Alþýðublaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBtiAÐIB Enn um kosningamar. Paö voru góðar fréttir, sem bárust hingað um kvöldið sem kosið var, pó hvorugt kæmi á óvart: Vilmundur kosinn á ísa- firði og Haraldur á Seyðiisfirði, báðir með stórum meirihluta. En framhaldsfréttirnar urðu ekki eins góðar — í stuttu máli: atkvæða- tala Alþýðuflokksins varð úr flestum kjördæmum lakari en við mátti búast, og pingmannatala minkaði um einn, pó flestir hefðu búist við að flokkurinn héldi pingmannatölunni. Það er auðséð að íhaldið (gamla) er enn sterkara en viö befði mátt búast eftir alla frammisitöðu pess að fornu og nýju: pað hefir enn pá á að skipa hér um bil prem kjósendum fyrir hvern einn kjósanda Alpýðu- flokksins (atkvæðatala íhaldsins á öilu landinu liðlega 17 pús., en atkvæði Alpýðuflokksins Iiðl. 6 pús.). Litið mun Alpýðuflokkurinn pó hafa mist af atkvæðum til í- haldsins, en hitt er, að pað mun hafa smalað betur óvissum at- kvæðum en Alpýðuflokkurinn, en par eð pví tekst pað betur við hverjar kosningar, er rétt að telja ihaldinu alla pessa vafagemlinga. Atkvæðatala Framsóknarflokks- ins hækkaði gifurlega, og fékk flokkurinn 13 840 atkvæði, en pað er sem næst pví að Framsókn hafi 7 kjósendur fyrir hverja 3 alpýðukjósendur. Víst er, að Alpýðuflokkurinn hefir við pessar kosningar mist mörg atkvæði til Framsóknar- flokksins; á pað við bæði um Reykjavík og kauptúnin. Alpýðu- frambjóðendur hafa í flestum kjör- dæm'um verið í peirri aðstöðu, að almenningur áleit pað sem hann kallaði „gagnslauist" að kjósa pá, par eð hann vissi að pað lék að eins á tvennu um pað, hvort íhaldsmaður eöa Framsóknarmaður yrði kosinn. En óvildin tii íhaldsins ér svo rótgróin, að stór hluti af Alpýðu- flokksmönnum í kauptúnum landsins hafa kosið Framsókn ti.1 pess að losna við íhaldið, og pað pó aö.almálið, sem kosið var um, væri réttlát kjördæmaskipun, er F r a m só k na vf 1 okkur i n n barðdst á móti. Hvort Framsókn tekst að halda pessum alpýðu-atkvæðum, skal ósagt látið, en harla er pað ólíklegt. Pað mun pó ver,a rétt, sem einn Framsóknarpingmaður sagði núna eftir kosningarnar: „Við lifum á óvildinni til íhalds- flokksins", og meðan hræðslan er við ab íhaldið (gamla) nái aft- ur völdum, verður jafnan nokkur hætta á pessu sama, par til verkalýöurinn hefir allur fengiö skilning á pví að jhöldin eru tvö og bæði vond, pó annað sé ef til vil I verra. Flugvél í smíðum í Reykjavik. íslenzkur bifreiðarstjóri er að smíða haua. Mcignús Guojónsson. Alpýðublaðið fékk pá merki'egú fregn, að íslenzkur bifreiðar- stjóri, Magnús Guðjónsson, setn á heima á Nönnugötu 7 hér í bænum, væri að smíða flugvél. Til pess að fræðast nánar um petta fór einn af starfsimönn.um blaðsins heian til Magnúsa'r í gter. - Ég hefi heyrt, að pú sért að smíða merkiiegan grip og langar Aipýðublaðið að vita nánar par urn. — Rétt er pað, segir Magnús. Ég hefi flugvél í srníðum, en ég verð eingöngu að vinna að smíði hiennar í tómStundum mínum og sækist pví verkið ekki eins fljótt og ég hefði kosið. - Hvers konar flugvél er pað, sem pú ert að smíða? — Landflugvél. — Hvar vinnur pú að smíðinniV — Ég er starfsmaður í verk- stæði B. S. R., sem er á mel- unum, par sem olíugeymsla Landsverzlunarinnar var áður, andspænis loftskeytastöðinni, og par vinn ég einnig að gmíöi flug- vélarinnar. — Hvenær byrjaðir pú á að smíða hana? — I febrúar í vetur. En áöur hafði ég lengi unnið að teiknii'ng- unum. Gerð flugvélarinnar er ekki stæid, heldur hefi ég farið eftir pví, sem ég álít hagkvæmast og pó ódýrast, en vandað til hennar, svo sem ég hefi frekast haft föng á. Hve nær hugkvæmdist pér að smiða flugvél? — Síðan eru um tvö ár. * - Nær býstu við, að flugvélin verði fullger? — Mig langar til að pað verði í ágústmánuði í sumar, en hins vegar býzt ég við, að fjárskortar og tímaskortur muni seinka svo framkvæmd verksins, að ég geti ekki lokið pví s,vo snemma. — Hefir pú haft einn allan kostnað af smíÖinni? Ekki að öliu leyti. Aðallega hefir einn