Alþýðublaðið - 09.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ flm daginn og veginn. i KónuverD, Kreikja ber á hjólreiða- og bifreiðaijóskerum eigi síðar en kl. 8 í kvold. Yeðrið í morgan. Vestm.eyjar ... A, hiti 8,o. Reykjavík .... ASA, hiti 6j. ísafjörður .... logn, hiti 6,0. Akureyri .... logn, hiti 6,0. Grimsstaðir . . . logn, hiti 3,2. Seyðistjörður . . logn, hiti 6,3-. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 8,5. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðvestan land; loftvog hægt fallandi á Suð- urlandi og í Færeyjum; mjög stilt veður. Útlit fyrir hæga aust- og norðiustlæga átt. Skipaferðir. Skonnottan Ruth kom í gær frá Kaupmannahöfn, með ýmsar vörur til kaupmann. Kári Sölmundarson togari kom frá Englandi hlaðinn kolum. Sk. Martha fór f gær til Grikk- lands með saltfisk fyrir Copland. Leifur Hepni togari kom frá Englandi í gær með kol. í morgun kom msk. Njáll frá Vesturlandi. Mb. Bliki kom af síldveiðum. Yout "Peters sýndi listir sínar í gærkyöídi og tákst ekki lakar upp en áður. Slys. Þegar Ethel var í Eng- landi síðast, gengu hásetar á land upp, eins og þeirra er siður. Vildi matsveininum, er Þóroddur heitir Asmundsson, þá það slys til, ein- hverju sinni er hann ók í opnum sporvagni, að hann hrökk ut úv honum og lenti önnur hendin und- ir einn hjólinu, og marðist hún svo, að taka varð hana af. Lá Þóroddur eftir í Englandi á sjúkra- húsi, er Ethel fór þaðan. Nicolai Bjarnason afgreiðslu- maður Kóru upplýsir að ^slenzkir seðlar séu teknir á skipsfjöl, þó skipsmönnum sé ver við þá. Það hafi líka verið vani, að selja sem mest af fafseðlum í landi. Nýlega kom mjög einkénnilegt mál fyrir réttinn í Newirk í New- Jersey í Bandaríkjunum. Maður nokkur, að nafni Chishplm, krafð- ist þess af öðrum manni, að nafni Farker, að hann léti annaðhvort konu sína í friði, eða þá að hann tæki við henni gegn því að greiða sér 20 þús. dollara í sárabætur. Chishoim kvaðst vera orðinn yfir sig leiður á háttalagi Parkers og konu sinnar. Parker væri maður, sem hefði skapgerðareinkenni lista- manns, hann væri af þeirri tegund manna, er hefði duiarfull ahrif á konur og töfraði þær þannig að þær mistu hæfiteikann til að greina á railli þess er þeim bæri að gera og þess er þeim bæri eigi að gera. Herra Parker kom þetta mjög^ illa vegna þess, að hann hafði ekki ætlað sér neitt frekar með konuna að hafa og vildi hvorki né gat greitt féð. Málinu er eigi lokið ennþá, en það vakti geisilegt hneiksli sökum þess, að þarna átti .fínna" íólkið í hlut. Utlenðar fréHir. Bretinn hræddnrl Sir A. Conan Dpyle hefir ný- lega skrifað grein í Times Week- ly þar sem hann talar um þá niiklu hættu sem stafar af útbreiðslu bolsivíka á kenningúm sínum í Austurlöndum svo sem Indlandi. Hann kveður það ráð við því, þótt hann óttist að um seinan sé, að Bretar hefji „propoganda" fyrir brezkum hugsjónuml og sambandi Indlands við Bretland um eilífð. Hánn segir að það rnegi t. d. segja Indverjum hver ógnar hætta stafi af bolsivíkum, og hve miklu ákjósanlegra sé fyrir Indverja að vera áfram í sambandi við Breta. Hánn minnist ekkert á það að segja Indverjum sannleikann. Furð- ar mí nokkuru á Jygum og blekk- ingum auðvaldsblaðanna ensku og frönsku, úr því jafn þektur maður sem Conan Doýle ræður til að æsa Indverja upp gegn bolsivík- um, með réttu eða röngu. Hún hefir löngum verið göfug, brézka nýlendupólitíkin I 5ímar|úmer Þorláks Qfeigssonar trésmiös er Sk<S"bTó.Öii[i í Kirkjustræti 2 (Herkastaknusn) selur mjög vandaðan skófatnað svo sem: Karlmanna- og Verkamannástíg- vél, Barnastígvél af ýaisum stærð- um og sérstaklega vandað kven- skótau; há og lá stísvél af ýms- um gerðutn. Allar viðgerðir leyst- ar fljótt og vel af hendi. Komið og reyniði Virðingarfylst ÓI. Th. Saltkjöt, góð tegund, á kr. 1.10 x/2 kgr., fæst í verzlun Símonar Jónssonar. Laugaveg 12. Sími 221. Alþbl. er blað allrar alþýðu! Uppþot ílllinois. Iláðísí á útlendinga og þeir drepnir. Fjðldi manns flýr. Það fáheyrða atvik skeði í borg- inni Ililinois í Bandar/kjunum, að- faranótt 7. ágúst, að uppþot urðu mikil víða um borgina og var árásunum stefnt að otlendingum, heimilisföstum þar. Voru fimm menn drépnir og kveikt í 50 hús- um útlendinga, er voru þegnar annara ríkja, og íbúunum mis- þyrmt, er þeir flýðu úr eldinum. Mörg þúsund manna flýðu bæinn og fóru svo leikar, að borgar- stjórnin varð að kveðja til hjalpar 5 herdeildir til þess að skakka leikinn. Reuters fréttastofa gefur þessa , fregn út og er oss eigi kunnugt hver orsökin hefir verið til þessara fólskuverka, nema ef vera skyldi bolsivíkahatur ameríkana. :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.