verð- lagsþróunar undangenginna mán- aða, en 1. september fara þó fram aðalsamningar, þar sem endur- skoðaður er sá grunnur, sem verð- lagningin byggist á. Á árinu náð- ist samkomulag um einstaka þætti verðlagningar. Verðhækkanir til bænda eru sem næst í hlutfalli við almenna verðlagsþróun, þó hækk- aði áburður mun meira en verðlag rekstrarliða almennt eða um 86%, en áburðarverð hefur veruleg áhrif á framleiðslukostnað í land- búnaði. Hækkun búvöruverðs til neytenda varð nokkru meiri en til framleiðenda, þar sem niður- greiðslur héldu ekki hlutfallslegu verðgildi sínu. Framleiðsla verðlagsársins Enn liggja ekki fyrir endanlegar skýrslur um framleiðslumagn á árinu 1981. Ljóst er, að mjólkur- framleiðsla hefur minnkað um rúm 4% milli ára og verður ná- lægt 100 milljónum lítra. Fram- leiðsla dilkakjöts er mjög svipuð og sl. ár, fleiri dilkum slátrað, en meðalþungi verulega lakari, kjöt af fullorðnu fé er til muna meira. Þó nokkur aukning er á fram- leiðslu nautakjöts og hrossakjöts, en ekki er enn vitað um breytingar á framleiðslumagni svínakjöts, hænsnakjöts og eggja. Fram- leiðsla kartaflna er til muna minni en á sl. ári, og munar þar mest um verulegan uppskerubrest við Eyjafjörð og annars staðar norðanlands. Gulrófna- og gul- rótauppskera var rýr, en fram- leiðsla annars útiræktaðs græn- metis og gróðurhúsaafurða virðist heldur meiri en 1980. Laxveiðar voru rýrar um mikinn hluta lands- ins. Framleiðsla minka- og refa- skinna hefur aukist. Sala landbúnaðarafurða Sala landbúnaðarafurða innan- lands hefur gengið fremur vel á þessu ári. Sala dilkakjöts og nautakjöts er nokkru meiri en á árinu 1980, en minni sala á kjöti af fullorðnu fé. Sala mjólkur, nýmjólkur, létt- mjólkur og undanrennu, varð lítið eitt minni en á sl. ári. Sala smjörs varð sömuleiðis til muna minni, enda var smjör selt á niðursettu verði á síðustu mánuðum ársins 1980. Sala á ostum jókst verulega og ennfremur sala á rjóma og ýmsum sérvörum úr mjólk. Útflutningur á osti var til muna minni á árinu 1981 en 1980. Út- flutningur dilkakjöts varð sömu- leiðis minni og munar þar mest um samdrátt í útflutningi til Nor- egs á þessu hausti. Norðmenn eru nú að verða sjálfum sér nógir um framleiðslu dilkakjöts. Því miður eru ekki í sjónmáli erlendir mark- aðir, sem gefa sambærilegt verð við það sem norski markaðurinn hefur gert. Horfur eru á að Fær- eyjar, Svíþjóð og Efnahagsbanda- lagslöndin kaupi svipað magn af lambakjötsframleiðslu þessa árs og síðasta árs. Nokkrar vonir eru bundnar við sölu lambakjöts á Bandaríkjamarkaði, og í byrjun janúar verður íslenskt dilkakjöt kynnt á stórri matvælasýningu í Mið-Austurlöndum. Gærur hafa fallið mjög í verði á heimsmarkaði á þessu ári og ull- ariðnaðurinn, sem byggir á fram- leiðslu íslenskrar ullar, á í veru- legum örðugleikum. Framleiðslustjórnun Ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið til framleiðslustjórnun- ar hafa mjög sett svip á umræður allar um landbúnaðarmál á und- anförnum misserum. Á þessu ári hefur verið lagt gjald á innflutt kjarnfóður og hefur það verið not- að til verðviðmiðunar vegna út- flutnings, til uppbyggingar ali- fuglasláturhúsa o.fl. Auk kjarn- fóðurgjaldsins verða bændur að taka á sig verðlækkun á sauðfjár- afurðum frá því verði, sem ákveðið