Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 Iföfn, Hornanrdi, 22. febrúar. KAUPFÉLAG Austur-Skaftfell- Hornafjördur: inga minntist með veglegum hætti 100 ára afmælis Sam- vinnuhreyfingarinnar á föstu- dag og laugardag í síðustu viku. A föstudag var öilum viðskipta- vinum KASK veittur 10% af- sláttur í öllum deildum félags- ins. Var mikið verslað þann dag, og notfærði fólk sér óspart þenn- an afslátt. Á laugardag var opið hús og var þá A-Skaftfellingum boðið að skoða fyrirtæki KASK og kynnast starfsemi félagsins. I Fiskiðjuverinu var unnið af krafti, því afli hefur verið dágóð- ur undanfarið, og gafst því gest- um tækifæri að skoða Fiskiðju- verið í fullum gangi. Verkstjórar voru gestum innan handar og veittu þeim upplýsingar um reksturinn og vinnslukerfin í húsinu. Einnig voru á boðstólum veglegar veitingar í mötuneyt- inu, og fyrir yngstu gestina var komið upp myndsegulbandi og kunnu þeir vel að meta þessa skemmtun ásamt öllum veiting- unum. Einnig var gestum boðið að skoða Brauðgerðina en hún er í nýju glæsilegu húsnæði og búin öllum fullkomnustu tækjum. Þar var slegið upp rjómakökuveisiu ásamt ýmsu öðru góðgæti. j Mjólkursamlagi félagsins var gestum boðið upp á osta- pinna, að sjálfsögðu af fram- leiðslu samlagsins, einnig voru kynntar nýjar umbúðir sem teknar verða í notkun með vor- inu, og lýstu gestir ánægju sinni með þær framfarir. Þess má geta að lokum að í Fiskiðjuveri KASK lá frammi gestabók og er ekki að efa að þeir hafi skipt hundruðum sem skráðu nafn sitt þann dag í gestabókina. Einnig var komið fyrir á veggjum í Fiskiðjuverinu smekkiega gerðum upplýs- ingaskiltum með ýmsum upplýs- ingum um rekstur síðasta árs, ásamt ýmsum öðrum fróðlegum upplýsingum. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags A-Skaftfellinga er Hermann Hansson. — Einar 1' '• -k _ * . * . ’-J í Mjólkursamlagi Kaupfélagsins var gestum boðið að bragða á ostapinnum, og er ekki annað að sjá en að öllum hafi líkað vel. Sigurður Hjartarson bakarameistari í brauðgerð KASK sýnir hér gestum vélakost brauðgerðarinnar, einnig var gestum boðið upp á veitingar og að sjálfsögðu voru þar rjómakökurnar vinsælastar. Ljósm. Mbl. Kinar (iunnl. Austur-skaftfellska vísitölufjölskyldan skoðar tækjabúnað Brauðgerðar KASK af miklum áhuga, en á laugardaginn í síðustu viku var öllum A-Skaftfellingum boðið að skoða fyrirtæki Kaupfélagsins í tilefni 100 ára afmælis Samvinnuhreyfingarinnar. í Mjólkursamlaginu gafst gestum tækifæri til að fylgjast með þegar verið var að „hleypa" ost, en úr kerinu koma um 300 kg af osti. f Fiskiðjuveri KASK var komið fyrir myndsegulbandi fyrir yngstu gestina og var ekki annað að sjá en að þau hafi kunnað vel að meta, einnig var þeim boðið upp á kökur og gosdrykki. Kaupfélag A-Skaftfellinga minnist 100 ára aímælis Samvinnuhreyfíngarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.