Alþýðublaðið - 25.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Borgariess um Hvalfjorð daglegar ferðír. B. S. R. 715 Sími 716. Steindór Sigurðsson. Skóhijóð. Steindór Sigurðsson er ungur maður með ihikla Íífsreynslu að baki. Hann er flestum mönnum ritsJyngari, Víel mentaður, gáfað- ur og bjartsýnn. Þetta er auð- vitað mikið s:agt um ungan mann. sem fá stórvirki hefir int af hönd- um, en sá, er petta ritar, pykist í>ó ekki mæla um of. Steindór hefir alla tið verið snauður, enda ekki „fjársæll“, eins og sagt er stundum um unga menn, er eJckí getk látið gullið margfaldast i fórum sinum. Hann hefir unnið víða og margt. Um skeið var hann i Grímsey og var pá lífið og sálin í félagslífi eyjarskeggja. Fræg er sagan um það, er hann var á leið úr eynni einn á báti til lands, misti aðra árina og hrakti í hafvillum. Steindór hefir alla tíð verið fylgjandi málum alþýðu og öll sín Ijóð tileinkar hann henni, enda kveður eklcert íslenzkt Ijóðskáld, að undan- skildum séra Sigurði Einarssyni, eins rnikið um kjör alþýðunnar, lífsbaráttu hennar og baráttu fyr- ir bættum hag hennar eins og Steindór. Steindór er fyrir löngu kunnur sem rithöfundúr og skáld. Hann hefir skrifað í tímarit vor og ljóð hans hafa birst í þeim flest- um og blöðunum. Alt, sem frá hans hendi kemur, er fjörugt, snjalt og biturt. Hann brýtur mjög í bág viö venjur og aldar- anda og ryður sér nýja braut fram hjá 'hinni troðnu. 1 hinni nýju Ijóðabók hans, „Skóhljóð", sem út kom í vetur, birtist alt það bezta, er hann hefir ort, og þótt hann hefði ekkert annað ort en kvæðin „Lok BaIhoIms“.. „Ránið“ og „Morgnar“, þá ætti hann sess meðal okkar beztu skálda. Snjallast er kvæðið um „Lok Balholms“ að mínum dómi. Þar kveður hann um skipið og sldpshöfnina, er fórst framund- an Mýrum, mig minnir 1927. Þeitta kvæði er listaverk, og telur Kristmann Guðmundssón rithöf- undur það vera einstætt í ís- lenzkum bókmentum. „Ránið“ og Vðrnbilastððin I RejrkJavík. Símar: 970, 971 og 1971. „Morgnar“ eru þrungin biturri á- deilu á þjóðskipulagið og „mátt- ar“-viði þess. „Ránið“ er prýði- lega ort og bráðsnjalt, én úr kvæðinu „Morgnar“ vil ég sýna lesendum eftirfarandi: Hver starfsmanna bylting stór eða smá stækkaði jarðbúans kjör. Þeir náttmenn, sem leitt hafa Brúnó á bál og banadrykk Sókrates rétt, meö þrælsóttans blindni í þýlyndri sál á þjóðirnar brennimörk sett. Og hvert sinn er mannvitið musteri rauf, tók myrkranna lið nýja gröf. Én kyrstöðuhugur í skuggunum skalf ef skin fór um lönd eða höf Það er freistandi að birta hér í blaði alþýðunnar meira eftir þennan djarfa höfund, en þess er ekki kostur. En ljóðelskum mönn- um og þeim, sem þykir gott að kynnast eldi þeirn, er logar j hugum hinnar yngri kynslóðar hér á landi nú, ráðlegg ég að kaupa sér ljóð Steindórs. Þau eru í prýðilegri bók, og hefir Baldvin Björnsson í Vestmanna- eyjum teiknað ágæta mynd á kápuna. Ljóðin eru tileinkuð konu skáldsins, Helgu dóttur Sigurðar skálds Sigurðssonar I Vestm.eyj- um. Rétt eftir nýjárið í vetur fór Steindór utan til Noregs. Ætlaði hann að freista gæfunnar þar sem rithöfundur. Gefur hin fyrsía ganga hans þar von um góðan árangur, þvi ýms helztu blöð Norðmanna, svo og listræn tírriá- rit, hafa beðið Steindór um smá- sögur og ritgerðir. Hann hefir og haldið fyrirlestra við ágæt- ustu undirtektir við lýöháskóla í Noregi. Mega ungir íslendingar óska þess, að Steindóri gangi sem bezt og verði því landi, er ól hann, til sóma. r. S. n. Um dtagliBií og wegiuzs. STÚ.KAN 1930 heldur fund ann- að kvöld kl. 8V2 á venjulegum stað. Rætt verður um stórstúku- þingsmál og hvort stúkan fári skemtiferð í sumar. fþaka hefir fund í kvöld kl. 8V2 í G.