Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 47 TEKTAFÉLAG ÍSLANDS Byggingarþjónustan: Sýning á efnum til einangrunar SÝNING á efnum til einangrunar, stillingar hitakerfa og ýmsu öðru, er leiðir til sparnaðar í rekstri húsnæð- is, hefur verið sett upp í Bygginga- þjónustunni, Hallveigarstíg I í Reykjavík. Þessi sýning er í beinu fram- haldi af námsstefnu, sem orku- sparnaðarnefnd ríkisins og Sam- band ísl. sveitarfélaga efndu til um hagkvæmari orkunotkun við rekstur húsnæðis. Það er enginn vafi á því, að með sameiginlegu átaki almennings í landinu, forráðamanna fyrirækja og stjórnvalda er hægt að ná um- talsverðum árangri í lækkun hús- næðiskostnaðar. Með aukinni einangrun eldri húsa, réttri nýtingu varmagjafa og sparnaði í notkun þeirra ásamt fjölmörgum öðrum atriðum er hægt að ná þessu takmarki, sem er mikilvægt þjóðhagslegt atriði og kjarabót alls almennings í landinu. Á sýningunni eru vörur, tæki og búnaður frá mörgum framleiðend- um og innflytjendum, auk margra mikilvægra upplýsinga og leið- beininga frá opinberum aðilum. Sýningin er opin almenningi alla daga vikunnar kl. 10—18 nema laugardaga og sunnudaga er hún opin kl. 14—18. Þessari sérsýningu í Bygginga- þjónustunni lýkur 11. marz nk. og er öllum heimill ókeypis aðgangur. (Króttaíilkynning.) Bréf Leiklistarráðs til ríkisendurskoðunar MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar meðfylgjandi bréf Leiklistar ráðs til ríkisendurskoðunar: Ríkisendurskoðun hefur sent Leiklistarráði bréf vegna gagnrýni ráðsins á vinnubrögðum ríkisend- urskoðunar við samningu skýrslu um stjórnsýsluathugun á Þjóðleik- húsinu. Bréf þetta hefur einnig birst í fjölmiðlum. Aðalinntak gagnrýni leiklistar- ráðs var „að tilgangslaust sé að gera stjórnsýsluathugun á listrænni menningarstofnun eins og Þjóð- leikhúsinu án þess að í hendur haldist sérþekking á listrænu eðli starfsem- innar og lærdómur á sviði stjórnsýslu". Ríkisendurskoðun sakar leiklist- arráð um „að falla í gryfju sérfræði- h.Vggju og þröngsýni". Þetta kann að vera rétt frá sjónarmiði endurskoð- endanna, en „sérfræðihyggja” ráðs- ins felst þá í því að fara fram á að þeir sem geri stjórnsýsluathugun á Þjóðleikhúsinu hafi sérþekkingu bæði á leiklist og hagfræði, þannig að þeim séu ljós markmið leikhúss- ins og geti metið rekstur þess út frá réttum forsendum. „Þröngsýnin" hlýtur að vera fólgin í því að gera kröfu til þess að vísindaleg vinnu- brögð og rökvísi séu í heiðri höfð, þannig að ekki séu dregnar huglæg- ar ályktanir undir yfirskyni hlut- lægni. Dæmi um slík vinnubrögð úr skýrslu um stjórnsýsluathugun á Þjóðleikhúsinu eru m.a.: „Eins og sjá má af töflunni eru greinilegar sveiflur í aðsókn, sem munu stafa bæði af því að misjafn- lega hefur tekist til með val á verkefn- um og eins að undirbúningi, skipu- lagi æfinga og framkvæmdaatriða og leikstjórn hefur oft verið ábótavant. Dæmi um hið síðarnefnda er, þegar leikritið Nótt og dagur „féll“ á leik- árinu 1980/81 vegna slælegs undir- búnings og lélegrar uppfærslu." Á öðrum stað segir: „Leikmyndir eru oft óþarflega dýrar, sem bæði stafar af eftirlits- leysi og eins timaskorti (skipulags- leysi). Sama gildir um búninga. Til- hneiging er til að láta listræn sjónar mið sitja um of í fyrirrúmi." (Undir- strikanir eru leiklistarráðs.) Þetta eru órökstuddar vangavelt- ur