Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 27 Minning: Egill Hallgríms- son fyrrv. kennari Egill Hallgrímsson kennari, er látinn á nítugasta og öðru aldurs- ári. Með honum er mætur maður genginn. Hér verður aðeins með fáum orðum minnst eins þáttar í merku ævistarfi Egils, en það eru afskifti hans af stofnun og starf- semi Vísindasjóðs. Egill Hallgrímsson var atorku- samur hugsjónamaður og liggja spor hans á langri ævi víða og alls staðar í þágu menningar og þjóð- þrifa. Eitt af áhugamálum hans var að efla vísindalega þekkingu í landinu og styrkja efnilega unga menn á því sviði. Það var því í aprílmánuði 1955, að Egill Hall- grímsson boðaði nokkra kunna ís- lenska vísindamenn til fundar á heimili sitt að Bárugötu 3 hér í borg til að ræða um sjóðsstofnun í þessum tilgangi. Voru fundar- menn allir á einu máli, að slíkur sjóður myndi hafa miklu og þörfu hlutverki að gegna. Of langt mál yrði að rekja hér framvindu sjóðs- stofnunarinnar, en þar koma margir mætir menn við sögu. Hins vegar má segja, að hugmyndir og framtak Egils Hallgrímssonar hafi með vissum hætti orðið kveikjan að stofnun Vísindasjóðs Islendinga. Þegar ég kynntist Agli fyrst var hann orðinn blindur en rökföst hugsun hans óskert og brennandi áhugi hans fyrir framgangi Vís- indasjóðs jafn sem fyrr. Þennan áhuga sinn sýndi hann og í verki svo myndarlega, að lengi mun í minnum haft. Hinn 30. desember 1974 boðaði hann enn til fundar, vegna Vís- indasjóðs, á heimili sínu og konu sinnar frú Elínar Pálsdóttur, að Bárugötu 3. Var á fundinum mætt þáverandi stjórn sjóðsins og stjórnarformenn deilda. Tilefni fundarins var, að Egill vildi minn- ast þess með nokkrum hætti, að hinn 1. desember næstliðinn voru 20 ár liðin frá því hann fyrst kom á framfæri hugmynd sinni um stofnun vísindasjóðs. Ávarpaði hann gesti sína og tilkynnti að þau hjónin hefðu ákveðið að gefa sjóðnum húseign sína, Bárugötu 3 í Reykjavík. I gjafabréfi fyrir eigninni segir m.a. um tilgang gjafarinnar: „Þar sem ég undirrit- aður, Egill Hallgrímsson, tel mig tengdan Vísindasjóði með þeim hætti, sem fyrr er greint, og mér er hugleikið að hann eflist og geti átt sem mestan þátt í að styrkja hvers konar vísindastarfsemi hér á landi, höfum við hjónin ákveðið í minningu ellefu alda byggðar á ís- landi, að gefa sjóðnum húseignina Bárugötu 3 í Reykjavík, ásamt eignarlóð ...“ Hugmyndin með gjöfinni var m.a. sú að Vísinda- sjóður gæti hagnýtt húseignina á þann hátt að bjóða innlendum eða erlendum vísindamönnum að búa þar í lengri eða skemmri tíma til vísindaiðkana. Egill sá hugsjón sína um stofn- un Vísindasjóðs rætast og fylgdist ávallt með framgangi sjóðsins og styrkveitingum hans. Hann hefði þó kosið að skipulag sjóðsins yrði með nokkrum öðrum hætti en raun varð á og vonað að fjárveit- ingar til hans yrðu nokkru meiri. Fyrir hönd stjórnar Vísinda- sjóðs votta ég frú Elínu og öðrum aðstandendum samúð vegna frá- falls Egils og færi fram þakkir fyrir höfðingsskap þeirra hjóna í garð Vísindasjóðs. Persónulega þakka ég þeim hjónum fyrir ánægjulegar stundir á heimili þeirra og kveð Egil Hallgrímsson með virðingu og þakklæti. Olafur Bjarnason Ungur kynntist ég Agli Hall- grímssyni, en í dag er útför hans gerð frá kirkjunni í Fossvogi. Hann andaðist í Borgarspítala 31. desember eftir ársvist þar og þungbæra elli. Egill var Suðurnesjamaður á