Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 3 stjórnmálamenn hafa verið gestir í Knesset Eftir dr. Frítz Naschitz, adalrœðis- mann íslands í ísrael MARGA þætti á ótal sviðum eiga Islendingar og ísraelar sameiginlega, og virðingin fyrir lögum og rétti er þar einstaklega skýr. Það sem felst í áletruninni á minnispeningi þeim sem var sleginn í tilefni hátíðahalda þeg- ar minnst var þúsund ára af- mælis Alþingis „Með lögum skal land byggja" hefur og markað sér svip í ísraelsku þjóðlífi. ís- land getur státað af því að þar er elzta þing í heimi, en ísraelar verða að láta sér nægja þá vitn- eskju, að þeir endurvöktu þing sitt fyrir 34 árum — eftir 2000 ára hlé — er landið hlaut sjálf- stæði. Það þarf engan að undra að leiðtogar í sögu beggja þjóð- anna hafa lagt mikla áherzlu á hina þingræðislegu hlið í stjórn- un landanna. Síðan ísrael fékk sjálfstæði sitt árið 1948 hafa þrír forystumenn íslenzkra stjórnmála verið gestir ísraelska þingsins Knesset, sem er tákn um jafnræði þegnanna og byggir á frelsi, jafnrétti og hugsjónum friðarins. Annar forseti íslenzka lýð- veldisins Asgeir Ásgeirsson (1896—1972) sótti ísrael heim í marz 1966 og var fyrsti þjóð- höfðingi Evrópu sem kom í opinbera heimsókn. Honum var tekið með miklum fögnuði og sýndur allur sá heiður og sómi sem heyrði til, bæði af hálfu stjórnvalda og þegnanna. Grein- arhöfundur, sem tók þátt í að undirbúa komu forsetans, bar fram þá tillögu við forsætis- nefnd Knesset að hinum virðu- lega gesti yrði boðið að ávarpa það á sérstökum hátíðafundi. Þessi tillaga var samþykkt í einu hljóði og heiðursgesturinn varð þannig fyrsti erlendi þjóðhöfð- inginn sem talaði í Knesset og með hlýlegum orðum sínum í ræðustól átti hann sinn þátt í að enn sterkari urðu þau tengsl, sem milli þjóðanna eru, þótt lönd og höf skilji. Ásgeir Ás- geirsson forseti minntist rétti- lega á þann sögulega atburð, þegar Sameinuðu þjóðirnar féll- ust á stofnun Ísraelsríkis 1947, og annar íslendingur og fulltrúi hjá SÞ, Thor Thors, greiddi þá atkvæði með því fyrir íslands hönd. Sama ár, 1966, var ný þing- húsbygging tekin í notkun og í tilefni vígslu þinghússins — sem var þann 30. ágúst — var forset- um þjóðþinga — sem ísrael hafði stjórnmálaskipti við, boðið að koma til athafnarinnar. Smá- ríkinu íslandi hlotnaðist sá heið- ur að fulltrúa þess, Birgi Finns- syni, var falið að halda hátíðar- æðuna fyrir hönd gestanna sem komu frá 41 landi. Forseti sam- einaðs þings, Birgir Finnsson, flutti fyrstu ávarpsorð sín á hebresku og ræða hans öll hafði djúp áhrif á alla þá mörgu gesti, sem margir höfðu komið langt að í tilefni þessa. Og þriðji gestur frá eyju elds og ísa varð núverandi forseti efri deildar Alþingis, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem kom nú í janúar 1982 í boði Knesset. Sama máli gegndi um þá heim- sókn sem hinar fyrri, að hún ein- kenndist af vináttu og velvilja sem milli þjóðanna er og auk hreinskilnislegra viðræðna var Þorvaldi Garðari Kristjánssyni boðið í ferðir um landið þvert og endilangt og hefur heimsókn hans efalaust orðið til að inn- sigla einu sinni enn þann ein- læga vinskap sem