Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Reykjavík er ofbyggð Samt er miðbærinn eins og eyðimörk Eftir Rafjnar Þf'tröarson Við heyrum daglega: Það vantar íbúðir fyrir aldraða — það vantar íbúðir fyrir fatlaða — það vantar elliheimili — það vantar hjúkrun- arheimili. Og umfram allt: Það vantar einbýlishús fyrir brodd- borgara — fyrir þá sem stjórna bænum. Það eru nýir herrar, nýir stjórn- endur, og þá vantar einbýlishús á góðum stöðum í bænum. Þeir geta ekki verið þekktir fyrir að búa í minni húsum eða á verri stöðum en Geir Hallgrímsson eða Albert Guðmundsson. Nú eru vinstriflokkarnir í meirihluta, og þá verða foringjar þeirra að búa eins vel, eða betur, en minnihluta foringjarnir. Það leiðir af sjálfu sér. Af hverju skyldu þeir annars vera að sækj- ast eftir völdum? Það eru nálægt 50 fm af íbúð- arhúsnæði á hvert mannsbarn í Reykjavík (það samsvarar ca. 250 fm fyrir hverja 5—6 manna fjöl- skyldu) — og samt er fjöldinn all- ur af húsnæðislausu fólki í bæn- um. I»að er eitthvað rotið í Reykjavíkurborg í Reykjavik er mikið af ónotuðu húsnæði — húsnæði sem haldið er auðu vegna brasksjónarmiða. Fjöldi aldraðs fólks og einhleyp- inga býr í óþægilega stóru hús- næði vegna skorts á litlum, þægi- legum íbúðum miðsvæðis í bæn- um. Margt af þessu fólki kysi heldur að búa í þægilegum og vönduðum „þjónustuíbúðum" í miðbænum og losna þannig við heimilishjálparvandamálið og einkabílaskostnað og vera frjálst að fara að heiman í ferðalög án þess að hafa áhyggjur af heimil- inu. Ef slíkt miðbæjarhúsnæði væri á boðstólum myndu mrgar stjóríbúðir og einbýlishús losna, til afnota fyrir barnafjölskyldur og aðra sem óska eftir að búa í stórum íbúðum eða einbýlishús- um. Undanfarið hefur Borgarskipu- lag Reykjavíkur eytt miklu af tíma sínum í að skipuleggja svæði ofan bæjar enda þótt vitað sé að ekki er vöntun nýrra gatna, nýrra byggingarsvæða fyrr en íbúafjöldi Reykjavíkur hefur aukist um 20—50% frá því sem nú er. Örugg- lega mætti auka nýtingu margra gatna innanbæjar um 10—100%. Sá tími Borgarskipulagsins sem ekki hefur farið í þetta kosninga- áróðursskipulag — þetta „auglýs- ingaskipulag" — hefur að því er mér skilst verið notaður að mestu „Ég hef heyrt að ca. 1500 manns hafi sótt um að koma til greina við úthlutun einbýlis- húsalóða sem nú hafa verið auglýstar til út- hlutunar. Það væri gam- an að sjá í blöðum, hve margir af þeim sem fá þessar lóðir eru nú hús- næðislausir og hve margir þeirra búa í heilsuspillandi íbúð- um.“ til að „hugsa um“ að þefta byggð- ina á vissum svæðum innanbæjar, þ.e. í að reyna að finna fallegar lóðir á þægilegum stöðum fyrir einbýlishús. Hefur mönnum jafn- vel hugkvæmst að eyðileggja framtíðar stækkunarmöguleika íþróttasvæðisins í Laugardal um- fram þegar gerðar áætlanir, allt til þess að nokkrir broddborgarar og hátekjumenn geti fengið lóðir sem þeir eru ánægðir með. Líklega í sama tilgangi hafa menn viljað koma í veg fyrir eðlilega nýtingu Grjótaþorpssvæðisins. Það hefur líklega af þessum ástæðum ekki unnist tími til að ganga frá „bygg- ingarforsögu" fyrir byggingu smá- íbúða miðsvæðis, þjónustuíbúða fyrir einhleypinga og aldraða. Þessvegna hefur líklega ekkert verið gert til að ýta undir og að- stoða menn við að auka nýtingu lóða og skapa fleiri íbúðir við gamlar götur innanbæjar. Ég hef heyrt að ca. 1500 manns hafi sótt um að koma til greina við úthlutun einbýlishúsalóða sem nú hafa verið auglýstar til úthlutun- ar. Það væri gaman að sjá í blöð- um, hve margir af þeim sem fá þessar lóðir eru nú húsnæðislausir og hve margir þeirra búa í heilsu- spillandi íbúðum. Ekki er ólíklegt að hvert ein- stakt umræddra húsa muni kom- ast upp í ca. 1,5—2,5 milljónir nýkróna og jafnvel meira með gatnagerðarkostnaði. Líklegt