Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Tímabundin takmörkun á beitarálagi Kram hefur verið lagt stjórnar frumvarp um breytingar á land- græðsluiögum. Frumvarpið felur í sér tvenns konar breytingar: 1) að gróður- verndarnefndir skuli starfa í hverj- um kaupstað, kosnar af baejar- stjórnum, en í gildandi lögum eru slíkar nefndir eingöngu á vegum sýslunefnda, 2) að landbúnaðar- ráðuneytið geti, þegar skjótra verndaraðgerða er þörf að mati gróðureftirlits Landgræðslu ríkis- ins og að höfðu samráði við viðkom- andi sveitarstjórn, ákvarðað tíma- bundna takmörkun á beitarálagi. Lárus Ólafur Kagnar Kjartan Bandormurinn skreið f gegn um efri deild: Helmingur þingdeildarmanna sat hjá eða var fjarverandi HELMINGUR þingdeildarmanna ( efri deild sat hjá eða var fjarverandi þegar bandormur ríkisstjórnarinnar skreið í gegnum efri deild á föstudag og varð að lögum. Breytingartillögur Eyjólfs Konráðs Jónssonar, Lárusar Jónssonar og Kjartans Jóhannssonar: 1) að byggingariðnaður njóti launa- skattslskkunar jafnt og aðrar iðngr einar og 2) að vörur, sem aðflutninga- gjöld hafa verið felld niður af í lögum um tollskrá eða fjárlögum, verði jafn- framt undanþegnar hinu nýja toll- afgreiðslugjaldi, vóru felldar með 10 atkvæðum stjórnarliða gegn 8 at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Frum- varpsgreinin um nýtt 1% tollaf- greiðslugjald var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 8. Endanlega var frumvarpið afgreitt með 10 atkvæð- um sem lög frá Alþingi, 8 þingmenn sátu hjá en 2 vóru fjarverandi. • Olafur Ragnar Grímsson (Abl.) sagði þetta fjórþætta frumvarp, sem fjallaði um tollafgreiðslugjald, lækkun launskatts í sjávarútvegi og samkeppnisiðnaði, lækkuð stimpilgjöld og framlengingu að- flutningsgjalda á sælgæti og kexi, vera lið í fjölþættari efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, sem miðuðu að því að ná verðbólgu niður í sett mörk á árinu 1982. • Kjartan Jóhannson (A) sagði efn- isatriði þessa frumvarps, sem þýddi í raun nokkra tollahækkun umfram lækkun, ekki ná neinum umtalsverðum markmiðum á efna- hagssviði, en þar væri vandinn vax- andi. Ragnar Arnalds, fjármálar- áðherra, væri nú staddur í Lundún- um til að undirrita skjöl um risa- vaxna lántöku, sem að fjárhæð samsvari fasteignamati alls íbúð- arhúsnæðis í kjördæmi hans, og gott betur, bæta mætti íbúðar- húsnæði á Hornafirði við. Á sama tíma kæmu upplýsingar um það að viðskiptahalli okkar út á við hefði numið 946 m.kr. 1981, eða sem svaraði árslaunum 13.700 verka- manna í dagvinnu. Ekki ætti að byrja að borga af þessu láni fyrr en eftir 4 ár, enn væri vanda og skuldbindingum velt yfir á fram- tíðina. Ekki dygði að rýra lífskjör á líðandi stund, heldur kæmi sú rýrð niður á þeim, er standa þyrftu við skuldbindingarnar síðar. • Lánis Jónsson (S) sagði skatta- aukadæmi ríkisstjórnarinnar, sem nýtt væri til að „greiða niður" 6% af verðbótum launafólks líta þann veg út: 1. Með því að halda skattvísitölu í 150, þegar hún ætti að vera 152 eða 153 samkvæmt tekjubreyt- ingu milli ára, seildist ríkissjóð- ur í 56. m.kr., umfram tekjuáætl- un fjárlaga. 