Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 15 Nagar menntamálaráðherra. Hún er eina konan í stjórninni. skapast hjá neytendum. Jann- an og Hamati sögðu að að baki Múslimabræðra stæðu stuðn- ingsmenn þáverandi forseta Egyptalands, Anwars Sadats, zíonista og Bandaríkjamanna. Nokkrum dögum síðar, komin til Kýpur, las ég að Sadat hafði látið handtaka einn forvíg- ismann samtakanna í Egypta- landi. Þá fóru að renna fleiri grímur á mann en þessar tvær sem voru fyrir. Þess má og geta að hvort sem það er af trúarástæðum eða pólitískum nema til komi báð- ar þær tvær og jafnvel fleiri, að mjög stirð sambúð er milli Líbana og Sýrlendinga, þó svo að Sýrlendingar hafi fjölmennt „friðargæzlulið" í Líbanon. Margir Sýrlendingar eru á þeirri skoðun, að með „friðar- frumkvæði" sínu í Líbanon hafi Sýrlendingar bundið óeðli- lega stóran hluta hersins við störf þar, og því sé lítið um varnir heima fyrir ef í odda skerst. Bardagarnir í Hama, nú samfleytt í nær þrjár vikur, sýna svo ekki verður um villzt að sýrlenzki herinn er ákaflega vanmegnugur og það er næsta óskiljanlegt að honum hafi ekki tekizt að bæla niður stað- bundna uppreisn í Hama, ef ekki hefði komið fleira til. Það er því langtum trúlegra að víð- ar sé ólga og átök en í Hama. Atburðurinn í Damaskus á fimmtudag sýnir svo ekki verð- ur um villzt að víðar í landinu er ókyrrð og raunar hnígur flest í þá sömu átt: að Assad forseti og lið hans eigi nú erf- iða daga fyrir höndum. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Græna lyftan frum- sýnd í Grindavík (•rindavík, 18. Tebrúar. NÆSTKOMANDI laugardag, þann 20. febrúar, frumsýnir Leikfélag Grindavíkur farsann „Græna lyftan“ eftir Averu Hopwood, í þýðingu Sverris Thoroddsen. Leikstjóri er I*órir Steingrímsson. Æfingar hafa staðið að undan- förnu af miklum krafti í samkomu- húsinu „Kvennó", þar sem félagið kemur til með að sýna verkið. Er þetta með þekktari gamanleikrit- um sem hafa verið sýnd úti á landi, hjá áhugaleikfélögum. Með helstu hlutverk fara Lúðvík P. Jóelsson, Olga Ólafsdóttir, Guðrún Jóhann- esdóttir, Pétur Vilbergsson, Jó- hann Ólafsson, Kolbrún Tobías- dóttir, Jón Guðmundsson og Ás- mundur Guðnason. Alls taka u.þ.b. 16 manns þátt í uppsetningu leikritsins og er Val- gerður Þorvaldsdóttir aðstoðar- maður leikstjóra. Önnur sýning verður á sunnu- daginn 21. febrúar og sú þriðja fimmtudaginn 25. og síðan sunnu- daginn 28. — Fréttaritari Skátahátíð í Keflavík SUNNUDAGINN 21. febrúar fjöl- menna Heiðabúar við skátahúsið í Keflavík kl. 13.30 og ganga til kirkju. Við guðsþjónustuna verður minnst Baden-Powells, stofnanda skátahreyf- ingarinnar, 75 ára skátastarfs í heim- inum og 70 ára skátastarfs á íslandi. Ljósálfar og ylfingar verða vígðir. Eftir guðsþjónustuna er foreldr- um ljósálfa og ylfinga boðið á skemmtun og til kakódrykkju. 22. febrúar kl. 19.30 verður flug- eldum skotið á loft við skátahúsið, en kl. 20 hefst hátíðarfundur í skátahúsinu. Allir skátar og vel- unnarar skátastarfs eru velkomnir. Kynning á SHARP ÖRBYLGJUOFNUM: Frá kl. 14.00—16.00 í dag kynnir Ólöf Guðnadóttir SHARP örbylgjuofna í verslun- inni. ortofbnSök STDI< Cö PIOINIEER Hljómtæki hinna vandlátu. Kynnum SHARP Búðarkassa SHARP Reiknivélar LUXOR Tölvur SHARP Tölvur Hljómtæki sem bera af. Myndsegulbönd- Feröa.æki 9 Sjonvorp-Ljosprentunarvelar Tölvur —Örtölvur — Örbylgjuofnar öö' PIONEER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.