er að meðalíbúafjöldi hvers einbýlis- húss verði 4, þ.e. að meðalkostnað- ur við að byggja yfir hvern þess- ara íbúa verði ca. 500.000 nýkrón- ur. Ef byggðar yrðu í staðinn smá- íbúðir miðsvæðis, við þegar gerðar gamlar götur, og stærð þessara íbúða yrði ca. 30—90 m2, yrði kostnaðurinn á hvern íbúa líklega ca. 150.000—250.000 nýkrónur. Auðvitað á ríkt fólk og valda- menn að fá að byggja sér skraut- hýsi, en mér finnst ástandið í hús- næðismálum, í bili, vera þannig að Það var nú á dögunum þegar farið var að tala um 100 ára af- mæli samvinnuhreyfingarinnar, að ég fletti upp í 5. hefti Samvinn- unnar ’81, til að lesa enn einu sinni yfir grein sem þar er eftir Svavar Jóhannsson, bankastjóra á Patreksfirði, um samvinnustarf á sunnanverðum Vestfjörðum, og allt gott um það að segja að það sé rifjað upp, því það er merkur þátt- ur í byggðasögunni hér sem ann- Þórður Jónsson. Félagshyggja fyrir áfalli en brotnaöi ekki Greinarhöfundur telur að sam- vinnuhreyfingin hafi hér átt við mjög harða einstaklingshyggju- menn að eiga yfirleitt. Ég er á annarri skoðun, og tel ekkert benda til þess. Ég tel að hér um slóðir hafi verið og sé mjög mikið félagshyggjufólk, sem flanar þó ekki að öllu. Má vera af því, að félagshyggja margra af því fólki varð fyrir áfalli fyrir tæpum 58 árum, þegar „Pöntunarfélag Rauðasandshrepps á Patreksfirði" fór á hausinn, sem kallað var á góðri íslensku, en stóð ekki upp aftur. Skuldum þess var skipt á milli skráðra félagsmanna og þeim stefnt fyrir rétt í Reykjavík af Jóhannesi Jóhannessyni, bæj- arfógeta að beiðni Sigurðar Krist- En þá var gott að geta leitað til kaupmannanna á Geirseyri og Vatneyri, en þeir tóku fólkinu vel að vanda þótt skotsilfur skorti. En félagshyggja fólksins hér í Rauðasandshreppi var það mikil og áhuginn fyrir því að ráða sjálft sinni frjálsu verzlun að stutt var um liðið þegar það sjálft fór aftur að stofna félag um afurða- og vörusölu, og nú tvö í staðinn fyrir eitt, og stendur annað ennþá, Sf. Örlygur. En í umræddri grein í Samvinnunni segir að í undirbún- ingi sé að taka þetta af okkur, og það er víst rétt, en þó ekki búið. Kaupf. Patreksfjarðar byrjaöi ekki meö mjólk- ursöluna Þá finnst mér að greinarhöf- Lítilsháttar leiðrétting Eftir Þórð Jónsson, Látrum ars staðar. En ég er ekki öllu sam- mála í nefndri grein, sumt fellur mér ekki sem samvinnumanni, því það tel ég mig vera, en ekki fram- sóknarmann. Ég hef alltaf litið svo á, að samvinnuhreyfingin eigi að vera yfir pólitík hafin. Omaklegur tónn Mér finnst að greinarhöfundur hefði getað lýst öllu sem hann vildi lýsa um upphaf og þróun samvinnuhreyfingarinnar á okkar svæði, án þess að vega í leiðinni að látnum heiðursmönnum, sem voru um langt skeið brautryðjendur í uppbyggingu og miklu atvinnulífi á Patreksfirði, sem einnig kom til góða nágrenni Patreksfjarðar. En það eru þeir Pétur A. Ólafsson og synir, Geirseyri, og Ólafur Jó- hannesson og synir, Vatneyri, sem greinarhöfundur flokkar sjálfsagt undir það sem hann kallar harð- snúna einstaklingshyggjumenn. Látum það vera, en tónninn sem hann sendir þessu ágæta fólki, og felst í meintu svari eigendanna til kúnnans í búðinni þegar hann bið- ur um vandfengna vöru sem er þó sögð til: „Jú, þetta er til, en aðeins „Til dæmis varð faðir minn að selja helming- inn af sinni litlu en verðmætu jörð, og skólaganga mín var endanlega tekin út af dagskrá.