Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Kinar Hannesson Miðfjarðará í Húnavatnssýslu er í tölu bestu laxveiðisvæða í landinu. Vatnasvið hennar er 790 km2 að stærð. Arleg meðalveiði sl. 5 ár er 1.995 laxar, en mesta árlega veiði 2.581 lax árið 1977. Veitt er með 10 stöngum mest samtímis, og við svæðið er veiðimannahús, 500 m2 að flatarmáli, með besta aðbúnað fyrir veiðimenn. Heildarlengd ánna er 111 km, en laxveiðisvæði þeirra 60 km, en 40 jarðir eru innan veiðifé- lagsins um ána. Vatnakerfi Miðfjarðarár er einkar fjölbreytt, höfuðáin ásamt þremur þverám: Austurá, Núpsá og Vesturá, sem allar falla úr stöðuvötnum, auk annarra hag- 36 km að lengd og á upptök í Arn- arvatni, sem er 3,9 km2 að flat- armáli í 540 metra hæð yfír sjó. Núpsá, með 107 km2 svæði, 22 km að lengd og fellur úr Kvíslarvötn- um á Tvídægru, og Vesturá, en vatnasvið hennar er 286 km2 og hún er 35 km að lengd. Efstu drög hennar munu vera í Hólmavatni á Arnarvatnsheiði. 60 km veidisvæði Veiðisvæði Miðfjarðarár er um 60 km að lengd, þar af er höfuðáin 13 km, Austurá 10 km, Núpsá er 15 km og Vesturá er með 20 km fisk- gengt svæði. Fossar í þveránum hindra fisk til frekari göngu um árnar, en hindranir þessar er: Kambsfoss í Austurá, Fosskots- foss fremri í Núpsá og Hyrnufoss- ar í Vesturá, sem eru þó ekki tald- ir alger hindrun við viss skilyrði. • Fyrr á árum var lax veiddur í net í Miðfjarðará, eins og víðast hvar annars staðar hér á landi, og stunduðu eigendur veiðina, hver fyrir sínu landi. Netaveiði var neðst í Miðfjarðará, en ádráttur stundaður ofar á svæðinu. Til eru merk gögn um veiðina á svæðinu frá 1909 til 1938. Eru þetta sam- felldar skýrslur um veiði frá jörð- um, sem hagnýttu sér þessi hlunn- indi. Plögg þessi sýna, að árleg veiði á þessu tímabili hefur verið 735 laxar að meðaltali. Séu einstök ár skoðuð, sést, að veiðin 1913 hef- ur verið 1101 laxar, en 1938 feng- ust 1298 laxar og er það mesti afli einstakt ár á öllu tímabilinu. Fyrsta árið, 1909, er veiði minnst. Kambsfoss í Austurá. Vatnasvæði Miðfjarð- arár í Húnavatnssýslu víða við sögu í sambandi við lax- veiðimál og gerði marga góða hluti í þessum efnum. Hann ætti vissulega skilið sérstaka umfjöll- un, en það er önnur saga. Sigbjörn og félagar hans leigðu veiðina í 10 ár, 1942—1951. Þeir reistu 100 m2 veiðimannahús, 5 herbergi, stofu og eldhús, árið 1945 við Vesturá. Fram að þeim tíma höfðu veiði- menn haft aðáetur á sveitaheimil- um við ána. Frá 1952 til 1962 var leigutaki stangveiðifélögin í Borg- arnesi og Stykkishólmi. Þau keyptu veiðihúsið af fyrrverandi leigutaka. Árið 1963 til 1967 höfðu svæðið á leigu Óskar Sveinbjörns- son og félagar, Reykjavík. í samn- ingi var nú ákvæði um byggingu veiðihúss, sem var reist 1963. Næsti leigutaki var Stangveiðifé- lag Reykjavíkur, frá 1968 til 1972, Ferðaskrifstofa Zoega hafði ána á leigu 1973, en sumarið 1974 leigði veiðina Martin Petersen, Reykja- vík. Frá og með árinu 1975 urðu þau umskipti í sambandi við leigu- mál árinnar, að veiðifélagið sjálft tók í sínar hendur alla útleigu og annan rekstur sem henni fylgir og hefur svo verið síðan. Veiðimannahús Veiðifélagið ákvað 1973 að stækka veiðihúsið Laxahvamm (9 herbergi) og var nú byggð 310 m2 í viðbót við húsið. Þar eru 10 her- bergi tveggja manna, með full- kominni