Morgunblaðið - 14.01.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 14.01.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL Gjöld útgerðarinnar 1978—1980: Olíukostnaður báta úr 9% í 14% af tekjum í DAGBOK Hampidjunnar fyrir árið 1982 er birt yfirlit yfir^jöld útgerðar innar á árinu 1980 í samanburði við gjöldin árið 1978. I yfirlitinu yfir skuttnj'ara kemur í Ijós, að hlutfall launa og aflahluts er hið sama bæði árin eða 35% af gjöldum. Hlutur oliu hefur hins vegar hækkað um 5% milli þessara ára eða úr 15% í 20%. Hlutfall veið- arfæra hefur lækkað úr 7% í 6%, en viðhald hefur hækkað úr 9% í 10%. Afskriftir og vextir hafa lækkað úr 21% í 23%. Sé þessi samanburður skoðaður fyrir báta án loðnubáta, 21—220 brúttólestir, kemur í ljós, að hlut- ur launa og aflahluta hefur lækk- að úr 45% í 44%. Olíukostnaður hefur hins vegar hækkað um 6%, eða úr 9% í 14%. Hlutur veiðar- færa hefur hækkað úr 11% í 13% og hlutfall viðhalds hefur hækkað úr 10% í 13%. Hlutur afskrifta og vaxta hefur lækkað úr 15% í 20%. Hjá bátaflotanum vekur helzt athygli að olíukostaður fer úr 9% í 14% af tekjum og það þrátt fyrir að aflaaukning hefur orðið á hvern bát. Er þetta hlutfallslega meiri aukning á hlutdeild olíunnar en hjá togaraflotanum, en skýring á því kann að vera sú, að togarar mæta hækkandi olíuverði með skiptingu í svartolíu. Fækkun báta og aukið aflaverð- mæti hefur hins vegar valdið því, að hlutur afskrifta og vaxta hefur lækkað úr 20% í 15%. Veiðarfæri auka sinn hlut eins og við mátti búast fyrir áhrif blývæðingar, sem hófst að marki 1979. Húsgögn og innréttingar: Innflutningsaukningin 84,7% fyrstu níu mánuðina í fyrra HÚSGÖGN og innréttingar voru fiutt inn fyrir liðlega 90,4 milljónir króna fyrstu níu mánuði sl. árs, sanr anborið við tæplega 49 milljónir króna á sama tímahili árið 1980. Aukningin milli ára var því um 84,7%. Aukningin í innréttingum var öllu meiri ein sér, eða 124,7%. Inn voru fluttar innréttingar fyrstu níu mánuði sl. árs fyrir tæplega 10,8 milljónir króna, samanborið við liðlega 4,8 milljónir króna á árin 1980. Húsgögn voru flutt inn fyrir lið- lega 79,6 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins 1981, saman- borið við 44,1 milljón króna á sama tímabili árið 1980. Aukning- in milli ára er því lðlega 80,3%. Á öllu árinu 1980 voru fluttar inn innréttingar fyrir liðlega 7,54 milljónir króna og húsgögn fyrir liðlega 66,74 milljónir króna. Varðandi innflutninginn fyrstu níu mánuði ársins 1981 og 1980 er vert að geta þess, að hann er miðaður við verðlag hvers tíma um sig. Dökkt útlit hjá flugfélögum víða um heim: Spáð allt að 1000 milljón dollara tapi IATA-félaga ÚTLITID í flugrekstri í heiminum á nýbyrjuðu ári virðist vera heldur dökkt, þrátt fyrir, að umferð muni sennilega aukast um 5—6% á árinu samanborið við 3% á síðasta ári. Knut Hammerskjöld, fram- kvæmdastjóri IATA, Alþjóðasam- taka flugfélaga, sagði nýlega, að trúlega yrði tap aðildarflugfélaga IATA á yfirstandi ári vegna áætl- unarflugs á bilinu 900—1000 millj- ónir Bandaríkjadollara, eða í námunda við 7380—8200 milljarð- ar íslenzkra Jtróna, fyrir gengis- fellingu. Framkvæmdastjórinn gat þess ennfremur, að líklega myndi tap aðildarflugfélaga IATA á árinu 1981 verða i kringum 2100 milljónir Bandaríkjadollara, eða 17.220 milljarðar íslenzkra króna fyrir gengisfellingu, þegar dæmið yrði gert endanlega upp. — Það er þó ekki öll nótt út ennþá. Félögin verða að taka sig taki og endurskipuleggja rekstur sinn enn frekar en gert hefur verið á síðustu misserum. Þá