Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.02.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 39 fclk í fréttum Drottning í 30 ár + Nýlega voru þrjátíu ár liðin frá því Elísabet II gerðist drottning í Bretaveldi, en drottning skipaði svo fyrir að þessa yrði ekki minnst hátíðlega, vegna þess að það væru einmitt 30 ár liðin frá því karl faðir hennar dó úr elli og það væri ekki viðeigandi að halda hátíð- legan slíkan „sorgardag". Elísa- bet sá sér þó fært að fara útúr húsi á þessum degi með manni sínum, hertoganum af Edinborg, Filippusi, og heimilishundi þeirra hjóna á sveitasetrinu í Norfolk, og spóka sig um í góða veðrinu ... El Salvador + Kannski er þessi drengur tal- andi dæmi um ástandið nú í E1 Salvador. í átökum stjórnarher- manna og skæruliða neyddust for- eldrar hans til að flýja heimili sitt og drengurinn varð einn eftir: Nakinn og matarlaus — alls- laus... Prinsessa giftist + Prinsessan af Lúxemborg, Marie-Astrid, gekk nýverið í það heilaga og brúðguminn var ekki af lakara taginu: Hann er af ætt Habsborg- ara og sýnir myndin þau brosa framan í mannfjöldann að lokinni hátíðlegri athöfninni... Nýi bíll páfans + Þetta er nýi jeppinn páfans (af Mercedes-gerð). Hann er skotheldur og mun verða notað- ur þegar páfi heilsar uppá píla- gríma vikulega vor og sumar á torgi Vatíkansins, en einmitt í slíkri móttöku var páfa veitt banatilræði á síðasta ári... Kveðjuorð: Benedikt Benedikts- son frá Látrum Benedikt Benediktsson frá Látr- um í Aðalvík var fæddur 28. október 1917 og lést hann 17. október 1981. Mig langar til að minnast vinar míns Bena, eins og hann var jafnan kallaður af okkur sem best þekktum hann, örfáum orðum. Ég á ótal margar minn- ingar frá samveru okkar sem barna og frám á fullorðins ár. Það vildi svo til að ég varð móðurlaus á fyrstu árum ævi minnar og átti þá stundum í erfiðleikum. Þá tók Þórkatla Þorkelsdóttir móðir Bena oft f litla hönd og leiddi mig inn og gaf mér bita og mjólkur- glas, ásamt blíðri umhyggju og móðurlegu viðmóti. Það fór líka svo að það mátti segja að aldrei liði svo dagur að ég væri ekki þar einhvern hluta dagsins. Þar af leiddi af við Beni ólumst upp nán- ast eins og bræður. Hann var að- eins fjórum mánuðum eldri en ég. Við áttum vel skap saman og það heyrði til undantekninga ef út af brá. Fljótlega komu i ljós hæfi- leikar hans á mörgum sviðum. Hann var vel greindur og hagur. Smíðar léku í höndum hans hvort heldur var á tré eða járn, og mátti ég hafa mig allan við þegar ég var að reyna að gera ýmsa hluti eins og hann, sem reyndar aldrei tókst. Hann lauk líka ævistarfi sínu sem smiður. Hann varð formaður á eigin bát ungur að árum og farn- aðist í alia staði mjög vel. Loks kom að því að fólk fór að tínast burt úr plássinu á hernámsárun- um. Hann og systkini hans, Kristján og Jóhanna, þraukuðu samt í lengstu lög, en fóru samt að dæmi annarra og fluttust til ísa- fjarðar. Þau fóru frá góðu og ný- legu húsi sem hann hélt alla tíð mjög vel við og stendur enn í ágætu standi. Þegar ameríski her- inn settist að á Straumnesfjalli Brynjudalsá og svrn Vatnasvæði Lýsu Féiagiö hefur tekiö á leigu veiöiréttinn í Brynjudalsá í Hval- firöi sumariö 1982. 2 stangir. Stangarverö frá kr. 400 til kr. 1100. Umsóknum frá þeim sem fengu ekki úthlutun í janúar í samræmi við óskir um veiðileyfi í öörum laxveiðiám, verö- ur sérstaklega sinnt. Einnig eru nú á boöstólum veiöileyfi á Vatnasvæði Lýsu á Snæfellsnesi. Stangarverö kr. 300. Upplýsingar á skrifstofunni í Austurveri, s. 86050/83425. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. fór hann aftur norður og vann hjá hernum að ýmiss konar störfum um árabil. Þar kynntist hann hnni glæsilegu og ágætu konu sinni, Flóru Ebenesardóttur, sem lifir mann sinn. Þegar störfum hjá hernum lauk fóru þau til Isafjarð- ar og keyptu sér íbúð þar. Að fáum árum liðnum fór hann að finna til lasleika sem síðan ágerðist með árunum. Hann bar sig samt vel og hélt áfram vinnu sinni við smíðar. En að því kom að sjúkrahúslegur og rannsóknir tóku við. Hann kom til Reykjavíkur síðastliðið haust í enn eina rannsóknina og átti ekki afturkvæmt héðan. Ég minnist Benedikts með miklum hlýhug. Hann kom heim til mín nokkrum dögum áður en hann dó og síst datt mér í hug að það yrði í síð- asta sinn sem við sæumst. En það sannar eins og svo oft áður að eng- inn veit hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Ég votta konu hans, syni og systur innilega samúð. Guð blessi Bena minn og gefi hon- um frið. Gunnar Jónsson Verkfæraleigan Hiti Borgarholtsbraut 40, Kópavogi, s. 40409. Hringdu ef þig vantar tæki um helgar. Vantar þig píanó! Viö höfum og getum skaffaö heimsþekktar tegundir, svo sem Bliíchner, Ágúst Förster, Zimmermann, Hupfeld, Aida, Karmen og Verdi, hafiö samband viö okkur áöur en þiö festiö kaupin annarstaöar. Lampar og gler hf., Suöurgötu 3, sími 21830. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU VIGLYSINGA- SÍMINN KR: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.