er með þessum tveimur þjóðum. I þessum heimshluta, þar sem mikil spenna ríkir, er það engin fjarlæg framtíðarsýn að hægt sé að lifa í friði, og að góðvilji geti brúað fjarlægðir hvort sem er um að ræða eiginlegar eða óeig- inlegar. Schiller segir réttilega: „Hinir ráðvöndustu geta ekki lif- að í friði, ef illar nágrannar eru því frábitnir." Báðar þjóðirnar eru smáar, en þær hafa í sér viljann til að lifa af og með hugann við arfleifðina og framtíðina í senn, hafa þessar þjóðir báðar tengt saman nútið og fortíð. Strásykurinn í gulu pökkunum sem þú notar... í baksturinn, í kaffið, í teið, í matinn, á morgunmatinn, út á grautinn, út á skyrið. er fyrsta flokks strásykur. Xorðurlöndin: Samvinna um hagnýt- ingu olíu og jarðgass? ORKUMÁLARÁÐHERRAR Norðurlanda hafa falið embætt- ismannanefnd að semja greinargerð um leiðir til samstarfs Norðurlandanna um orkumál, þ.á m. um samstarf varðandi olíu og gas. Af íslands hálfu sátu fundinn Hjörleifur Gutt- ormsson, ráðherra, og Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri. Á fundi ráðherranna í Helsinki 9. febrúar sl. var gengið frá nýjum starfsáætlunum á sviði iðnaðar- og orkumála og er þar m.a. gert ráð fyrir eftirtöldum verkefnum: orkusparnaði, skipulagi orkumála, þróun nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa, nýjar tegundir elds- neytis, einkum methanóls, marg- háttaðar orkurannsóknir, sam- vinnu um kolainnflutning til Norðurlandanna og samstarf varðandi olíu og gas. Síðasti þátturinn hefur verið nokkuð umdeildur, segir í frétt frá iðnaðarráðuneytinu, en á fundi orkuráðherranna nú var sam- þykkt að fela viðkomandi embætt- ismannanefnd að benda á leiðir til að ryðja úr vegi hindrunum þann- ig að unnt sé að hefja árangurs- ríkt samstarf á þessu sviði, og á að leggja fyrir greinargerð um þetta efni innan árs. Á sameiginlegum fundi iðnaðar- og orkuráðherranna var kynnt skýrsla um möguleika á samvinnu um hagnýtingu olíu og jarðgass frá vinnslusvæðum úti fyrir Norður-Noregi. í fréttatilkynningu iðnaðar: ráðuneytisins segir einnig: „í hinni nýju starfsáætlun á sviði ið- naðar er ekki síst lögð áhersla á það markmið að bæta samkeppn- isstöðu iðnaðar á Norðurlöndum, m.a. með því að greiða fyrir sam- starfi á sviði iðnaðar og efla „heimamarkað" fyrir iðnaðarvör- ur innan Norðurlanda til að styrkja stöðu iðnaðarins í sam- keppni út á við. í áætluninni um iðnaðarmál er m.a. fjallað um samvinnu um tæknirannsóknir og þróunarstarf, málefni iðngreina og smærri fyrirtækja, athugun á áhrifum fjölþjóðafyrirtækja, og möguleika á að auðvelda samstarf fyrirtækja landa á milli. Varðandi síðasttalda atriðið hefur að und- anförnu m.a. verið safnað upplýs- ingum um löggjöf um leyfi til at- vinnuréttinda og atvinnurekstrar, svo og um gjaldeyris- og skatta- mál á Norðurlöndum. Hins vegar hafa hugmyndir iðnrekendasam- taka um sameiginlegan hluta- bréfamarkað á Norðurlöndum hingað til hlotið takmarkaðan stuðning á hinum pólitíska vett- vangi. Iðnaðarráðherrarnir tóku ein- dregið undir að efla þurfi Nor- ræna iðnaðarsjóðinn, sem gegnir vaxandi hlutverki í að styðja við rannsóknir og þróunarstarfsemi á sviði