settar fram sem niðurstöður opinberrar skýrslu með embættis- stimpli ríkisendurskoðunar. Önnur dæmi um sleggjudóma og óvísindalegar ályktanir má finna í niðurlagi bréfs ríkisendurskoðunar, þar sem reynt er að verja þá „barna- legu“ hugmynd ríkisendurskoðunar, að leikari sinni jafnframt starfi bókmennta- og leiklistarráðunauts. Þar er sagt: „Sú forsenda lá til grundvallar tillögunni, að forráða- menn leikhússins teldu, að til væru hæfir og velmenntaðir leikarar í leikarahópi Þjóðleikhússins, sem gætu tekið slíkt verkefni að sér.“ Framkvæmdastjórn leiklistarráðs hefur borið þetta undir Þjóðleikhús- stjóra og formann Þjóðleikhúsráðs og staðfestu þeir báðir, eins og við var að búast, að þeir hefðu aldrei sagt neitt í þessa veru. Hverjir eru þá þessir „forráðamenn“, sem ríkis- endurskoðun hefur sér til ráðuneyt- is? í varnarbréfi ríkisendurskoðunar keyrir þó um þverbak í vondum málflutningi, þar sem leiklistarfólki eru gerðar upp skoðanir og út af þeim lagt í unggæðislegri upp- fræðslu um augljósa hluti. Hættu- legra er þó, að leitast er við að gera leiklistarfólk tortryggilegt í augum almennings, með því að láta m.a. líta svo út, sem ríkisendurskoðun sé um- hugaðra en listamönnum, að rekstur Þjóðleikhússins sé hagkvæmur og áhrifaríkur. Ríkisendurskoðun sakar leiklist- arráð um að fjalla ekki nógu ítarlega um stjórnsýsluskýrsluna og telur að allt það umtal, sem spunnist hefur um skýrsluna sanni réttmæti hennar! Slík rökfræði afhjúpar vanhæfni endurskoðendanna til að komast að marktækum niðurstöðum og er varla hægt að kalla málflutning sem þenn- an annað en lýðskrum með embættisstimpli. F.h. Leiklistarráðs: Pétur Einarsson, formaður, Örnólfur Árnason, ritari, Helga Hjörvar gjaldkeri. Elko hvitur rafbúnaður: - Okkur fannst tími til kom- inn að kynna Elko rafbúnað fyrir ungu kynslóðinni. Því allt virðist vera hvitt, bollar, diskar, húsgögn, teppi og jafnvel hvitar rósir eru vinsælli en ella. Of fátt er stílhreinna á hvítum vegg en hvítur rafbúnað- ur. Allt í stíl. — ........—, Elko hefur langa reynslu og þekk- ingu í framleiðslu á rafbúnaði. S.l. tiu ár hafa íslenskir rafverktakar notið góðs af og vita um endingar- mátt Elko. ---------------- Þeir hjá Elko eru ætíð í takt við tímann. Það sést best þegar við virðum fyrir okkur hönnun þeirra. Einfalt, stílhreint og rafbúnaðurinn hefur stóran snertiflöt. Einfaldur í uppsetningu og samsetningarmöguleikar margir. Ungt fólk ætti að spyrja sinn rafverktaka um ágæti Elko. Sérstaklega nýjustu línuna sem heitir „Nýja kyn- slóðin- System S’16“. „System S’16" er líka til í Elko brúnu. Elko fæst hjá flestum rafverktökum. F.h.(£LKO)á fslandi. JOHAN RÖNNING HF«S) Viö biójum þig afsökunar á breeze Ekki á Breeze vörunum því þessi þarf sko aldeilis ekki - heldur heitinu, því Breeze er heiti nýju línunnar frá Álafoss í ullarfatnaði sem farið hefur sigurför víða erlendis að undaförnu. Nú er komið að því að kynna þennan vinsæla fatnað hérlendis, og um leið og við biðjum þig afsökunar á hinu erlenda Breeze- heiti, bjóðum við þér að koma og sjá dýrðina með eigin augum. Kjóla - jakka - pils - blússur - peysur - vesti og fleira - úr léttofnu ullarefni og eingirni. Breeze fatnaóur ó hótindi tiskunnar á^lafoss búöin Vesturgötu 2 simi 13404 |uosauol08i*)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.