Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1981, Blaðsíða 32
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JHor0unWafoií> FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1981 6500 verkamönnum í 100 írystihúsum sagt upp „MENN HAFA reynt að bíða og sjá til, en það var ekki hægt lengur og niðurstaðan er sú að starfsfólki í öllum frystihúsun- um er sagt upp kauptryggingu með viku fyrirvara og í sumum tilvikum er verkafólk þegar orðið atvinnulaust,“ sagði Árni Benediktsson, formaður félags frystihúsa innan Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, í samtali við Morgunblaðið í gær, en nú hefur um 6500 verkamönnum í um 100 frystihúsum lands- ins verið sagt upp störfum vegna ástandsins í fiskvinnslu og útgerð. Þar af eru liðlega 4500 manns hjá 70 frystihúsum innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna að sögn Hjalta Ein- arssonar hjá SH og um 1800 manns hjá 30 frystihúsum tengd- um SÍS. Langstærstur hluti þessa fólks hafði kauptryggingar- samning en nokkur hluti fasta vinnu án kauptryggingar og missir það vinnu fyrirvaralaust. „Það er mat manna að það gæti tekið nokkurn tíma að koma á fiskverði, ganga frá samningum, koma skipum á sjó og afla hráefn- is til vinnslu og því varð niður- staðan kauptryggingaruppsögn," sagði Arni Benediktsson hjá Sam- bandinu. Þá kvað hann það tíðkast að starfsfólk frystihúsa ynni ekki milli jóla og nýárs og það fólk væri nú þegar atvinnulaust. Nýja krónan hefur rýrn- að um 45% NÝJA krónan, sem tók við hér á landi um síðustu áramót hefur á þessu eina ári rýrnað um liðlega 45%, sé miðað við verðbólgu, en hyggingarvísitala hækkaði frá janúar 1981 til janúar 1982 úr 626 stigum í 909 stig, eða 45,2%. Framfærsluvísitalan, sem reiknuð er út miðað við 1. des- ember 1980 til 1. desember 1981 hefur hækkað um liðlega 47,9%. Verð á hverjum Bandarikja- dollar var í upphafi árs 6,248 krónur, en var samkvæmt gengisskráningu Seðlabank- ans í gærdag, 30. desember, 8,217 krónur, eða hafði hækk- að í verði um liðlega 31,5%. Þá má geta þess, að láns- kjaravísitala, hækkaði um lið- lega 47,5% á tímabilinu janú- ar 1981 til janúar 1982, eða úr 206 stigum í 304. Kauptaxtar fiskvinnslufólks hækkuðu á tímabilinu des- ember 1980 til desember 1982 um liðlega 41,6%, sem er 6,3% minni hækkun en varð á fram- færsluvísitölu á sama tíma- bili. Skúli Jónsson hjá Vinnuveit- endasambandinu sagði í samtali við Mbl. í gær að fyrirtækin væru að firra sig greiðsluábyrgð með þessum uppsögnum og aldrei fyrr hefðu svo víðtækar uppsagnir átt sér stað í fiskvinnslu á Islandi, enda væri ljóst að hjá fjölda byggðarlaga um allt land myndi allt atvinnulíf lamast. Skip, sem stöðvast hafa í verk- falli sjómanna, skipta hundruðum, en talsvert á fimmta þúsund und- irmenn og vélstjórar eru nú í verkfalli. Bundnir við bryggju Svo til allur fiskiskipafloti landsmanna er nú í höfn vegna verkfalls undir- manna og vélstjóra. Síðustu skipin, að undanskildum þeim 11, sem fengu leyfi til að selja erlendis eftir ára- mót, koma til hafnar í dag. — Viðlegurými í Vest- mannaeyjum er nú allt nýtt, enda allur floti Eyjamanna í höfn. I.jósm.: Sigurgcir Miklar deilur í ríkisstjórn um aðgerðir samhliða fiskverðsákvörðun: 14—18% hækkun fiskverðs - olfugjaldið óbreytt áfram Hróflað við vísitölunni til að draga úr einkaneyzlu á næsta ári TALIÐ ER LÍKLEGT, að hækkun riskverós, sem gilda á frá áramótum, verði á bilinu 14—18%. Hins vegar var í gær talið ólíklegt, að fiskverð verði ákveðið fyrr en kemur fram í janúar þar sem samkomulag hefur ekki náðst innan rikisstjórn- arinnar um nauðsynlegar aðgerðir samfara fiskverðsákvörðun. Samkvæmt upplýs- ingum Mbl. hafa þeir Svavar (lestsson og Steingrímur llermannsson fallið frá hugmyndum sínum um breytingu á olíugjaldi og er búist við, að ný lög um það lítt eða ekki breytt líti dagsins Ijós á næstunni. Þá er heldur