Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 21 Kjartan og Pétur sitja þarna inni í varðskýli sem strákarnir hafa byggt við bálköstinn, Ómar situr uppi á því en Leifur og Guðni standa við hliðina. Ljósm. Kristján, Brennuvargar sitja um gamlárskvöldsbálkesti: Strákarnir halda vörð við bálköst fram eftir nóttu „ÞEIR ERU MARGOFT búnir að reyna að kveikja í brennunni en okkur hefur alltaf tekist að hrekja þá á brott. I»að var hins vegar farið að loga í henni í gær en okkur tókst að slökkva aftur. í dag komu hérna tveir strákar með kyndla en okkur tókst að koma í veg fyrir að þeir kveiktu í. I eitt skipti sem þeir komu voru þeir með hníf og hótuðu öllu illu. Það þýðir ekkert annað en að halda stöðugan vörð — hér er alltaf verið að kveikja í brennum, það hefur t.d. verið kveikt tvisvar í brennunni hér fyrir neðan." Það var eins og allt snerist önd- vert fyrir strákunum sem eru með brennur við Æsufell því þegar blaðamenn Morgunblaðsins bar að hafði rokið slegist í lið með brennu- vörgunum og reif pappakassa og annað lauslegt úr brennunni og feykti draslinu í átt til Neðra- Breiðholts. En strákamir héldu ótrauðir á eftir og drógu pappírs- draslið aftur í brennuna og festu það kyrfilega. Strákarnir hafa komið sér upp varðskýlum sitt hvoru megin í brennunni og halda þar vörð frá því eldsnemma á morgnana til klukkan 3 á nóttunni. „Það þýðir ekkert annað," segja þeir, „því brennuvargar geta komið á nóttu sem degi." Það var kveikt í brenn- unni fyrir þeim í fyrra og þá sögu ætla þeir ekki að láta endurtaka sig. Þeir eru nokkrir saman á verð- inum í varðskýlinu og halda á sér hita með kókó sem þeir hafa á brúsa og passa uppá hvern annan að enginn sofni. Ekki veitir heldur af að halda vöku sinni. Á aðfaranótt miðviku- dags klukkan hálf þrjú þóttust brennuvargarnir vissir um að varðhaldinu væri lokið við brenn- una og hugðu gott til glóðarinnar að hleypa kestinum í bál og brand. Þeim var því heldur en ekki felmt við þar sem þeir voru að bauka við að kveikja í, er út úr myrkrinu stuttu vígreifir strákar með öskri og óhljóðum. Voru svo brennuvarg- arnir hraktir á brott við lítinn orð- stír. En er ykkur ekki kalt, strákar, að norpa hérna í þessu grimmdar- frosti? „Nei, nei. Við erum vel klæddir. Sumir okkar eru í fjórum buxum." En hvernig hefur gengið að viða til brennunnar? „Bara ágætlega." Pabbi eins er kaupmaður og frá honum hafa fengist margir bílfarmar. Svo hef- ur mikið lagst til af pappakössum og hverskyns drasli frá stóru blokkinni við Æsufell. Strákarnir fara útum allt tiLaðdrátta og köst- urinn stækkar jafnt og þétt. Hvað eruð þið margir um þessa brennu? „Ætli við séum ekki eitthvað 50," segir einn. „Nei, þú hlýtur nú bara að vera eitthvað skrítinn," segir annar, „við erum ekki nærri svo margir. Hann er bara eitthvað skrítinn," áréttar hann og höfðar til hinna sem þó sýnast ekki hafa áhuga á málinu. Þeir verða að standa sam- an um þessa brennu því öll sundr- ung í brennuliðinu gæti leitt til ósigurs og ótímabærrar íkveikju. Og þegar blaðamenn hlaupa gegn- umkaldir að bílnum klöngrast strákarnir galvaskir upp á köstinn til að hefta pappírsfokið og ganga sem tryggilegast frá öllu. Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir sendi ég kunningjum og vinum fyrir margvislegan sóma mér sýndan, ásamt stórgjöfum á 80 ára afmceli 22. desember og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur far- sælt komandi ár. Friöfinnur Finnsson Kleppsvegi 4 r> Jflorotwbtabio 22480 Grillið opið alla daga. Korchnoi teflir í Róm í febrúar ENN MUN óvíst hvort skákmeist- arinn Victor Korchnoi muni tefla á alþjóðlega skákmótinu í Reykja- vík, sem hefst hinn 9. febrúar nsstkomandi, eins og komið hefur fram í fréttum Morgunblaðsins. Hafði Korchnoi á sínum tíma gefið ádrátt um þátttöku í mótinu, en hefur síðan ekki staðfest hana. Morgunblaðið ræddi í gær við lögfræðing Korchnois, Alban Brodback í Sviss, og kvaðst hann ekki vita hvort Korchnoi myndi tefla á Reykjavíkurmótinu. Hann hefði ekki rætt við Kor- chnoi í fimm daga, þar sem skákmeistarinn væri nú í jóla- leyfi hjá breska stórmeistaran- um Michael Stean í Sussex í Englandi. Það eina sem Brod- back kvaðst vita um ferðir Korchnois í febrúar var það, að hann tefldi að öllum líkindum á móti er banki í Róm á ítalíu gengst fyrir, en hvort það útilok- aði að hann kæmist til „fallegu Reykjavíkur" í sama mánuði vissi hann ekki. Morgunblaðinu tókst ekki að ná simasambandi við Korchnoi í Englandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.