Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.01.1982, Qupperneq 32
 32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 VVilma Young, í vidtali við Pokahornið Vinsælustu plöturnar í Bretlandi og Banda- ríkjunum á síðasta ári l>að er .slæmur siður eða ávani að líta um öxl við hver áramót. I'ess vegna birtum við hér lista yfir vinsæl- ustu plötur í Bretlandi og Bandaríkjun- um á siðasta ári. í Bretlandi er það greinilega Adam gamli sem hefur vinn- inginn, hakar meira að segja gömlu Queen. Shakin' Stevcns hefur potað sér fjórða sætið og trúboðinn hann Cliff virðist eiga ítök í gamla fólkinu og selst heil býsn. I Bandaríkjunum eru það gömlu þungarokkararnir sem best hafa selst, en Lennon sálugi fylgir strax á eftir, en það kemur á óvart að sá góði maður Bruce Springsteen skuli hafa lent í tíunda sæti. En smekkur- inn lætur ekki að sér hæða, sbr. að Greatest Hits hans Kenny Rogers skuli vera í þriðja sæti. En hvað um það, hér kemur yfir- litið um söluhæstu plöturnar á síð- asta ári og vonandi hefur einhver gaman af að glugga í það. ENGLAND Stórar plötur: 1. Kings of Ihc Wild Fronlier — Adam and the AnLs. 2. Queen (>reatest lliLs — Queen. 3. Face Value — l*hil ('ollins. 4. Shakv — Shakin' Stevens. 5. (>host in the Machine — Police. 6. Love Songs — (’liff Kichard. 7. Dare — fluman l>eague. 8. Douhle Fantasy — John l^ennon og Yoko Ono. 9. Jazz Singer — Neil Diamond. 10. Stars on 45 — Star Sound. Litlar plötur: 1. Tainted Love — Soft ('ell. 2. Stand and Deliver — Adam and the Ants. 3. Prince Charming — Adam and the Ants. 4. This ’Ole Hou.se — Shakin' Stevens. 5. Vienna — Hltravox. fi. One Day in Your Live — Michael Jackson. 7. Making Your Mind Cp — Bucks Fizz. 8. Shaddup You Face — Joe Dolce. 9. Birdie Songs — Tweets. 10. You Drive Me ('razy — Shakin' Stevens. BANDARÍKIN Stórar plötur: 1. 11i Infidelity — Keo Speedwagon. 2. Double Fantasy — John O nnon og Yoko Ono 3. (ireatest HiLs — Kenny Kogers. 4. Christopher (’ross — Christopher Cross. 5. Crimes of Passion — Pat Benatar. 6. Paradise Theater — Styx. 7. Back in Black - AC/DC. 8. Yoices — Daryl flall og John Oates. 9. /enyatta Mondatta — Police. 10. The Kiver — Bruce Springsteen. Litlar plötur: 1. Betty Davis Eyes — Kim Carnes. 2. Kndless Love — Diana Koss og Lionel Kichie Jr. 3. Lady — Kenny Kogers. 4. Starting Over — John lænnon. 5. Jessie’s (iirl — Kick Springfield. 6. Celebration — Kool and the (>ang. 7. Kiss on My List — Daryl Hall og John Oates. 8. I Love a Kainy Night — Kddie Kahbitt. 9. 9 to 5 — Dolly Parton. 10. Keep on Loving you — Keo Speedwagon. Country plötur (LP): 1. 9 to 5 — Dolly Parton. 2. (áreatest lliLs — Kenny Kogers. 3. Feels so Kight — Alabama. 4. Ilorizons — Kddie Kabbitt. 5. (>reatest llits — Konnie Milsap. Jazz (LP): 1. Winelight — (árover Washington Jr. 2. Breakin’ Away — Al Jarreu. 3. Oive Me the Night. 4. Voyeur — David Sanborn. 5. 80/81 — Pat Metheney. Adam Ant. Tvímælalauxt vin.xælaxti rokkarinn í Englandi 1981. X Queen Greatest llitx xeldixt vel víðaxt hvar. Human League xlógu í gegn í Englandi. Fregnir herma að þeir séu vænt- anlegir hingað með vor inu. Phil Collinx Genesix- trymbill xló í gegn með sólóplötu. Sting leiðtogi Police. M Vinsælasta rokksöng- KEO Speedwagon trónuðu á toppnum í konan vextan hafs, Pat Bandaríkjunum. Benatar. Wilma Young og fiðlan hennar. Kflaust halda flestir að það sé liðin tíð að Hjaltlendingar stefni fleyi sínu til veiðistöðvarinnar á Kaldbak til að setjast þar að. En hún Wilma Young, tuttugu og fjögurra ára