var í verðlagsgrundvelli, og verður sú verðlækkun gerð upp sam- kvæmt kvótakerfi. Vegna hins lága verðs á útfluttum landbúnað- arvörum, verða því bændur að taka á sig tvenns konar skerðingu á þeim tekjum, sem þeim eru reiknaðar í verðlagsgrundvelli, kjarnfóðurgjald og beina verð- vöntun. Gert er þó ráð fyrir að draga úr þessari verðvöntun og lánsfjárútvegun. Mjólkurframleiðsian nú er sem næst því að vera hæfileg fyrir inn- lendan markað. Ýmislegt bendir til þess, að framleiðslan sé að jafnast milli árstíða, og er það nauðsynlegt til þess að markaður- inn nýtist sem best og rekstur mjólkurvinnslustöðvanna verði hagkvæmari. Mjög nauðsynlegt er, að mjólkurframleiðslan haldist sem næst í því horfi, sem nú er, frekari samdráttur þýðir vannýt- ingu innlenda markaðarins en aukning lækkað verð til framleið- enda. Utilokað er þó, að hinn rétti meðalvegur verði nákvæmlega þræddur, enda eru útflutnings- bætur til þess ætlaðar, að tryggja fullt verð þótt nokkur framleiðsla verði umfram innanlandsþarfir. Búast má við, að flytja þurfi út um þriðjung dilkakjötsframleiðslu þessa árs. Verðlagsþróun hér inn- anlands og landbúnaðarpólitík viðskiptalanda okkar veldur því að mjög mikið vantar á, að viðunandi verð fáist fyrir útflutt dilkakjöt. Samdráttur í sauðfjárrækt mundi orsaka stórfellda búseturöskun í sveitum landsins, ef sá samdrátt- ur yrði skipulagslaus og ekki kæmi til nýir tekjumöguleikar í stað slíks samdráttar. Sauðfjár- bændur geta ekki tekið það á sig að selja framleiðsluvöru sína und- ir skráðu verði. Ef byggð á að haldast með svipuðum hætti og nú er, þarf að beina sauðfjárræktinni til þeirra svæða, þar sem land- kostir eru fyrir hendi og önnur at- vinnuskilyrði takmörkuð, og efla jafnframt nýjar búgreinar, svo sem loðdýrarækt, þar sem skilyrði til slíks atvinnurekstrar eru álit- leg. Á síðustu misserum hafa bænd- ur verið að framkvæma um- fangsmiklar aðgerðir til fram-. leiðsluskipulagningar. Þessar að- gerðir hafa komið illa við marga, þótt reynt hafi verið eftir bestu getu að draga úr sársaukafyllstu afleiðingunum. Augljóst er, að enn um sinn er þörf skipulagsaðgerða. Á því hefur bændastéttin fullan skilning. Bændastéttinni er það ennfremur nauðsynlegt að njóta velvilja og skilnings annarra stétta í þjóðfélaginu. Gagkvæmt traust þarf að ríkja milli framleið- endanna og viðskiptavina þeirra, neytendanna. Vissulega bíða mörg vandamál úrlausnar, hvert sem litið er. Hver stétt hlýtur að vaxa af því að kryfja eigin vandamál til mergjar og gera alvarlega tilraun til að leysa þau. Slíkt þjappar mönnum saman, eykur sjálfsvirð- inguna og kallar fram aukinn skilning og virðingu annarra starfshópa. Kristján Ragnarsson formaður Lands- sambands ísl. útvegsmanna Aflabrögð hafa verið góð á liðnu ári, nema á loðnuveiðum. Heildar- aflinn verður væntanlega um 1415 þúsund lestir á móti 1485 þúsund lestum á árinu 1980. Aflaminnkun á loðnu nemur 125 þúsund lestum. Aflaaukning varð veruleg á botn- fiski eða um 60 þúsund lestir og verður botnfiskaflinn nú um 700 þúsund lestir eða sá mesti sem veiðst hefur. Þorskaflinn verður um 450 þúsund lestir eða 20 þús- und lestum meiri en árið 1980. Ljóst er, að við höfum nú náð há- marksnýtingu úr öllum okkar aðal nytjafiskstofnum og hætta er á að karfi og