Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Fræðsluherferð hafin á vegum SAL Samband almennra lífeyris- sjóða, SAL, hefur nú hleypt af stokkunum sérstakri fræðsluher- ferð um lífeyrismálin. Markmið herferðarinnar er fyrst og fremst að upplýsa launþega og vinnuveit- endur um réttindi þeirra og skyld- ur í lífeyrismálum. í þessu skyni hefur verið gefinn út bæklingur í 50.000 eintökum, sem verður dreift til launþega og vinnuveitenda inn- an SAL-sjóðanna. Þessar upplýsingar og þær sem á eftir koma komu fram á blaða- mannafundi sem haldinn var með eyrissjóði, til að þeir fari ekki hver í sína áttina í lífeyrismálum. Samtökin stæðu auk þess að stöð- ugri athugun og endurnýjun á starfi sínu. Og síðast en ekki síst þá væri hagkvæmni af starfi sem þessu. Vilja koma á samfelldu líf- eyriskerfi allra landsmanna Meðal framtíðarmarkmiða SAL er að koma á samfelidu lífeyris- kerfi, sem taki helst til allra landsmanna. Hér kynna forráðamenn SAL kynningarstarfsemi sem verið er að hleypa af stokkunum. Talið frá vinstri: Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL, Gunnar S. Björnsson, formaður SAL, Eðvarð Sigurðsson og Gunnar J. Kriðriksson, sem báðir eru í framkvæmdastjórn SAL. forsvarsmönnum Sambands al- mennra lífeyrissjóða nýlega. í kjarasamningum aðila vinnu- markaðarins frá 19. maí 1969 var í fyrsta skipti kveðið svo á um að stofnaðir skyldu almennir lífeyr- issjóðir á félagsgrundvelli og skyldu greiðslur hefjast í ársbyrj- un 1970. Þetta ákvæði samninga hafði það í för með sér, að öll að- ildarfélög Alþýðusambands Is- lands, sem ekki höfðu þegar stofn- að lífeyrissjóði, gerðu það frá og með 1. janúar 1970. í SAL eru nú 25 lífeyrissjóðir en auk þess starfa sjóðirnir í mjög nánum tengslum við 4 aðra sjóði, það er Lífeyrissjóð verkstjóra, Líf- eyrissjóð sjómanna, Lifeyrissjóð Hlífar og Söfnunarsjóð Íífeyris- réttinda. Allir Iifeyrissjóðir innan SAL búa við samræmda reglugerð og eru bótaákvæði sjóðanna því alls staðar eins. Hafa samræmda reglugerð og bótaákvæði Að sögn forsvarsmanna SAL, er meginhlutverk þess að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum lífeyrissjóða sambandsins, skýrslugerð og annarri þjónustu við lífeyrissjóði og sjóðsfélaga. I öðru lagi að vinna að ýmiss konar samræmingarstörfum fyrir lífeyrissjóðina og stuðla að því að sjóðsfélagar lífeyrissjóða á samn- ingssviði ASI og VSI búi við sam- ræmdan bótarétt. í þriðja lagi að veita lífeyris- sjtiðum eftir því sem tök eru á sér- fræðiaðstoð við lífeyrisúrskurði, innheimtumál, bókhald, tölvu- vinnslp, endurskoðun, innheimtu- mál, bókhald, ávöxtunarmál, lána- mál, lögfræðileg og tryggingar- fræðileg efni. I fjórða lagi að vera opinber málsvari lífeyrissjóðanna í þeim málum, sem varða hagsmuni þeirra. Við spurðum forsvarsmennina, hvort að svo víðtækt starf eins og að ofan greinir sé ekki einsdæmi í rekstri lífeyrissjóða hér á landi. Jú, þeir kváðu svo vera, en sögðu að starfsemi sú sem SAL hefur með höndum væri nauðsynleg til að halda utan um hina ýmsu líf- Við spurðum forráðamenn SAL hvernig þeir hefðu hugsað hið samfellda lífeyriskerfi. Sögðu þeir að það væri erfitt að segja um það að svo komnu máli en verið væri að gera athugun á þessum málum. Þeir voru spurðir að því hvort að þeir teldu að lífeyrissjóðir með gegnumstreymisfyrirkomulagi væri framtíðin, en frumvarp þess eðlis liggur fyrir Alþingi. Þeir kváðu slíkt fyrirkomulag ekki koma til greina að þeirra áliti, því að þróun mannfjölda væri sú, að á næstu áratugum yrðu hópar eldra fólks stórir hér á landi en barnsfæðingum færi sí- fellt fækkandi þannig að það yrði tiltölulega lítill hópur vinnandi fólks, sem þyrfti að standa straum af lífeyrissjóðagreiðslum síðar meir. I öðru lagi kváðu þeir at- vinnulíf okkar þannig uppbyggt, að alltaf mætti búast við skakka- föllum, þannig að nauðsynlegt væri að einhver uppsöfnun væri fyrir hendi. En þeir kváðu nauð- synlegt að koma á heildarlöggjöf um lífeyrissjóði. Önnur framtíðarmarkmið SAL eru þau, að lífeyrissjóðir og al- mannatryggingar tryggi öllum