Morgunblaðið - 31.12.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 31.12.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 Gott íþróttaár NÚ KR lidið ad áramótum og þv( eðli- legt ad staldra vid, líta um öxl og horfa yfir farinn veg. l»egar litid er til ársins, sera er að líða, er ekki hægt að segja annað en að það hafi boðið upp á marga skemmtilega og eftirminnilega athurði. Á því er enginn vafi að áhugi á íþróltum og útilífi fer ört vaxandi og tala þeirra, sem íþróttir og útilíf stunda, vex ört. I*að er ekki aðeins í keppnisgreinum, sem iðkendum fjölg- ar heldur leynir sér ekki að fjöldinn allur stundar útilíf og íþróttir sér til heilsubótar og ánægju og því ber að fagna. Yfirleitt náði íþróttafólk okkar ágætum árangri á árinu, sem er að kveðja og afbragðsárangri í keppni við erlent fþróttafólk. Mcð ólíkindum er, hversu vel það stendur sig f keppni við íþróttafólk milljónaþjóða, þrátt fyrir að við búum við verri aðstæður og erf- iðari skilyrði en flestar aðrar þjóðir. Við megum ekki glcyma þvf, að íbúa- tala íslands er á við Iftillar borgar í fiestum þeim löndum sem við etjum kappi við. Margir fþróttaviðburðir eru ofarlega á baugi þegar hugsað er til baka og af mörgu er að taka. Kftirminnileg íþróttaafrck á árinu sem er að líða er t.d. góð frammistaða íslenska landsliðsins í knatLspyrnu. En frammistaða liðsins í riðlakeppni HM vakti heimsathygli. Kraftlyftingamenn unnu stór afrek. Jón l’áll Sigmarsson hlaut silfurverðlaun á heimsmeistara mótinu og Skúli Óskarsson bronsverð- laun. Jóhannes Hjálmarsson varð heimsmeistari öldunga. íslendingar eignuðust fulltrúa í handarísku at- vinnumannadeildinni í körfuknattleik á árinu er Pétur (fuðmundsson skrif- aði undir samning við Portland Trail- blazers. Frjálsíþróttamenn og konur unnu góð afrek. Þeir Sigurður T. Sig- urðsson og Kinar Vilhjálmsson settu gla-.NÍIeg met í sínum greinum. Ragn- heiður Olafsdóttir úr FH varð f 6. sæti i 1500 m hlaupi á Kvrópumóti ungl- inga. í sundíþróttinni settu tveir Akurnes- ingar, Ingi l'ór Jónsson og Ingólfur (fissurarson, mnrg og glæsileg fs- landsmet. Handknattlciksmenn unnu góð afrek á árinu. Landslið okkar sigr aði hin sterku landslið Austur og VesturÞjóðverja. Að vísu var frammi- staða liðsins f B-keppninni í Frakk- landi mikil vonbrigði. Kn góð frammi- staða unglingalandsliðs sem náði sjölta sæti í HM-keppninni lofar góðu um bjarta framtíð. Og rúsínan í pylsu- endanum hjá handknattleikslandslið- inu var frábær frammistaða liðsins nú í lok ársins er Danir voru gjörsigraðir hér á landi. Þá hafa íþróttir fatlaðra náð veru- legri fótfestu hér á landi og er það vel. Starf íþróttahreyfingarinnar er margþætt og fjölbreytt. íslenskt íþróttafólk fær mörg og stór verkefni á árinu, sem fer í hönd, og enginn vafi er á, að það mun standa vel fyrir sínu eins og endranær. Það er hins vegar sorgleg staðreynd hversu lítinn stuðning íþróttir fá frá hinu opinbera. Styrkur er minni til ÍSÍ en tfðkast víðast hvar erlendis. Áhugi stjórnvalda er ekki í samræmi vfð áhuga almennings. Vonandi eykst skilningur stjórnvalda á gildi fþrótta. fþróttasíða Morgunblaðsins sendir ölfu íþróttafólki og íþróttaáhuga- mönnum nær og fjær innilegar nýárs- óskir og þakkar samstarfið á liðnu ári. ÞR. • Hið sterka handknattleikslið Víkings hélt sínu striki á árinu sem er að líða. Liðið vann marga góða sigra og vann íslandsmótið með glæsibrag. Jafnframt stóð liðið sig vel í Evrópukeppninni. • Phil Mahre • McEnroe ÞEGAR litið yfir fþróttaafrek liða og einstaklinga á árinu sem er að líða blasir auðvitað margt við. Úti í hinum stóra heimi gekk á ýmsu. Á hinni árlegu Wimbledon keppni í tennis, sem er stærsta og virtasta mót sinnar tegundar í heiminum, leiddu tveir erkifjendur saman hesta sína, þeir John McEnroe frá Bandaríkjunum og Björn Borg frá Svíþjóð. Þar mættust sann- arlega tveir ólíkir persónuleikar, annars vegar ísjaki (Björn Borg) og hins vegar skaphundur ótrúlegur (McEnroe). McEnroe var dæmdur til að