-T.-húsinu. Stórstúkumál o. fl. Nú er verið að gera við Ijósastaurinn við Kalkofnsveg, sem bíllinn braut á dögunum. Það var fólksflutnings- bíll (frá Steindóri), sem braut hann, og sagði maðurinn mér, sem var að gera við staurinn, að bíLstjórinn hefði verið að tala við mann, sem var 1 bifreiðinni hjá honum þegar slysið vildi tíl, ai. Sendisveinadeild Merkúrs fer n. k. sunnudag upp að Mið- dal meðfram Hafravatni og upp að Reykjum. — Verður iagt af sítað hjólctndi frá skrifstofu fé- lagsins, Lækjargötu 2, kl. 9 ár- degis. — Eru allir sendisveinar, sem eiga eða hafa hjólhesta, vel- komnir með í förina. — Éru rnenn ámintir að hafa hjólhesta sína í lagi, svo ekki þurfi að tefja við viðgerðir. — Er víst að margir sendisveinar fari í þessa för, enda eru þeir tápmiklir, hraustir og vanir að hjóla. Skemtigaiðamir. Garðarnir við hljOm'skálann og við barnáskólann eru lokaðir éft- ir kl. 8 á kvöldin, einmitt á þeim tíma þegar ég get komið því við að ganga út með konu aninni. U ms jón arinaðuri n n segír :mér að hann opni þá kl. 8 á morgnana, og er það mjög vel skiijanlegt, að hann geti ekld haft iengri vinnutíma, en ef þessir garðar eiga að vera fyrir almenn- ingj verða þeir að vera opnir all- an daginn. Einkennilegt er það líka. að Arnarhólstún skuli vera lokað á sunnudögum. Það er al- veg óhæft. Óskar. ivað ef 1$ frétta ? Nœturlœknir er í nótí Kristinn Bjarnarson, Stýrimannastíg 7, sími 1604. Otaarpid í dag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Híjómleikar (söngvél). Kl. 21: Veðurspá. Frétt- ir. Kl. 21,25: Hljómleikar (tví- söngur, söngvél). Trúlofun sína hafa nýlega birt .Kristín Jónsdóttir, Veltusundi 3, og Halldór Sveinsson bifreiðar- stjóri, Ránargötu 15. Vedrid. KI. 8 í morgun var 10 stiga hiti í Reykjavík, rnestur í Stykkishólmi, 12 stig. Útlit hér um slöðir: Norðvestangola og smáskúrir sumstaðar í dag, en snýst í suðrið með regni, þegar líður á nóttina. Trúlofun. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Dagmar Hulda Þorbjörnsdóttir, Klemenz- isonar, í Hafnarfirði og Eiríkur ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN „ Hverfisgötu 8, sími 1294, tekur að sér alls kon ar tækifærisprentun svo sem, erfiljóö, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s, frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. Kvensokkar Og Barnasokkar. Fjölbreytt úrval, nýkomið. Hvergi eins ódýrir. Nýi bazarinn, Austurstræti 7, sími 1523. Alls konar nýkomih. Klapparstíg 29. Sími 24. Fyrir telpur og drengi: Skirnarfðt, Sokkar og skór. Mest úrval. Eezt verð. Verzl- unin Skógaloss, Langavegi IO Telpa um eða yfir fermingu óskast nú þegar eða 1. júlí á fá- ment ög gott heimili í Reykjavík, Sumardvöl í sveit (sumarbústað) einhvern hluta af ágústmánuði. A. v. á. Bmt'ur. Bylting og íhald úr „Bréfi til Láru“. Nfösnarinn mikli, bráðskemti- leg íeynilögreglusaga eftir hinn alkunna, skemtisagnahöfund Wil- liam le Queux. Fást í afgreiÖslu Aiþýðublaðs- ins. Kristjánsson frá Norðurkoti á Vatmsleysuströnd. Hjónaband. Á laugardagimn voru gefin saman í hjönabaná ungfrú Auðbjörg Úndína Sigurð- ardóttir og Hannes Sigurðsson. Sr. Friðrik Hallgrímsson gaf þau sáman. Rtt&tjóri. og ábyrgðannaður: Óierfur Friörilcssou. Aiþ$ðup rentsmið jn«.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.