Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 Fyrirlestur dr. Gylfa Þ. Gíslasonar l>annig fór brúin ncðan við efri Elliðaáastífluna í vatnavöxtunum í fyrradag. DR. GYLFI Þ. Gíslason, prófessor, flytur í dag, laugardaginn 20. febrú- ar, fyrirlestur á vegum Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Að tilmælum félaganna talar hann um efnið: Forsendur og framtíð vest- rænnar samvinnu. Hver er sérstaða vestrænna samfélaga? Hvaða innri og ytri hættur steðja að þeim? Fundurinn, sem er eingöngu ætl- aður félagsmönnum í hinum tveimur félögum og gestum þeirra, hefst kl. 12 á hádegi í Átthagasal Hótel Sögu. Janúar: Ljósm. Kristján Örn. 73. þús. atvinnuleysisdagar - voru rúm 18 þúsund í janúar í fyrra FJÖLGUN atvinnuleysisdaga í janúar sl. miðað við janúar 1981 var 54 þúsund, en í ár voru alls 73.000 atvinnuleysisdagar í janúar á landinu öllu. Jafngildir þetta því að um 3.370 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuð- inn, sem eru 3,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í landinu. Koma þessar tölur fram í frétt frá vinnumáladeild félagsmálaráðuneytisins. Ástæður atvinnuleysisins eru sagðar vera stöðvun fiskvinnslu vegna verkfalls sjómanna og þótt samningar hafi tekist við sjómenn í mánuðinum tekur það fiskvinnsl- una nokkurn tíma að fara í gang á ný. Hafi þannig 2.000 manns verið skráðir atvinnulausir í lok janúar. Flestir atvinnuleysisdagar voru á höfuðborgarsvæðinu, 15.603, en fæstir, 5.140, á Norðurlandi vestra og segir að atvinnuleysið hafi komið misjafnt niður. Á höfuð- borgarsvæðinu hafi það verið 1,3% af áætluðum mannafla, 10,3% á Vestfjörðum og 4—5% í öðrum landshlutum. Sérstöðu Vestfjarða megi að nokkru rekja til skráningar sjómanna, en þeir voru þar ekki í verkfalli. Hér verða á eftir nefnd dæmi um skráðan fjölda atvinnulausra í janúar 1982 og í sviga eru tölur frá því í desember 1981: Reykjavík: 480 (110) Hafnarfjörður: 173 (12) Akranes: 199 (12) Stykkishólmur: 21 (34) ísafjörður: 206 (2) Sauðárkrókur: 106 (30) Akureyri: 206 (67) Húsavík: 195 (57) Vopnafjörður: 63 (25) Vestmannaeyjar: 187 (52) Keflavík: 171 (70) Njarðvík: 39 (13) Gylfi Þ. Gíslason „Fyrri hlutinn best gleymdur, er alveg út í loftið“ Alþýðubandalagið er nú minnst flokka samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins & Vísis - segir Pétur Sigurðsson um skeyti dr. Gunnars Thoroddsens „KAUPHÆKKUN sú, sem sam- komulag varð um hér vestra, er langt undir því sem ég tel launþeg- um nauðsynlega, en staðreynd er að lengra varð ekki komist með þeim baráttuaðferðum sem launafólk ALÞÝÐUBANDALAGIÐ er nú minnsti stjórnmálaflokkur í landinu sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Dagblaðið & Vísir birti í gær, og er fylgi Alþýðubandalagsins minnst, bæði í heildarniðurstöðum og þegar aðeins er tekið tillit til þeirra, sem tóku afstöðu til flokkanna fjögurra. Niðurstöður skoðanakönnunar Dagblaðsins & Vísis, sem blaðið birti í gær sýna, að Sjálfstæðis- flokkurinn nýtur fylgis rúmlega 50% þeirra, sem afstöðu taka. Er Seldu „hass“ að tilhlutan félagsfræðings MENN urðu heldur hvumsa í Kefla- vík í gær þegar þrjár stúlkur í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur buðu hass til kaups fyrir framan áfengisútsöluna í bænum. Var haft samband við lög- reglumann, og sá hann stúlkurnar hlaupa út í bfl og náði hann tali af þeim. I ljós kom, að stúlkurnar voru að selja „hass“ að fyrirmælum fé- lagsfræðings í bænum til að kanna viðbrögð fólks. Stúlkurnar höfðu að sjálfsögðu ekki hass í fórum sínum, en reyndu að líka eftir innihaldi og umbúðum. Þannig höfðu þær sett hveiti og mulið vindla í sérstakar pakkningar, þannig að álykta mátti að um hass væri að ræða. það heldur minna hlutfall en var í október síðastliðnum, er síðast var framkvæmd skoðanakönnun af blaðinu, en þá naut flokkurinn fylgis rúmlega 53% þeirra, sem afstöðu tóku. Það var jafnframt hæsta hlutfall, sem flokkurinn hefur fengið í skoðanakönnunum blaðsins. Alþýðuflokkur nýtur einnig vaxandi fylgis samkvæmt könnun- inni og hefur ekki áður notið jafn- mikils fylgis