Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 13 Rabbað við sjómenn í Eyjum um stöðvun flotans „Stjórnvöld sem krakkar f sandkassaleik“ Morgunblaðið tók nokkra sjómenn í Vest- i mannaeyjum tali um stöðu mála í útveginum en { þar eins og í öðrum verstöðvum landsins er þungt hljóð í mannskapnum vegna óákveðni I stjórnvalda í lausn deilunnar við sjómenn. Menn bíða tilbúnir að róa og í fyrradag þegar fréttir gáfu til kynna að verið væri að semja kom fíðringur í menn sem eru með báta sína tilbúna og síðdegis á þriðjudag var búið að færa marga báta utan á Nausthamarsbryggjuna þannig að þeir biðu einnig tilbúnir við rásmark. Við inntum sjómenn eftir áliti þeirra: „Hörmung og skömm að fiskverð skuli ekki koma“ „Það var ekkert hægt annað en að fara út í þessar aðgerðir eins og málum var komið og þau verða því að hafa sinn gang, en það er ljóst að við höfum dregist svo aftur úr í kjaramálum á und- anförnum árum að þetta var það eina sem unnt var að gera,“ sagði Grímur Magnússon, há- seti, í samtali við Mbl. „Það má segja að það sé skömm að því að hafa ekki tekið fastar á fyrr, en hins vegar er skömm að því hvað það gengur seint að koma þessu máli í höfn og það er hörmung og skömm að því að fiskverðið skuli ekki koma strax. Það virðist vera að það eigi að skammta sjómönnum skít og skömm eins og fyrri dag- inn úr hendi þessara stjórnvalda sem hafa afgreitt málið slælega og það er því ekkert undarlegt að sjómenn skuli vera óánægðir með stöðuna og argir út í stjórn- völd.“ „Mér líkar staðan illa og tel að það hafi verið óhjákvæmilegt að grípa til þessara aðgerða til þess að minna stjórnvöld á að það er til stétt í þessu landi sem heitir sjómenn," sagði Pétur Erlings- son, háseti á Bjarnarey, í sam- tali við Mbl. „Stjórnvöld og útvegsmenn hafa brugðist í stöðunni og þess vegna er þetta í hnút. Það eru allir sjómenn sem ég hef talað við á einu máli um það að það eina sem dugi gegn stjórnvöld- um séu ákveðin vinnubrögð og samstaða," sagði Pétur. „Stjórnvöld að brjóta landslög á sjómönnum“ „Þetta eru eðlileg viðbrögð sjómanna í stöðunni, því það er verið að brjóta landslög á okkur og menn ættu því ekki að verða neitt hissa," sagði Guðfinnur Þorgeirsson, skipstjóri á Árna í Görðum, í samtali við Mbl. um stöðuna í útvegsmálum landsins. „Við fengum sýnishorn af fram- komu stjórnvalda í haust leið varðandi síldarverðið," hélt Guð- finnur áfram, „og biðum þá í tvo mánuði og síðan var beðið um vikufrest. Það er verið að halda því fram að við séum þrýstihóp- ur, en það er fjarri lagi að svo sé, við erum að krefjast þess að landslögum sé fylgt, landslögum sem stjórnvöld þessa lands eru að brjóta á okkur, þetta er allt heimatilbúið hjá þeim og það er undravert hvað menn hafa þag- að lengi.“ „Heimatilbúinn hnútur ríkisstjórnarinnar“ „Mér fannst nauðsynlegt að grípa til þessara aðgerða, það var ekkert annað að gera, við höfum dregist svo mikið aftur úr öðrum stéttum í kjörum," sagði Oddsteinn Pálsson, vélstjóri á Kap II, í Eyjum. „Þá er það ljóst að stjórnvöld landsins hafa ekki flýtt fyrir því að leysa málið, þau virðast vilja láta semja fyrst við sjómenn til þess að geta síðan skellt á geng- isfellingu sem mun að sjálfsögðu gleypa allt sem samið verður um og ríflega það. Fólk er