iðnaðarmála er varða tvö eða fleiri Norðurlandanna, en sjóð- urinn veitir einnig stuðning til orkurannsókna. Ný götu- og númeraskrá INNAN skamms kemur á markað- inn ný götu- og númeraskrá fyrir höfuðborgarsvæðið og er hún nú í prentun. Síðast kom slík skrá út árið 1978. Skráin er í svipuðu broti og hin eldri, en umfangsmeiri. Póstnúmer er við götur. Þá er reiknað með að ný símaskrá komi út um mánaðamótin apríl-maí. Eréí úr sveitinni Eftir Vigfús B. Jónsson í Laxamýrí Sæll og blessaður Siggi minn. það er ekki of mikið, þó ég hripi þér nokkrar línur fyrst þig langar að heyra eitthvað frá mér, en það verður ekki merkilegt frekar en vant er. Héðan eru nú tíðindin smá, en nógur er snjórinn. Samt hefur okkur alltaf tekist að finna bílana okkar á útvarpsstönginni sem af er vetri. Snjórinn okkar er þó ekki eins eftirsóttir og þarna í Austurríki, a.m.k. streymir fólk ekki hingað í hundruðum til að renna sér á skíðum. Þetta finnst okkur slæmt hér því við teljum snjóinn alveg ekta og til þess fall- inn að spara gjaldeyri frekar en ekkert. Samkvæmislífið er alveg í lág- marki og fara menn lítið nema helst að jarðarförum, sem ekki er þó oft, því betur. Það er þó bót í máli, að við höfun aldeilis öndveg- is fréttaþjónustu úr Reykjavík og nágrenni. Við vitum t.d. æfinlega upp á hár, ef einir 2—3 bílar festa sig í snjó uppi í Breiðholti eða á Hafn- arfjarðarvegi og ekki man ég bet- ur en ég læsi það í einhverju blað- inu, að gamalli konu í Kópavogi hefði skrikað fótur á hálkubletti og hruflað sig á hné. Hún hefur sjálfsagt verið í bannsettri há- hælatískunni en ekki á flatbotnum eins og við hérna fyrir norðan. Póstþjónustan Aftur á móti eru við ekkert hressir yfir póstþjónustunni hérna. Okkur þykir Mogginn koma heldur skrykkjótt því á mánudög- um fáum við aldrei minna en föstudags, laugardags og sunnu- dagsblað og ósjaldan fimmtudags- blaðið líka. Þótt Mogginn sé nú spennandi þá er það aðeins á færi heljarmenna að lesa hann svo vel sé í þeim skömmtum, sem hér tíðkast. Við höfum nú ögn verið að kynna okkur, hvort ekki væri hægt að ráða bót á þessu, en það horfir illa því þá þyrftu örfáir starfsmenn póstþjónustunnar að vinna smá stund á laugardögum eða eftir kl. 5 á föstudögum. Það yrði auðvitað óskaplega dýrt og póstburðargjöldin færu upp úr öllu valdi. Sennilega verður ekkert úr umbótum hvað þetta snertir, enda ekki vert að fikta neitt við dýrtíðarmaskínuna meðan hún er svona alsjálfvirk en nóg um það. Hér var haustið alveg grábölvað og veturinn eftir því og sem verst var, þá kom hann aiveg á fullu 30. september. Það er ósköp að sjá lauftrén hérna því þau eru ekki laus við laufið ennþá mörg hver og sennilega meira og minna dauð, enda ekki viðbúin vetrinum á svo afbrigðilegum tíma. Þá er nú fuglalífið heldur en ekki fábreytt núna. Snjótittlingar sjást varla og lítið um hrafn svo ekki sé nú minnst á blessaðar friðardúfurn- ar, sem enginn sér né heyrir. Ég hélt endilega að þær létu nú held- ur en ekki til sín taka, þegar kjarnorkuvopnaði kafbáturinn sigldi úr hafi friðarins upp í landsteina hlutlauss ríkis, eða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.