Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 20.02.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1982 45 Qlafur Þór Ragnarsson: Sambandsvon Þessir hringdu . . . Hverjir taka á móti gjafa- fé til móð- ur Theresu Kona hringdi og bað Velvakanda að koma þeirri spurningu á framfæri hvaða aðilar hér á landi tækju á móti gjafaféi til móður Theresu. Sagðist hún þurfa að koma áheiti til skila og yrði ákaflega þakklát þeim sem gætu greitt úr þessu fyrir sig. reykingum manna. Þó mun það varla fullsannað. Krabbameinsrannsóknastofnun Bandaríkjanna hefir nú gert út 10 þús. sjálfboðaliða, til að safna skýrslum hjá 50 þús. reykinga- mönnum í New Jersey. Allir eru reykingamennirnir þessir á aldr- inum 50—69 ára og hafa neytt tóbaks árum saman. Ætlunin er að komast að því með sanni, hvort miklar reykingar geti valdið lungnakrabba. HÉR í bænum vinnur Krabba- meinsfélagið margþætt starf og veigamikið. Það heldur uppi fræðslu fyrir almenning, vinnur að því, að fólk leiti sér lækninga undir eins og það kennir sér meins. Menn eru minntir á, að þeir eigi sér helzt batavon, ef þeir leita læknis, meðan veikin er á byrjunarstigi. Krabbameinsfélagið hefir keypt geislalækningatæki, sem eru bit- urt vopn í baráttunni við hinn vo- veiflega sjúkdóm. I samvinnu við almenning er þannig komið upp nokkurs konar miðstöð fyrir bar- áttuna gegn krabbameini. Eftir fáeina daga verða tækin tekin í notkun, enn vantar þó nokkra fjárhæð til að þau séu skuldlaus. Það er á valdi almenn- ings að bæta úr því. Komdu nú heill og sæll! Langt er nú um liðið, síðan ég sendi þér línu og ber þar margt til. Fyrst og fremst er það eigin pennaleti, en eins og kunnugt er, erum við íslend- ingar pennalatasta þjóð í heimi. Að öðru leyti spilar skammdegið inn í og svo þau ósköp, að lítið forvitnilegt hef- ur gerst í þjóðlífinu þennan tíma. Alla vega var býsna lítið á seyði, sem kitlaði hláturtaug- arnar eða örvaði andagiftina. Þess vegna var það eins og síðbúin jólagjöf, að fá þennan dýrindisþátt um Sambandið á skjáinn á næstliðnum dögum. Mikið var ég feginn að heyra þau tíðindi, að enn eru til frjálshuga og stórhuga menn á Islandi. Og enn eru til menn í röðum samvinnumanna, sem hugsa á annan veg en þessi rík- isstjórnarómynd sem við höf- um. Alla vega væri sú staða Til Velvakanda. Mig langar til þess að segja frá atviki sem kemur mér til að halda að menn rugli stundum saman jafnrétti og almennri kurteisi eða hjálpsemi. Það var í óveðrinu hérna um daginn. Kröpp lægð gekk yfir landið og orsakaði ýmsa truflun á högum manna. Snjó kyngdi niður sam- fara miklu roki. Af þessum sökum urðu götur Reykjavíkur og víðar ófærar þeim sem ekki voru á nógu velbúnum bílum fyrir vetrarakstur (og einnig þeim sem töldu sig vera vel búnir með snjódekk o.s.frv.). Kunningjakona mín sagði mér frá því að hún hefði verið að fara með barn sitt í skólann um hádegið þegar veðrið var sem verst. Fyrir framan skól- ann höfðu nokkrir foreldrar fest bíla sína og allt sat fast. Þrátt fyrir tilraunir til þess að ýta þeim bíl sen. mest var í veginum tókst ekki að hnika bílnum. Þess ber að geta að þarna voru