Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 13 Refsiaðgerðir Reagans: Fagnað vestra en óvissa í V-Evrópu Herbfll í logum eftir götubardaga í Gdansk 17. desember. Dagbladet í Osló segir að rúmlega 10.000 manns hafi barizt við hermenn í rúma 12 tíma. Eldsprengjum var beitt gegn óbreyttum borgurum og andófsmenn veltu sér í snjunum til að slökkva logana. Moskvu, Washington, París of víðar, 30. desember. AP. SOVÉSKA fréttastofan Tass rédst í dag mjög harkalega á þær aðgerðir, sem Bandaríkjastjórn hefur ákveðid ad grípa til gegn Sovétmönnum vegna istandsins í Póllandi og kallaði þær „kúgun", sem þó kæmi fyrir ekki. í sama streng hafa rikisstjórnir leppríkj- anna í Austur-Evrópu tekið, en við- brögð VesturEvrópuríkjanna einkenn- ast hins vegar enn sem komið er af efasemdum og óakveðni. Stjórn Mitterrands í Frakklandi hefur ekki tekið ákvörðun um þátt- töku í refsiaðgerðum gegn Sovét- ríkjunum en haft er eftir embættis- mönnum hennar, að komið verði í veg fyrir, að frönsk fyrirtaeki auki viðskipti sín við Rússa. Viðbrögð Kínverja eru engin enn sem komið er og eftir japönskum embættis- Útgöngubanninu í Póllandi aflétt á gamlársdagskvöld Varsjá, 30. desember. AP. ÚTGÖNGUBANNI verður aflétt í Póllandi á gamlársdagskvöld að sögn Varsjár-sjónvarpsins, en aðeins þetta eina kvöld ... Ungverska fréttastofan hafði áður sagt að útgöngubannið yrði í gildi í Varsjá. Yfirvöld segja að rólegt sé í Pól- landi, framleiðsla vaxi og agi verka- manna aukist. Þau hafa viðurkennt að átta hafi beðið bana í átökum síðan herlög voru sett, en ekki sjö eins og áður var sagt. Varsjár- útvarpið sagði að háskólar og aðrir æðri skólar yrðu opnaðir aftur 8. janúar. Diskótek á hverju kvöldi. QDAL Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra hvatti til þess á fundi í Bonn með Rakowski aðstoðarutan- ríkisráðherra, sem er þangað kom- inn að ræða refsiaðgerðir Ronald Reagans forseta gegn Rússum, að herlög yrðu felld úr gildi í Póllandi, pólitískir fangar látnir lausir og aft- ur teknar upp viðræður við Sam- stöðu og kirkjuna. í yfirlýsingu um fundinn var ekki minnst á refsiað- gerðirnar, en Genscher lagði áherzlu á þingsályktun frá 18. des- ember þar sem aðstoð við Pólverja er bundin því skilyrði að slakað verði á herlögunum. Rakowski er fyrsti pólski ráðamaðurinn sem hef- ur farið til útlanda eftir setningu herlaganna. Talsmaður í Bonn sagði að Bonn- stjórnina og Reagan-stjórnina greindi mikið á um refsiaðgerðirn- ar. „Sambandsstjórnin er ekki sam- mála þeirri skoðun Bandaríkjanna að líta beri svo á að herlög hafi verið sett í Póllandi að áeggjan Sovétríkj- anna," sagði talsmaðurinn. Pólska sjónvarpið sagði að frá áramótum mundi verð hækka á gasi, olíu, koksi og byggingarefni. Verð á tonni af hráolíu hækkar úr 64,52 dollurum í 432,26 dollara. Fyrr í vikunni var sagt að kjöt- og smjörskammtar yrðu minnkaðir. „Eg tala góða rússnesku og ræddi við hermenn klædda einkennisbún- ingum pólskra hermanna," sagði pólskur maður, Andre Pipski, sem kom með til London frá Varsjá. „Þeir svöruðu á rússnesku, en þegar ég spurði þá hlógu þeir bara," sagði hann. Kanadískur útvarpsáhugamaður telur sig hafa hlerað orðsendingu frá