líf- eyrisþegum viðunandi lífeyri, sem fylgir þróun kaupgjalds á hverjum tíma. Einnig vilja þeir auka jöfnuð og öryggi meðal landsmanna, sem líf- eyris eiga að njóta. Þá vilja þeir að lífeyrisaldur geti orðið breytilegur eftir vali hvers og eins lífeyrisþega, en líf- eyrir verði því lægri sem taka hans hefst fyrr: Og að fundinn verði réttlátur grundvöllur fyrir skiptingu áunn- inna réttinda lífeyris milli hjóna. Sögðu þeir ennfremur að með bráðabirgðaúrlausnum hefði orðið veruleg hækkun á lífeyrisgreiðsl- um auk þess sem ýmsum lögum og reglugerðum hefði verið breytt til rýmkunar á bóta- og verðtrygg- ingarákvæðum sjóðanna. Hvað kostar kerfið? Tekið var m.a. dæmi um ein- hleypan ellilífeyrisþega í SAL: í framhaldi af þessu var spurt hvort að einhverjir lífeyrisþegar væru búnir að vera í lífeyrissjóði innan SAL í 40 ár. Var þessari spurningu svarað neitandi, hér væri aðeins um að ræða dæmi þar sem spáð væri í framtíðina. Við spurðum þá hvort að SAL- sjóðirnir væru færir um að greiða sama lífeyri og er í dag, það er að segja hvort lífeyrir verði full- verðtryggður að þessum tíma liðn- um? Sögðu forsvarsmenn SAL að þeir teldu sig færa um það næsta áratugina, ef miðað væri við óbreyttan tekjugrundvöll og ef verðtrygging yrði á öllum skuld- bindingum. Annars kváðu þeir að verið væri að athuga þessi mál, þá meðal annars hvað | kerfið kostar og hvort SAL-sjóðirnir hefðu efni á verðtryggðum lífeyri miðað við þau iðgjöld sem nú eru. Þá voru þeir spurðir að því hvort auknar líflíkur fólks spiluðu ekki inn í framtíðarfyrirkomulag sjóðanna. Kváðu þeir að þær gerðu það óneitanlega. Auknar kröfur væru gerðar um það að lífeyrisaldurinn færðist niður og um leið gerðist það að lífslengdin ykist. Það sem þyrfti að gerast væri að það þyrfti að þrengja bótaákvæðin eða hækka iðgjöldin. Að lokum gátu forsvarsmenn SAL þess að nú væri unnið að framtíðarskipan lífeyrismála á vegum 17 manna lífeyrisnefndar, sem skipuð var í tengslum við kjarasamninga í febrúar 1976. Innan 17 manna nefndarinnar starfar 8 manna lífeyrisnefnd, sem fjallar sérstaklega um mál- efni lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ. - HE. Upphæðir eru mánaðartölur fyrir október 1981 Til- brlgöi Lifeyris- tekjum Ráöstöfunartekjur af: Dag- launum Heildar- launum Ráöstöfunartekjur af lifeyristekjum % af % af ráöst.t. ráöst.t. dag- heildar launa launa Ríkisstarfsmaður. 15. Ifl. 40 ár líf.sj.aldur 1.1.1 6.599 6.295 8.377 105 79 20 ára líf.sj.aldur 1.1.2 4.876 6.295 8.377 77 58 Ríkisstarfsmaöur 7. Ifl. 40 ára líf.sj.aldur 1.2.1 5.498 4.976 6.670 110 82 20 ára líf.sj.aldur 1.2.2 4.775 4.976 6.670 96 72 lönaöarmaður 1.4 stig á árl 40 ára líf.sj.aldur 1.3.1 4.878 5.580 9.140 87 53 20 ára líf.sj.aldur 1.3.2 4.785 5.580 9.140 86 52 Verkamaður 1,1 stig á ári 40 ára líf.sj.aldur 1.4.1 4.838 4.582 8.310 106 58 20 ára lif.sj.aldur 1.4.2 4.718 4.582 8.310 103 57 15 ára umsj.nefndarréttur 1.5.1 4.688 4.582 8.310 102 56 Án. lif.sj. og umsj.n.réttar 1.6.1 3.593 4.582 8.310 78 43 N DAGSKRÁ: Húsið opnað kl. 19.30 MATSEÐILL: Fordrykkur — Snekkju Special Grísabógur Cuesiniere Carré De Porc Cuesiniere Peru-ís Glace aux Poires TÍSKUSÝNING Modelsamtökin undir stjórn Frú Unnar Arngrimsdóttur sýna vor- og sumartískuna '82. BENIDORM FERÐAKYNNING Ný kvikmynd frá Hvítu ströndinni Costa Blanca Benidorm, en þar hafa fjölmargir Hafnfirðingar dvalið. Kynnir með myndinni er Jórunn Tómasdóttir. SKEMMTIPÁTTUR Magnús ,,Prince Póló" Ólafsson og Þorgeir „Skonrok(k)" Astvaldsson flytja margslunginn cabarett með Hafnarfjarðar- og Breiðholtsskrítlum, svo og léttum söngatriðum. Alfarið nýtt skemmtiatriði! FERÐABINGÓ Halldór Arni stjórnar ferðabingói og vinningar eru auðvitað BENIDORM ferðavinningar! DANS Hljómsveitin METAL mun síðan skemmta gestum með danstónlist fram eftir nóttu. Kynnir kvöldsins; GISSUR KRISTJÁNSSON umboðsmaður Ferðamið- stöðvarinnar i Hafnarfirði. Miðasala í SNEKKJUNNI frá I5-I9 miðviku- og fimmtudag. Nánari upplýsingar í síma 52502/51 810.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.