Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 35 ísraelar hóta Aröbum: Komum í veg fyrir smíði kjarn- orkusprengju Tel A?iv, 25.febrúar. AP. AKIEL Sharon varnarmálaráðherra ísraels sagði í dag, að ísraelar myndu koma í veg fyrir að Arabaríki smíðuðu kjarnorkusprengju. „Við munum ekki leyfa nokkru Arabaríki að smíða kjarnorku- sprenRju. Við höfum þegar stöðv- að tilraunir íraka til þess,“ sagði Sharon í viðtali, sem birtist í næsta hefti franska tímaritsins Paris Match. í viðtalinu segir Sharon ísraela ekki muna líða hervæðingu Sínai- skagans af hálfu Egypta eftir að ísraelar hverfa þaðan að tveimur mánuðum liðnum. Einnig mundi Sýrlendingum ekki líðast herseta í Líbanon, né mundi írökum líðast að fara með her inn í Jórdaníu. „Við viljum stuðla að friði í Mið- austurlöndum, en verðum að tryggja tilveru okkar,“ sagði Shar- on. Hættir Mubarak vid heimsókn til fsraels JtrusaUm, 1. marz. AP. ÞÆR fregnir voru látnar ber ast út frá ísraelskum stjórn- viildum á sunnudag, að svo kynni að fara að ísraelar af- þökkuðu opinbera heimsókn Hosni Mubaraks, forseta Egyptalands ef hann féllist ekki á að vitja Jerúsalem í för sinni til ísraels. Arieh Nahor, ráðuneytisstjóri sagði að lokn- um ríkisstjórnarfundi á sunnu dag, að Israelar settu á oddinn, að Mubarak kæmi til Jerúsalem í þessari mikilvægu fyrstu ferð hans til landsins. Begin forsætisráðherra sat ekki ríkisstjórnarfundinn því að hann var á fundi með reið- um landnemum á Sinai sem margsinnis hafa látið í Ijós Hosni Mubarak andúð á því að Egyptar yfirtaki allan Sinaiskagann sam- kvæmt samningi Egypta og Israela. í Kairó sýndi Mubarak engin viðbrögð við yfirlýs- ingu stjórnar ísraels, en Osama E1 Baz deildarstjóri utanríkisráðuneytisins sagði að egypska stórnin myndi senda á næstunni frá sér orð- sendingu til ýmissa vest- rænna ríkja um „þróun mála í þessum heimshluta". Hann sagði að í orðsendingu til bandarísku stjórnarinnar myndi sérstaklega verða vik- ið að málefnum og stöðu Jerúsalem. Astæðan fyrir því að Mu- barak er tregur að fara til Jerúsalem er að aðrir Araba- leiðtogar kynnu að taka það sem viðurkenningu Egypta á því að ísraelar hafa innlimað arabíska hluta borgarinnar í vestur Jerúsalem og gert hana að höfuðborg. Þegar Sadat kom í fyrstu ferð sína til ísrael og heimsótti Jerú- salem hafði þessi ákvörðun ekki verið tekin. í ágúst 1980 ákvað stjórn Begins að Jerú- salem heil og óskipt skyldi verða höfuð borg Israels um aldur og ævi. Vegna þessa neitaði Sadat að koma til borgarinnar í seinni ferðum til Israels og átti fundi með Begin í Haifa og síðar í Sharm el Sheikh. Mulley út Lundúnum, I. mtre. AP. FRED Mulley, fyrnim varnarmála- ráðherra í Bretlandi, hefur setið á þingí fyrir Verkamannaflokkinn í 32 ár samfleytt og hefur að undanlornu verið einn helzti fulltrúi hófsamra í flokknum, var í gær hafnað sem frambjóðanda flokksins í næstu þingkosningum, sem eiga að fara fram árið 1984. \f/ ERLENT‘ í kuldann Þaó voru vinstri sinnar í kjör- dæmi hans í Sheffield Park i Jór- víkurskíri sem gerðu atlöguna að Mulley, en hann er sjötti þingmað- ur Verkamannaflokksins sem hafnað er sem frambjóðanda til endurkjörs eftir að breyttar skipulagsreglur flokksins tóku gildi að frumkvæði vinstri aflanna undir forystu Tony Been. Talið er að þessi meðferð á Mulley eigi eftir að draga dilk á eftir sér og magna á ný átök milli hinna tveggja arma Verkamanna- flokksins, hugsanlega með þeim afleiðingum að enn fleiri þing- menn Verkamannaflokksins gangi til liðs við hinn nýja Jafnaðar- mannaflokk en orðið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.