Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 17

Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 „'•'S i ^ 17 Ofin belti og ólar ýmiss konar eru sérgrein Sama. ijímo. Mbi. köe List Sama sýnd í Norræna húsinu OPNUÐ verður í dag, fimmtudag, sýning á Samalist í Norræna húsinu. Hér er um að ræða farandsýningu frá Norrænu listamiðstöðinni í Svea- borg við Helsingfors. Sýningin var fyrst opnuð í Kautokeino 1980 og hefur síðan farið víða um Norður lönd. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14 til 19, en henni lýkur 14. marz næstkomandi. Sýningin í Norræna húsinu er ein stærsta sýning á Samalist, sem sett hefur verið upp. Hér má sjá gamla útskorna gripi úr beini og margs konar nytjalist og litrík- an listiðnað, sem byggist á hefð- bundnum efnivið, formum og munstri. Einnig eru á sýningunni mál- verk, grafík og teikningar eftir þekkta samíska listamenn, m.a. Nils Nilsson Skum, Johan Turi, John Savio og Nikolaus Blind. Yngri listamenn eiga einnig verk á sýningunni og má nefna Rose- Marie Huuva frá Kiruna. Hún er væntanleg til íslands og ætlar, ásamt Einari Braga, að segja frá iistiðnaði Sama og bókmenntum þann 26. febrúar nk. Sýningin verður opnuð kl. 18 í dag og kl. 20.30 heldur dr. Rolf Kjellström, sem unnið hefur að uppsetningu sýningarinnar, fyrir- lestur í fyrirlestrarsal Norræna hússins, þar sem hann segir frá lifnaðarháttum og daglegu lífi Sama í dag. Þá verða á tímabilinu 1.— 14. marz nk. sýndar kvik- myndir og litskyggnur er fjalla um Sama. Farartæki Sama frá fornu fari, hreindýrasleði, líkist eintrjáningi. Sleðinn er það gamall, að trénaglar hafa verið notaðir við gerð hans. Þá er efsta borðið útskorið. LjAsm. KÖE Prófkjör sjálfstæðismanna í Eyjum: Framboðsgreinarnar „fuku út í veður og vind“ PROFKJÖR sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum fer fram í dag og á morgun, en ekki hefur undirbúning- urinn undir kosninguna gengið átakalaust vegna mikils meðbyrs sjálfstæðismanna. Þannig var mál með vexti að 12 af 16 frambjóðendum voru búnir að skila inn greinum um stefnumót- un og áttu þær að birtast í Fylki, blaði sjálfstæðismanna, sl. fimmtudag. Var þeim komið í Prentsmiðju í Eyjum árla morg- uns um kl. 6.30 en þar sem enginn var mættur var kassinn með greinum og myndum af frambjóð- endum festur á hurðarhún dyra prentsmiðjunnar. Þegar líða tók á daginn fór starfsfólk prentsmiðj- unnar hins vegar að lengja eftir framboðsgreinunum og kom þá í ljós að þær höfðu verið horfnar þegar starfsfólk Eyrúnar kom til starfa, en hins vegar hafði skömmu áður skollið á með 12 vindstigum af suðaustri og því tal- ið líklegt að þar hafi verið á ferð- inni dreifingaraðili sjálfstæðis- stefnunnar. Var nú gerð um- fangsmikil leit að gögnunum, inni í Friðarhöfn, vestur á Hamri, inni í Herjólfsdal, en án árangurs og frambjóðendurnir, sem sumir voru í Eyjum, aðrir staddir á fastalandinu, urðu því í snatri að skrifa nýjar greinar og útvega Ijósmyndir, en enginn hafði átt eftirrit af greinunum. En þarna voru allir vanir menn og þekktir fyrir að láta hendur standa fram úr ermum, enda var degi varla tekið að halla þegar nýjar greinar tóku að streyma glóðvolgar inn í prentsmiðjuna og Fylkir birti það efni sem til stóð. Ekkert hefur spurst til hinna horfnu greina sjálfstæðismanna, en ýmsir hafa spurt einn starfs- manna prentsmiðjunnar að því með bros á vör hvort það hafi ver- ið feikiiega hvasst þegar hann kom fyrstur manna til vinnu í prentsmiðjunni umræddan morg- un, en prentarinn er forseti bæjar- stjórnar og bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins. Karvel