Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 + Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍDUR GUDMUNDSDÓTTIR, áöur til heimilis aó Austurgötu 31, lést í Sólvangi 30. desember. Kristín G. Gísladóttir, Vilhjálmur G. Skúlason, Þorgeröur M. Gísladóttir, Jón Ól. Bjarnason. + Móöir okkar, ELÍNBJÖRG BALDVINSDÓTTIR, andaöist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriöjudaginn 29. des- ember. Þorbjörg Jónsdóttir, Baldur Jónsson. + Móöir mín, tengdamóöir og amma, MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR, lést á Héraöshælinu Blönduósi þriöjudaginn 29. desemþer. Þórunn Sigurjónsdóttir, Friörik Indríöason og barnabörn. + Faöir minn, BJARNI GUDBJARTSSON, Bergstaðastræti 33, lést aö heimili sínu 22. desember. Verður jarösunginn frá Foss- vogskapellu fimmtudaginn 7. janúar 1982. Jóhann Þ. Bjarnason. Útför bróöur míns, KJARTANS EGGERTSSONAR, bónda, Einholtum, sem lést 16. desember, fer fram frá" Fossvogskirkju, mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Vegna útfararinnar fer bifreið frá hóteiinu í Borgarnesi, útfarardaginn kl. 10.00. F.h. vandamanna, Gunnlaugur Eggertsson. Kveöjuathöfn um móður okkar""^™ MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR frá Akureyri, Kleppsvegi 134, veröur í Dómkirkjunni 4. janúar kl. 15. Jarðsett veröur frá Akureyr- arkirkju 6. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö. sigur.aug Jónsdó.tir, Sigríöur María Jónsdóttír. + Útför ÁGÚSTUJÓHANNESDÓTTUR, Brennu, Eyrarbakka, veröur gerö frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 2. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþökkuö samkvæmt ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Vigdís Árnadóttir. + Útför systur minnar, GUDRUNAR KJARTANSDÓTTUR, er lést 20. desember fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 5. janúar kl. 3. Soffía Kjartansdóttir. + Minningarathöfn um eiginmann, fööur, son og bróöur okkar, HAFSTEIN JÓHANNSSON, Möórufelli 11, er lést af slysförum 17. nóvember, fer fram frá Dómkirkjunni þann 4 janúar kl. 1.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg í Reykjavík. Ingibjörg Torfadóttir, Jóhann Torfí Hafsteinsson, Halldóra Einarsdóttir, Jóhann Magnússon og systkini. Eiríkur Bjarnason Hverageröi - Kveðja Fæddur 7. desember 1909 Dáinn 11. desember 1981 Við brottför vinar af þessum heimi kemur margt í hugann, og þó einkum hugðnæmar minningar frá liðnum samverustundum. Við hjón, Aðalheiður Tómasdóttir og ég, áttum því láni að fagna að kynnast Eiríki Bjarnasyni og konu hans, Sigríði Björnsdóttur, fyrir mörgum árum og höfum síðan átt með þeim margar ánægjustundir. Avallt voru þau jafn elskuleg heim að sækja, gestrisni og hjartahlýja þeirra var okkur ómetanleg. Margar voru þær stundir, sem Eiríkur skemmti okkur með harmonikuleik sínum, og gleymd- um við þá oft stund og stað; svo heillandi var hann á að hlýða. Eiríkur var fróður maður um flesta hluti og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Hann hafði m.a. áhuga á „dulrænum" málum og áttum við oft samræður um þau efni. Sjálfur var hann næmur fyrir áhrifum, og þá einnig þeim, sem stafa af sambandi við hinn lítt rannsakaða lífheim framliðinna, en hann gerði ákveð- ið ráð fyrir lífi að loknu þessu. Ýmislegt hafði gerst í lífi Ei- ríks, sem hann gerði ráð fyrir að sumt mætti rekja til fjarskynjana, en sumt til annarra þátta tilver- unnar, sem næmu fólki eins og honum er gefið að kynnast að + Fósturmóöir mín, ELÍN MAGNUSSEN, Jaöri, Grindavík,, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 30. desember. Fyrir hönd vandamanna, Stigur Lúövík Dagbjartsson. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓSKAR GUÐJÓNSSON, múrarameistari, Noröurgötu 25, Sandgeröi, veröur jarösunginn frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 2. janúar kl. 14.00. Lilja Jósepsdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Daníel Arason, Vilborg Guðný Óskarsdóttir, Reynir Martenssen, Margrét Jónsdóttir og barnabörn. + Alúöarþakkir öllum þeim, sem sýndu okkur samúö viö fráfall og jaröarför, GUÐLAUGSJÓNSSONAR, fyrrverandi lögregluþjóns, Hátúni 10. Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, ÓLAFS HAFSTEINS SIGURJÓNSSONAR, Kárastíg 6. Kristín Magnúsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Pétur Ragnarsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og aöstoö vegna veikinda. andláts og jaröarfarar RUNOLFS BJARNASONAR, Bakkakoti, Meóallandi. Bjarni Runólfsson, Guöni Runólfsson, Ingunn Hilmarsdóttir, Guöbjörg Runólfsdóttir, Bjarní Árnason, Sigrún Runólfsdóttir, Ólafur Sveinsson, Runólfur Runólfsson, Margrét Runólfsson, Markús Runólfsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, Þorbjörn Runólfsson, Auður Guöbjörnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. nokkru, þótt öðrum séu þeir sem lokuð bók. T.d. sagði hann okkur eitt sinn frá undanfara þess, að hann kynntist stúlkunni, sem síðar varð kona hans. Var sú frásögn á þessa leið: Hann er þá búinn að vera blindur um nokkurra ára skeið og framtíðarútlitið heldur dökkt, eins og nærri má geta. Þá dreymir hann eina nótt, að hann þykist staddur vera á ákveðnum bæ í sveitinni sinni, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann heyrir fólk vera að tala saman, en ein kvenrödd vekur sérstaka athygli hans. Þá heyrir hann rödd tala til sín og segja: „Þessi stúlka er konu- efni þitt.^ Draumurinn var ekki lengri. Er hann vaknar hugleiðir hann drauminn, og vissi að engin ung stúlka átti heima á þessum bæ. Nokkru síðar átti hann leið þangað, enda var hann þar kunn- ugur. Heyrir hann þá sömu kven- röddina og í draumnum nokkru áður. Hann spyr, hver þessi kona sé og er sagt, að þetta sé ung stúlka, Sigríður Björnsdóttir frá Þingeyri, og dvelji hún þarna um stundarsakir. Þetta voru undarleg atvik, en voru upphaf kynna, sem leiddu til hjónabands þeirra. Mun sambúð þeirra hafa verið farsæl, og þau hvort öðru ómet- anleg stoð í erilsömu og um- fangsmiklu starfi, ekki síst eftir að þau eignuðust Hótel Hvera- gerði, sem þau hafa rekið með myndarbrag frá árinu 1947. Eiríkur var góðgjarn maður og hjálpsamur og mun marga hafa stutt með ráðum og dáð, þótt lítt hafi hann látið á því bera. Eiríkur var skemmtilegur í við- ræðum, og fyndinn í besta máta, og sá alltaf broslegu hliðarnar á hverju máli, þrátt fyrir sjónleysið og aðra vanheilsu, sem hann átti við að stríða mörg hin síðari ár, eftir að við kynntumst honum. Nú er Eiríkur horfinn af sjón- arsviði okkar jarðarbarna, en fyrir víst hefur hann með lífi sínu hér búið sér vist á bjartara landi í ríki alheimsins, þar sem ekki þjá blinda eða neinskonar sjúkdómar, og þar sem fagnaðarfundir verða með þeim ástvinum sem fyrr eru farnir, og þar sem vænta má endurfunda við þá, sem enn eru héðan ófarnir. Við hjón þökkum þeim Eiríki og Sigríði fjölmargar ánægjulegar samverustundir, og óskum henni styrks og æðri verndar til að mæta ókomnum tíma. Ingvar Agnarsson Mjög gód kirkju- sókn í Reykjavík „KIRKJUSÓKN var mjög góð í Reykjavík um hátíðirnar og voru kirkjur þétt setnar við allar mess- ur,“ sagði séra Ólafur Skúlason dómprófastur þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Þá sagði séra Ólafur að það hefði vakið athygli presta próf- astdæmisins hve kirkjur hefðu verið vel sóttar á aðventunni. Fram til þessa hefði kirkjusókn verið lítil síðustu vikur fyrir jól, en nú hefði hins vegar brugðið svo við, að margt fólk hefði sótt kirkj- ur á aðventu. Laumufarþegum í skipum hefur stórlega fjölgað í NÝÚTKOMNU fréttabréfi Eim- skips kemur fram, að laumufarþeg- um um borð í öllum tcgundum skipa hefur stórlega fjölgað á síðustu ár um. — Á árinu 1980 og 1981 hefur að meðaltali einn farþegi „laumast“ um borð á dag, segir m.a. í árs- skýrslu P&I-klúbbsins í Englandi. — En það sem verra er, segir í skýrslunni, er að þetta eru ekki lengur forréttindi karlmanna, heldur fer kven-laumufarþegum fjölgandi. Veldur þessi þróun si- vaxandi áhyggjum skipstjóra, þar sem sagt er, að konurnar hafi mjög truflandi áhrif á áhafnar- meðlimi. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðst- ætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.