loðna séu ofveidd. Markaðsaðstæður fyrir sjávar- vöruframleiðsluna hafa verið hag- stæðar. Veruleg verðhækkun varð á Bandaríkjamarkaði á frystum fiskflökum. Verð á saltfiski hækk- aði verulega og fengist hefur gott verð fyrir skreið. Gengisþróun Bandaríkjadollars hefur verið þjóðarbúinu mjög hagstæð, þótt hún hafi valdið röskun milli mark- aðssvæða. Mjöl og lýsi hefur verið á líku verði í gjaldmiðli markaðs- landanna en hefur lækkað í doll- urum. Tekist hefur að selja stór- aukna karfaframleiðslu til Rúss- lands fyrir viðunandi verð. Allar hinar ytri aðstæður hafa því verið sjávarútveginum hag- stæðar. Hvað veldur þá hinum gíf- urlegu rekstrarerfiðleikum sem nú blasa alls staðar við? Að mati Þjóðhagsstofnunar er halli á út- gerðinni að meðaltali um 13,5% og á okkar aðal framleiðslu, þ.e. frystum fiski, er um 8% halli. í aflaforsendum fyrir minni togara er gert ráð fyrir meðalafla 3.816 lestum á ári. Um miðjan átt- unda áratuginn var meðalafli um 2.600 lestir. Þrátt fyrir 50% afla- aukningu er afkoman verri en þá var. Til að jafna halla útgerðar- innar þarf 23% fiskverðshækkun og olíugjald og stofnfjársjóður að haldast óbreytt. Veruleg breyting verður því að verða á gengi krónunnar til þess að sjávarútvegurinn fái viðunandi starfsskilyrði, en gengisbreyting er þó skammgóður vermir meðan víxlhækkun kaupgjalds og verð- lags gengur óheft. Allt bendir nú til vaxandi verðbólgu á ný og ekki hefur tekist að nýta sér hin hag- stæðu ytri skilyrði til þess að ná tökum á framvindu efnahagsmála okkar. Svo er nú komið að fjöldi fyrir- tækja í sjávarútvegi eru kominn í greiðsluþrot vegna þess að rekstr- arskilyrði eru óviðunandi. Gripið hefur verið til þess ráðs, til að halda fyrirtækjunum gangandi, að lána þeim fyrir taprekstrinum og til þess hefur verið tekið erlent lánsfé. Mat á þörfum fyrirtækj- anna er í höndum Framkvæmda- stofnunar þar sem pólitískir full- trúar sitja í stjórn. Með þessu fyrirkomulagi er lagt inn á mjög varhugaverða braut sem er með öllu óviðunandi fyrir atvinnu- reksturinn. Aðalatriðið er, að rekstrarskilyrðin séu viðunandi fyrir vel rekin fyrirtæki og þau sem ekki standast samkeppnina verði látin fara á hausinn. Horfur á næsta ári hvað afla- horfur varðar eru jákvæðar, nema um loðnuveiðar. Markaðshorfur eru góðar, nema gengi dollarans getur veikst frá því sem nú er. Allar aðstæður eru því fyrir hendi til þess að takast myndar- lega á við okkar eigin vandamál því ljóst á að vera að við getum lifað við góð kjör og fulla atvinnu ef málum okkar væri ráðið af ákveðni og festu. Því miður er ekki ástæða til að vænta þess að svo verði og eitt ljósasta dæmið í því efni er forganga ríkisstjórnar um nýsmíði 6g stanslausan innflutn- ing skipa, sem engin þörf er á, og rýrir það kjör sjávarútvegsins og þjóðarinnar allrar. Páll Sigurjónsson formaður Vinnuveit- endasambands íslands Bændur geta mætt þrengingum í búrekstrinum á ýmsan hátt. Þeir geta haldið óbreyttum bústofni, en dregið úr kostnaði (verðbólgu) með því að minnka fóðurgjöfina. En þetta gerir enginn, því að jafn- vel búskussar vita, að þá minnka afurðirnar og tekjurnar dragast saman. Með þessu mundi bóndinn beinlínis draga úr möguleikum sínum til þess að vinna sig út úr erfiðleikunum. Þetta samband milli fóðurgjafar og