2. Hin nýja skattheimta, tollaf- greiðslugjaldið, sem almenning- ur greiddi endanlega í vöruverði, gæfi 54 m.kr. 3. Framlenging aðflutningsgjalda á kex og sælgæti gæfi 8 m.kr. 4 Hinir nýju bankaskattar, sem að væri stefnt, gæfu 50 m.kr. í ár. Lækkunin á móti væri 30 m.kr. í launaskatti, er kæmi tilteknum atvinnugreinum til góða, lækkun stimpilgjalds um 20 m.kr. og tollalækkun um 22 m.kr. eða verulega minna en ríkið hrifsaði til sín. Lög frá Alþingi: Alþingi samþykkti sl. föstu- dag sem lög frumvarp um samstarfsnefnd Alþingis og Lárus sagði ennfremur, að á sama tíma og hitaveitufram- kvæmdir myndu dragast saman um 30% og orku- og iðjufram- kvæmdir um 40% (þ.e. 1982 miðað við fyrra ár) væri stefnt í meiri skuldaaukningu en nokkru sinni fyrr. Skuldasöfnunin væri einfald- lega til þess að halda taprekstri gangandi, bæði hjá ríki og atvinnu- vegum, en það væru ær og kýr þessarar ríkisstjórnar að velta efnahagsvandanum á undan sér óleystum, þann veg að hann hlæði duglega utan á sig, en viðtakendur þyrftu að greiða úr flækjunni. Þetta væri dæmigerð reynslusaga af öllum vinstri stjórnum. þjóðkirkju, sem flutt var af Benedikt Gröndal (A) og fleirum. Samstarfsnefnd þings og þjóðkirkju Samsvarar 600 MW rafstöð í sextíu ár Surtarbrandur í Stálfjalli: „VESTFIRÐIR hafa sérstöðu í þessum efnum. Þar fyrirfinnast surtar brandslög víðs vegar. Má þar nefna surtarbrandslögin á Barðaströnd, Fatreksfirði, Arnarfirði, Súgandafirði, Bohingarvík, Steingrímsfirði, Hrútafirði, og Kollafirði í Strandasýslu. En sá staður, sem athyglin hefur beinst helst að, er Stálfjall f VesturBarðastrandarsýslu. Þar hefur farið fram lauslegt mat og var það gert árið 1917 af sænska verkfræðingnum Ivar Svendberg, sem áleit að þar væru um 180 milljónir tonna af surtar brandi og mundi það nægja 600 MW rafstöð í 60 ár. Hér er um að ræða álíka mikið uppsett afl og nú er samtals í öllum vatnsaflsvirkjunum landsins.“ Framanritað er úr greinargerð með þingsályktunartillögu, sem felur ríkisstjórninni, ef samþykkt verður, að láta Orkustofnun og Rannsóknar ráð ríkisins framkvæma rannsókn á surtarbrandi á Vestfjörðum og könn- un leiða til nýtingar hans til við orkuframleiðslu og iðnaðar. Haft verði samráð við Orkubú Vestfjarða um málið. Flutningsmenn, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Matthí- as Bjarnason (S), Sighvatur Björgvinsson (A) benda á, að aðrar Norðurlandaþjóðir, eink- um Danir og Finnar, leggi áherzlu á þróun kolanýtingar, og vitna til ráðstefnu á vegum NORDEL í október sl. um „flu- idized bed“ kolakyndingu (svif- brunakyndingu). Með þessari tækni, sem raunar er ekki ný, hafi nú opnast áður óþekkt að- ferð til að nýta eldsneyti með lægra brunagildi en venjuleg kol, svo sem brúnkol (surtarbrand), mót, sag, viðarkurl o.fl. Vitnað er til þesskonar nýtingar víða um heim, og erindis, sem Gísli Júlí- usson, verfræðingur, flutti á Orkuþingi 1981, þar sem m.a. var fjallað um rannsóknir á íslenzk- um surtarbrandi. Vestfirðir eru aðal surtar- brandssvæði landsins en hafa jafnframt þá sérstöðu, að þar er vant orkulinda vatnsafls og jarð- hita. Tvöföld ástæða sé því fyrir hendi til að hefja vinnslu surt- arbrands með það í huga, að leysa olíu af hólmi, auk þess sem vinnslan skapaði möguleika á orkuiðnaði. Einnig megi setja fram hugmyndir um kyndingu hitaveitna, sem ekki eigi kost jarðvarma, jafnvel raforku- framleiðslu. Möguleikarnir eru það afgerandi, að rannsókn máls- ins má ekki dragast á langinn. Tilgangur nefndarinnar skal vera að vinna að auknum skiln- ingi í löggjafarstarfi á vanda- málum og verkefnum kirkjunn- ar. Samstarfsnefndina skipa af hálfu Alþingis forseti Samein- aðs þings og einn fulltrúi frá hverjum þingflokki. Forseti Sameinaðs þings og biskup landsins fara með formennsku nefndarinnar sitt árið hvor. Samstarfsnefndin getur ann- ars vegar sent ályktanir og til- lögur til Alþingis eða einstakra nefnda þess, en hins