Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 IttftrgttnHnfefö Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjori hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Við áramót Núverandi ríkisstjórn var mynduð á öndverðu ári 1980. Tilgangurinn var sagður að bjarga sóma Alþingis, koma verðbólgu niður á sama stig og í viðskiptalöndum okkar eigi síðar en en á árinu 1982, bæta kjör hinna lakast settu, styrkja atvinnuvegi þjóðarbúsins og stuðla að ný- sköpun á sviði stórvirkjana og orkuiðnaðar. Til að ná þessu marki leiddi forsætisráðherra forystumenn Alþýðúbandalags og Framsóknarflokks til öndvegis öllum fagráðuneytum ríkisstjórnar sinnar, ef undan eru skilin landbúnaðar- og dómsmál. Það var hinsvegar erfitt að tengja það „sóma Alþingis" er ríkisstjórn- in setti bráðabirgðalög á bak löggjafarþings á öndverðu ári 1981 — né „hag hinna lakast settu", er umsamdar verðbætur á laun vóru skertar með lagaboði. Hver hefur svo árangurinn orðið í helztu viðfangsefnum ríkisstjórnar- innar á tæplega tveggja ára starfsferli? • 1) Þjóðhagsstofnun spáir 55% verðbólgu á komandi ári, ef ekkert verður að gert, en það er öllu meiri verðbólga en ríkisstjórnin tók við. Ohjákvæmilegt er að minna á, að verðbólguvöxtur var að meðaltali vel innan við 10% öll tólf ár viðreisnarstjórnarinnar, 1959—1971, og innan við 5% í lok þess stjórnartímabils. Arið 1971 tekur við vinstri stjórn, sem skilar af sér 54% verðbóigu eftir 3ja ára starfstíma. Þessari verð- bólgu tókst ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar að koma niður í 27% á miðju ári 1977, er óraunhæfir kjarasamningar settu skriðuna af stað á ný. Síðan hefur verðbólga verið sitt hvoru megin við 50%-markið — og er sögð vaxandi í þjóðhagsspá. • 2) Staða undirstöðuatvinnuvega okkar hefur ekki í annan tíma verið verri, þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði, aukinn afla, gott afurðaverð og hagstæða gengisþróun. Þeir hafa verið reknir með vaxandi tapi undan- farin misseri, gengið á eignir og safnað skuldum. Sama máli gegnir um ýmsan opinberan rekstur. Erlend skuldasöfnun stefnir í slíkt óefni að illa getur farið, ef mótvindur vex í efnahagsmálum — eða skyndilegar breytingar verða á erlendum lánamörkuðum. • 3) Engin ný stórvirkjun hefur verið formlega ákveðin né tímasett af þessari ríkisstjórn, þrátt fyrir mikið Blöndufljót af skýrslum og greinar- gerðum. Þá er sú vanrækslan ekki minni, að ekkert það hefur verið niður njörfað í orkuiðnaði, sem tryggir orkuafsetningu og arðsemi nýrrar stórvirkjunar. Drumbsháttur og afturhaldsstefna stjórnvalda í orku- málum hefur seinkað því um allmörg ár, að íslendingar geti, hvað lífskjör varðar, setið við sama borð og nágrannaþjóðir, Þegar horft er um öxl yfir nær tveggja ára starf ríkisstjórnarinnar, eða starfsleysi, verður árangur vandfundinn, jafnvel þó hans sé leitað með stækkunargleri velviljans. Þvert á móti hafa hin óleystu vandamál hrannast upp. Staða ríkisstjórnarinnar, sem ýmsir bundu vonir við í upphafi, hefur því veikzt verulega, en innbyrðis sundurþykkja hennar vaxið. Vinstri stjórnir hafa þegar fengið að ganga undir nógu mörg reynslu- próf. Vinstri stjórnin 1971—1974 hannaði þá verðbólgu, sem enn tröll- ríður þjóðarbúskapnum. Ný vinstri stjórn, sem mynduð var 1978, sprakk á verðbólgulimminu, eftir rúmlega árs feril. Sú vinstri stjón, sem nú situr á rústum hrunins stjórnarsáttmála, horfir framan í 55% verð- bólguspá. Eru ekki vinstri úrræðin þegar fullreynd? Sjálfstæðisflokkurinn, sem