mæður, kvenkyns- foreldrar, á ferð. Allar reyndu þær að hjálpa hvor annari en ekkert gekk. Þá kemur þar að sem kæmi upp, ef þessir fjór- menningar sætu saman í ríkis- stjórn ásamt fleirum, ólíkt huggulegri en núverandi lá- deyða. Það var ánægjulegt að upp- götva, að ekki eru allir fram- sóknarmenn á eitt sáttir með undirlægjuhátt vissra afla í Framsóknarflokknum. Það var bitastætt að heyra þessa menn afbiðja vaxandi rikisafskipti og alla-ballaisma á öllum sviðum. Kannski eru nú bjartari tímar framundan, þar sem komma- greyin fengju að húka á þeirri horriminni sem þeim ber. Von- andi fækkar nú óðum þeim framsóknarmönnum sem láta hafa eftir sér „allt er betra en íhaldið", og batnandi mönnum er jú alltaf best að lifa. í beinu framhaldi af þættinum og vegna óformlegrar inntöku Eykons í sambandsveldið, datt mér þetta í hug: karlmaður með barn sitt á leið í skólann. Sá var á stórum Range Rover-bíl. Sá komst að sjálfsögðu fram hjá minni bíl- unum og að skólanum. Um- ræddur faðir var nú beðin um aðstoð sem hann svaraði á þennan hátt. Eru þetta allt kerlingar? Þegar hann fékk já- yrði við því sagði hann. Nei mér dettur ekki í hug að hjálpa ykkur þið eruð alltaf með þetta jafnréttiskjaftæði og þið getið bara hjálpað ykkur sjálfar. Ef þetta er það sem ungir menn halda að sé jafnrétti þá held ég að meiri umræðu sé þörf. Jafnrétti á ekkert skylt við dónaskap og óliðlegheit. Ég vona að þessi saga sé einsdæmi og menn konur og karlar haldi áfram að hjálpa hvert öðru eins og miklu algengara hefur verið hér á landi. Hvort sem það er að draga bíla upp úr ám í sumarferðalagi eða hjálpa náunganum í vandræðum sín- um. Þar á ekki að skipta máli hvort það er kona eða karl sem ýtir bíl eða situr undir stýri. M.S. 6398—6976. Sambandsvon Þú, Erlendur-sambands áttir óborna dulda von. En ekki yrðu allir sáttir ef Eykon gengi í KRON. En samt væri gríðar gaman ef gengi ykkur allt í hag. Og næðuð að sinna saman sóma Islands í dag. Gjört í Rv ík 18. febrúar 1982. Ólafur Þór Ragnarsson. „Jafnrétti á ekkert skylt við dóna- skap og óliðlegheit“ Magnús Ólafsson (Pétur) og Guðrún Þórðardóttir (Dolly). KALLINN I KASSANUM Leiklist Ólafur M. Jóhannesson KALLINN í KASSANUM Höf.: Arnold & Bach. Þýðing: Emil Thoroddsen. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd: Hallmundur Kristins- son. Leikstjórn: Saga Jónsdóttir. Leikfélag Garðabæjar/ Garða- leikhúsið: Tónabær. Franska átjándu aldar skáldið Voltaire hafði svo mikið dálæti á leiklist að hann reisti sér einka- leikhús þar sem hann setti á svið eigin verk. Taldi hann þær stundir sælastar er hann gat brugðið sér í hlutverk leikstjór- ans. Eins og þeir vita sem hafa lesið meistaraverk Voltaire, „Birting", þá kemur þar fram einhver skynsamlegasta og hvassyrtasta gagnrýni á mann- legt samfélag og mannlegt eðli sem fyrirfinnst í gervöllum heimsbókmenntunum. Á einum stað í verkinu rýnir Voltaire á leikhúsið og greinir þar kjarn- ann frá hisminu af svo mikilli fimi að vart verður betur gert. Enda býr að baki fölskvalaus ást Voltaire á þessu menningarfyr; irbrigði eins og áður greindi. í örstuttri blaðagrein er ekki pláss fyrir