gamall tónlistar- kennari, hefur sannað að menn læra aldrei neitt af sögunni. Sömu atvikin endurtaka sig í sí- fellu. Wilma Young starfar við tón- listarskólann á Akranesi en jafn- framt skyldustörfunum hefur Wilma gert nokkuð af því að spila opinberlega og þá yfirleitt með nemendum sínum af Skaganum. Tónlist sú sem hún og nemend- urnir hfa flutt er töluvert ólík þeirri hljómlist sem ómar innan skólaveggjanna. Utan skólans er klassíkin látin víkja fyrir þjóð- lagamúsík. í fyrravetur kom hljómsveit hennar nokkrum sinnum fram á vísnakvöldum á Borginni auk þess sem spilað var á árshátíðum og víðar. Nokkrar mannabreyt- ingar urðu á hljómsveitinni í haust, en því miður hefur Reyk- víkingum ekki verið gefinn kost- ur á að dæma um þá breytingu, þar sem hún hefur ekkert spilað fyrir þá það sem af er vetri, hvað sem síðar kann að verða. Pokahornið fékk Wilmu í heimsókn til að fá nánari vitn- eskju um hana og þá tónlist sem alþýðan hefur fóstrað á Hjalt- landi. Á Hjaltlandseyjum búa um 22.000 manns þar af 7.000 í stærsta bænum, Leirvík, en eyjarnar sjálfar teljast rúmlega níutíu talsins þótt aðeins átta séu byggðar. Tónlist hefur löng- um verið mikilvægur þáttur í menn- ingu eyjaskeggja og Pokahornið spurði Wilmu út í fyrstu kynni henn- ar á tónlist. Það má segja að ég hafi alist upp við fiðluna, svarar Wilma. Mjög margir íbúanna spila á fiðlur í tómstundum sínum og fólk hittist gjarnan í frístundunum til að spila saman. Á sveitaböllunum fer lítið fyrir kynslóðabilinu. Allt frá þriggja til fjögurra ára börn eru innan um elstu íbúana. En hvenær byrjaðir þú sjálf að spila? Jólasveinninn gaf mér mína fyrstu fiðlu þegar ég var sjö ára. Tæpu ári Fió/an var eins algeng og síminn Ándakl á kránni. seinna byrjaði ég námið undir til- sögn kennara. Tónlistaráhuginn var samt vaknaður löngu áður. Ég var víst farin að syngja af krafti þegar ég var þriggja, móðir mín á meira segja segulbandsupptökur frá þeim tíma. Á þessum tíma lærði ég bæði sí- gildan fiðluleik og hjaltlensk þjóð- lög. Það er töluverður munur á þessu tvennu. Þjóðlagatónlistina er ekki hægt að skrifa nákvæmlega. Þjóð- lagatónlistina lærir maður best með því að sitja og hlusta á einhvern sem kann að fiytja hana. Svo er líka gott að fá að spila með góðum hljóðfæra- leikurum. Það er allt annar taktur í þjóðlögum en klassíkinni. Þau bjóða að vissu leyti upp á meira frjálsræði en þó er maður alltaf bundin ákveðnum hefðum. Þetta er fyrst og fremst danstónlist og því má ekki gleyma. Það er til dæmis mjög æskilegt að þekkja dansana vel til að geta spilað þá. Það kom berlega í ljós þegar ég kynntist sænskum þjóðlögum. Eg sat á vinsælli hafnarkrá og var að spila þegar inn stormuðu einir tut- tugu Svíar vopnaðir fiðlunum sínum. Ég spilaði mikið með þeim þann tíma sem þeir dvöldu heima og náði allgóðum tökum á taktinum í þeirra tónlist. Samt fannst mér ég ekki ná fullkomnu valdi á þessari tónlist Svíanna fyrr, en ég fór á „spelmánne stemmu" í Svíþjóð, þar sem ég sá dansað og dansaði sjálf undir tón- listinni. Þá var eins og ég fengi hana beint í æð. Eru mikil tengsl milli hjaltneskr- ar tónlistar og skandinaviskrar? Hjaltneska tónlistin er nokkuð skyld írskum og norskum þjóðlögum en þau sænsku eru aftur á móti frábrugðin og það sama er að segja um skosk og ensk þjóðlög. Er hægt að útskýra muninn sem er á þjóðlögum þessara granna? Tja, dansar þessara þjóða eru til að mynda mjög ólíkir, ef það útskýr- ir eitthvað. Cmsjón: Ilalldór V aldimarsson 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.