orðið langþreytt á þessum heimatil- búna hnút ríkisstjórnarinnar." „Blaður stjórnvalda“ „Mér finnst háðung að verið sé að blaðra um eitthvað í stöðunni sem skiptir litlu máli að mínu mati, því ég tel fiskverðið skipta miklu meira máli en umræður um helgarfrí," sagði Einar Ól- afsson, skipstjóri og útvegsbóndi á Kap II VE, í samtali við Mbl. „Ég styð sjómenn ákveðið í því að olíugjaldið sé ekki tekið af þeim, því það er öll þjóðin sem á að taka þátt í þessu. Stjórnvöld virðast meta þetta þannig að ef um væri að ræða niðurgreiðslu á kjöti þá ætti fjósamaðurinn einn að borga reikninginn. Ég styð þá kröfu sjómanna að olíugjaldið fari út úr samningum þeirra nú, en stjórnvöld hafa ekki verið nærri nógu atkvæðamikil, þau hegða sér eins og krakkar sem eru í sandkassaleik en eru sífellt að rífast og kenna hvert öðru um mistök sem koma upp. Stjórn- völd eru einfaldlega með helvítis blaður í málinu á sama tíma og menn eru orðnir langeygir eftir að deilan leysist," sagði Einar Ólafsson. „Þá væru allir koppar á sjó“ „Því miður ræð ég ekki yfir þessum málum, því þá væru allir koppar á sjó,“ sagði Guðjón Pálsson, skipstjóri og útvegs- bóndi á Gullberginu VE, í sam- tali við Mbl. „Þetta er ill staða, en ég sé ekki hvernig er hægt að skipta því sem ekki er til. Fyrst er að vita gengið, síðan að finna verðmætið. Reykjavíkurlýðurinn í þjónustukerfinu er búinn að totta allt þjóðfélagið í botn og þess vegna er ríkjandi þessi vit- lausa skipting á kökunni. Það hefur nefnilega algjörlega gleymst í stöðunni að skipta fyrst til handa þeim sem afla verðmætanna, segjum að það gangi upp, en síðan má þynna út eftir því sem skynsemin metur gildi starfa í þjóðfélaginu. Við höfum ekkert að gera með fleiri krónur verðlausar, en sjómenn eiga tvímælalaust rétt á sömu launahækkun og aðrir lands- menn.“ — á.j. Kjör og vinna bátasjómanna Eftir Leif Halldórs- son stýrimann Stærsti hluti íslenzkra sjó- manna á línu- og netabátum gerir ekki meira en svo að ná 10.000,- kr. að jafnaði á mán- uði í þénustu. A ég þá við há- seta, en þeir eru 7 af 12 manna skipshöfn. Hver háseti hefur 1 hlut, kokkur hefur 114, 2. vél- stjóri hefur 114, stýrimaður hefur 114, skipstjóri hefur 2 hluti. Þeir, sem ekki þekkja til, og þeir eru æðimargir, trúa því vart að það teljist til undan- tekninga á netavertíðinni að sleppa með minna en 16 tíma vinnu á sólarhring, jafnvel þó veiði sé treg. Stöðugt er verið að leggja og draga, leita fyrir sér um nýjar fiskislóðir og daglega er endurnýjaður ein- hver hluti veiðarfæranna. Of seint er að endurnýja þegar fiskurinn er genginn hjá. Þegar aflahrota stendur yfir er oft staðið meira og minna heilu sólarhringana á mörgum skipum, þó flestir skipstjórar reyni að gefa 6 tíma svefn á sólarhring. Verst er þó, að oft er hvíldin ekki samfelld og kemur þá ekki að sama gagni, því ekki geta allir slökkt á sér eins og á lampa. Alloft koma í fjölmiðlum fréttir af aflahrotum og er þá talað um hlut sjómanna þenn- an mánuð eða viku sem afla- hrotan stendur. Er þá reiknað- ur út sólarhringshlutur áhafn- arinnar, oftast yfirmanns. Komið hefur fyrir í einstökum tilfellum að skip hefur losað 100 tonna afla yfir sólarhring- inn, hef ég aðeins einu sinni lent í slíku og er þó búinn að róa á yfir 20 netavertíðum og oftast með landskunnum afla- mönnum. Þessar fréttir eru mjög ruglandi þegar á heildina er litið, því mánuðinn á undan hefur kannski varla aflast fyrir tryggingu en hún er hjá háseta í dag á bátum sunnan- lands kr: 7.600,- á mánuði, en hjá Vestfjarðabátum milli 9 og 10.000.