Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 27 Hildur Blöndal Hvera- gerði - Kveðjuorð Það var hringt til mín 22. nóv. sl. Hún Hildur er dáin, sagði rödd- in í símanum. Bylgja sársauka og saknaðar hríslaðist um huga mér, þó hafði ég lengi búist við þessari fregn, þar sem heiisu Hildar hafði hrakað svo mjög þrátt fyrir óbil- andi lífsorku hennar, sem var með eindæmum. En mitt í sársaukanum var bð einhver léttir yfir því, að nú væri hún loks laus við þjáningarnar og veikindabaráttuna, og sál hennar komin til æðri heima. Ég hafði þó alltaf vonað að eitthvert kraftaverk myndi ske sem læknaði hana, svo hún yrði aftur frísk, kát, full af lífsorku og dugnaði eins og hún var er ég kynntist henni fyrst. Kynni okkar voru stutt, en góð. Ég var heimagangur á heimili hennar um tíma og var hún mér alltaf sem besta móðir. Hún var mjög viðræðugóð kona og réttsýn og gerði alltaf gott úr öllum hlut- um og færði til betri vegar. Hún stráði um sig yl og birtu hvar sem hún fór. Kynni mín af þessari góðu konu hafa gefið lífi mínu vissa sólskinsbletti sem ég þakka fyrir, og mynd hennar verður ávallt björt og fögur í huga mér. Blessuð sé minning hennar. M.B. Tómas Tómasson - Síðbúin kveðja Ég er ekki einn um að hugsa í þökk til Tómasar Tómassonar, sem lést nú fyrir skömmu. Fáum mönnum hef ég kynnst sem jöfn- uðust á við hann að hjálpsemi og vinarþeli. Þetta hef ég reynt þann langa tíma sem við höfum átt samleið í lífinu, og ekki hef ég síst notið þess hin síðari ár, er ég hafði misst heilsuna. Það var oft sem Tómas leit inn og ævinlega var að honum vinar- fagnaður. Hann var glaður í bragði, þótt ekki gengi hann sjálf- ur heill til skógar, og hugsaði mest um að örva og gleðja mig og það kunni hann vel. Hann hafði reynsluna, því að alla ævi hefur hann umgengist fólk á þann máta, að menn litu bjartari augum á sjálfan sig og lífið. Tómas var fæddur að Hrútafelli undir Eyjafjöllum, en fluttist ung- ur til Reykjavíkur og gerðist trésmiður og síðar umsvifamikill byggingarmeistari. Einstaklega kært var með honum og systkin- um hans, enda bjuggu þau löngum í sama húsi öll systkinin fimm ásamt fjölskyldum sínum, svo að þar var sannarlega um stórfjöl- skyldu að ræða, eins og bjuggu saman á höfuðbýlum hér áður fyrr. Húseignir og heimili þeirra systkina að Njálsgötu 110, og síðar Skúlagötu 54, voru vissulega höf- uðbýli þótt á mölinni væru, þar sem traust og tillitssemi ríkti og margir áttu griðland. hann sá leið út úr erfiðleikunum og gladdist með glöðum. Minningar frá - þessum árum hafa yljað okkur Tómasi undan- farin ár, og minningarnar um samveru hans munu ylja mér meðan ég lifi. Þegar ég hugsa til Tómasar, virðist mér alltaf skína sól í heiði. Tómas byggði mörg hús hér í bæ, sem bera nafni hans og verkfærni gott vitni, kannski er ekki síður fagur minnisvarðinn sem hann skilur eftir sig í hugum vina sinna og samstarfsmanna, sólskinsmaðurinn Tómas Tómas- son. Guð blessi hann, vininn góða. Guðmundur Magnússon Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja I.josm. Ljósmst. Suóurm sja HAUSTÖNN 1981 lauk í Fjölbrauta skóla Suðurnesja með brauLskrán- ingarathöfn í íþróttahúsi Keflavíkur róstudaginn 18. desember sl. Kór Tónlistarskóla Njarðvíkur söng nokk- ur lög. Jón Böðvarsson skólameistari flutti síðan yfirlit um starfsemi skól- ans á önninni. Eyjólfur Þórarinsson afhenti skólanum að gjöf rafrásatæki og rökrásatæki til kennslu á rafiðnar- braut frá Rafmagnsverktökum Keflavíkur hf., og Sigurður Erl- endsson flutti skólanum kveðju frá Aðalverktökum hf., og 30 þúsund 34 brautskráðust frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja króna ávísun til tækjakaupa fyrir málmiðnarbraut skólans. 34 nemendur brautskráðust: 8 iðnnemar, 5 nemar af tveggja ára verslunar- og skrifstofubraut, 1 vél- stjóri, 1. stigs, 6 flugmenn og 14 stúdentar. Tveir áðurnefndra iðnnema luku bóklegu námi í stálskipasmíði, og eru þeir hinir fyrstu sem slíku námi Ijúka hérlendis enda var iðngrein þessi fyrst löggilt nú í sumar með útgáfu nýrrar iðnfræðslureglugerð- ar. Ólöf María Ingólfsdóttir flutti stutt kveðjuávarp af hálfu nemenda. Athöfninni lauk með ávarpi skólameistara til brautskráðra nema. Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók til starfa haustið 1976, og 405 nemendur hafa verið brautskráðir þaðan alls. 476 nemendur stunduðu nám í dagskólanum á haustönn 1981 og 220 í öldungadeild. Deilt á aðbúnað fatlaðra á Broadway í útvarpsþætti: „Álít að um atvinnu- róg sé að ræða“ í UMRÆÐUÞÆTTI í útvarpi á mánu- dagskvöldi um málefni fatlaðra í um- sjá Hardar Erlingssonar var rætt um ferlimál fatlaðra og hefur einn þáttur þess máls nú vakið ágreining. f þætt- inum var fólk á fornuni vegi spurt eft- irfarandi spurningar: „Hvað heldur þú að komist margir í hjólastól á hinn nýja stað Broadway"? f kjölfar spurn- ingarinnar sagði umsjónarmaður þátt- arins ennfremur: „í raun hefði mátt setja nöfn flestra skemmtistaða á ís- landi í spurninguna og útkoman oftast orðið svipuð — sem næst núlli. Þetta nafn Broadway varð þó fyrir valinu, því húsið er sérhannað sem skemmti- staður og rís á örskömmum tíma á ári fatlaðra." Ólafur Laufdal, eigandi Broad- way, kom að máli við Morgunblaðið og vildi koma að athugasemd við þessi ummæli í útvarpsþættinum og sagði: „Það segir svo í byggingar- reglugerð frá 1. júlí 1979 að bygg- ingar, sem ætlaðar eru til sameig- inlegra nota verði að vera aðgengi- — segir Ólafur Laufdal legar öllum. Eg þurfti því að bera teikningarnar að húsinu undir b.vggingarnefnd Reykjavíkurborgar, sem hefur eftirlit með því að bygg- ingarreglugerðinni sé framfylgt og samþykkti hún teikningar að staðn- um. Við hönnun staðarins var gerð braut meðfram húsinu þannig að fatlaðir komast inn um hliðardyr. Auk þess eru salerni þannig úr garði gerð að fatlaðir geti auðveldlega at- hafnað sig og eru salernin sérstak- lega merkt og voru þau hönnuð í samráði við heilbrigðiseftirlitið. Ég tel því að farið hafi verið í einu og öllu eftir þeim reglum, sem gilda um hús sem þetta, og að aðstaða fyrir fatlaða sé betri hér en á mörgum öðrum skemmtistöðum, enda hafa Reykjavíkurborg og Félag íslenskra hljómlistarmanna pantað staðinn þann 26. febrúar næstkomandi en þá verður fötluðum boðið á skemmt- un í tilefni afmælis Félags íslenskra hljómlistarmanna. Ég vil segja það að lokum, að ég álít þau ummæli sem viðhöfð voru æ ofan í æ um Broadway og slæma aðstöðu fyrir fatlaða þar í þessum þætti sé atvinnurógur. Umsjónarmaður þáttarins um málefni fatlaðra, Hörður Erlings- son, hafði þetta um málið að segja: „Eins og greinilega kom fram í út- varpsþættinum, var Broadway að- eins nefnt sem dæmi. Hið sama á við flestalla skemmtistaði landsins. Það er ekki nóg að setja upp sérstök salerni og braut meðfram húsinu fyrir hjólastóla. Sú lausn að hleypa hreyfihömluðum inn um bakdyr og gera þeim illmögulegt að komast á upphækkað dansgólf endurspeglar hugsunarhátt, sem ætti að vera löngu horfinn. Annars er óþarft að deila um þetta, sjón er sögu ríkari, gryfjur, pallar og stallar staðarins tala sínu máli.“ Um nokkurra ára skeið bjugg- um við fjölskylda mín með þeim systkinum. Það var gott að vera leigjandi hjá Tómasi, við urðum nánast hluti af fjölskyldunni og áttum með þeim gleðistundir sem og hversdagsraunir. Þá sem endranær var Tómas sá sem tók þátt í gleðinni eða áhyggjunum, Opið alla daga frá 18—01. ÓSAL KARNIVAL í RÍO asvintýraferð til Brasilíu Brottför 20. febrúar — 20 dagar. Verd kr. 13.800.-. Töfraheimur og sólskinsparadis á Copacabana baöströndinni i heimsins fegurstu borg, Rio de Janeiro. Tekiö þátt i frægustu og skrautlegustu „Kjötkveöjuháið* veraldar. Fjölbreytt skemmtanalif og skoöunarferöir um Brasiliu, Iguacu-fossarnir. Argentina og Paraguay. Höfuöborgin Brasilia, byggingarundur veraldar, Sau Paulo stærsta borg i heimi, Islendingabyggölr Brasiliufaranna i Curitíba og ótai margt fleira. Stórbrotiö landslag og heillandi þjóölif sem aldrei gleymist. Flogiö meö breiöþotum yfir Atlantshafiö. — og verðiö er hreint ótrulegt, — vegna hagstæöra og traustra sambanda. Þér sparið 20.200 krónur, þvi venjulegur flugfarseöill og hótelkostnaöur fyrir einstakling yröi um kr. 34.000.-. Haagt er aö framlengja dvölina i Brasiliu. Takmarkaöur sætafjöldi tll róöstöfunar. Flugferðir Airtour lcéfaijff Aðalttræti 9. 2. hæð, Miöbæjarmarkaöinum. Símar 10661 og 15331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.