langar tilvitnanir úr Birtingi en þó vil ég bregða hér upp mynd af frönsku leikhúsi eins og það birtist aðalsöguhetju bókarinnar: „í kringum Birting (aðalsöguhetjuna) sátu einhver gáfnaljós. Ekki hindraði það hann þó frá því að tárfella á þeim stöðum sem honum þótti leikið af snilld. Einn af spakvitr- ingunum sem sat til hliðar við hann tók hann tali milli þátta og sagði: „Það er óþarfi fyrir yður að vera að tárast, þetta er alveg afleit leikkona; sá sem leikur á móti henni er þó hálfu verri; höf- undurinn kann ekki stakt orð í arabísku, og þó tekur útyfir að höfundurinn er einn af þeim mönnum sem trúir ekki á með- fæddar hugmyndir; ég skal færa yður tuttugu bæklinga á móti honum í fyrramálið." Ósjálfrátt varð mér hugsað til þessara ummæla Voltaire er ég horfði á „Kallinn í kassanum" síðastliðið fimmtudagskvöld. Mér fannst nefnilega reglulega gaman að sýningunni þótt ég myndi ekki stakt orð úr textan- um er heim var komið. Þetta var bara svo hressileg leiksýning að gáfulegir frasar gufuðu uppúr heilabúi gagnrýnandans. Maður bara skemmti sér, fékk kók í hléi, hélt áfram að skemmta sér og fór svo heim. Svaf loks vær- um svefni í þeirri fullvissu að eitthvert gáfnaljósið sendi manni ekki næsta morgun tutt- ugu bæklinga mót farsahöfund- unum Arnold & Bach. Eins og ég sagði áðan mundi ég ekki stakt orð úr texta Arnold & Bach er heim var komið. Hins vegar er frammistaða hinna ein- stöku leikara í „Kassakallinum" nokkuð minnisstæð. Ég held að Aðalsteinn Bergdal hafi átt hugi leikhúsgesta þetta kvöld. Kemur þar fyrst og fremst til frábært gervi. Magnús Ólafsson átti að mínu viti allskostar við hlutverk Péturs — bindindisfrömuðarins sem hrasar svo skemmtilega í leiknum. Fer saman hjá Magn- úsi mikill raddstyrkur og lík- amsburðir ásamt kostulegum grettihæfileika. Hann má þó vara sig á ofleik í hófsamari at- riðum. Þær Sigurveig Jónsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og hin kornunga Telma Tómasson voru líka full örar á stundum. Hins vegar fer Þóri Steingrímssyni vel að spenna bogann hátt í hlut- verki Mr. Goodman, máski vegna þess að hann smellur í hlutverk- ið. Valdimar Lárusson fellur og vel að persónugerð hins virðu- lega Prófasts. Þau Friðrik Steingrímsson, Helga Krist- jánsdóttir og Steindór Gestsson skortir nokkuð á þá ögun sem glöggt kemur í ljós hjá atvinnu- leikurum. Guðrún Þórðardóttir er hins vegar býsna fimleg í hlutverki dansmeyjarinnar Dolly. Er ætíð gaman að horfa á sætar stelpur á sviði. Ég tala nú ekki um þegar kjólarnir falla þétt að líkamanum. Athugasemd við ummæli Guðmundar Sæmundssonar KJÖRSTJORN í nvafstöðnurn kosningum í Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri hefir óskað að fá eftirfarandi athugasemd birta í Morgunblaðinu: „Vegna ummæla Guðmundar Sæmundssonar sem birtust í Morgunblaðinu 16. þ.m. um kosningar í Einingu, vill kjör- stjórn viðkomandi kosninga benda á að til hennar framvís- uðu aðeins tveir félagsskírtein- um, sem ekki voru á kjörskrá. Við eftirgrennslan að kosning- um afstöðnum, kom í lós að ann- að þeirra var gilt en hitt ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.