Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982 51 „Kisuleikur“ fær góðar viðtökur IJNGVERSKA leikritið Kisuleikur Izstván Örkény hefur verið sýnt á kjallarasviði I>jóðleikhússins frá áramótum og hlotið mjög góðar við- tökur áhorfenda jafnt sem gagnrýn- enda. í frétt frá Þjóðleikhúsinu segir svo um leikritið: „Einn gagnrýnandinn sagði: „Þetta er verk sem menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara.“ Annar lauk umsögn sinni á þess- um orðum: „Þessi sýning í leik- húskjallaranum lætur kannski lít- ið yfir sér, en engu að síður býr hún yfir skáldlegum krafti og mannlegu innsæi, sem heldur manni föngnum löngu eftir að ljósin eru slokknuð." Á ytra borði er þetta ástarsaga roskins fólks og fer vel á því á ári aldraðra að minna á að tilfinn- ingar eru ekki bundnar við ákveð- in aldursskeið. Ef grannt er skoð- að má hinsvegar sjá ýmsa líkingu með örlögum söguhetjanna og at- burða í örlagasögu ungversku þjóðarinnar í heild. Leikritið er mjög gamansamt á köflum, en vekur eftirþanka. Meðal leikenda eru Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Bryndís Pétursdóttir og Margrét Guðmundsdóttir og hafa allar fengið góða dóma, og sérstaka ánægju hefur vakið að sjá aftur Þóru Borg á sviði Þjóðleikhússins og svo Þorstein Hannesson, sem Rit um sjúkra- flutninga komið l'JT ER komið ritið Sjúkraflutningar eftir Eggert Ásgeirsson og er það fylgirit nr. 1, 1982 við heilbrigðis- skýrslur. Ritið er samið að tilhlutan land- læknis og fjallar um sjúkraflutn- inga á landi á íslandi. í skýrslunni eru tiliögur um fyrirkomulag sjúkraflutninga sem lið í bráða- þjónustu landsmanna og niður- stöður könnunar á fyrirkomulagi sjúkraflutninga á hinum ýmsu stöðum á landinu. Af skýrslunni kemur fram að sjúkraflutningum er sinnt á meg- inhluta landsins, en hinsvegar er fyrirkomulag allt og rekstur mjög mismunandi milli byggða. Yfir- leitt er sérþjálfun sjúkraflutn- ingamanna ekki næglega vel sinnt og bifreiðir ekki búnar tækjum svo sem æskilegt væri. Bent er á að með bættu skipulagi, mark- vissri þjálfun starfsmanna og sjúkraflutningum sem búnar séu við hæfi megi bjarga mannslífum. Þá er bent á nauðsyn þess að sam- ræma rekstur og vinna að heild- arskipulagi sjúkraflutninga sem lið í bráðaþjónustu sem uppfylli vissar lágmarkskröfur um landið allt. Lögð er áhersla á að sá skilning- ur verði viðurkenndur í reynd að sjúkraflutningar séu hluti af heilsugæslu landsmanna og tryggja verði að læknisfræðileg sjónarmið ráði þeirri hjálp sem veitt er. Skýrslan og tillögurnar hafa verið lagðar fyrir heilbrigðismála- ráðherra og hefur hann falið Egg- erti Ásgeirssyni að gera tillögur um næstu skrefin í skipulagi sjúkraflutninga á landinu. AIGKVSIM.A- SÍMINN EH: 22480 leikur þarna gamlan óperusöngv- ara. Mest mæðir þó á Herdísi Þor- valdsdóttur, sem leikur þarna eitt af mestu hlutverkunum á sínum langa og lofsverða leikferli; hefur þessu hlutverki verið líkt við Fröken Margréti, sem Herdís lék í nokkur ár sællar minningar. Um leik Herdísar segir einn gagnrýn- andinn svo: „Stjarna kvöldsins var Herdís Þorvaldsdóttir. Það var engu líkara en hlutverkið væri skapað fyrir hana. í hennar með- förum varð Frú Orbán væntum- þykjanleg persóna, stór í sniðum, örlát, fljótfær, en samt vitur. Það var hrein unun að fylgjast með henni þessa kvöldstund." — Kisu- leikur verður næst sýndur á mið- vikudag og er það 18. sýning verksins." Svipmynd úr leikritinu ROYAL PLAYA DE PALMA HÓTELIÐ VIN MALLORKA' Munið páskaferðina Atlantik býður upp á úrval gististaða, þar á meðal er íbúðahótelið vinsæla, Royal Playa Á Mallorka er nær allt sem hugurinn girnist, og ýmislegt um að vera. Pantið tímanlega, missið ekki af óskaferðinni. de Palma. svo þér Brottfarardagar: Páskaferð 6. apríl 18. apríl 11. maí 29. maí 15. júní 6. júlí 27. júlí 17. ágúst 7. september 28. september FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.