hreinlætisaðstöðu í hverju herbergi. Þar er og setu- stofa, kæligeymsla og saunabað. Auk þess er fullkomið eldhús og góð aðstaða er í gamla húsinu fyrir starfsfólk. Framkvæmd þessari var lokið 1974 og er heild- arflötur Laxahvamms tæplega 500 m2. Síðar hefur aðstaðan enn verið bætt. Stangafjöldi Þegar Miðfjarðarársvæðið var fyrst leigt út til stangveiði, voru notaðar mest 7 stangir samtímis við veiðar og var óbreytt til ársins 1962, að þeim fjölgaði í 8 stangir. Stangafjöldinn fór í 9 árið 1966 og Veiðihúsið Laxahvammur. Eftir Einar Hannesson stæðra landkosta. Núpsá samein- ast Austurá í 18 km fjarlægð frá sjó. Fimm kílómetrum neðar bæt- ist Vesturá í árnar og er Miðfjarð- ará þá fullsköpuð, ef svo má taka til orða, og fellur nokkru síðar í sjó í botn Miðfjarðar, 5 km innan við Hvammstanga. Vatnasvið Miðfjarðarár er víð- áttumikið og nær yfir Arnar- vatnsheiði, Tvídægru og önnur grösug heiðalönd, hálsa og þriggja dala, samnefndra fyrrgreindum þverám. Það teygir sig einnig inn á afrétt Borgfirðinga (Hálsa- og Reykholtsdalshreppa) þar sem hluti af Réttarvatni er í Mýra- sýslu, en Skammá tengir það Arn- arvatni stóra. Efstu drög árkerfis- ins eru hins vegar upptök Búðarár á Stórasandi, sem er í 70 km fjar- lægð frá ósi árinnar í sjó, en Búð- ará á ós í Arnarvatni. Heildarvatnasvið alls vatna- kerfisins, en það er það svæði, sem vatn fellur af til ánna, er 790 km2, sem fyrr greinir. Austurá er með 213 kmz aðrennslissvæði, en áin er eða 212 laxar, og 1930 veiddust 268 laxar. Stofnun veiðifélags Árið 1938 var stofnað fiskrækt- ar- og veiðifélag um fiskgenga hluta svæðisins á grundvelli laga um lax- og silungsveiði, og kenndu samtökin sig við Miðfirðinga. Ástæða félagsstofnunar mun hafa verið sú, að menn höfðu áhyggjur af óbreyttri þróun mála gagnvart veiði og arði hennar og vildu með félagsskap tryggja sem best í framtíðinni örugga veiði og sem hagstæðastan afrakstur hennar. Um 40 jarðir eru innan vébanda félagsins. Stangveiði í 40 ár Félagið ákvað þegar í byrjun að leigja svæðið út til stangveiði til 10 ára. Leigutakinn var Englend- ingur, en vegna styrjaldarinnar varð breyting á þessu og féll samningurinn úr gildi strax fyrsta árið. Sumarið 1939 var því stund- uð stangveiði í ánum. Næstu ár, 1940 og 1941, hafði veiðifélagið sjálft kistuveiði neðst í ánni. Fyrra árið gekk veiði fremur illa, líklega vegna reynsluleysis, og flóð ollu vandræðum. Síðara árið gekk allt betur. Þá veiddust 1005 laxar og 380 kíló af silungi. Árið 1942 var á ný horfið að stangveiði og áin leigð út. Frá 1942 hefur ein- göngu verið veitt á stöng í Mið- fjarðarám. Á þessu ári, 1981, eru því liðin 40 ár samfelldrar stang- veiði á svæðinu. Leigutakar Leigutakar Miðfjarðarár þessi 40 ár hafa ekki verið ýkja margir. Frá fyrsta leigutakanum hefur áð- ur verið greint. Annar í röðinni voru þrír menn í Reykjavík, en fyrir þeim fór Sigbjörn Armann, mikill áhugamaður um sportveiði og fiskrækt. Sigbjörn heitinn kom honum fjölgaði um eina stöng árið 1977 og urðu því 10 talsins og er svo enn. Síðustu árin hefur verið sett hámark á hvað veiða má marga laxa á hverja stöng á dag. Eru það 15 laxar. 150 veiðistaðir Það er ljóst, að mjög margir veiðistaðir eru í ágætum laxveiði- Hlíðarfoss í Vesturá. Kollufoss í Vesturá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.