Alþýðublaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.06.1931, Blaðsíða 3
AkMÐUBLAÐÍS 3 Áfengismállð. Senðisvelnn fmuplar eitrinn í Reyklavíkur Apoteki. Pegar þeir félagar, er létust af áfengiseitruninni, voru látnir, skoðuðu iæknar þá, og urðu þeir sammála um, að þeir hefðu látist af því að drekka trésþiritus. Lög- reglan lét þegar kryfja líkin og við rannsókn í rannsóknarstofu rikisins kom í ljós, að þetta var rétt. Lögreglan hóf þegar rann- sókn í því, hvar þeir félagar hefðu fengið eitrið,' og fékk hún fljótt grun um að skiþsmenn á togaxanum „Hilmi“ gætu e. t. v. gefið einhverjar þýðingarmiklar upplýsingar. En togarinn var þá farinn út á sjó. í gær um hádegi kom togarinn hingað, og fóru lögreglumenn í báti á móti hon- um og stöðvuðu hann úti á ytri höfn og hófu rannsókn. Voru allir skipsmenn yfirheyrðir. Að því • loknu þóttist lögreglan finnia, að hjálpamiatsveinninn, 16 ára að aldri, myndi geta gefið upplýs- ingar og tók hún hann því með sér á lögregiustööina. Játaði hann þar, að hann hefði fengið bróður sinn, 14 ára sendisvein, í Reykja- víkur Apóteki, til að útvega á- fengi þar, og kvaðst hann hafa gert þetta samkvæmt þrábeiðni Rafnkels. Þegar þessi játning var fengin náði lögreglan i sendi- sveininn og játaði hann, að hann hefði farið ofan í kjallara Apó- teksins kl. 12—1 á laugardag og náö þar í heilflösku af spíritus. Var þá fátt manna í Apóíekinu. í kjallaranuin voru um 60 brúsár með ýmsum lyfjum, en hann fann af þes.sum brúsa svo sterka spíri- tuslykt, að hann taldi vist að það væri hreinn spíritus. Flöskuna fór drengurinn með heim til sín og geymdi hana þar, en afhenti hana • bróður sinum síðar um daginn, sem síðan afhenti Rafnkeli hana. Þannig er þetta mál fyllilega upplýst. Skuldagreiðsluhlé. Washington, 22. júní. U._ P. FB. Seint á laugardagskvöld tilkynti Hoover forseti, að Bandaríkja- stjórn legði til að frestað væri öllum ófriðarskuldagreiðslum milli ríkja og hernaðarakaðabóta- greiðslum um eins árs bil, bæði afborganagreiðsium og vöxtum, í því skyni að vinna bug á heims- kreppunni. Tillagan er bundin þvi skilyrði, að þjóðþing Bandaríkj- anna fallist á hana, en samþykki þjóðþingið þetta, verður fresitað öllum skuldagreiðslum erlendra ríkja við Bandaríkin frá byrjun fjárhagsársins 1. júlí, ef sam- komulag næst yfirleitt milli rikj- anna um þetta fyrirkomulag. Hins vegar leggur Hoover áherzlu á, að hann sé mötfallinn því, að ó- friðarskuldirnar verði gefnax eftir og einnig því, að Bandaríkin hafi afskifti af máléfnum Evrópuríkjá, öðrum e n þeim, sem snúa að Bandaríkjunum. — Tillögur stjórnarinnar hafa vterið sendar tólf aðaÞskuldunautum Banda- ríkjanna meðal Evrópuríkja. Síðar: United Press hefir fregn- að það, að Hoover forseti telur sig hafa gildar ástæður til að ætla, að bæði Bandaríkin og Ev- rópuríkin fallist á tillögurnar. Hoover forseti er nú sem stend- (ur í Rapidian Camp í Virginiu í sumarhvíld. Hefir honum borist skeyti frá Hindenburg, sem var komið af stað áður en skeyti arn- erísku stjórnarinnar um framan- greindar tillögur barsit til Berlín- ar, og er í sfceyti Hindenburgs lýst á þann hátt fjárhagsástandi Þýzkalands og afleiðingum þess, að Hoover ákvað að birta það ekki. Lundúnum, sama dag: MacDonald hefir tilkynt boð- skap Hoovers Bandaríkjaforseta í nebri málstofunni, og taldi bann gleðiefni. Kvað hann stjórnina reiðubúna til að undirbúa málið í einstökum atriðum fyrir sitt leyti, til þess að engin töf yrði á fram- kvæmdum. Stanley Baldwin og Lloyd George töldu sig