neðanjarðarútvarpsstöð í Pól- landi. Þar sagði að 4.500 Samstöðu- menn væru í haldi undir beru lofti í búðum við Przeworsk skammt frá sovézku landamærunum, margir þeirra klæðlitlir, og 10 af hundraði fangavarðanna væru sovézkir her- menn. Fundur vestur-evrópskra utanrík- isráðherra um Póllandsmálið var boðaður í London á gamlársdag, en síðan frestað fram í næstu viku og verður haldinn í Briissel að sögn danska utanríkisráðuneytisins. Jóhannes Páll páfi II hefur sam- kvæmt heimildum í Páfagarði beðið pólsk yfirvöld að aflétta herlögum og sleppa menntamönnum úr haldi þannig að stigið verði „fyrsta skref- ið til eðlilegs ástands". 30 saknað Brest, 30. desember. AP. MEIRIHÁTTAR leit var gerð í dag á sjó og úr lofti að skipbrots- mönnum af ítalska flutningaskipinu Marina di Equa, sem sökk í gær í óveðri á Biskay-flóa. mönnum er haft, að þar verði beðið afstöðu Vestur-Evrópuríkjanna. I Bandaríkjunum hafa talsmenn beggja flokka á þingi fagnað ákvörðun Reagans og einnig Lane Kirkland, forseti Afl-Cio, stærsta verkalýðssambands í Bandaríkjun- um, sem sagði þó, að hún gengi ekki eins langt og verkalýðssambandið hefði lagt til. Ritt Bjerregaard: Úr stjórn Frá Ib Bjornbak í Kaupmannahofn. ANKER Jörgensen myndaði fimmtu minnihlutastjórn sína í dag eftir þriggja vikna árangurslausar tilraunir til að mynda meirihluta- stjórn sósíalísku flokkanna. Stjórn- in er að mestu skipuð sömu ráð herrum og fráfarandi minnihluta- stjórn sósíaldemókrata. Ritt Bjerregaard félagsmála- ráðherra víkur úr stjórninni og verður formaður þingflokks sósí- aldemókrata. Bent Hansen, aðal- ritstjóri flokksmálgagnsins Aktuelt, tekur við starfi félags- málaráðherra af Bjerregaard. Knud Heinesen, fyrrum ráð- herra og varaformaður sósíal- demókrataflokksins, verður fjár- málaráðherra á ný og tekur við af Svend Jakobsen, sem verður forseti þingsins. Heinesen hefur verið samgönguráðherra í nokkra mánuði. Fráfarandi formaður þingflokks sósíaldemó- krata, J.K. Hansen, verður sam- gönguráðherra. Jörgensen myndaði minni- hlutastjórnina þótt sósíaldemó- kratar töpuðu níu þingsætum í kosningunum 8. desember. Sá möguleiki er nefndur að Jörgen- sen muni síðar taka nokkra af þingmönnum Róttæka vinstri- flokksins í stjórnina. Danska stjórnin stendur frammi fyrir miklum vandamál- um. Nú um áramótin eru 300.000 skráðir atvinnulausir og fljótlega verður að samþykkja fjárlög fyrir 1982. Úrslit þingkosn- inganna torvelda samþykkt fjár- laganna. BMW518 BMW315 Komió og reynsluakiö BMW518 og 315 Á þessu ári hafa verid seldar meir en 400 ÐMW bifreiöar og sýnir þab best hinar miklu vinsældir BMW hér á landi. Þar sem BMW verksmibjurnar hafa ekki getad annaö eftirspurn höfum vib átt í erfiöleikum meö ab fullnægja þeim pöntunum sem okkur hafa borist aö undanförnu. Tekist hefur aö fá vibbótarsendingu BMW bifreiba sem koma til landsins íþessari viku og getum vib þvíafgreitt flestar gerbir BMWnú þegar. Grípib tækifærib og festib kaup á BMW á föstu verbi meb því ab gera pöntun strax. Vandib valib BMW gæbingurinn er varanleg eign, sem alltaf stendur fyrirsínu. Komib og reynsluakib BMW315 og 518. BMW ánægja í akstri. o KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.