ekki talið framkvæman- legt að gera breytingar á stofnfjársjóði. Sjómenn hafa hins vegar haft uppi kröfur um niðurfellingu þessara gjalda og ekki er vitað hvernig þeir bregðast við óbreyttu olíugjaldi. lllovjrjvmhTníub kcmur næst út sunnudaginn 3. janúar 1982. í kjölfar fiskverðsákvörðunar er búist við gengisfellingu og verði fisk- verð hækkað um 18%, eins og stjórn- völd telja að sjómenn þurfi að fá, þyrfti að fella gengið um 15—20% þar sem frystingin er nú rekin með tæplega 9%' halla að mati Þjóðhags- stofnunar. Talið er líklegt að um- rædd gengisfelling verði „ekki í einu stökki" heldur verði fyrst um gengis- fellingu að ræða og síðan hratt geng- issig. Hins vegar tala ráðherrar Al- þýðubandalagsins um millifærslu á milli greina til að koma traustari fótum undir frystiiðnaðinn og/eða að nota „hagnað Seðlabankans", sem þeir hafa ítrekað rætt um. Fundur hófst í Yfirnefnd Verð-- lagsráðs sjávarútvegsins klukkan 13.30 í gær og lauk honum um klukk- an 18. Nýr fundur hefur verið boðað- ur eftir hádegi í dag, gamlársdag, og rætt hefur verið um Yfirnefndar- fund laugardaginn 2. janúar. Næsta litlár líkur eru á fiskverði næstu daga og sömuleiðis bíða aðrar efna- hagsaðgerðir fram yfir áramót. Rík- isstjórnarfundur hefur ekki verið boðaður, en sérstök ráðherranefnd er að störfum. Hvorki í nefndinni né ríkisstjórninni sjálfri munu aðilar á eitt sáttir um aðgerðir og hafa t.d. Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds deilt um olíugjaldið. Ríkisstjórnin stefnir að því, að ekki líði langur tími á milli ákvörðunar fiskverðs og þess að tilkynnt verður um hliðar- ráðstafanir. Talsmenn útgerðarinnar telja, að í tölum Þjóðhagsstofnunar um af- komu útgerðar felist nauðsyn á 23,5% hækkun fiskverðs. Sjónarmið stjórnvalda eru hins vegar þau, að 18% hækkun fiskverðs komi útgerð- inni á réttan kjöl og rúmlega það. Máli sínu til stuðnings benda stjórn- arliðar á, að útgerðin hafi í mál- flutningi sínum ekki tekið tillit til verðbreytingafærslna. Einnig hefur komið fram í máli ráðherra, að það sé „efnahagslega óhagkvæmt að gera stöðu útgerðar of góða“ og benda þeir í því sambandi á, að ásókn í fiskiskip sé þegar meiri en nóg þrátt fyrir slæma stöðu útgerðar sam- kvæmt útreikningum Þjóðhags- stofnunar og annarra aðila. Heimildarmenn Morgunblaðsins sögðu í gær, að ljóst væri að „veru- legar efnahagsráðstafanir“ þyrfti að gera á næsta ári. Til viðbótar erfið- leikum innanlands, þ.e. bág staða flestra greina sjávarútvegs eins og sjá má m.a. af stöðu frystiiðnaðarins og óvissu í loðnuveiðum, koma til verulegir erfiðleikar í sölu á áli og járnblendi. Þetta sögðu heimildar- menn þýða að draga þyrfti úr einka- neyzlu og sögðust telja, að helzta leiðin í því efni væri að „hrófla við vísitölunni". 94 íslenzkum sjómönnum bjargað úr sjávarháska í ár 71 Islendingur hefur látizt af slysförum á árinu Á ÁRINIJ sem er að líða hefur 94 íslenzkum sjómönnum verið bjarg- að úr sjávarháska samkvæmt upp- lýsingum Slysavarnafélags Is- lands, þar af björguðu sveitir SVFÍ 37 sjómönnum með fluglínu- tækjum úr strönduðum skipum. Sjómönnunum var bjargað úr 14 skipsköðum, 8 skip sukku, 5 strönduðu og eitt brann og sökk síðar. Flestum var bjargað er Mávur strandaði í Vopnafirði eða 16, þegar Berglind sökk við Ný- fundnaland var 12 bjargað, 11 er Katrín sökk á Skeiðarársandi og 11 þegar Tungufoss sökk við Lands-End á Englandi. Þetta eru þau tilvik er flestum var bjargað. Á árinu hafa björgunarsveitir Slysavarnafélags íslands verið mjög farsælar í störfum. Alls hafa sveitir SVFÍ bjargað 37 ís- lenzkum sjómönnum með flug- línutækjum á árinu sem er ein hæsta tala, sem um getur í sögu féiagsins. 71 íslendingur hefur farizt af slysförum á árinu sem er að líða samkvæmt yfirliti SVFÍ, þar af létust 10 erlendis. í fyrra létust 83 íslendingar af slyförum í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.