-. Er þetta það gull, sem Magnús Bjarnfreðsson og fleiri sjá streyma í vasa sjó- manna. (Dagbl. & Vísir 7/1 1982.) Við skulum líka líta á björtu hliðarnar. Línubátar á Vest- fjörðum öfluðu ævintýralega vel á sl. ári, hæsti bátur á vertíðinni var með um 920 lestir af vænum fiski (þorski) um og yfir 4 kg, en þarf að vera 5 kg til að ná hæsta verð- flokki, sem yfirleitt er ekki til nema á pappírunum hjá Verð- lagsráði. Umrætt skip aflaði um 1700 lestir yfir árið, 914 mán. úthald. Þetta er geysi- mikill afli á línu. (Sennilega mesti afli á landinu og þá ör- ugglega í heiminum.) Háseta- hlutur var 143.300.- kr. Þess má geta að línufiskur er viður- kenndur sem besta hráefnið sem völ er á hvað fisk snertir. Vinnutíma á línubát á Vest- fjörðum með fulla línulengd, 48—52 bjóð, er þannig háttað: 2 tímar í lögn (koma línunni í sjó), þá oftast 2 tímar í hvíld fyrir utan 1 vaktmann. Línu- drátturinn tekur um 10 klst. sé veður og straumar hagstætt. 114—1 tímar í löndun (eftir aflabrögðum). 14 tíma stöður fyrir utan siglinguna fram og til baka á miðin. Þannig er oft um 19 tíma vinna hjá þeim „Það eru ekki sjó- menn og útgerðar- menn, sem eru að setja þjóðina á hausinn. Það eru orðnir of margir munnar að fæða, sem ekki gera nógu mikið þjóðfélagslegt gagn.“ sem standa stímið. Þeir, sem til þekkja, sjá að ég tek aðeins bestu skilyrðin hvað vinnu- tímann varðar. Ég hirði ekki að tala um vinnu sjómanna við málningarsnatt á milli ver- tíða. Rétt er að taka það fram að á línu- og netabátum þekkjast vaktaskipti ekki. Erfitt er að kyngja því frá mönnum, sem stunda atvinnu sína í þægilegum stól og virð- ast ekki svangir, enda þurfa þeir ekki að búa við velting, ágjöf, ísbarning eða langtíma fjarvistir frá heimilum sínum, að við sjómenn séum á of dýr- um og góðum skipum og of margir á. Þvílíkur ókunnug- leiki. Það er til algerrar skammar að ekki skuli vera búið að byggja yfir hvern ein- asta bát, sem hefur stærð til þess, eins djarft og sótt er á þessum bátum. Hvað það varðar að of margir menn séu á hverju skipi, skal á það bent að hlutfallið á milli afla og fjölda í áhöfn er alltaf að aukast á hvern einstakan sjó- mann. Mjög athyglisvert er að sárafáir menn yfir 35 ára ald- ur fyrirfinnast sem hásetar á fiskiskipum, menn halda þetta einfaldlega ekki út. Ég hef ekki minnst á loðnu- skip eða skuttogara. Best væri að einhverjir, sem á þessum skipum starfa, gerðu það sjálf- ir svo ekki verði á neinn hall- að. Hitt má ljóst vera, þótt ekki hafi það komið fram í fjölmiðlum undanfarið, að fleiri eru á skuttogurum en skipstjórar og ekki eru allir hæstir. Nei, það eru ekki sjómenn og útgerðarmenn, sem eru að setja þjóðina á hausinn. Það eru orðnir of margir munnar að fæða, sem ekki gera nógu mikið þjóðfélagslegt gagn. Sjómenn og verkafólk í út- flutningsgreinunum eru orð- inn svo lítill hluti af þjóðinni að hún stendur ekki lengur undir sér. Patreksfírði, 10. jan. 1982,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.