er brjóstvörn borgaralegra afla, stendur mun sterkar að vígi eftir en fyrir velheppnaðan landsfund, er styrkti innviði hans og stefnumörk, sem almenn samstaða varð um og sýndi að ekki er um málefnaágreining að ræða sem máli skiptir milli flokks- manna. Flokksins bíður mikilvægur reynslutími þar sem eru sveitar- stjórnarkosningar á næsta ári, ekki sízt í höfuðborginni, sem vinna þarf á ný. í þeirri baráttu skiptir miklu máli, að allir helztu forystumenn flokksins, jafnt úr hópi stjórnarsinna sem stjórnarandstæðinga, hafa lýst vilja sínum til þess að vinna að því, að flokkurinn endurheimti meirihluta sinn í Reykjavík. Það vitnar líka um styrk Sjálfstæðisflokks- ins að aðrir stjórnmálaflokkar makka nú um sameiginlegt framboð gegn honum í nágrannabæjum höfuðborgarinnar. Mikilvægt er að frjálslynt og framfarasinnað fólk veiti flokknum öflugt brautargengi. Það er mjög mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn öðlist til þess styrk og stuðning, að leiða framfarasókn þjóðarinnar. Til þess að tryggja framtíðaratvinnuöryggi og lífskjör til jafns við það er bezt þekkist annars staðar þarf að skapa atvinnuvegum þjóðarbúsins aðstæður til að vaxa og þróast til meiri verðmætasköpunar og þjóðartekna. Til þess að slíkt megi takast þarf og að skjóta nýjum stoðum stórvirkjana og orkuiðnaður undir þjóðarbúskapinn. Höfuðforsenda velferðar er þó sú, að styrkja þá þjóðfélagsgerð, sem ýtir undir og eflir framtak einstakl- ingsins, hvort heldur er á sviði efnislegrar eða andlegrar verðmætasköp- unar. Þjóðfélagsgerð sósíalismans, sem m.a. er í sviðsljósi atburðanna í Póllandi, hefur hvorki skilað almennum mannréttindum né almennum lífskjörum til jafns við vestræn þjóðfélög. Og fjötrum sósíalismans er einnig hægt að smeygja innanfrá á hagkerfi þjóðanna. Það er varúðar þörf í því efni hér á landi sem annars staðar. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum bjartari tíma á nýja árinu. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vakti hvað mesta athygli stjórnmálaatburða á árinu 1981. Fjölmiðlar gerðu fundinum góð skil, enda var hann fréttamönnum opinn nú í fyrsta sinn og gafst sú nýbreytni vel. Ljóst er, að landsfundurinn kom mönnum á óvart, ekki síst þeim, sem áður höfðu ekki sótt landsfund og voru þeim ókunnir, svo að ekki sé minnst á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins höfðu bundið þær vonir við fundinn að þar mundu stjórnarandstæðingar og stjórnarsinnar í Sjálfstæðis- flokknum berast á banaspjót og átökin ef til vill leiða til klofnings Sjálfstæðisflokksins en slík niðurstaða hefði verið stærsti stjórnmálasigur vinstri aflanna á íslandi á þessari öld. En vonir andstæðinganna urðu að engu. Þessi 24. landsfundur frá stofnun Sjálfstæðisflokks- ins fyrir 52 árum sýndi vel þá breidd, sem Sjálfstæðis- flokkurinn spannar, þar sem mættir voru fulltrúar allra stétta og landshluta. Landsfundarfulltrúar gerðu sér grein fyrir að sjálfstæðismenn stóðu á örlagaríkum tímamótum og mikil ábyrgð hvíldi á herðum fundar- manna. Einn þeirra, sem sótti landsfund í fyrsta sinn, skrifaði mér eftir fundinn og komst m.a. svo að orði: „Hinn mikli skari stefnusamherja heillaði mig, margar skarpar ræður, rökfastar og á góðu íslensku máli studdu stefnuval mitt, aldrei lék á því vafi, hver hugur lá að baki hjá hverjum og einum." Landsfundurinn sýndi í heild hvílíkt feiknarafl og kyngikraftur býr í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðis- menn sýndu, að þeir eru húsbændur í eigin