greiða hinar og þessar sektir meðan á keppninni stóð og átti hann ekki síður í baráttu við dómarana en Borg. En Kaninn sýndi hvað í bjó og hann sigraði Borg glæsilega í úrslitaleiknum í einliðaleik. Heimsbikarkeppnin á skíðum vakti að venju geysilega athygli, enda spannar hún allan veturinn og er keppt um allan heim. Ingmar Sten- mark, landi Björns Borg, reyndi árangurslaust að verja titil sinn. Stenmark barðist ekki síður gegn reglugerðum sem ekki eru sniðnar honum í hag og Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre skaust fram úr og hirti heimsbikarinn. Bresku millivegalengdahlaupararnir Sebastian Coe og Steve Ovett elduðu grátt silfur saman að venju, en kepptu þó ekki beinlínis hvor við annan, þ.e.a.s. þar sem annar keppti lét hinn ekki sjá sig og svo öfugt. Þeir slógu met hvors annars hvað eftir annað í míluhlaupinu og er upp var staðið átti Coe metið, 3:47,33. Tveir aðrir risar, hnefaleikakóngarnir Múhameð Ali og Joe Frazier reyndu að hasla sér völl á nýjan leik. En í ljós kom, að sól þeirra sem hnefaleikamanna er til viðar gengin, Aíi tapaði fyrir lítt þekktum kappa og Frazier tókst naumlega að herja út jafntefli gegn ekki meiri spá- manni en lagði Ali að velli. Arftaki þeirra félaga er án nokkurs vafa millivigtarsnillingurinn Sugar Ray Leonard. Fleira mætti tína tiU en þetta verður -ó látið nægja, enda gætu erlendir íþróttaviðburðlr á árirru fyllt ötóra i-ók. • íslenska knattspyrnuliðið vann mikil stór afrek á árinu og þó að einn og einn stórkostlegur sigur hafi unnist í gegnum árin, hefur íslenska landsliðið aldrei náð þeim styrkleika sem náðist í sumar. Island var ósigrandi á heimavelli, mætti þó þjóðum á borð við Tékkóslóvakíu og Tyrkland. Jafntefli og sigur gegn þeim, auk þess sem Nígeríumenn fengu kennslustund í að hemja knöttinn og skora í suðaustan átta og rigningu, var afraksturinn á Laugardalsvellinum, en á erlendri grund náðist þó toppurinn. Nánar tiltekið á Vetch Field í Swansea 14. október, er Wales og ísland mættust í undankeppni HM. Jafntefli varð, 2—2. Var það síðasti leikur íslands í riðlakeppninni, liðið fékk 6 stig í átta leikjum, fleiri stig en nokkru sinni fyrr í sambærilegri keppni. Og ísland skoraði 10 mörk í átta leikjum. Sannarlega frábær árangur. Hér að ofan má sjá liðið sem gerði vonir Wales í HM-keppninni að engu á Vetch Field á dögunum. • Diðrik • Einar • Sigurður • Mörg afrek og góð voru unnin á hinum ýmsu sviðum íþrótta hér á landi á árinu 19801 Knattspyrnufélagið Víkingur fagnaði sigri á íslandsmótinu í knattspyrnu í fyrsta skiptið í fjöldamörg ár. Diðrik Ólafsson, fyrirliði og markvörður liðsins, tók á móti sigurverðlaununum, en tilkynnti skömmu síðar að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna, enda verið í eldlínunni í mörg ár. Nokkur framúrskarandi frjálsíþróttaafrek voru unnin á árinu. Einar Vilhjálmsson, spjótkastari úr UMSB, varð fyrsti íslendingur sem kastað hefur spjóti yfir 81 metra, einnig fyrstur yfir 80 metra slétta. Sigurður T. Sigurðsson var einnig í sviðsljósinu og ekki voru afrek hans f stangarstökkinu lakari heldur en spjótköst Einars. Sigurður varð fyrsti íslendingurinn til þess að fara yfir 5 metra í stangarstökki, gerði reyndar betur, fór yfir 5,20 metra. Er Sigurður þar með orðinn stangarstökkvari á heimsmælikvarða. • Sebastian Coe • Pétur Guðmundsson, körfuknatt- leiksmaður úr Val var án nokkurs , vafa körfuknattleiksmaður ársins. Hann vakti geysilega athygli er fs- land keppti á Evrópumótinu í körfu- knattleik og nokkru síðar gerði hann samning við bandarbka stór liðið Portiand Trailblaizers. Varð Pétur þar með fyrsti erlendi leik- maðurinn sem leikur í bandarísku NBA-deildinnL • Jón Páll Sigmarsson, kraftlyft- ingamaður, vann það stórgóða afrek á árinu, að hreppa silfurverðlaun í sínum þyngdarflokki á heimsmeist- aramótinu í kraftlyftingum. Jón Páll sýndi miklar framfarar (íþróttagrein sinni og má mikils vænta af honum í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.