maður hjálpað mér um nokkurt fé til pess, sem peg- ar er aflokið, og auk pess liafa bæði verzlunin „Brynja“ og Foss- berg verið mér hjálpleg við að lána mér efni til smíðisins ura óákveðinn .itíma. Mestur hluti kostnaðarins hefir pó komáð á mig. En ég hefi góða von um, að ég fái fjárhagslegan stuðning til pess .að kaupa hreyfilinn (mótor- inn), enda get ég ekki keypt hann af 'eigin efnum. — Hvernig verður hreyfiilin.n? |— Það mun verða stjörnumótor (loftkælimótor). — Hve margra hestafla? — 80—100. — Hvað á flugvélin að geta borið marga menn? . — Einn farpega auk flugmanns- ins. — Hvað ætlar pú að flugvélin kosti fullgerð? — Um pað get ég ekki sagt að svo stöddu. Auk hreyfilsins er ko.stnaðurinn einkurn vilnnan við smíðina, en efnið er tiltölulega ódýrt. — Hvaða efni notar pú mest? — Það er mest alt askur og amerísk fura, sem mikið er notað í flugvélar, en kringum hreyfiiinn verður eingöngu aluminilum. Flug- véiin verður klædd flugvélalérefti eins og flestar landflugvélar eru. Hvað urn stærð hennar? — Hún verður 33 fet milli vængbrodda og lengdin 17 fet, auk stýrisins. — Hafa nokkrir peir menn aðrir skoðað flugvélina, sem kunnáttumenn eru á pví sviði? — I Þýzki flugvélasmiðurilnn Schweikowski og flugmennirnir, sem starfa hér hjá Flugfélaginu, hafa skoðað hana. Hafa peir lok- ið á hana lofsorði og látið í Ijós mikinn áhuga á pví, að mér auðn- ist að ljúka smíði hennar. Magnús Guðjónsson er 31 árs að laldri. Það var hann, sem meiddist árið 1927 við vinnu við snjómokstursbifreiðina nálægt Kolviðarhóli. Vonandi verður pess ekki mjög langt að bíða, að flugvélin hans sjáist líða um loftin blá, og mun marga fýsa að v-erða farpegar í hinni fyrstu flugvéi, sem smíðuð er á islandi. Nantlísis. Cprk í írlandi 22. júní. UP.-FB. Wiikins hefir tilkynt, að „Nau- tilus“ verði siglt til Plymouth að' aflokinni bráðabirgðaviðgerð, en kveðst vera ákveðinn í að leggja mpp í norðurferðina paðan, eftir að fulinaðarviðgerð og -eftirlit hafi farið frarn par. „V ef ðiblallanu. Verðap Haæjjt að gera við hana? Alpýðublaðið h-efir spurt Pálma Loftsson, framkvæmdastjóra. Flugfélagsins, hver vera muni or- sök pess, ,nð „Veiðibjallan“ fór um. Kveður hann engan vafa á, að sjór og vindur hafi pví valdíð. Þegar annar vængurinn hefi dif- ist í ,sjóinn, pá hafi vindi lostið undir hinn, svo að henni hafí hvoift. I gær var flugvélin dregin á land og er v-erið að rannsaka skemdirnar. Spurði Alpýðublaðið Pálma, hvort pæx myndu vera mjög miklar. Kvað hann ran.n- sókn á pví ekki lokið, en ekki væri örugt um, nema hún kynni jafnvel e. t. v. að vera alveg ónýt, pví að flugvéiar pola illa að liggja pannig lengi í söltum sjó. Kemur pað væntanlega bráö- lega í ijós, hvort hægt verður að gera við hana. — „Súlan“ hefir verið í viögerð, og er gert ráð fyrir, að hún verði búin til flugs að áiiðinni. pessari viku. Frá Spáni. Madrid, 22. júní. U. P. FB. Inn- anríkisráðherrann hefir tilkynt, að 872 frambjóðendur v-erði í kjörí í pjóðpingskos-ningunum 28. p. nx. Jafuaðaraieiiíj í meirl- hluta á Eskifiiðl. Eskifirði, 22. júní. Kosning á fjórum mönnum í hreppsnefndina hér fór fram í fyrra dag. Jafnaðarmenn komu að tveimur, „Framsókhar“-imenn einum og „Sjálfstæðismenn" ein- utm. Arnfinnur var kosinn oddviti. Hreppsnefndin er nú skipuð fjór- um ijafnaðarmönnum, tvehnur „Framsókn,ar“-mönnum og einum: „Sjálfstæðismanni“. Athugasemd. Ummæli pau, sem Alpbl, hefir leftir mér i gær um valdsvið út- varpsstjóra og útvarpsráðs eru færð úr lagi. Ég sagði að eins pað, s-em í reglugerð útvarpsins felst, en par stendur svo: „Út- varpsstjóTi getur krafist pess, að um pær ákvarðanir, er, mjög snerta fjárhag fyrirtækisins, verði leitað sampykkis atvinnumálaráð- herra.“ Geri ég ráð fyrir, að hann 1 hafi gert svo í petta sinn. Álykt- anir greinarhöfundar um, að út- varpsstjóri geti haft tillögur út- varpsráðs ,að engu, hafa við eng- in rök að styðjast. Reykjavík, 23. júní 1931. Páll Isólfsson..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.