Morgunblaðið - 31.12.1981, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.12.1981, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 18 Hljóðvarp á laugardag kl. 19.3.‘ „Mér fínnst ég verda ungur aftur“ - Pétur Pétursson ræðir við Jón Pálsson sundkennara Á dag.skrá hljóðvarps kl. 19.35 laugardag 2. janúar er viðtalsþátt- ur, „Mér finnst ég verða ungur aft- ur“. Jón l’álsson segir frá nýárs- sundi í viðtali við Pétur Pétursson. — Það voru íþróttafélögin sem stóðu ár hvert fyrir þessu ný- árssundi, sagði Pétur, en þá þreyttu ungir menn sund hér í höfninni, á milli Steinbryggjunn- ar, sem kölluð var, niðurundan þar sem Eimskipafélagshúsið stendur núna á uppfyllingunni, og yfir að Ziemsens-bryggju, og verðlaunin voru afhent í svoköll- uðu Salthúsi þarna við höfnina, með tilheyrandi ræðuhöldum. Synt var á nýársdag, oft í 15—22ja stiga frosti, og sund- mennirnir treystu sér ekki til að halda upp á jól eða áramót fyrr en að loknu sundinu. Aðferðin var frjáls, menn máttu synda hvort sem þeir vildu bringusund, hliðarsund eða baksund o.s.frv. Það var árið 1922 sem Jón Pálss- on vann fyrstu verðlaun en hann tók oft þátt í þessu sundi ásamt bræðrum sínum, þeim Ólafi og Erlingi. Þessir sundgarpar voru Jón Pálsson synir Páls Erlingssonar, fyrsta aðalsundkennarans hér í Reykja- vík, en hann var bróðir Þorsteins Erlingssonar skálds. Það má eig- inlega segja að Reykvíkingar eigi þessum bræðrum þremur, Jóni, Ólafi og Erlingi, og föður þeirra, Páli, að þakka sundkunnáttu sína í dag. — Ég var 17 ára gamall, þegar ég synti þetta verðlaunasund, sagði Jón Pálsson, — en var að- eins 13 ára þegar ég tók fyrst þátt í nýárssundi, í 18 stiga frosti. í það sinn hreppti ég þriðju verðlaun. Þá var Érlingur bróðir minn í fyrsta sæti og Ólaf- ur bróðir minn annar. Þetta var nú ekki nema 50 metra sprettur sem syntur var; það var varla hægt að hafa það lengra í svona kulda og sjávarhitinn rétt yfir frostmarki. Ég tók alls sjö sinn- um þátt í nýárssundinu. - O - I Morgunblaðinu 5. jan. 1922 segir svo frá þessum atburði: „Nýárssundið var háð á ný- ársdag í leiðinlegu veðri. Var þar þó samankomið allmargt áhorf- enda. Þátttakendur voru 10 tals- ins. Vegalengdin sem synt var var 50 metrar og varð Jón Páls- son sundkennari Erlingssonar hlutskarpastur og synti þessa vegalengd á 37>/s sek. Fara hér á eftir nöfn hinna þátttakendanna og hraði þeirra: Pétur Árnason 38>/5, Ólafur Árnason 39V5, Óskar Bergmann 41, Pétur Halldórsson 414/5, Gestur Friðbergsson 42, Erl. Jónsson 47'A, Mart. Péturs- son 47%, Friðrik Ólafsson 48% og Friðrik Pálsson 50. Þrír þátt- takendur syntu bringusund, 3 skriðsund, 2 hliðarsund og 2 yfir- handarsund. Nýársbikarinn, hinn þriðji í röðinni var afhentur sigurvegaranum, tvo sem á und- an eru gengnir hefir bróðir hans, Erlingur yfirlögregluþjónn unn- ið. Hefir hann sett met á nýárs- sundi og er það 334/5 sek. Sjávar- hitinn var 0,6 stig þegar sundið fór fram og lofthitinn 4,0 stig. Aldur sundmanna er 17—20 ár. — Er þetta í 11. skifti sem ný- árssund er háð og hefir félagið „Grettir" staðið fyrir því að und- anförnu, en nú hefir íþróttafé- lagið „Gáinn" tekið við. En hversvegna láta sundmennirnir sumarið líða svo, að aldrei sé þreytt kappsund? Án þess að am- ast á nokkurn hátt við nýárs- sundinu, virðist það þó liggja nær að not.a besta tímann til úti- íþrótta, sumarið, fremur en vera að binda hið eina kappsund sem hér er háð árlangt, við nýárs- dag.“ Á laugardagskvöld kl. 22.30 endursýnir sjónvarpið bresku bíómyndina Tom Jones, sem gerð er árið 1963 og byggð á sögu eftir Henry Fielding. Leik- stjóri er Tony Rirhardson, en í aðalhlutverkum Albert Finney, Susannah York, Hugh Griffith og Dame Edith Ewans. — Kvikmyndahandbókin: Tvær stjörnur. — Á myndinni er AÞ bert Finney í hlutverki aðalsögu- persónunnar, Tom Jones. ÚTVARP DAGANA 31/12 - 2/i FIM41TUDAGUR 31. desember Gamlárskvöld 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Morgunvaka. llmsjón: Páll lleiðar Jónsson. Samstarfsmað- ur: Guðrún Birgisdóttir. (8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Dr. Þórir Kr. Þórðarson talar. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. frh.) 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Jól í Ixikum. Fjórði og síðasti þátt- ur Hildar Hermóðsdóttur. 9.20 Ix'ikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 11.00 ,,/Ettjarðarást“, smásaga eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur. Höfundur les. 11.20 Létt tónlist. Ýmsir flytjend- ur. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Á tjá og tundri. Kristín Björg Þorsteinsdóttir og Þórdís Guð- mundsdóttir velja og kynna tónlist af öllu tagi. 15.00 Nýárskveðjur. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. (Hlé) 18.00 Aftansöngur í Hallgríms- kirkju. Prestur: Séra Karl Sig- urbjörnsson. Organleikari: Ant- onio Corveiras. 19.00 Fréttir. 19.25 „Þjóðlagakvöld". Einsöngv- arakórinn syngur með félögum í Sinfóníuhljómsveit íslands þjóðlög í útsetningu Jóns Ás- geirssonar sem stjórnar flutn- ingnum. 20.00 Ávarp forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsen. 20.20 l.úðrasveit Reykjavíkur leik- ur. Björn R. Einarsson stj. 21.(M) Heyrði ég í hamrinum. Þátt- ur af álfum. Umsjón: Oskar Ingimarsson. 21.15 Opið hús á Akureyri. Ingi- mar Eydal og félagar mæta, ásamt mörgum kunnum Akur eyringum. Móttökustjóri: Gest- ur Einar Jónsson. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Gamlar glæður. Minn- ingabrot úr skemmtanalífinu: Revíusöngvar, gamanvísur og dægurlög frá fyrri hluta aldar- innar. llmsjón: Kristín Á. Olafsdóttir. 23.00 Brennumúsík. Jón Örn Mar inósson velur og kynnir. 23.30 „Brennið þið vitar". Karla- kórinn Fóstbræður og Sinfóníu- hljómsveit íslands flytja lag Páls ísólfssonar. Róbert A. Ottósson stjórnar. 23.40 Við áramót. Andrés Bjöms- son útvarpsstjóri flytur hugleið- ingu. 23.55 Klukknahringing. Sálmur. Áramótakveðja. Þjóðsöngurinn. (Hlé). (M).10 Frjálst útvarp um áramót. Áramótaskaup Ríkisútvarpsins. 01.00 Frjálsar veðurfregnir. 01.10 Hljómsveitin Friðryk leikur í útvarpssal á nýársnótt. 01.40 Gömlu stjörnurnar. Adda Örnólfsdóttir rabbar um dæg- urlagastjörnur fyrri ára og leik- ur plötur með þeim. 02.10 Poppótt tilvera. Halldór Árni snýr plötum á nýársnótt. 03.00 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 1. janúar NÝÁRSDAGUR 9.30 Sinfónía nr. 9 í d-moll op. 125 eftir Ludwig van Beet- hoven. Flytjendur: Anna Tom- owa-Sintow, Agnes Baltsa, Pet- er Schreier, José van Dam, Söngfélag Vínarborgar og Fíl- harmoníusveitin í Berlín. Stjórnandi: Herbert von Kara- jan. Þorsteinn Ö. Stephenscn les þýðingu Matthíasar Joch- umssonar á „Óðnum til gleð- innar" eftir Schiller. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, prédikar. Séra Þórir Stephensen þjónar fyrir altari. Organleikari: Marteinn H. Frið- riksson. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tónleikar. 13.00 Ávarp forseta íslands, Vig- dísar Finnbogadóttur — Þjóð- söngurinn. (Hlé.) 13.35 Operutónleikar. Þýskir og austurrískir listamenn syngja og leika. 14.30 Auðlindirnar og þjóðin, — hvernig eigum við að nýta land- ið og hafið á næstu árum? Gunnar G. Schram stjórnar um- ræðuþætti á nýársdag. 15.15 Píanóleikur í útvarpssal. Edda Erlendsdóttir leikur. a. Sónata í A-dúr op. 120 eftir Franz Schubert. b. Noveletta nr. 8 op. 21 eftir Robert Schumann. 15.45 „Móðurjörð hvar maður fæðist“. Þorsteinn frá Hamri velur og flytur ættjarðarljóð. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Nú er kátt með álfum öll- um“. Stjórnendur: Jónína H. Jónsdóttir og Sigríður Eyþórs- dóttir. Efni m.a.: Tvö börn, Lind Einarsdóttir og Helgi Hjörvar, flytja áramótahugleiðingar sín- ar. Helga Ásbjörnsdóttir (Lilla- llcgga) les bréf, sem Þórbergur Þórðarson skrifaði henni árið 1961. „Huldufólk á gamlárs- kvöld“, stuttur leikþáttur eftir Jónas Guðmundsson rithöfund. Sögumaður: Knútur R. Magn- ússon. Ásta litla: Jónína H. Jónsdóttir. Vala gamla: Sigríður Eyþórsdóttir. Ennfremur verða leikin álfalög. 