Pálmason varaforseti ASV: Einnig samið um skipan tveggja þýðingarmikilla nefnda Fastanefndin í Reykjavfk reynst Vestfirðingum illa f FRAMHALDI af viðtali við Karvel Pálmason á baksíðu Mbl. í gær um samninga Alþýðusambands Vest- fjarða og vinnuveitenda þar, hafði Karvel samband við Morgunblaðið og sagði, að upptalning hans þar á þeim þáttum, sem náðst hefðu um- fram það sem Alþýðusamband ís- lands hefði samið um í haust fyrir sína umbjóðendur, væri ekki tæm- andi og vildi hann bæta því við, að auk þeirra atriða sem þar komu fram hefði verið samið um skipan í tvær þýðingarmiklar nefndir, sem eiga að skila reglum og tillögum um frekari kjarabætur mjög fijótlega. Karvel sagði, að nefndirnar tvær væru skipaðar þremur aðil- um frá hvorum aðila og ætti ASV formenn þeirra beggja. Hann sagði annarri nefndinni falið að gera tillögur um breytt fyrir- komulag á greiðslu orlofsfjár launafólks og að hún ætti að skila þeim tillögum eða reglum fyrir komandi orlofsár, þ.e. fyrir 1. maí nk. Hinni nefndinni væri falið að gera tillögur um reglur á kaup- greiðslum til fólks á vikukaupi, þ.e. áunnin réttindi, starfsaldurs- hækkanir, veikindatilfelli og ann- að slíkt. Slíkar reglur hefðu ekki verið til í samningum. Þó ákvæði um vikukaup, starfsaldurshækk- anir og veikindakaup hefðu gilt í raun, hefðu engar reglur verið til að fara eftir. Svokölluð fastanefnd með aðild ASÍ í Reykjavík hefði átt að úrskurða um ágreinings- atriði í þessum málum, en hún hefði ekki reynst Vestfirðingum vel. Auk þessa á síðartalda nefndin, að sögn Karvels, að gera tillögur um orlofsuppbætur til einstakl- inga, sem starfað hafa tiltekinn tíma hjá sama atvinnurekanda. Þar býr, að hans sögn, að baki Á LIÐNIJM árum hefur Bræðrafélag Bústaðakirkju ætíð efnt til góugleði kvenfólkinu til heiðurs á konudaginn, fyrsta sunnudag í góu. Verður svo einn- ig nú á sunnudaginn kemur, þann 21. febrúar. Er að venju vel vandað til dag- skrár, þar sem hinir þekktu lista- menn Sigfús Halldórsson og Frið- björn G. Jónsson munu skemmta við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar, organista kirkjunnar, sem einnig kemur í fylkingarbroddi Kirkjukórs- ins, sem mun syngja nokkur lög, en önnur en venjulegast heyra til hins góða kórs við sunnudagsmessurnar. Þá mun Jónas Gunnarsson, kaup- hugmynd um hliðstæðu við það sem opinberir starfsmenn hafa fengið og nefnt hefur verið per- sónuuppbót, orlofsuppbót eða jóla- gjöf. Karvel ítrekaði í lokin, að flestir meginþættir samnings ASV og vinnuveitenda á Vestfjörðum væru umfram það sem ASÍ hefði treyst sér til að semja um í haust. maður, flytja minni kvenna, en sam- komu- og veizlustjóri verður formað- ur Bræðrafélagsins, Sigurður B. Magnússon, byggingameistari. Þá ætti ekki að spilla gleðinni, að bræð- urnir ganga sjálfir um beina, en hvort þeir hafa sjálfir bakað tertur og hlaðið bakka kræsingum, skal ósagt látið. I tilefni af ári aldraðra ákvað Bræðrafélagið að bjóða ellilífeyris- þegunum, sem sækja samkomurnar í safnaðarheimilinu í miðri viku, að koma á góugleðina, svo að nærvera hinna ötdruðu mun enn setja góðan svip á gleðimótið. Frá Bræðrafélagi Bústaðakirkju. Bústaðasókn: Góugleði Bræðrafélags- ins á sunnudaginn Erum að hefja framleiðslu á nýrri gerð sumarhúsa, hönnuð afMagnúsi H. Ólafssyni arkitekt F.A.Í. STÆRÐIR: 37,6m2, 43,7m2 og 49,7m2. Upplýsingar á skrifstofunni og í síma 93-2006 og 93-2066. ÖRUGG VIÐSKIPTI, 20ÁRA REYNSLA Trésmiðjan AKUR hf. Akranesi Sími 93-2006 og 93-2066 — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.