flokki og andstæðingarnir ráða ekki stefnumótun eða vali for- ustumanna Sjálfstæðisflokksins, þótt þeir ráði því mið- ur nú ferðinni í ríkisstjórn, þjóðinni til stórtjóns. Samstaða náðist á landsfundi annars vegar um grundvallarstefnu flokksins og markverðar ályktanir í atvinnumálum og álitsgerðir í ýmsum öðrum málaþátt- um og hins vegar var mörkuð skýr andstaða við núver- andi ríkisstjórn og skorað á ráðherra úr röðum sjálf- stæðismanna „að ganga úr ríkisstjórninni og þá þing- kostar nú 8,21 kr. Eingöngu í tíð núverandi ríkisstjórn- ar hefur dollarinn hækkað úr 4,00 kr. og gengisbreyting er enn á næsta leiti. Eignaskattar hafa tvöfaldast og tekjuskattar hækkað um 50% miðað við skattbyrði 1977. Skattar til ríkisins hafa hækkað í heild um 930 m. kr. eða 20 þús. kr. (2 millj. gkr.) á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu miðað við 1977. Þessu til viðbótar hafa útsvör og fasteignaskattar og önnur gjöld til sveitasjóða hækkað að mun umfram verðbólgustig. Stóraukin ríkisumsvif hafa siglt í kjölfar skatta- hækkana og aukinna lántaka hins opinbera. Með þess- um hætti og með því að velta greiðslum úr ríkissjóði yfir áramót er flaggað með góðri afkomu ríkissjóðs. En helstu ríkisfyrirtæki og stofnanir eins og jafnvel Seðla- bankinn sýna hallarekstur á þessu ári og slá lán erlend- is eða auka seðlaprentunina til að jafna hallann í bili. Erlendar skuldir hafa því stóraukist. Erlendar lán- tökur ríkis og ríkisfyrirtækja hafa þrettánfaldast á síð- asta vinstristjórnartímabili. Stefnir í að erlendar skuldir nemi 39% þjóðarframleiðslu og greiðslubyrði verði 18% útflutningstekna á næsta ári. I stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir: „Erlendar lántökur verði takmarkaðar eins og kostur er og að því stefnt, að greiðslubyrði af erlendum skuldum fari ekki fram úr u.þ.b. 15% af útflutningstekjum þjóð- arinnar á næstu árum." Orð og efndir ríkisstjórnarinn- ar fara ekki saman á þessu sviði fremur en öðrum. Meðal annarra þjóða þykir hættulegt, þegar erlendar skuldir nema 25% þjóðarframleiðslu. Hvað þá heldur, þegar erlendar skuldir nálgast 40% þjóðarframleiðslu eins og hjá okkur. Slík skuldasöfnun, við ágætar ytri aðstæður, ber því vitni að reynt er að velta vandanum á undan sér. Stjórnvöld skortir kjark og getu til að taka á vandanum. Hér eiga við ummæli stjórnarþingmannsins: „Stjórn- völd verða að stjórna. Þau geta ekki verið eins og jóla- sveinar, sem hafa að meginmarkmiði að uppfylla óskir allra." menn flokksins, sem stutt hafa hana að láta af þeim stuðningi". Þannig staðfesti landsfundurinn afstöðu miðstjórnar, þingflokks og flokksráðs til myndunar, stefnu og starfa ríkisstjórnarinnar. Enda þótt stjórnarandstæðingar hafi verið í miklum meirihluta fulltrúa á landsfundi Sjálfstæðisflokksins þetta haust, þá neyttu þeir þó í engu aflsmunar og er það hverjum manni Ijóst að þeir sem valdir voru til forustu flokksins á þessum lands- fundi eru allir reiðubúnir til þess að vinna að því að sameinaður Sjálfstæðisflokkur geti veitt þjóðinni þá forustu sem hún þarf nú svo mjög á að halda. - X - Nú eru bráðum 2 ár síðan ríkisstjórnin var mynduð og það er skemmst frá að segja, að það eru 2 glötuð ár í baráttu gegn verðbólgu og fyrir bættum lífskjörum. Raunar stöndum við eftir þessi 2 glötuðu ár verr að vígi að ráða við vandann en eftir desemberkosningarnar 1979. Núverandi ríkisstjórn hefur nefnilega í öllum greinum undantekningarlaust fylgt stefnu fyrri vinstri ríkisstjórna og í sumum efnum gert illt