Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 1
aðið <E3-efíð tit af AJLþýdufiolzkiiuiu. 1920 Föstudaginn 10. september. 207. tölubí. Lan a r n a n flytur á morgun i Austurstræti 10 ^Mððréttanir £. P. í garð ógiftra kvenna. Eins og öllum skynbærum mönn- <um'er kunnugt, hefir atvinnuveg- am landsmanna — einkum við sjávarsíðuna — fleygt fram á síð- ustu áratugum. Eftirspurnin eftir verkafólki eykst stöðugt, og fólkið sækir eðlilega þangað scm.'mest ¦sr um að gera, og flest fólkið er ifyrir. Því,- auk margs annars, þá sr „maður manns gaman". Það er að segja, þeir sem venjast á fjöl- aienni, kunna hvergi við sig nema f>ar, og nýjungagirni hinna, sem í íámenninu búa, dregur þá til fjöld- ans —¦ til bæjanna. Því „þar er £ult af fónum . . ." og „dans og Jífleg læti . . .". í stuttu máli, því --tneiri sjávarútvegur, þvf meiri eít- irspurn eftir lausafólki og því færri fást til þess' að ráða sig í fastar vistir fyrir tiltölulega Iéleg kjör. Og frelsið verður ekki til peninga metið. Nema, ef hinn ágæti ágizk- ari og handahófsspámaður S. Þ., sem nýlega kvað fluttur hingað til baejarins frá góðu búi, gæti reikn- að út — svona út í bláinn — verðgildi frelsisins. í grein, sem þessi maður ritar í 225. tbl. Morgunblaðsins, kemur íram svo mikið verklýðshatur, að 'undrum sætir. Og það hefir oftar •skotið upp hornóttum hausnum í greinum hans. Er þetta því furðu- legra, sem mér er tjáð, að hann hafi verið ötull kennari og haldið uppi „lýðháskóla" á Hvítárbakka um nokkur ár. Mentaður maður ætti að vera vaxinn upp úr slik- um barnaskap. En níska og nagla- skapur heldur oft og tíðum góð- um gáfum í heljargreipum' sínum, svo þær njóta sfn eigi. Eg get ekki setið á mér, að benda á ýmsar af meinlokum S. Þ. f ámmstri grein, sem hann kall- ar .Ógiftu stúlkurnar"., Það kemur .ógiftum stúlkum" yfirleitt ekkert við, hvort fleira sé af körlum en konum í landinu. En óhætt er að fullyrða, að konur eru fleiri. Það er auðvitað slæmt fyrir suma, að átta sig á því, hvers vegna verra er að fá vinnufólk nú en fyrir nokkrum árum. En þeir um það. „Um vinnukonur er naumast að ræða", segir S. Þ. „Þær eru ekki til." Hvað segja vinnukonurnar um það, að þær eru þannig með fáum pennadráttum strikaðar út úr tilverunni? Ætli þeim bregði ekki í brún, að vera svona í einni svipan komnar Byfir um". Eg þekki nú reyndar margar vinnu- konur, sem hafa ait að þessu verið Hfandi og unnið dyggilega bæði í minni þjóuustu og annara. Mér dettur ekki í hug að neita því, að víða er pottur brotinn. En ekki hefi eg heyrt, að til væru mörg samskonar dæmi og S. Þ. tekur til sönnunar máli sfnu. Mér er nær að halda að dæmið sé uppspuni einn, eða að minsta kosti orðum aukið. Og meðan ekki eru nöfn nefnd verður að álíta að svo sé. Að „laga mat" þýðir það sama og matbúa eða búa til mat. Nema átt sé við að stúlkan lagi matinn sem húsmóðirin hefir búið til. En ekki meira um það. Það eru ýkjurnar í grein S. Þ. og ógeðslegar getsakir hans í garð unga fólksins, sem ófært er að láta ómótmælt. Eg játa það fyllilega, að ástand- ið er langt frá þvf að vera gott, en að það sé eins ilt og greinar- höf. segir er fjarstæða. Það verða varla talin sæmandi orð, sem hann lætur falla í garð ógiftra stúlkna hér í bæ, og ungmenna yfirleitt, að telja þau alment hórkarla og konur. En þetta skfn út úr grein hans, þó hann segi það ekki ber- um orðum. Margur heldur mann af sér, segir gamait máltæki, og dettur vafalaust mörgum slfkt f hug hér. Um uppeldi dætra efnaðra manna og embættismanna skal eg ekki þrátta; mér er það ekki nógu kunnugt. En mér er nær að halda að ýkjurnar séu ekki minni þar, en annarsstaðar í greinum þessa hr. S. Þ. >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.