Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 20
20 M.ORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Kröfu ríkisins um Landmanna- afrétt hrundið í Hæstarétti Á tnánudag fcll dómur í Hæstarétti, þar sem kröfu ríkisvaldsins um eign- arrétt á Landmannaafrétti var hrundið, svo sem skýrt hefur verið frá í Mbl. Hæstiréttur klofnaði í af- stöðu sinni, hæstaréttardómararnir Logi Einarsson, Ármann Snævarr og l*ór Vilhjálmsson höfnuðu kröfu ríkisins, en Benedikt Sigurjónsson og Magnús Þ. Torfason töldu rétt, að niðurstöður undirréttar frá í október 1978, þar sem úrskurðað var að Landamannaafréttur væri eign ríkisins, stæðu. Forsaga málsins er, að hinn 29. janúar 1975 óskaði fjármálaráð- herra útgáfu eignardómsstefnu og var í beiðninni greint frá því, að útgáfu stefnunnar sé óskað í sam- ráði við landbúnaðarráðherra. Með þessu vildi ríkisvaldið fá úr því skorið, hvort það væri eigandi Landmannaafréttar. Dómsmálið var höfðað með eignardómsstefnu hinn 12. mars 1975. Héraðsdómur vísaði málinu frá dómi hinn 20. apríl 1976, en þeim dómi var hrundið með dómi Hæstaréttar 28. janúar 1977, er taldi málið réttilega höfðað með eignardómsstefnu. Til varna tóku í málinu Land- mannahreppur, Holtahreppur, Rangárvallahrepppur, vegna tveggja jarða í þeim hreppi og Skaftártungnahreppur. Þessir að- ilar mótmæltu allir, að kröfur ríkisins næðu fram að ganga, og fengu þeir gjafvörn í málinu. Efnisdómur gekk síðan í undir- rétti í október 1978. Tveir dómarar af þremur, þeir Guðmundur Jóns- son og Steingrímur Gautur Krist- jánsson viðurkenndu eignarrétt íslenzka ríkisins að Landamanna- afrétti, en Þórhallur Vilmund- arson prófessor skilaði sérat- kvæði, þar sem hann hafnaði kröfu ríkisins. Hreppsnefndir Landmanna- hrepps, Holtahrepps, Rangár- vallahrepps og Skaftártungna- hrepps skutu málinu til Hæsta- réttar og kröfðust þess, að hinum áfrýjaða dómi yrði hrundið um annaö en gjafvarnarkostnað, sem þeim hefði verið dæmdur í undir- rétti og að synjað yrði kröfu fjár- málaráðherra um viðurkenningu á eignarrétti íslenzka ríkisins að Landmannaafrétti. Fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisins, áfrýjaði málinu af sinni hendi með stefnu 29. desember 1978 og stefndi öllum þeim aðilj- um, sem tóku til varna í héraði, gegn kröfu hans um eignardóm. Hann krafðist staðfestingar hér- aðsdóms að öðru en varðar gjaf- varnarlaun. Þá krafðist hann málskostnaðar úr Hæstarétti af hendi hrepppsnefndar Land- mannahrepps, en málskostnaður félli niður að því er aðra réttar- krefjendur varðaði. Hinn 28. febrúar 1979 áfrýjaði fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- ins enn málinu með stefnu 1. marz sama ár. Hann stefndi nú hinum skipuðu talsmönnum varnaraðilja í héraði persónulega fyrir Hæsta- rétt til að þola lækkun hinna dæmdu gjafvarnarlauna í héraði, en gerði ekki aðrar kröfur á hend- ur þeim. Frá málflutningi í Hæstarétti. Bændur mættu í Hæstarétt þegar málflutningur fór fram. Fyrir Hæstarétt voru lögð nokk- ur ný gögn. Samningur Land- mannahrepps og Holtahrepps um sölu á vikri innan landamarka