17.00 Operutónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 12. nóvember sl. — síðari hluti. Einsöngvarar: Dorriet Kavanna og Kristján Jóhanns- son. Stjórnandi: Páll P. Páls- son. Flutt verða atriði úr óper um eftir Wolf-Ferrari, Puccini og Verdi. — Kynnir: Jón Múli Árnason. 18.00 Öldruð kona í Grímsey. Jök- ull Jakobsson ræðir við Ingu Jóhannesdóttur, 97 ára. (Áður útvarpað 21. júlí 1971.) 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.25 Frá Þingvöllum. Séra Eirík- ur J. Eiríksson, fyrrverandi þjóðgarðsvörður, flytur erindi. 20.00 Iáig unga fólksins. Hildur Eiríksdóttir kynnir vinsælustu lög þáttarins 1981. 20.40 Kvöldvaka a. Pétur í Holti. Hallgrímur Jónasson rithöfundur segir sögu tólf ára drengs, sem sækir lyf handa móður sinni um jóla- leytið. b. Lofsöngur um þá hógværu og tvö önnur kvæði úr Sjödægru Jóhannesar úr Kötlum. Anna Magnúsdóttir á Siglufirði les. c. í skóla hjá skáldum. Valgeir Sigurðsson talar við Soffíu Eygló Jónsdóttur í Kópavogi, sem segir m.a. frá kynnum sín- um af Þorbergi Þórðarsyni og Þorsteini Valdimarssyni. d. Vísur jólasveins. Markús Jónsson á Borgareyrum í Rang- árþingi fer með frumortan brag. e. Talað við börnin. Jónas Jónsson fyrrum kennari frá Brekknakoti flytur tölu úr gömlu samkvæmi. f. Einsöngur. Systkinin Mark- an: María, Elísabet, Einar og Sigurður syngja nokkur lög milli atriða, — sem Baldur Pálmason kynnir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Orð kvöldsins. 22.35 „Hver má sér fyrir álfum skýla". Lesið úr Ijóðum Jóhann- esar úr Kötlum og þjóðsögum Jóns Árnasonar. Umsjón: Þórir Steingrímsson. Lesari með hon- um: Saga Jónsdóttir. 23.00 Kvöldgestir — þáttur Jónas- ar Jónassonar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. L4UG4RD4GUR 2. janúar 7.00 Veðurfrcgnir. Fréttir. Bæn. 7.20 Leikfimi. 7.30 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgun- orð: Arnmundur Jónasson talar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.50 Leikfimi. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón- leikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) 11.20 Barnalcikrit: „Frænka Frankensteins“ eftir Allan Rune Petterson. 1. Þáttur: „Gangi þér vel Frankie sæll“. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Leikendur: Þóra Friðriksdóttir, Bessi Bjarnason, Baldvin Hall- dórsson, Valdemar Helgason, Árni Tryggvason, Klemenz Jónsson og Jón Sigurbjörnsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.35 íþróttaþáttur. Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 13.50 Vinsælustu dægurlögin á ný- liðnu ári. Páll Þorsteinsson kynnir. 15.40 íslenskt mál. Guðrún Kvar an flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Klippt og skorið. Stjómandi: Jónína H. Jónsdóttir. 17.00 Síðdegistónleikar: Samleik- ur í útvarpssal. Flytjendur: Óskar Ingólfsson, Snorri S. Birgisson, Kolbeinn Bjarnason, Friðrik Már Baldursson, James Kohn, Guðrún Þórarinsdóttir og Paula Parker. a. Fjögur íslensk þjóðlög í út- setningu Þorkels Sigurbjörns- sonar. b. „IVP“ eftir Karólínu 'Ei- ríksdóttur. c. „Elegy“ op. 44 eftir Alexand- ar Glasunoff. d. Sónata í f-moll op. 120 eftir Johannes Brahms. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Mér finnst ég verða ungur aftur.“ Jón Pálsson segir frá ný- árssundi í viðtali við Pétur Pét- ursson. 20.00 Lúðrasveit verkalýðsins leikur í útvarpssal. Stjórnandi: Ellert Karlsson. 20.30 Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. Fimmti þáttur Tómasar Einarssonar. llm rannsóknir og fleira. Rætt er við dr. Svein Jak- obsson jarðfræðing. Lesarar: Snorri Jónsson og Valtýr Oskarsson. 21.15 Töfrandi tónar. Jón Gröndal kynnir tónlist stóru dans- hljómsveitanna (The Big Bands) á árunum 1936—1945. Tíundi þáttur: Sammy Kay, Larry (’linton og Hall Kemp. 22.00 Fritz Wundcrlich syngur lög úr óperettum með Sinfóníu- hljómsveit Graunkis; Garl Michalski stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Vetrarferð um Lappland" eftir Olive Murrey Chapman. Kjartan Ragnars sendiráðu- nautur les þýðingu sína (8). 23.00 Danslög. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. . i 'i j'i» i'w

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.