í skoðanakönnun blaðsins. Tæplega 14% þeirra, sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa Alþýðuflokkinn. Framsóknarflokkur hefur ekki notið jafnlítils fylgis í þessum könnunum síðan í september 1980. Hlutfall flokksins nú er tæplega 23%. í september 1980 var fylgi flokksins hins vegar tæp 22%. Samkvæmt skoðanakönnunni er Alþýðubandalag nú orðið minnsti flokkurinn, þ.e.a.s. nýtur minnsta fylgisins. Af þeim, sem afstöðu tóku eru aðeins rúm 13%, sem segjast fylgja flokknum og hefur fylgistap flokksins frá því í maí 1981 verið allverulegt, en þá naut flokkurinn 19,5% fylgis. Miðað við þessar niðurstöður, fengi Alþýðuflokkur nú kjörna 8 þingmenn, Framsóknarflokkur 14, Sjálfstæðisflokkur 30 og Alþýðu- bandalag 8. Við síðustu alþingis- kosningar skiptust þingsæti milii flokkanna þannig: Alþýðuflokkur 10, Framsóknarflokkur 17, sjálf- stæðismenn 22 og Aiþýðubandalag 11. Óákveðnir, sem leitað var til, voru 32,5% heildarúrtaksins. virðist treysta sér í um þessar mund- ir,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðubands Vestfjarða, í samtali við Morgunblaðið. Pétur sagði ástæðuna fyrir því að hann skrifaði ekki undir samkomulagið ekki vera þá, að hann vildi mótmæla því. Hið rétta væri að hann vildi ekki með undirskrift sinni mæla með því. „Ég lagði samkomulagið fyrir fundinn al- veg hlutlaust," sagði Pétur, „mælti hvorki með samþykkt þess eða að það yrði fellt, það urðu menn að gera upp við sig sjálfir." Ekki kvaðst Pétur vilja skatt- yrðast við Karvel Pálmason í fjöl- miðlum, en ummæli Karvels um samkomulagið og ágæti þess kvaðst hann álíta meðal annars til komin vegna misskilnings á sinni afstöðu. „Það fer allt eftir því hvernig menn líta á málin," sagði Pétur, „en ef til vill má líta á allt sem næst, fram yfir aðalkjara- samningana, sem sigur, það virð- ist Karvel gera.“ Um skeyti það er barst frá dr. Gunnari Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði Pétur að segja mætti tvennt. í fyrsta lagi, að fyrri hluti þess virtist byggður á misskilningi. „Það hefur aldrei hvarlað að okkur að taka hitun- arkostnað heimilanna út úr vísi- tölunni, og við höfum ekki gefið neinn ádrátt með það,“ sagði Pét- ur. „Það er hreinn misskilningur. Allt annað mál er það að við telj- um ekki óeðlilegt að miðað verði við meðaltal landsins alls í þessu efni, en ekki kostnað í höfuðborg- inni einni. Þessi hluti skeytisins er því best gleymdur, hann er alveg út i loftið. Um síðari hlutann, þar sem rætt er um flutningskostnaðinn, gegnir hins vegar allt öðru máli. Eðlilega eru lífskjör hér lakari, með 6 til 8% hærra vöruverði vegna flutningskostnaðar, og ég trúi því að þeir meini eitthvað með því að taka þau mál til lagfær- ingar. Ég trúi þeim til þess, þó ekki hafi ég alltaf mikla trú á þeim blessuðum," sagði Pétur að lokum. Ársreikningar Útvegsbankans: Hlutfall sjávarútvegs- lána komið í 46,5% úr 59,5% MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Út- vegsbanka íslands. Ársreikningur Útvegsbanka ís- lands fyrir árið 1981 var nýlega samþykktur af bankaráði og stað- festur af viðskiptaráðherra. Hagnaður bankans á árinu nam 24,2 m.kr. og er þá búið að afskrifa 2,3 m.kr. af eignum bankans. Af hagnaði ársins var 16,3 m.kr. ráðstafað í varasjóð, 2,8 m.kr. í húsbyggingarsjóð og 5,0 m.kr í eft- irlaunasjóð starfsmanna. Bankinn greiddi 7,5 m.kr. í skatt af gjald- eyrisverslun. Eigið fé jókst um 91,8 m.kr. Er þá þar með talið lán frá Seðla- bankanum að fjárhæð 50,0 m.kr., sem ríkissjóður sér um endur- greiðslu á, á 12 árum, samkv. sér- stakri lagaheimild. Ennfremur endurmat fasteigna og búnaðar 22,5 m.kr. auk hagnaðar ársins. Miðað við niðurstöðutölu efna- hagsreiknings nemur eiginfjár- hlutfallið 10,3% í árslok 1981. Heildarútlán bankans námu í árslok 1981 578,8 m.kr. og höfðu aukist um 179,8 m.kr. eða 45,1%. Heildarinnlán námu 601,3 m.kr. í árslok og höfðu aukist um 215,7 m.kr. eða 56,0%. í árslok 1980 fóru 59,5% af út- lánum bankans til sjávarútvegs, en í árslok 1981 var hlutfallið 46,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.