afurða í bú- rekstri skilja allir. Þetta einfalda lógmál gildir víð- ar en í sveitinni. Það gildir einnig í þjóðarbúskapnum. Sá búrekstur er að vísu miklu flóknari en rekst- ur sveitabýlisins, og við lausn flókinna verkefna gleymast gjarn- an hin einföldustu undirstöðu- lögmál. Þegar búskussar eru gerðir að bústjórum á þjóðarbúinu er eins og þeir þekki ekki lögmálið um sambandið milli fóðurgjafar og af- urða. Þeir upphefja sjálfa sig í göfugmennsku með því að setja flóknustu reglur um skiptingu af- urða. Það getur hvaða vel innrætt- ur skussi sem er gert. En vanda- málin vaxa þeim fljótt yfir höfuð og verða þeim ofviða, þegar afurð- irnar minnka jafnt og þétt. Við þessi áramót stendur at- vinnureksturinn í landinu í spor- um mjólkurkýr með fallandi nyt vegna þess, að búskussinn hefur dregið úr fóðurgjöfinni. Atvinnu- fyrirtækin skila ekki verðmætum án fjármagns fremur en kýrin mjólk án fóðurgjafar. Á undan- förnum árum höfum við dregist afturúr í framleiðni. Þjóðartekjur okkar hafa minnkað í samanburði við aðrar þjóðir. Stjórnendur þjóðarbúsins hafa skipulagt fjár- festingarsamdrátt í atvinnu- rekstrinum. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld mætt " aðsteðjandi vandamálum (verðbólgu) ein- göngu með því að ganga á hlut atvinnufyrirtækjanna. Gengi krónunnar er rangt skráð, verð- lagshöft eru notuð til að herða að, álögur á atvinnufyrirtækin eru auknar jafnt og þétt og reglugerð- ir um takmörkun atvinnufrelsis framleiddar á færiböndum í stjórnarráðinu. Svo er það fyrir ofan skilning bústjóranna, að ekki skuli vera hægt í nafni réttlætis og göfugmennsku að útdeila meiru og meiru. Ég hygg, að engum geti bland- ast hugur um, að hér er þörf nýrra búskaparhátta. Einu gildir, hvort það verður gert með því að kalla til nýja bústjóra eða senda þá sem fyrir eru í skóla, umskiptin eru óumflýjanleg, ef við ætlum okkur ekki að glata því háleita markmiði að búa okkur öllum lífskjör eins og best gerist með öðrum þjóðum. Verði framhald á núverandi bú- skaparháttum mun framleiðni í íslenskum atvinnurekstri dragast saman og þjóðartekjurnar halda áfram að minnka. Lífskjör allrar alþýðu munu þá versna. Verðlaus- ar verðbólgukrónur bæta ekki lífskjörin fremur en mjólk verður bætt með vatni. Þeir nýju búskaparhættir, sem nú verður að taka upp, felast ein- faldlega í því að auka hlut at- vinnufyrirtækjanna. Skrá gengi krónunnar rétt, stórlækka skatta og önnur opinber gjöld atvinnu- fyrirtækjanna, leyfa samkeppnis- lögmálunum að ráða verðmyndun- inni og fara hægar í sakirnar við að setja fyrirtækjunum stólinn fyrir dyrnar með reglugerðum. Þjóðarbúið þarf bústjóra, sem skilja sambandið milli fóðurgjafar og afurða. Slík kúvending í búskaparháttum krefst skiinings allra landsmanna á að meira verð- ur ekki látið í askana en búið gef- ur af sér. Við skulum snúa okkur að því, og gjarnan með heitstreng- ingum nú um áramót, að styrkja undirstöður íslensks velmegunar- þjóðfélags. Vinnuveitendasambandið mun á komandi ári; bæði í samskiptum við stjórnvöld og í samningum við launþegasamtökin, líta á það sem meginhlutverk sitt að knýja á um breytta búskaparhætti, til hags- bóta fyrir alla landsmenn. Gleðilegt ár. Þokkum viðskiptin á liðnu ári. ÓDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.