verra. I stjórnarsáttmála stendur: „Ríkisstjórnin mun vinna að hjöðnun verðbólgu, þannig að á árinu 1982 verði yerðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga." Efndirnar eru þær, að Seðlabankinn segir verðbólgu- stigið nú 50% og Þjóðhagsstofnun spáir 55% verðbólgu á næsta ári eða eins og þegar núverandi stjórn tók við. Efnahagsráðstafanir fyrir ári hafa runnið út í sand- inn, af þeim stendur ekkert annað eftir en 7% kaup- skerðing. Efnahagsstefnan á árinu hefur leitt til 10% taps útgerðar, álíka halla frystingar og verulegs halla útflutningsiðnaðar. Um áramótin eru 4 þúsund sjómenn í verkfalli og fiskiskipaflotinn bundinn í höfn. Á nær Vk árs vinstri stjórnartímabili hefur þjóðar- framleiðslan á mann nánast staðið í stað og kaupmátt- ur taxtakaups stöðugt rýrnað, þótt sjávarafli hafi stór- aukist eftir 200 mílna útfærsluna og verðlag sjávar- afurða haldist hagstætt þessi ár. Þeir, sem unnu kosningar með fyrirheitinu: „Samn- ingarnir í gildi" hafa skert verðbótavísitöluna tíu sinn- um á þessu tímabili um rúm 26%. Þeir, sem hétu að halda genginu föstu, hafa fellt það 5 sinnum formlega og látið það auk þess síga, svo að dollarinn, sem kostaði í upphafi þessa tímabils kr. 2,60 Erlend lán eiga vissulega rétt á sér, ef þeim er varið til að auka þjóðarframleiðslu og tekjur en ekki til eyðslu eins og nú er gert. - X - Við íslendingar horfum nú fram á, að á árinu 1981 hefur orðið lítill sem enginn vöxtur þjóðartekna. Eng- um nýjum stoðum hefur verið skotið undir atvinnulífið, þvert á móti hefur verið vegið að hinu frjálsa atvinnu- lífi á margvíslegan hátt. Ekkert hefur verið gert til þess að stækka þjóðarkökuna, auka það sem til skiptanna er °K tryggja þannig öryggi og síbætt lífskjör almennings. Við sjálfstæðismenn teljum að það ábyrgðarleysi og framkvæmdaleysi sem núverandi og síðustu vinstri- stjórnir hafa sýnt á þessu sviði geti, ef ekki verði spyrnt við fótum, leitt ósegjanlega mikið bol yfir íslensku þjóð- ina. Alþýðubandalagið heldur sinni dauðu hönd yfir hag- nýtingu orkulinda landsins, stóriðju og alhliða iðnaðar- sókn. Næstu árin munu 8 milljóna dollara verðmæti í vatnsafli renna til einskis í hafið, eða 60—70 millj. nkr. á ári hverju vegna þess að stjórnvöld hafa hvorki skiln- ing né forsjá að koma orkunni í verð og breyta í aukna framleiðslu í landinu. Þótt stjórnvöld tali digurbarkalega um ný orkuver, þá er ekki þörf nýrrar virkjunar hvort heldur Blönduvirkj- unar eða Austurlandsvirkjunar fyrr en á næsta áratug, ef ný stóriðja kemur ekki til. Iðnaðarráðherra hefur ekki eingöngu vanrækt að taka upp samninga um orkusólu heldur og gert sér far um að fæla frá þá aðila sem helst hefðu áhuga á stór- iðju hér á landi með ótímabærum ásökunum, til að vekja athygli á sjálfum sér í fjðlmiðlum og skapa tor- tryggni á samstarfi við erlenda aðila í stóriðjumálum. Þau 2—3 ár sem ekki hafa verið nýtt til undirbúnings nýjum stóriðjuframkvæmdum geta orðið örlagarík, vegna þess að nú eru ekki sömu skilyrði til nýrrar stóriðju og þá voru fyrir hendi vegna samdráttar á heimsmarkaði. Hugur stjórnvalda fylgir því ekki máli, þegar rætt er um ný orkuver. Auk skorts á nýjum orkukaupendum, er fjárhagsleg uppbygging orkukerfisins í molum. í stað þess að á árum áður var markmiðið að við íslendingar gætum sjálfir fjármagnað 25—30% af stofnkostnaði nýrra orkuvera, verðum við nú að fá allan stofnkostnað- inn að láni erlendis og honum til viðbótar verulegan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.