allar hliðar og í ættir fram. Hann var fæddur í Vogum suður 14. febr. 1890. Þar bjuggu þá foreldrar hans, Guðrún Egilsdóttir og Hall- grímur Árnason, en þau voru bræðrabörn. Afar Egils voru bræður séra Sveinbjarnar, er fyrstur var ritstjóri Þjóðólfs, og til Egils ríka í Vogum sótti hann dalina, þá er hann vegna ofríkis landsyfirvalda fór til Hafnar og lét prenta blaðið þar undir nafn- inu Hljóðólfur. Guðrún, lang- amma Egils, var systir Svein- bjarnar rektors. Egill lauk prófi frá Flensborg- arskóla 1907 og frá Kennaraskól- anum 1910. Hann var næstu þrjú árin kennari í Leiru en haustið 1914 varð hann skólastjóri við barnaskólann í Stykkishólmi. Með aðstoð Sigurðar prófasts Gunn- arssonar tókst honum þegar haustið 1915 að koma á fót myndarlegum unglingaskóla í Hólminum. Var Egill skólastjóri hans og aðalkennari í 3 ár. Full- orðinn kynntist ég mörgum nem- endum hans þaðan, er allir báru þá sögu, að vera þeirra í skóla Eg- ils hefði komið þeim að býsna miklum notum. Ætíð spurði hann margs að vestan og sextugur stofnaði hann verðlauna- og styrktarsjóð við gagnfræðaskól- ann í Stykkishólmi. Haustið 1919 réðst Egill kennari að Miðbæjarskólanum í Reykjavík og kenndi þar óslitið til vors 1938. Þar lágu leiðir okkar saman að nýju, urðum samkennarar í nokk- ur ár, og æ síðan héldust með okkur góð og ánægjuleg kynni. Hugleiknast Var Agli að kenna náttúrufræði og reikning og um langt skeið hafði hann yfirumsjón með reikningsprófum í skólanum. Sökum kennslunnar fór Egill námsför um mörg Evrópulönd ár- ið 1927. Hann lét aldrei af að afla sér þekkingar og varð m.a. ágæta vel að sér í stærðfræði. Á sjötugs aldri hlýddi hann óslitið heilan vetur á kennslu í forspjallsvísind- um við Háskóla íslands. Árið 1918 tók Egill þátt í mæl- inganámskeiði Verkfræðingafé- lags íslands og litlu siðar naut hann kennslu tveggja verkfræð- inga í landmælingum og korta- gerð. Sá undirbúningur leiddi til þess, að hann fékk sumarstarf hjá Reykjavíkurbæ, og hélst svo í 8 ár, en þá vann hann að mælingu bæj- arlandsins og kortagerð. Eg heyrði Knud Zimsen hafa á orði, hve Egill hefði verið vel verki far- inn. Árið 1920 teiknaði hann kort af Reykjavík eftir uppdráttum bæjarins og eigin mælingum, en það gaf Reykjavíkurborg út í lit- um 1967. Á árunum 1926—1931 vann Egill á sumrum hjá Land- síma Islands og Bæjarsíma Reykjavíkur og ennfremur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Vitamálastofnun. Gerði hann þá m.a. fyrstu vitakortin á Islandi, en þau birtust í bókinni „Vitar ís- lands í 50 ár“. Þá vann hann að mælingum og uppdráttum á Þing- völlum fyrir undirbúningsnefnd hátíðarhaldanna 1930, og gerði á hennar vegum uppdrátt að bílvegakerfi landsins. Eitt af því, sem sárlega vantaði hér á landi sökum margvíslegrar mannvirkjagerðar, var ljós- prentstofa fyrir uppdrætti. Arið 1922 réðst Egill ásamt öðrum manni í að kaupa tæki og koma upp slíkri stofu. Brátt varð Egill einn eigandi hennar og starfrækti hana til ársins 1950. Samtímis rak hann einnig teiknistofu. Egill var mikill félagshyggju- maður og kom víða við i þeim efn- um, m.a. í Ungmennafélagi Vatnsleysustrandar, Kennarafé- lagi barnaskóla Reykjavíkur, Náttúrulækningafélagi Reykja- víkur, Félagi Suðurnesjamanna í Reykjavík og Skógræktarfélagi Suðurnesjamanna. Hann var frumkvöðull að stofnun sumra þessara félaga og í stjórn þeirra