hef ég trú á, að þegar á árinu 1983 verði stað- an orðin þolanleg, sagði Knut Hamerskjöld, framkvæmdastjóri IATA, ennfremur. Framkvæmdastjórinn gat þess, að flugumferð hefði dottið tölu- vert niður í ákveðnum hlutum heimsins, vegna þess mikla sam- dráttar, sem verið hefur í almennu efnahagslífi heimsins á síðustu misserum. — Við þykjumst hins vegar sjá bjartari tíð í þeim efn- um, sagði Knut Hammerskjold ennfremur. Einar Þorsteinsson fyrir framan verzlun sína I Stokhólmi en þess mi geta, að vörumerkið „fslands", fékk sérstaka viðurkenningu í samkeppni sænskra auglýsingastofa á síðasta ári. Markaðurinn hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár segir Einar Þorsteinsson, sem selur um 60% af íslenzkum ullarvör um í Svíþjóð og Finnlandi SALA á íslenzkum ullarfatnaði hefur farið stöðugt vaxandi á síðustu árum víða um heim, þ.á m. í Svíþjóð. Mbl. ræddi fyrir stuttu við Kinar Þorsteins- son, sem hefur söluumboð fyrir Álafoss í Svíþjóð og Finnlandi. Einar sagði markaðinn hafa verið í stöðugum vexti síðustu ár, en hann hefði byrjað heildsölu fyrir íslenzkan ullarvarning fyrir um fimm árum í Stokkhólmi. — Eg byrjaði á því að stofna heildsölu til sölu á handprjóna- varningi frá fyrirtæki, sem ég hafði áður stofnað á íslandi. Síðan jókst þetta smám saman og ég tók við söluuboði fyrir Álafoss, að hluta til og loks alveg, bæði fyrir Svíþjóð og Finnland, og í dag dreifi ég Alafossvörum til yfir 350 verzlana á þessu markaðssvæði. Auk þess stofnaði ég mína eigin búð hér í Stokkhólmi fyrir nokkr- um árum. Síðan kom önnur í Karlsstad í hlutafélagi og sömu- leiðis í Stokkhólmi. í bígerð er síð- an að stofna nýtt hlutafélag í Finnlandi og opna verzlun í Hels- ingfors, en það er gert í samvinnu við stúlku, sem unnið hefur í söl- unni hjá okkur til Finnlands. Það er í raun ekki gerlegt að sinna Finnlandi á fullnægjandi hátt frá Stokkhólmi, sagði Einar ennfrem- ur. Einar sagði aðspurður, að eftir því sem hann kæmist næst, þá hefði hann um 60% af markaðin- um fyrir islenzkar ullarvörur, en sú samkeppni færi stöðugt harðn- andi, þar sem framleiðendurnir heima á Islandi væru í auknum mæli að opna sínar eigin verzlanir í Svíþjóð. Einar sagði, að íslenzka ullin hefði fengið mjög góða umfjöllun í sænskum fjölmiðlum síðan í sept- ember sl., enda hefði hann kapp- kostað að eiga, sem allra bezt samstarf við fjölmiðla. Varðandi framtíðina, sagði Ein- ar, að það væri ótvirætt stefna sín, að opna fleiri verzlanir. Það kæmi mun betur út að vera með þennan varning í sérverzlunum, heldur en að fá litla bása í stórverzlunum. — Eins og ég sagði áður, dreifi ég ullarvörum í yfir 350 verzlanir í Frá Verzlun Einars I Stokkhólmi. Svíþjóð, en við það bætast svo 35 verzlanir í Finnlandi og loks eigin verzlanir, sagði Einar ennfremur. Um aðra kynningu sagði Einar, að hann hefði lagt kapp á, að taka þátt í vörusýningum og kynning- um, eins og kostur hefði verið á. Á síðasta ári tók fyrirtækið þátt í 10 vörusýningum, auk þess sem hann hefði tekið þátt í kynningu í tilefni heimsóknar forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur til Sví- þjóðar á sínum tíma. Að síðustu kom það fram hjá Einari, að fyrirtækið væri í örum vexti, en í dag starfa liðlega 10 starfsmenn hjá heildsölunni, auk síðan starfsmanna verzlananna. Efnt var til sérstakra íslandskynninga í mörgum verzlunum í tilefni komu forseU íslands, frú Vigdísar Finnbogadótt- ur sl. haust. Mynd þessi var tekin í einni stórverzlun í Stokkhólmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.