vegar til kirkjuþings. í greinargerð með frumvarp- inu er vikið að því að Alþingi hafi legið undir ámæli fyrir áhugaleysi um kirkjuleg málefni og naumar fjárveitingar til starfsemi kirkjunnar. Frum- varpið sé flutt til að koma til móts við þessa gagnrýni og bæta sambúð þings og þjóðkirkju. í stuttu máli: Ráðherra ræðst að Verzlun- arráði • Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, mælti sl. föstudag fyrir endurfluttu stjórnarfrum- varpi um framhaldsskóla. Gagn- rýni kom fram á það, hvað síðla þings svo viðamikið frumvarp væri fram borið, ef alvara fylgdi þeim tilmæhim ráðherra, að það hlyti lagagildi fyrir þinglausnir. Frumvarp af slíkri gerð sem þetta þyrfti að koma fram á haustdög- um eðá í síðasta lagi fyrír áramóL • Til harðra umræðna kom í neðri deild Alþingis í umræðu um frumvarp um verðlag og samkeppnishömlur. Áttust þar við Friðrik Sopuhusson (S) og Albert Guðmundsson (S) ann- arsvegar en hinsvegar Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra. Einnig lagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, orð í belg. Verður nánar vikið að þessum umræðum hér á þingsíðu Mbl. síðar. • Þess skal þó getið þegar að félagsmálaráðherra taldi það hina mestu goðgá, „að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði”, eins og hann komst að orði, gert banda- mann og umboðsmann erlends auðhrings að formanni Verzlun- arráðs íslands, jafnhliða því sem hann endurtók fyrri staðhæf- ingar um nauðsyn opinberrar aðildar að innflutningsverzlun- inni. Hann sagði innflutnings- verzlunina ómaga á þjóðarbú- skapnum og vitnaði til saman- burðarskýrslu um innkaupsverð vara hér og á öðrum Norður- löndum. • Friðrik og Albert sögðu Verzlunarráð Islands sjálfstæð samtök verzlunaraðila, sem réðu sínum ráðum án ihlutunar stjórnmálaflokka, og umsögn fé- lagsmálaráðherra um nýkjörinn formann ráðsins væri ómakleg, ósmekkleg og úr öllu samhengi við dagskrárefnið, verðlag og samkeppnishömlur. Verðlags- höft hefðu verið afnumin á Norðurlöndum, öðrum en ís- landi, fyrir áratugum, svo ekki hefði frjáls verðmyndun verkað neikvætt á vöruinnkaup þeirra, ef marka mætti orð ráðherra, en á hitt bæri og að líta, að tilvitn- uð skýrsla væri ekki algild og að tollar og vörugjöld til ríkisins væru veigamiklir verðþættir í vöruverði hér á landi. Síðan bættist söluskatturinn við í smásölunni. Þeir ítrekuðu spurningar til viðskiptaráð- herra, hvort sú innreið Innkaupastofnunar ríkisins á starfssvið innflutningsverzlun- ar, sem félagsmálaráðherra hefði margboðað, og sagt fjár- málaráðherra vera að undirbúa, væri stefnumið ríkisstjórnarinn- ar og ákvörðun sem heildar eða „einkaframtak" Alþýðubanda- lagsins? Viðskiptaráðherra vék ekki einu orði að þessu atriði í svarræðu sinni. • Fram eru komin tvö stjórn- arfrumvörp (um breytingu á jarðalögum og breytingu á ábúð- arlögum), sem m.a undanþiggja stéttarfélög byggingarskyldu á jörðum, ef nýttar eru til útilífs- afnota eða fyrir orlofsheimili. • Skúli Alexandersson (Abl.) hefur borið fram fyrirspurn til viðskiptaráðherra um verðlagn- ingu olíu. Spurt er um hver hafi verið og hver sé líkleg verðþróun oliuvara á heimsmarkaði og hvenær lækkun á verði olíu er- lendis komi fram í verði hér á landi og hversvegna slík lækkun hafi ekki þegar átt sér stað. Engir þingfundir vóru sl. mánudag og fundir verða í styttra lagi á þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag í vikunni vegna fjarveru nokkurra þing- manna á Norðurlandaþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.