allra, oft sem formaður. Mikil var tryggð Egils við sína fornu heima- haga, sem birtist m.a. í áhuga hans á skógrækt þar syðra, en þar lagði hann lengi hönd að verki. Hann mun hafa orðið fyrstur manna til að hreyfa á prenti hugmyndinni um friðun Reykja- nesskagans. Þá lagði hann sig fram um, að minningu Jóns Þor- kelssonar Skálholtsrektors, sem var Suðurnesjamaður, væri sýnd- ur verðugur sómi. Egill reit marg- ar greinar í blöð og tímarit um hugmyndir sínar varðandi framtíð byggðar á Suðurnesjum. Sinni gömlu sóknarkirkju á Kálfatjörn gleymdi hann ekki og eigi heldur Flensborgarskóla, en þá er hann brautskráði fyrst stúdenta barst skólameistara bréf frá Agli, þar sem hann ánafnaði skólanum eftir sinn dag töluverðan hluta af bóka- safni sínu. Skógræktaráhugi Egils birtist víðar í verki- en á Suðurnesjum, því að í garðinum við hús hans eru há og bolmikil tré, að sögn á gull- regnið þar ekki sína líka hérlend- is. Egill var ávallt lifandi í andan- um, þá er við hann var rætt, eldfljótur að átta sig, ef sprett var á einhverju, sem snart hug hans. Hann kynntist Einari Benedikts- syni, þegar hann gerði uppdrátt fyrir Einar af Skildinganeslandi í sambandi við „Port Reykjavík". Egill dáði Einar mikið sem heim- speking og skáld, kunni margt ljóða hans og vitnaði oft til þeirra. Stundum gat orðið töluvert flug í samræðu Egils. Einhverju sinni, er mér þótti hann fara mikinn, hafði ég á orði, að hann hugsaði hnattrænt. Mikinn áhuga hafði Egill á hvers kyns vísindum, ekki síst raunvísindum, las margt í þeim fræðum og hélt erlend tímarit, m.a. í stærðfræði. Af þeirri rót var sprottin hugsjón hans um stofnun Vísindasjóðs, en hann átti hlut í að hrinda henni í framkvæmd. Hug sinn til sjóðsins sýndu þau hjón með gjafabréfi 30. des. 1974, en frá efni þess mun annar greina hér í blaðinu. Egill var fyrir hlut sinn að stofnun Vísindasjóðs og stuðning við hann sæmdur ridd- arakrossi hinnar ísl. fálkaorðu 1976. Egill kvæntist 26. nóv. 1926 El- ínu Pálsdóttur frá Flatey á Breiðafirði, en foreldrar hennar voru Björg Pétursdóttir og Páll A. Nikulásson, skrifstofumaður. Hjá þeim hjónum hefur systurdóttir Egils, Guðrún Benjamínsdóttir, alist upp. Árið 1974 varð Egill fyrir þeirri miklu raun að missa alfarið sjónina. Hann hafði ætíð reynt, hvílíkur styrkur honum var að Elínu, en eftir að hann varð sjónlaus tvíefldist hlutskipti hennar, og það vissu þeir, sem til þekktu að hún lét ekkert ógert, sem létta mátti Agli byrðina, er dimma og Elli kerling ollu honum. Fundum við Egil Hallgrímsson er lokið, samræða á enda, sem ég hefði fyrir enga muni viljað missa af. Hana þakka ég innilega að lyktum um leið og ég sendi Elínu og Guðrúnu kæra kveðju. Lúðvík Kristjánsson Útsalan í fullum gangi Stórkostlegar verðlækkanir Verð áður Verð nú Barnaæfingabuxur 99,95 29,95 Barnaæfingatreyjur 69,95 29,95 Galla og flauelisbuxur barna 139,00 89,95 Barnaúlpur 129,00 59,95 Herrapólarúlpur 499,00 399,00 Herra háskólabolir 105,00 69,95 Herraskyrtur 119,00 89,95 Kvenúlpur 499,00 299,00 Kvenskíöagallar 599,00 499,00 Handtöskur 179,00 129,00 Kökudiskar 7,95 4,95 Græn vínglös 22,95 14,95 Dömuflauelisbuxur 159,00 129,00 Dömutöflur 169,00 99,00 Seljum lítið útlitsgölluð i IKEA-húsgögn á lækkuðu verði. OPIÐ TIL KL. 20.00 í KVÖLD í SKEIFUNNI 15. HAGKAUP Skeifunni 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.