samþykka því, er MacDonald hafði sagt. Deildin tók boðskapnum og ræðum flokksleiðtoganna án þess að Iáta í ljós ’á nokkurn hátt hve merkilegt mál er um að ræða. Frá Brússiel er símað, að Hy- mans hafi skýrt frá boðskapnum í einstökum atriðum, en frestað að láta álit sitt i ljós, unz hann hefði kynt sér málið betirr. Frá Rómaborg er símað; að Grandi hafi veitt hendiherra Bandarikjanna, Garrett, áheyrn til þess að ræða boðskap Hoovers, siem Garrett hefir lagt fyrir ítölsku stjórnina. Grandi hefir síðan rætt málið við Mussolini og hina ráðherrana. Er búist við, að ítalska stjórnin mUni fallást á tilboð Hoovers. Frá Washington er simað, að Stimson utanríkismálaráðherra sé mótfallinn því, að tilboð Banda- rikjastjórnar verði rætt á ráð- stefnu, heldur telji hann heppi- legra, að hvert ríki um sig taki ákvörðun sína og svör komi greiðlega, en það muni tryggja, að árangurs af tilboðinu sé skjót- lega að vænta. FrainÍMii iskast á eitiitöldum vörum tií jíkisskipanna og sjákrahúsa iíkisins^í^grend við Reykjavík. Rúgbrauð, nopinislbrasið^ hveitibrMð Akveðið verð pr. stykki. M ðði'smi iegrandiMsCfoFamfla, ákveðin afsláttur fiájitsöluveiði, Máaiaðoi'iiotkiiM cas Normalbrauð 600 stk. Rúgbrauð 1000 — Hveitibrauð 2000 — Tilboðin gilda frá 1. júli 1931 til 1. jan, 1932 og veiða opnuð hjá undir- rituðum í skrifstofu Skipaútgerðar rík- isiris í Arnarhváli hinn 30. p. m kl. 10 f. h HjortuF Isifgþérsssosi. Miðstöðvarofnar. Laugardaginn 20. júní sl. var fyrirspurn í Alþýðublaðinu með þessari yfirskrift frá áskrifanda. Og af því blaðið vísar fyrirspurn- inni til lesendanna, og ég er einn af þeim, þá myndi ég með á- nægju leitast við að svara spurs- málinu ef það væri ekki alt of flókið að svara því eins og það er úr garði gert. Maður gæti haldið, að spyrjandinn þekti ekki nema að eins eina tegund mið- stöðvarofná. Auðvitað geri ég ráð fyrir, að hann eigi við þær teg- undir, sem nú eru alment not- aðar, en þær eru sarnt það marg- ar að ekki er hægt að svara þvi, hvað mörg rif þurfi í hvert ein- stakt bcrbergi, nema tiltekin sé einhver viiss tegund ofna og ein- hver viss stærb af þeirri tegund. En ég skal nú gera ráð fyrir aö spyrjandinn meini allra algeng- ustu tegundina, sem er Clrtssic gerðin. Svo geri ég ráð fyrir að átt sé við rnest notuðu stærðina af þeirri tegund, sem er 22 cm. á breidd og 92 cm. á hæð rneð löppunum, siem ofnin stendur á, eða 84,8 cm. án lappa á hæö. Þeitta rif (eða element á útlendu máli) á að gefa fullkominn hita í tæpra 3 teningsmetra loftrúm í herbergi, sé herbergið eða stof- an ekki með óvenjumörgum gluggum, eða öðrum þvílíkum út- búnaði, sem mikið getur aukið kulda. Annars er ekki mögulegt að gefa nákvæmt svar, sem get- ur gilt fyrir alla. Það verða að vera fullkomnar upplýsingar við hendina í hverju einstöku tilfelli. Að öðru leyti vil ég vísa til greina, sem ég skrifaði síðast- liðinn vetur um upphitun húsa með miðstöðvartækjum í blað, sem gefið er út hér í Reykjavík og heitir „Frámtíðin". Þar er nánar skýrt frá þessum atriðum. Loftur Bjarnason járnsmiður. Síjðmarsbiflln I AustnrriRi. Vínarborg, 20. júní. U. P. FB. Seipel, fyrrverandi kanzlari, hef- ir myndað stjórn með tilstyrit „Kristilegra jafnaðarmanna“ [svo nefna austurriskir íhaldsmenn sig, því að ekki skortir íhaldib flærðinaj og bænda. Síðar: Vegna þess, að bænda- þingmenn, sem fylgja Panger- man, neituðu á seinustu stundu að vera þátttakendur í ráðuneyti Seipels, varð Seipel að tilkynna,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.