hreppanna og forkaupsrétt á öðr- um stöðum á Landmannaafrétti. Þá undirrituðu aðiljar að lands- réttindum í Rangárvallasýlu og nágrenni Heklu samning um vinnslu jarðefna á vikursvæðum út frá Heklu. Þá var lagður fram samningur milli Landsvirkjunar annars vegar og Asa-, Djúpár-, Holta- og Landmannahrepps hins vegar um greiðslu bóta vegna tjóns vegna byggingar og reksturs mannvirkja Landsvirkjunar, og bætur fyrir hvern hektara beitar- lands sem fer undir vatn. í samn- ingnum er ákvæði um, að aðilar séu sammála um að á engan hátt væri tekin afstaða til ágreinings hreppanna og ríkisins um eignar- rétt á afréttum hreppanna eða hlunnindum. Einnig lá fyrir viður- kenning frá fjármálaráðherra um „rétt byggðarmanna til upprekstr- ar og annarra afréttarnota, sem lög eða venjur gera ráð fyrir", hver svo sem dómsniðurstaða yrði. Þann 25. febrúar 1955 féll dóm- ur í Hæstarétti út af veiðirétti að vötnum og vatnsföllum á Land- mannaafrétti. Málsaðiljar voru hreppsnefndir Holtahrepps og Myndir Mbl. ÓI.K.M. Landmannahrepps f.h. hreppanna og hreppsnefnd Rangárvalla- hrepps annars vegar og landbún- aðarráðherra fyrir hönd ríkisins. í dóminum segir m.a. svo: „Ekki hafa verið leiddar sönnur að því, að hreppsfélögin sjálf hafi öðlast eignarrétt að afréttinum hvorki fyrir nám, löggerninga, hefð né með öðrum hætti ... Eins og notkun afréttarlandsins hefur verið háttað, hafa hreppsfélögin, annað eða bæði, ekki unnið eign- arhefð á því.“ En í dómi Hæstaréttar nú segir m.a.: „í máli þessu leitar stjórn- vald, fjármálaráðherra f.h. ríkis- ins, dómsviðurkenningar á beinum eignarrétti ríkisins á Landmanna- afrétti. Alþingi hefur ekki sett lög um þetta efni, þó að það hefði ver- ið eðlileg leið til að fá ákvörðun handhafa ríkisvalds um málefnið. Heimilt er að leita viðurkenn- ingardóms eins og hér er gert. Fjármálaráðherra krefst dóms- viðurkenningar á rétti, sem reglur einkamálaréttar gilda um, en ríkið getur engu að síður átt. Um eignartilkall ríkisins er þess fyrst að geta, að eigi hafa af þess hálfu verið settar fram fullnægj- andi röksemdir fyrir því, að ríkið hafi eignast landssvæði þetta þeg- ar við stofnun allsherjarríkis á landi hér. Lög þjóðveldisaldar veita þeirri skoðun eigi stoð, eða önnur gögn frá því réttarsögu- tímabili. Gögn fyrir því, að ríkið hafi öðlast eignarrétt að þessu landsvæði fyrir eignarhefð eru eigi haldbær, sérstaklega þegar virt er það, sem í ljós er leitt um nýtingu þessa afréttarsvæðis eða lögskil af því. Skráðar réttarreglur um eign- arréttarlega stöðu afrétta eru af skornum skammti og hið almenna eignartilkall í skilningi einkarétt- ar, sem ríkið hefur uppi í máli þessu, styðst eigi við slíkar reglur. Einstök lagaákvæði, sem fjár- málaráðherra f.h. ríkisins ber fyrir sig í málinu, svo sem námu- lög, vatnalög og eldri lög um ný- býli veita eigi slíkri almennri reglu stoð og hún þykir eigi heldur svo að óyggjandi sé, verða reist á almennum lagarökum og lagavið- horfum. Hins vegar verður að telja að handhafar ríkisvalds, sem Tveir Belgar að veiðum við landið TVÖ BELGÍSK skip hafa