Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Hvers vegna? Slysatíðni á sjó er ógnvekjandi Það er kyrrð í þessari mynd RAX frá sjónum, en særinn getur úfnað á skammri stundu og þær fórnir sem hafið hefur tekið á ári hverju í mannslífum sjómanna er nærri því jafn há tala og allra þeirra sem farast í umferðarslysum. Eftir Sigmar N>r Sveinbjörnsson stíjrimann Mikið hefur verið rætt og ritað um það undanfarið hvað öryggis- tækjum skipa hefur fleygt fram og er það rétt, að á mörgum sviðum er öryggi sjómanna meira en áður. Enn er þó langur vegur frá því að þau séu í góðu lagi og sézt það bezt á þeim fjölda slysa sem sjómenn verða fyrir árlega. Ég er þess fullviss að engin stétt býr við jafn mikla slysatíðni og sjómenn, miðað við mannfjölda í stéttinni og þegar að er gáð koma óhugnanlegar staðreyndir í ljós. Samkvæmt skýrslum Sjóslysa- nefndar frá árunum 1971—1980 hafa 166 sjómenn farist við störf sín og hvorki meira né minna en 2.946 sjómenn hafa slasast á þess- um 10 árum og verið frá vinnu í 10 daga eða meira. Þetta þýðir það að jafnaði að 294 sjómenn slasast árlega og 16—17 farast árlega. Sjómenn eru aðeins um 5.000 tals- ins og miðað við það farast 0,13% sjómanna árlega. Til samanburðar má taka dæmi um dauðaslys í umferðinni, sem öllum þykja jú allt of mörg og vissulega er þar um hrikalega há- ar tölur að ræða. Skýrsla Rann- sóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1981 er ekki komin út svo ég tek til samanburðar árin 1979—1980. Ár- ið 1979 fórust 20 sjómenn á móti 27 dauðaslysum í umferðinni og 1980 fórust einnig 20 sjómenn á móti 25 í umferðinni. Það skal haft í huga við þessa viðmiðun að tugþúsundir manna eru að stað- aldri í umferðinni, bæði akandi og gangandi, þó aðeins sé miðað við Reykjavíkursvæðið, hvað þá held- ur ef miðað er við landið allt. Á þessu sézt hvað tíðni sjóslysa er yfirgnæfandi hærri en umferð- arslysa. Hjá Bátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja sem tryggir báta sem eru 100 brl. og minni, fékk ég þær upplýsingar að á síðustu 3 árum (1979—1981) hefðu farist 9 sjó- menn af 4 bátum sem allir voru skráðir hér í Eyjum. I þremur öðrum slysum fórust 6 menn á bátum skráðum hér í Vestmannaeyjum eða voru hér við veiðar þegar slysin urðu. Eru þá farnir 15 menn við Vestmannaeyj- ar á aðeins þremur árum og er þá ekki talið með síðasta sjóslysið þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði fyrir skömmu og tveir belgískir sjómenn og tveir björg- Sigmar Þór Sveinbjörnsson unarmenn forust. Með því slysi fer tala þeirra sem hafa farist við Eyjar á sl. þremur árum upp í 19 talsins. Á þessari öld hafa hundr- uð sjómanna farist við Vest- mannaeyjar og hin mörgu slys eru ugglaust ástæðan fyrir þeim mikla áhuga sem hefur lengi verið í Vestmannaeyjum á öryggismál- um sjómanna. Ég gerði athugun á því hve margir jafnaldrar mínir (fæddir 1946) voru í gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Þeir reyndust vera 47 alls. Þá athugaði ég hve margir af okkur hefðu valið sér sjómennsku sem ævistarf og það reyndust vera 12 menn. Af þessum 12 hafa fjórir farist í sjóslysum á fiskiskipum frá Vestmannaeyjum. Með öðrum orðum þá fórust 33% af þeim sem völdu sér sjómennsku sem ævi- starf, eða 8,5% af heildinni. Þetta er hrikaleg staðreynd um árgang sem hefur ekki náð 35 ára aldri. Það segir sína sögu, sem kemur fram í skýrslu SVFI, er nefnist „Skip sem fórust, mannbjörg", að af 10 skipum sem fórust 1981 björguðust 52 menn, en 2 fórust. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélagi Islands yfir sama tímabil, björguðu sveitir fé- lagsins 37 íslenzkum sjómönnum úr strönduðum skipum árið 1981 með fluglínutækjum og þar af var 21 maður á bátum frá Vestmanna- Slysatrygging sjómanna Eftir upptalningu þessara slysa er fróðlegt að birta hér tölur um dánarbætur og bætur vegna 100% varanlegrar örorku, en tölur þess- ar eru frá síðustu áramótum. Við dauða eru dánarbætur 114 þúsund krónur en við 100% örorku eru bæturnar liðlega 342 þúsund krón- ur. Líf sjómannsins er sem sagt metið svipað til fjár og meðai smábíll. Ég sagði hér áður að mér fynd- ist ekki nærri nógu mikið gert í öryggismálum sjómanna. Þar á ég við fyrirbyggjandi aðgerðir á öll- um sviðum. Má þar nefna hert eft- irlit með öryggistækjum, sem ekki virðist vanþörf á, og með skipun- um sjálfum (skyndiskoðanir). Ekki má gleyma þeim fjölmörgu björgunarsveitum sem starfa allt í kring um landið, en margar þeirra eru ekki búnar nógu góðum tækj- um fyrir þau erfiðu verkefni sem þær vinna. Björgunarsveitarmenn eiga skilið mikið þakklæti frá sjó- mönnum fyrir þau frábæru björg- unarafrek sem þeir hafa unnið á undanförnum árum og áratugum. Sjómenn og aðrir áhugamenn um öryggismál eru stöðugt með misjöfnum árangri að benda ráða- mönnum á ýmislegt sem betur mætti fara í þessum málum. Mig eyjum. Grundarfjörður: Fjölbreytt menningarlíf og vígð viðbygging við samkomuhús UM SL. helgi vígdu Grundfirð- ingar nýja vidbyggingu vid Sam- koniuhús sitt, en hið eldra hús er nær 30 ára gamalt. Hinn nýi hluti er að öllu leyti hannaður og unn- inn af heimamönnum, og þykir vel hafa til tekist. Þá er og frá því að segja, að allur kostnaður við byggingu þessa nýja húss er greiddur af heimamönnum, og komu þar engir styrkir til eða lán frá því opinbera. Vígsluhátíðin hófst klukkan 14 á laugardag, með sýningu fyrir börn á dýrunum í Hálsa- skógi, undir leikstjórn Eddu Agnarsdóttur. Þá var og sýnd myndin um Jón Odd og Jón Bjarna. Aðalhátíðin var svo um kvöldið, og hófst á píanóeinleik Gísla Magnússonar sem einnig var undirleikari þeirra söngvar- anna Margrétar Matthíasdóttur og Hjálmtýs Hjálmtýssonar. Samlestur var úr verkum Hall- dórs Laxness og mæddi þar mest á Ingólfi Þórarinssyni, sem þótti skila sínu hlutverki með sérstakri prýði. Tvær konur heiman úr héraði, Jensína Guð- mundsdóttir og Emilía Karls- dóttir, sungu einsöng og tvísöng. Fimm börn á aldrinum sex til tíu ára, fluttu mini-pops, og þótti þeirra framlag með mikl- um ágætum. Tveir herramenn voru í þessum flokki, báðir sjö ára, og sýndu þeir slík tilþrif, að sjálfur Travolta hefði mátt hafa sig allan við að gera betur. Af þessu atriði átti Birgir Gúð- mundsson tónlistarmaður hér á staðnum allan heiður, svo og flutningi jass, sem hljóm^veit undir hans stjórn flutti af mikl- um myndugleik. Kvenfélag staðarins hafði kaffisölu, og uppi var sýning frá félaginu Islensk grafík. Á sunnudaginum var síðan skák- keppni milli Ólsara og Grund- firðinga, og um kvöldið sýning á Útlaganum eftir Ágúst Guð- mundsson. Þessa sömu helgi hafði Guðbjartur Þorleifsson gullsmiður úr Reykjavík, mál- verkasýningu í húsakynnum grunnskólans, og fyrir fáum dögum voru hér vísnavinir á ferð, sem sungu sig inn í hjörtu fólks á vinnustöðum og síðar í samkomuhúsinu. Samkvæmt framansögðu hef- ur góður slatti af menningunni gert sig heimakominn í Grund- arfirði að undanförnu, og láta menn sér það vel líka og eru harla glaðir. — Emil Hjálparsveit skáta í Eyjum: Björgunaræfing í fjallabelti Þessi mynd var tekin fyrir skömmu á æfingu hjá Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum, en þeir félagar halda reglulega marghliða æfingar, bæði í Eyjum og uppi á fasUlandinu. Þarna voru þeir búnir að koma taugum milli fjallaveggja og fluttu síðan mann á börum. Ljósmynd: siifpór ingvarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.