“ fyrir fólkið". Og þetta meinta svar ásamt eftirfarandi skýringu: Fólk- ið var eigendur fyrirtækjanna á Vatnseyri, venzlamenn þeirra og yfirmenn á togurunum. Til þess að gera tóninn í þessu meinta svari áhrifaríkari á síðum blaðsins, er það einnig sérprentað með stærra letri, utan við aðallesmál síðunn- ar, svo eftir sé tekið. Svona skot að látnu fólki, sem maður hefir lifað og starfað með, finnst mér ekki viðeigandi af sönnum samvinnumanni. Ég tel að hvorki samvinnuhreyfingin í sinni verzlun eða einkareksturskaup- maðurinn teldu sér til framdrátt- ar, að gefa kúnnanum slík svör. Þess vegna tel ég að svarið hafi aldrei komið fram af vörum þess- ara ágætu manna, eða orðið til í hugum þeirra, það er svo ólíkt þeim. inssonar f.h. Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þetta var fátækt fólk en hrekk- laust, sem vænti sér mikils af sínu félagi, svo þetta kom yfir það sem reiðarslag. Stefnt var fyrir gestarétt Reykjavíkur 69 manns, 66 úr Rauðasandshreppi, þar af 4 kon- um, tvær af þeim ekkjur, og þrem mönnum úr Patreksfirði. Og hark- an í þeirri innheimtu sem á eftir kom var afgerandi. Þeir sem áttu inni hjá félaginu töpuðu því í mörgum tilfellum, en þeir sem skulduðu urðu að borga sína verzl- unarskuld, og svo allir saman skuldir félagsins, því það ábyrgð- ust einn fyrir alla og allir fyrir einn, svo fjöldi heimila stóð uppi með tvær hendur tómar, og skuldabagga. Til dæmis, af því ég er því kunnugur, varð faðir minn að selja helminginn af sinni litlu en verðmætu jörð, og skólaganga mín var endanlega tekin útaf dagskrá. Sagt var að sumir bænd- ur hefðu tárfellt þegar verið var að rýja þá. Þetta mundi sjálfsagt ekki vera látið gerast í samvinnuhreyfing- unni í dag sem betur fer, og það var óþarfi að mínu mati að láta það gerast á þeim tíma sem það gerðist. undurgeri hlut Kf. Patreksfjarðar aðeins of stóran í mjólkursölumál- unum, því ætla má eftir greininni að það hafi annast þau mál frá upphafi þar til samlagið var Stofn- að, en svo var ekki. Það var byrjað að selja mjólk héðan úr sveitinni 1938, eða áður en Kf. Patreks- fjarðar varð til, en samlagið var stofnað eða tekið í notkun 1967, eða 29 árum síðar en byrjað var að selja mjólk héðan úr sveitinni til Patreksfjarðar. En rétt er það, að Kf. Patreksfjarðar sá um flutning og sölu síðustu árin fyrir stofnun samlagsins, og þökk sé því fyrir það, en áður var þetta á vegum bændanna sjálfra við mikla erfið- leika. En þegar kom til þess að stofna samlag sem tæki yfir 4 hreppa með aðsetri á Patreksfirði, þá vildu bændurnir einróma hafa það óháð kaupfélaginu, reynslan af viðskiptunum við kaupfélagið var ekki betri en það. Bændurnir vildu eiga og ráða sínu samlagi sjálfir, og það hafa þeir gert. Greinarhöf- undur segir vafalaust, að samlagið geti sparað mikinn kostnað við reksturinn ef hann væri bókfærð- ur frá skrifstofu kaupfélagsins. Það má vera, en ég held ég trúi því betur sem einn mjólkurfram- leiðandinn, mikill samvinnumað- ur, sagði á fjölmennum fundi þeg- ar málið var rætt fyrir stofnun samlagsins, hann sagði: Ef við rekum samlagið frá kaupfélaginu, þá greiðum við allan kostnaðinn eftir sem áður, við höfum reynslu af því, en við ráðum engu, en ráð- um ef við rekum það sjálfstætt, og getum þá sjálfum okkur um kennt hvernig til tekst. Að lokum Við íbúar hér í Rauðasands- hreppi fyrr og síðar höfðum í ára- tugi mjög ánægjuleg viðskipti við fyrirtækin á Geirseyri og Vatn- eyri, svo og aðra kaupmenn á Patreksfirði meðan þeirra naut við, þrátt fyrir okkar samvinnufé- lagsskap og -verzlun, sem ég tel að hafi verið mjög til fyrirmyndar um frjálslega viðskiptahætti mið- að við aðstæður á þeim tíma og á allt annan veg en ókunnugir gætu látið sér detta í hug eftir lestur umræddrar greinar í Samvinn- unni og þeim viðskiptaanda, sem vinur minn, Svavar Jóhannsson, telur sig þar vera að gefa sýnis- horn af, en ég kannast ekki við. Óska svo samvinnuhreyfing- unni, og þjóðinni allri til ham- ingju með þessi merku samtök 100 ára. Latrum 20.2 1982, Þórður Jónsson. fHngnn* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.