verið að togveiðum sunnan við landið síðan fyrir jól. Annað skipið var í gær undan Ingólfshöfða, hitt út af Reykja- nesi. Heldur hefur gefið illa til veiða undanfarið, en Belgarnir hafa ekki látið neinn bilbug á sér finna, jafnvel þó þeir hafi þurft að halda sjó í tvo sólarhringa. til þess eru bærir, geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landsvæðis þess, sem hér er um að ræða, en líta ber til þess, að fyrirsvarsmenn ríkisins hafa viðurkennt „rétt byggðarmanna til upprekstrar og annarra afréttarnota, sem lög eða venjur eru fyrir“ ... Samkvæmt framansögðu verður krafa fjár- málaráðherra f.h. ríkisins um við- urkenningu á eignarrétti til handa ríkinu á landsvæði því, er í málinu greinir, eigi tekin til greina." Málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður og ákvæði héraðsdóms um gjafsókn- arkostnað, þar með talin mál- flutningslaun skipaðra talsmanna aðilja, var staðfestur. Allur gjafsóknarkostaður þeirra málsaðilja, sem fengu gjafsókn- arleyfi fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkissjóði, þar með talin mál- flutningslaun skipaðs talsmanns Landmannahrepps 50 þúsund krónur, talsmanns Holtahrepps og Rangárvallahrepps kr. 45 þúsund og talsmanns Skaftártungna- hrepps 18 þúsund krónur. Svo sem skýrt hefur verið frá, skiluðu Benedikt Sigurjónsson og Magnús Þ. Torfason sératkvæði, og staðfestu dóm undirréttar. Þar sagði m.a.: „... hefur enginn þeirra, er gefið hefur sig fram eft- ir eignardómsstefnunni, sannað beinan eignarrétt sinn að Land- mannaafrétti. Verður eignar- dómskröfu ríkisins því ekki hrundið vegna mótmæla þeirra." Lögmenn voru Páll S. Pálsson, hrl., f.h. Landmannahrepps; Árni Grétar Finnsson, hrl., fyrir Holta- hrepp og Rangárvallahrepp; Skúli J. Pálmason fyrir Skaftártungna- hrepp; en Sigurður Ólafsson, hrl., flutti málið fyrir hönd fjármála- ráðherra. Nafn drengsins sem drukknaði LITLI drengurinn er drukknaði við bæinn Syðra-Núp í Vopnafirði fyrr í vikunni, hét Hólmar Guð- mundsson, þriggja ára að aldri. Hann var sonur hjónanna á bæn- um, Guðmundar Wiium Stefáns- sonar og Hólmfríðar konu hans. ÁTVR lokað 4. janúar LOKAÐ verður hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins mánudag- inn 4. janúar nk. vegna vörutaln- ingar. í dag, gamlársdag, er opið hjá ÁTVR til hádegis. • Leiðrétting MEINLEG villa slæddist inn í fyrirsögn á frétt um atkvæða- greiðslu BSRB í Morgunblaðinu í gær. I fyrirsögn sagði að samning- ar BSRB og ríkisins hefðu verið samþykktir með 43,3% atkvæða. í texta kemur hið rétta fram, það er að samningarnir voru samþykkir með % hluta atkvæða eða 64,4%. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Hringiö í síma 35408 \w\ 1 rjl illlf1 Blaðburðarfólk óskast VESTURBÆR Tjarnargata I og II, Nýlendugata, Vesturgata 2—45, Skerjafjörður, sunnan flug- vallar, Selbraut. Garðastræti AUSTURBÆR Laugavegur 1—33, Úthlíð, Miðbær I og II, Hverfisgata 4—62, Baldursgata, Háahlíð. UTHVERFI Gnoðavogur 14—42, Njörfasund, i 311 i! 12 21 iiill ifisiiixiitsssrsiviiinw?**?'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.